Morgunblaðið - 21.07.2001, Page 27

Morgunblaðið - 21.07.2001, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 27 NÝTT 30 til 50 herbergjahótel er meðal fram-kvæmda sem forráða-menn Hótels Geysis hafa nú á prjónunum til frekari uppbyggingar í ferðaþjónustunni þar. Það myndi þýða fjárfestingu fyrir hundruð milljóna en þeir telja raunhæft að þessu verði hrundið í framkvæmd á næstu þremur til fimm árum. Þá er verið að reisa þrjú ný hús með stúdíó- herbergjum og eldhúskróki til við- bótar við þau fjögur sem fyrir eru. Í undirbúningi er að bæta við bílastæðum og er það verkefni unnið í samráði við Vegagerðina. Hjónin Már Sigurðsson og Sig- ríður Vilhjálmsdóttir hafa staðið vaktina á Hótel Geysi í áratugi og séð um víðtæka ferðaþjónustu þar. Börn þeirra, Mábil og Sig- urður, sjá um ákveðna þætti í rekstrinum, Mábil um hótel- og veitingastarfsemina og Sigurður um söluskálann, tjaldstæði og hestaleigu. Í vor var Valtýr Val- týsson, sveitarstjóri í Holta- og Landsveit, ráðinn framkvæmda- stjóri Hótels Geysis og segir Már í samtali við Morgunblaðið það hafa verið löngu tímabært. Sífellt vaxandi umsvif „Það er kannski ekki auðvelt að koma inn í svona fjölskyldufyr- irtæki en ég tel að Valtýr sé rétt- ur maður til að hafa yfirumsjón með fjármálum og daglegum rekstri hér. Umsvifin fara sífellt vaxandi og þess vegna er nauð- synlegt að einn maður helgi sig algjörlega þessum þáttum,“ segir Már og gaf sér ekki frekari tíma í mas að sinni enda ekki máti hans að sitja mjög lengi kyrr. Valtýr Valtýsson segir að Már verði áfram sá miðpunktur í ferðaþjónustunni við Geysi sem hann hefur verið, hugmyndasmið- ur og driffjöður. „Ég verð síðan til aðstoðar og framundan er að marka fyrirtækinu framtíðar- stefnu í þeirri uppbyggingu sem hugmyndir eru um,“ segir hann og á þar bæði við ýmsa þjón- ustuþætti sem ætlunin er að auka við, aukningu gistirýmis og kláf- inn. Alhliða ferðaþjónusta „Hér fara umsvifin alltaf vax- andi bæði með almennri fjölgun ferðamanna og þeirri afþreyingu sem boðið er upp á. Þar á ég við sundlaugina, fræðslumiðstöðina Geysisstofu sem opnuð var í fyrra, þjónustu á tjaldsvæðinu og hestaleigu, allt laðar þetta hingað fleira fólk í margs konar tilgangi og um leið eykst heildarveltan í söluskálanum, veitingastaðnum og minjagripasölunni. Hér er því ekki bara veitingarekstur heldur alhliða ferðaþjónusta og það er ætlunin að byggja upp áfram.“ Valtýr segir ráðgert að fjölga gistirýmum. Í dag eru sex tveggja manna herbergi á Hótel Geysi og tvö eins manns herbergi og auk þeirra nokkurt svefnpokapláss. Þá eru fjögur lítil hús með tveimur stúdíóherbergjum hvert þar sem þrjú svefnpláss eru í hverju. Reisa á þrjú ný í sumar og verða þau tilbúin næsta vor og er þá gisti- rými í herbergjum fyrir rúmlega 30 manns. En síðan er ný hótel- álma á teikniborðinu. „Hugmyndin er að byggja álmu með 30 til 50 herbergjum en markaðsathuganir okkar benda til þess að nýting geti orðið góð á slíkri viðbót. Þar yrðu einnig fundasalir, einn stór og kannski tveir minni, en markmiðið með þessari byggingu er að laða hing- að ráðstefnur og fundi árið um kring. Þetta kallar á rækilegan undirbúning og kynningu af hálfu okkar meðal þeirra sem skipu- leggja ráðstefnur en okkur sýnist fyllilega raunhæft að áætla að þessi viðbót geti verið komin í gagnið á innan við fimm árum.