Morgunblaðið - 08.08.2001, Síða 4
Í SUMAR var tekinn í notkun hjóla-
báturinn Eyfari hjá Viðeyjarferj-
unni ehf. og segja forsvarsmenn
fyrirtækisins hann hafa hlotið góð-
ar viðtökur hjá farþegum. Eysteinn
Þ. Yngvason, framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, segir að báturinn
hafi verið tekinn í notkun núna í
sumar og að farnar hafi verið
fyrstu ferðirnar út í Engey núna
um verslunarmannahelgina.
„Það verður svo áframhald á
þessum ferðum, við erum svona að
átta okkur á eftirspurninni,“ sagði
hann.
Keyptur í Bandaríkjunum
Eysteinn segir orðið erfitt að fá
þessa báta en þeir hafi fyrir löngu
verið framleiddir fyrir ameríska
herinn sem væri hættur að nota þá.
„Þeir eru engu að síður víða not-
aðir í ferðaþjónustu víða um heim
og slegist um þá, þannig að þeir eru
dýrir,“ bætti hann við og áréttaði
að einungis hefðu verið framleiddir
968 svona bátar og að af þeim væru
sjö hér á landi.
„Við keyptum þennan í Banda-
ríkjunum og erum búnir að vera
með hann í tvö ár að breyta honum
þannig að hann hentaði til farþega-
flutninga. Hann er með þaki til að
skýla fólki en við vildum hafa hann
opinn á hliðunum svo fólk geti bet-
ur andað að sér fersku sjávarloft-
inu,“ sagði Eysteinn og áréttaði að
bátar af þessu tagi væru góðir sjó-
bátar, mjög öflugir og færu létt
með landtöku. „Enda viðurkenndir
til að sigla nánast hvar sem er,“
sagði hann.
Bátinn segir Eysteinn að bjóði
upp á ýmsa nýja möguleika, t.a.m.
hafi hann verið notaður til að ferja
hópa alveg upp að félagsheimili
Viðeyingafélagsins í Viðey og
þannig hafi mátt spara fólki sporin
því um einn og hálfur kílómetri sé
þangað frá bryggjunni.
Vottaður af tveimur stofnunum
„Það sem við erum að horfa til er
að nota bátinn í eyjarnar hér á
sundunum, þetta er svona útvíkkun
á starfseminni, að fara í eyjarnar
hér því þar eru ekki bryggjur. Við
erum t.d. búnir að fara út í Þerney
og við erum búnir að sigla í kring-
um Geldinganesið og höfum keyrt
yfir eiðið þar. Þá höfum við siglt út
í Mosfellsbæ og Grafarvog. Við höf-
um farið víða,“ sagði hann og bætti
við að um helgina hafi verið farnar
fjórar ferðir út í Engey og alls hafi
verið fluttir ríflega 100 manns.
„Fólkið var mjög ánægt og við
stefnum á að fara aftur um næstu
helgi,“ sagði hann.
Eysteinn segir sömur reglur
gilda um bátinn á vegum úti og um
stórvirk vinnutæki. „Hann má fara
milli staða utan háannatíma í lög-
reglufylgd. Annars er hann skoð-
aður af tveimur aðlilum, Sigl-
ingastofnun og Vinnueftirlitinu, en
það skiptir um eftirlitsaðila eftir
því hvort maður er að koma upp úr
sjó eða að fara ofan í sjó,“ sagði
hann. Báturinn segir Eysteinn að
geri lítið rask í fjörunni þar sem
tekið er land. „Hann sporar aðeins
en spólar ekki neitt, þetta er ekki
eins og verið sé að keyra jarðýtu á
land.“ Hann áréttaði þó að báturinn
væri engin smásmíði, 11 tonn að
þyngd, þrír metrar á breidd og tíu
og hálfur metri á lengdina. „Svo
nær hann 60 kílómetra hraða á
klukkustund á landi og tíu mílna á
sjó,“ sagði Eysteinn ánægður með
farkostinn.
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Eyfari kemur í land eftir að hafa skroppið í land að sækja fleira fólk.
Siglt og ekið
í eyjarnar
á Sundunum
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Nærri þrír tugir útlendinga hafa óskað eftir hæli á árinu
Langflestum hefur
verið synjað um hæli
FLESTIR þeirra 29 sem óskað hafa
eftir hæli hér á landi hefur ýmist ver-
ið synjað eða þeir snúið við af sjálfs-
dáðum.
Eftir að Schengen-sáttmálinn
gekk í gildi þann 25. mars sl. fjölgaði
umsóknum talsvert. Um miðjan júní
höfðu 21 óskað eftir hæli en þeir voru
fimm á sama tíma í fyrra. Nú hafa
alls 29 óskað eftir hæli. Kristín Völ-
undardóttir, lögfræðingur hjá Út-
lendingaeftirlitinu, segir þetta svip-
aða þróun og hefur orðið í
nágrannalöndum. Menn urðu varir
við aukinn straum stuttu eftir að
Schengen tók gildi, en síðan hefur
dregið úr fjöldanum á ný og nú er
jafnvel minni fjöldi en var á sama
tíma í fyrra í nágrannalöndunum.
Hún segir þó enn of snemmt að
fullyrða nokkuð um ástæður fyrir
fjölgun umsækjenda hérlendis. Af
þeim 29 sem hafa leitað hælis hér á
landi drógu fjórir umsókn sína til
baka samdægurs eftir að þeim hafði
verið gerð grein fyrir þeim reglum
sem gilda um hælisleitendur. Sjö til
viðbótar hurfu af landi brott. Fjórir
þeirra létu vita af sér en talið er full-
víst að hinir þrír hafi einnig farið úr
landi, a.m.k. hafa þeir ekki fundist
þrátt fyrir eftirgrennslan lögreglu.
