Morgunblaðið - 08.08.2001, Síða 15
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 15
FJÖLDI fólks tók þátt í hátíðar-
höldum á fjölskylduskemmtuninni
Ein með öllu á Akureyri um versl-
unarmannahelgina. Hápunktur há-
tíðarinnar fór fram á Akureyrarvell-
inum á sunnudagskvöld, þar sem
talið er að á fimmta þúsund manns
hafi tekið þátt í brekkusöng. Hátíð-
inni var svo slitið með glæsilegri
flugeldasýningu á vellinum.
Bragi Bergmann hjá Fremri
kynningarþjónustu, sem hafði um-
sjón með hátíðarhöldunum, var
ánægður með helgina þótt hann
hefði vissulega viljað fá fleira fólk til
bæjarins. „Þetta var notaleg og
vandræðalaus fjölskylduhelgi. Mér
finnst þó standa upp úr hversu
margir bæjarbúar tóku virkan þátt í
hátíðarhöldunum.“
Bragi sagði mjög fáa hafi gist á
tjaldsvæðunum og þá sérstaklega að
Hömrum sem hafi verið slæmt þar
sem skátar hefðu undirbúið fjöl-
breytta dagskrá þar alla helgina.
Hins vegar hafi fjöldi fólks verið í
orlofsíbúðunum í bænum og hjá vin-
um og kunningjum. „Veðurspáin
fyrir helgi var nú heldur ekki til að
hjálpa okkur en hér var komin blíða
á laugardag.“
Rólegt hjá lögreglu
Bragi sagði að unglingadansleik-
irnir í KA-heimilinu hafi verið vel
sóttir sem og dagskrá yfir daginn á
Ráðhústorgi. Einnig voru veitinga-
hús og skemmtistaðir ágætlega sótt.
Daníel Guðjónsson, yfirlögreglu-
þjónn á Akureyri, sagði að fjöl-
skylduhátíðin hefði farið vel fram og
þá hafi umferðin gengið vel í bæn-
um og næsta nágrenni. Hann sagði
ekki eitt einasta fíkniefnamál hafa
komið upp um helgina og heldur
ekki nauðgunarmál. „Frá okkar
sjónarhóli var þetta mjög þægileg
helgi.“
Akureyringar tóku virkan þátt í fjölskylduhátíðinni
Notaleg og vandræða-
laus fjölskylduhelgi
Morgunblaðið/Kristján
Mikill fjöldi fólks á öllum aldri
tók þátt í dagskrá á Akureyr-
arvellinum á sunnudagskvöld,
sem lauk með glæsilegri flug-
eldasýningu.
SÓPRANSÖNGKONAN Guðrún
Ingimarsdóttir og Duo Serenade,
sem er skipað Alexander Auer þver-
flautuleikara og Heike Matthiesen
gítarleikara, koma fram á tónleikum
í Deiglunni í kvöld, miðvikudaginn 8.
ágúst, kl. 20.30.
Á efnisskránni eru spönsk og suð-
ur-amerísk sönglög og tangóar eftir
Manuel Valls, Joaquin Rodrigo, Fed-
erico Garcia Lorca, Jaime Ovalle,
Paurillo Barroso, Heitor Villa-Lobos
og Astor Piazzolla.
Guðrún Ingimarsdóttir stundaði
nám í Söngskólanum í Reykjavík, í
Lundúnum og í Tónlistarháskólan-
um í Stuttgart undir leiðsögn pró-
fessors Sylvíu Geszty og lauk þaðan
námi árið 1998.
Duo Serenade hefur starfað frá
1997 og hefur komið fram víða um
Þýskaland og í Japan, svo og í sjón-
varpi og útvarpi.
Alexander Auer er fæddur í Tran-
sylvaníu og hóf þar tónlistarnám
ungur að árum. Í Þýskalandi stund-
aði hann nám í Mannheim og síðan í
Tónlistarháskólanum í Stuttgart.
Heike Matthiesen er frá Frank-
furt í Þýskalandi og stundaði nám við
tónlistarskólann þar í borg. Að námi
loknu varð hún nemandi hins heims-
fræga gítarleikara Pepes Romero og
kom fram á tónleikum með gítar-
kvartettinum „Los Romeros“.
Sönglög og
tangóar á
tónleikum
í Deiglunni
ELDUR kom upp í dráttarvél á
bænum Þrastarhóli í Arnarnes-
hreppi í Eyjafirði seinni hluta sunnu-
dags. Vélin sem stóð úti á túni gjör-
eyðilagðist en talið er að kviknað hafi
í út frá rafmagni.
Tilkynning um eldinn barst
Slökkviliðinu á Akureyri aðeins
fimm mínútum eftir að tilkynning
um nauðlendingu flugvélarinnar í
Garðsárdal barst. Þangað höfðu allir
tiltækir menn verið sendir og því
tafðist nokkuð að senda slökkvibíl að
Þrastarhóli þar sem kalla þurfti út
auka mannskap.
Viðar Þorleifsson, varðstjóri hjá
Slökkviliði Akureyrar, sagði að lík-
lega hefði verið hægt að bjarga ein-
hverju af dráttarvélinni ef ekki hefði
staðið svona á og menn komist fyrr á
staðinn.
Dráttarvél
eyðilagðist
í eldi
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni
HÁTT í 40 fræðimenn stunda nú
rannsóknir og uppgröft fornra
mannvistarleifa á þremur stöðum í
Mývatnssveit. Stór hópur er á Hofs-
stöðum, þar sem uppgröftur við
skálann stóra sem frægur er er
langt kominn og rannsóknir nú að
færast í fornan kirkjugarð og
kirkju frá kaþólskum sið.
Í Sveigakoti sunnan Grænavatns
fer fram ítarleg rannsókn á fornu
bæjarstæði og í Hrísheimum, nokk-
uð vestur frá Baldursheimi, er ver-
ið að taka fyrstu prufur til þess að
hægt sé að átta sig á umfangi
mannvistarleifa þar. Minna má á að
í Baldursheimslandi varð merkur
kumlfundur árið 1860 sem varð-
aðalkveikjan að stofnun Forn-
gripasafns Íslands.
Rannsóknir í Mývatnssveit eru
meðal annars svo umfangsmiklar
vegna þess að víða sést hér móta
fyrir fornum mannvistarleifum þar
sem ekki hefur haldist byggð mjög
lengi og ekki orðið röskun af seinni
tíma búsetu, frekar þá að fokið hafi
ofan af og þannig vaknað áhugi á
frekari skoðun. Hópurinn, sem að
stærstum hluta eru erlendir fræði-
menn og nemendur, er undir stjórn
Fornleifastofnunar Íslands og verð-
ur hann við rannsóknir hér fram
yfir miðjan ágúst.
Morgunblaðið/BFH
Mjöll Snæsdóttir fornleifafræð-
ingur við fornar grafir í kirkju-
garðinum, fjær er grjót úr
undirstöðum kirkjunnar.
Grafið í
söguna í
sveitinni
Mývatnssveit
♦ ♦ ♦