“ Landvörður ráðinn í sumar Í sumar er landvörður við Geysi og sinnir því starfi Elín Rúna Backman. Heimamenn leggja henni til aðstöðu en Náttúruvernd ríkisins greiðir launin. Er staðan mönnuð fram eftir ágústmánuði. Landvörðurinn hefur fasta við- veru í söluskálanum milli kl. 12 og 14 og býður síðan upp á leiðsögn um hverasvæðið kl. 14. Er það um hálftíma gönguferð og segist Elín greina frá helstu atriðum varðandi hverasvæðið. Þá segir hún ferða- menn taka mikið af hvers kyns upplýsingabæklingum hjá sér. Nýlega voru einnig settir niður skynjarar eða hitamælar við nokkra hverina og hefur Orku- stofnun umsjón með þeim mæl- ingum. Upplýsingar frá mælunum eru sendar í tölvu í söluskálanum og þangað geta vísindamenn Orkustofnunar sótt þær gegnum tölvur sínar í Reykjavík. Tilgang- ur mælinganna er að skrásetja púls hjá sex hverum á svæðinu og safna þannig upplýsingum um virkni þeirra. „Hugur okkar stendur þó til að gera enn frekari mælingar á hitastigi í hverum eins og Geysi þar sem hægt væri að kanna hitastig ofan í hvernum sjálfum í tengslum við virkni hans,“ segir Valtýr. „Með þeim hætti væri kannski mögulegt að sjá gos í hvernum fyrir með smá- vegis fyrirvara.“ Allt upp í 30 rútur koma með ferðamenn á mestu annadögunum. Margir hópar ferðamanna eru í hádegismat og allstór hluti þeirra sem staldrar við á Geysi heimsæk- ir Geysisstofu. Meðal hlutverka Valtýs er að safna og meta slíkar tölulegar upplýsingar en hann segir erfitt að telja eða meta hversu margir komi á svæðið á hverjum degi. Valtýr segir að með því að fara um Geysisstofu geti ferðamenn fengið á um 20 mín- útum fræðslu í hnotskurn um jarðfræði Íslands, jarðhitann og hverasvæðið við Geysi og jarðsög- una. Hann segir grunnskólanema á Suðurlandi hafa komið í Geysis- stofu á liðnum vetri og trúlega verði framhald á því auk þess sem reyna eigi líka að fá framhalds- skólanema til að nýta sér fræðsluna í verkefnavinnu. „Geysir hefur alla tíð, allt frá dög- um Ara fróða, verið nokkurs kon- ar fræðasetur og við viljum gjarn- an halda því merki á lofti og sinna því hlutverki áfram,“ segir Valtýr. Afþreying og fræðsla Mörg fleiri verkefni eru fram- undan og segir Valtýr nauðsyn- legt að bæta upplýsingagjöf um hina fjölþættu þjónustu fyrir ferðamenn sem koma á staðinn og vekja sérstaklega athygli á Geysisstofu og þeirri fræðslu og afþreyingu sem þar er í boði. Eins megi merkja fleiri örnefni og staði á svæðinu. „Allt slíkt skilar sér betur í landkynningu. Það er ekki nóg að ferðamaðurinn, hvort sem hann er íslenskur eða erlendur, komi við, fari aðeins um svæðið og haldi síðan áfram. Hann verður að fá að vita um helstu staðreyndir og það gerum við með fræðslu og ábend- ingum á ýmsa vegu, í Geysisstofu, með þjónustu landvarðarins og annarri upplýsingagjöf. Með bættri aðstöðu verður líka auð- veldara að dvelja hér lengur en dagstund, tjalda eða gista í húsi og skoða svæðið og nágrenni þess. Þannig sjáum við fyrir okk- ur að gestir geti komið hingað aft- ur og aftur og notið í senn afþrey- ingar og fræðslu í þessari náttúruperlu,“ segir Valtýr að lokum. Margs konar uppbygging fyrirhuguð í ferðaþjónustu við Geysi Undirbúa 30 til 50 her- bergja hótelbyggingu Morgunblaðið/jt Valtýr Valtýsson og Már Sigurðsson við sundlaugina. Sigurður og Mábil, börn Sigríðar og Más, sjá um veitingasöluna og Sigurður um söluskálann og tjaldsvæðið. Elín Rúna Backman er landvörður við Geysi fram undir lok ágúst. Þúsundir innlendra og erlendra ferðamanna heimsækja Geysis- svæðið á degi hverjum yfir hásumarið. For- ráðamenn