Níu var vísað af landi brott á
grundvelli milliríkjasamninga um
málefni þeirra er leita hælis. Átta
þeirra hafa þegar farið af landi brott.
Útlendingaeftirlitið hefur hafnað
fimm umsækjendum en mál fjögurra
eru til meðferðar í dómsmálaráðu-
neytinu. Mál fjögurra eru enn í
vinnslu hjá Útlendingaeftirlitinu.
Þeir sem leita hér hælis koma
víðsvegar að. Flestir segjast vera frá
löndum Austur-Evrópu. Sex Rússar
hafa sótt um hæli, þrír Albanir, þrír
Bosníumenn og þrír Rúmenar. Tveir
hafa komið frá Kosóvó.
Þá hefur Letti, Serbi og Georgíu-
maður, Íraki, Írani og maður frá lýð-
veldinu Kongó óskað eftir hæli, svo
flestir séu nefndir.
KOMU bandaríska skemmtiferða-
skipsins Clipper Adventurer var
mótmælt á Miðbakka við Reykjavík-
urhöfn í gærmorgun. Þrír félags-
menn úr Sjómannafélagi Reykjavík-
ur, þar á meðal formaður þess, voru
færðir í lögreglubíl er þeir reyndu að
koma í veg fyrir að 95 farþegar á
skipinu kæmust leiðar sinnar. Hin-
um handteknu var ekið á lögreglu-
stöð þar sem tekin var af þeim
skýrsla áður en þeir voru látnir laus-
ir.
Sýslumaðurinn í Reykjavík setti í
fyrrakvöld lögbann á aðgerðir gegn
skipinu, en lögbannskröfu útgerðar-
félags skemmtiferðaskipsins á fyrir-
hugaðar mótmælaaðgerðir hafði áð-
ur verið hafnað. Hópur félagsmanna
mætti hins vegar á Miðbakka og
mótmælti í eigin nafni.
Reynt var að hindra störf fjöl-
miðla á vettvangi meðal annars með
því að koma í veg fyrir myndatökur
ljósmyndara. Jónas Garðarsson, for-
maður Sjómannafélags Reykjavíkur,
sagði að verið væri að athuga næstu
skref í málinu og að hugsanlega yrði
lögregla kærð fyrir framgang sinn í
gær.
Alþjóðaflutningaverkamannasam-
bandið, íslensk sjómannasamtök og
Félag leiðsögumanna höfðu boðað til
aðgerða á Miðbakkanum vegna
komu Clipper Adventurer, en af 41
skemmtiferðaskipi sem til landsins
kæmi í sumar, væri skipið það eina
sem ekki hefði gengið frá alþjóðlega
viðurkenndum kjarasamningum
varðandi kjör áhafnarinnar.
Hlýddu ekki
fyrirmælum lögreglu
Á bilinu 20 til 30 manns voru sam-
ankomnir á Miðbakkanum í gær-
morgun til að mótmæla komu skips-
ins. Á annan tug lögreglumanna var
á staðnum. Jónas Garðarsson sagði
að handtaka lögreglunnar hefði verið
tilefnislaus og að lögregla hefði ekki
beðið sig eða aðra mótmælendur í
kring um að víkja af svæðinu áður en
skarst í odda á milli hennar og mót-
mælenda.
„Maður á því ekki að venjast að
lögreglan sé með svona hamagang.
Þeir geta bara talað rólega við menn
og þá leysast málin. En þeir völdu að
fara hina leiðina,“ segir Jónas. Hann
segir að maze-úðabrúsi, sem lögregl-
an notast við, hafi verið lagður upp
að vitum sér og því hótað að honum
yrði beitt færi hann ekki í handjárn
með góðu. Þá sagði Jónas að sjötug-
um félaga sínum, sem einnig var
handtekinn, hafi verið „hent frunta-
lega upp í lögreglubíl“. Að hans sögn
fór maðurinn, sem er í spelkum, á
slysadeild til skoðunar.
Að sögn lögreglunnar voru öll
mótmæli afstaðin stuttu eftir að til
handtöku mannanna kom.
Jónasi Hallssyni, aðstoðaryfirlög-
regluþjónni, var ekki kunnugt um
hvað fór á milli einstakra lögreglu-
manna og mótmælenda, en segir að
mótmælendur hafi brotið gegn 19.
gr. lögreglulaga með því að hlýða
ekki fyrirmælum lögreglu og víkja
úr vegi til að hleypa farþegum í land.
Skipið lá við festar í ytri höfninni og
voru farþegar ferjaðir á milli í létta-
bátum. Jónas segir að mótmælend-
um hafi ítrekað verið gefinn kostur á
að fara áður en gripið var til harðari
aðgerða sem leiddu af sér handtök-
ur. Þær upplýsingar fengust hjá
Eimskip, umboðsaðila fyrir útgerð
skipsins, að ekki hefði verið ákveðið
fyrirfram hvort skipið myndi liggja
við festar í ytri höfninni eða við Mið-
bakka en hugsanlega hefðu mót-
mælaaðgerðirnar haft sitt að segja.
Þegar skipið kom hingað til lands í
fyrra hafi það hins vegar einnig legið
í ytri höfninni.
Hugðust hindra landgöngu farþega skemmtiferðaskips
Þrír handteknir
vegna mótmæla
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Lögreglumenn voru áberandi við Miðbakkann í gærmorgun.
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, var einn
þriggja sem færður var á brott í lögreglufylgd.