Hótels Geysis hafa ýmislegt á prjónunum eins og Jóhannes Tómasson komst að þegar hann staldraði þar við dagstund. . hafa að ifar jarð- er það frá nig fund- ast versl- rot. nur m tíma r eftir 60 in kirkju- benda til st við á ð væri við d annars í fjögur en ekki ernig þau nar voru kynslóð, ólk í hóp ásum um Það voru ur sem yfir sum- kaupskap sar voru menn af ngað með staðurinn 0. Síðustu angað eru það hvarf dum. gár guna agði Haf- s, en talið rgár hafa ins gerð- Norðmenn vetursetu glending- gldu hing- ekki vet- hafi siglt i sjávar- fangs í útflutningi landsmanna jókst einnig á þessum tíma og ver- stöðvar voru reistar sunnanlands og vestan, en lengra var að fara til Norðurlands. Nýjar og gamlar rannsóknir bornar saman Bretinn Robert Howell stjórnar fornleifauppgreftrinum sem nú stendur yfir á Gásum og sagði hann að farið væri að líkt og Dani- el Bruun gerði árið 1907 en það væri gert í þeim tilgangi að bera saman niðurstöður hans og þær sem þessi uppgröftur mun leiða í ljós. Ný tækni er notuð við rann- sóknirnar nú en greininni hefur fleygt mjög fram frá því í upphafi síðustu aldar þegar Daniel og Finnur voru þar á ferð. Rann- sóknin nú verður þannig mun ná- kvæmari en sú sem þeir félagar höfðu tök á að gera fyrir tæpum hundrað árum. Ætlunin er að út- búa í kjölfar uppgröftsins nú þrí- víddarlíkan af svæðinu. Tóttirnar eru sérlega vel varðveittar, en ganga má eftir aðalgötunni og skyggnast um meðal búðaleifanna. Í þessum uppgreftri hafa fundist brot úr leirkeri og bein, en talið er að leirkerin séu frá 14. eða 15. öld. Howell segir augljóst að þau séu vel gerð og vönduð, en sérfræð- ingar muni fá þau til athugunar m.a. til að kanna hvort hægt er að rekja uppruna þeirra. Til stendur að halda rannsókn- um á Gásum áfram. Hefur verið mynduð verkefnastjórn vegna þeirra og fyrirhugað að ráða verk- efnisstjóra sem m.a. yrði falið að afla fjármagns til verkefnisins. „Ég vona að við getum haldið þessum rannsóknum okkar áfram næstu þrjú árin að minnsta kosti, því hér er ærið verkefni fyrir höndum. Það hefur verið virkilega gaman að vinna við þetta núna og sjá hvernig þessar búðir eru og hversu heillegar þær eru enn,“ sagði Howell. Áætlanir um fram- haldið sagði hann ráðast af því hversu mikið fjármagn fengist til verkefnisins. „En mér sýnist þetta geta verið lífstíðarverkefni,“ sagði Howell. Hann vonast til að geta kynnt einhverjar nýjar niðurstöð- ur á ráðstefnu sem haldin verður á Akureyri í september næstkom- andi. Svæðið aðgengilegra Deiliskipulag af svæðinu verður gert í sumar, en það miðar að því að gera það aðgengilegra fyrir ferðamenn. Lagðir verða stígar og upplýsingum komið fyrir á töflum auk þess sem áætlanir gera ráð fyrir að hús verði reist þar sem m.a. verði greint frá nýjum rann- sóknum og niðurstöðum þeirra. Hafdís sagði að hluti af þessu verkefni tengdist uppbyggingu menningarlegrar ferðaþjónustu á svæðinu í kring, þ.e. Gása, Skipa- lóns og Möðruvalla í Hörgárdal, en merkar minjar sé þar að finna, fjölbreytt náttúrufar og jarðsögu- minjar. Í Minjasafninu á Akureyri stendur svo yfir sýning um versl- unarstaðinn að Gásum. Þar er gerð grein fyrir verslunarháttum og vörutegundum og tengslum hans við umheiminn svo eitthvað sé nefnt. m í Eyjafirði mörgum löndum starfa saman að uppgreftr- afa nýtt sér tækifærið og farið í skipulagðar gn á vegum Minjasafnsins síðustu vikur. Rúnar Þór m

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.