Morgunblaðið - 08.08.2001, Síða 17

Morgunblaðið - 08.08.2001, Síða 17
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 17 KIRKJUBÆJARKIRKJA í Hróars- tungu er 150 ára gömul um þessar mundir og er með elstu kirkjum landsins. Þar var um helgina haldin mikil kirkjuhátíð í einkar fögru veðri. Hófst hún með morgunsöng þar sem sr. Kristján Valur Ingólfs- son leiddi tíðagjörð. Í hátíðarmessu eftir hádegi predikaði Karl Sig- urbjörnsson, biskup Íslands, en sr. Sigfús J. Árnason prófastur og sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir sókn- arprestur þjónuðu fyrir altari. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna söng og organisti var Rosemary Hewlett en hún lét einnig skíra barn sitt við hátíðarmessuna. Sókn- arnefnd bauð til veglegs kirkjukaffis og hátíðardagskrár eftir messu, en hátíðinni lauk með kvöldbænum. Kirkjunni voru færðar góðar gjaf- ir, m.a. tvær biblíur, nýr hökull og stóla. Kirkjubær er gömul kirkjujörð í Hróarstungu, sveitinni sem liggur á milli Jökulsár á Dal og Lagarfljóts á utanverðu Fljótsdalshéraði. Jörðin hefur verið kirkjustaður frá upphafi kirkjuskipunar á Íslandi og var prestsetur nær óslitið til 1956. Séra Jón Þorsteinsson lét reisa kirkjuna og var hún vígð á jóladag árið 1851. Kirkjubæjarkirkja er vel byggt hús og hefur ekki þurft mikið við- hald. Hún var tjörguð að utan annað veifið allt þar til þakið var klætt bárujárni árið 1915. Bárujárn var sett á veggi árið 1929 og var hún þá einnig máluð hvít á hliðum og þakið rautt. Þá voru einnig gerðar breyt- ingar á innviðum. Árið 1980 hófst viðgerð á Kirkjubæjarkirkju undir umsjón Harðar Ágústssonar listmál- ara og Þórs Magnússonar, þáver- andi þjóðminjavarðar, og lauk þeirri viðgerð árið 1992 en síðan hefur við- gerð innandyra farið fram undir leiðsögn og með styrk frá húsafrið- unarnefnd. Það var Snorri Guð- varðsson sem sl. vetur gerði við og málaði kirkjuna að innan, auk end- urbóta á húsmunum. Margt góðra og gamalla muna er í Kirkjubæjarkirkju og má þar nefna elsta predikunarstól landsins, en hann er talinn vera smíðaður skömmu eftir siðaskipti. Söngtafla er frá árinu 1805 og harmóníum kirkjunnar er 110 ára gamalt önd- vegishljóðfæri. Hátíðin styrkir samkennd fólksins Í predikun sinni sagði biskup að yfirskrift samtíðar okkar væri að við hefðum allt til alls en það væri líka allt og sumt. Hann sagði hin sönnu auðæfi ekki vera það að eiga mikið heldur að þurfa lítið. Hann minnti á að trúin, vonin og kærleikurinn væru æðst gilda. Karl biskup og sr. Jóhanna, sókn- arprestur Kirkjubæjarsóknar, voru tekin tali í kirkjukaffinu og kváðust þau þakklát fyrir hið indæla veður og góða þátttöku gesta. „Ég hef heyrt talað um að hér hafi rignt eldi og brennisteini þegar kirkjan varð 100 ára,“ sagði sr. Jóhanna, „en svo gefur Guð okkur þetta yndislega veður í dag og ég er afskaplega þakklát fyrir það og einnig öllu því fólki sem hefur tekið þátt í að und- irbúa daginn.“ Biskup sagði undursamlegt að verða vitni að samstillingu og gleði í kringum hátíðina. „Þetta eru merki- leg tímamót, 150 ára afmæli þess- arar glæsilegu kirkju. Á sama tíma hefur verið byggð upp gömul kirkju- rúst frá því um kristnitöku á Geirs- stöðum hér skammt frá og það minnir okkur á hið aldagamla sam- hengi sem við stöndum í enn í dag.“ Biskup sagði gildi kirkjuhátíð- arinnar að styrkja samkennd fólks, vitund þess fyrir samhenginu sem það stendur í og þeim rótum sem samfélagið er sprottið af. „Hlutverk kirkjunnar er að þjóna samtíðinni. Tími kirkjunnar er samtíminn en ekki fortíðin, þrátt fyrir að við sækj- um þangað mikla næringu, visku og gleði,“ sagði biskup að lokum. Ríflega 200 manns sóttu kirkju- hátíðina í Kirkjubæ. Kirkjustaður frá upphafi kirkjuskipunar á Íslandi Minnst 150 ára afmælis Kirkjubæjarkirkju Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Kirkjuhátíð var haldin í Kirkjubæjarkirkju í Hróarstungu á Fljótsdals- héraði um helgina í tilefni af 150 ára afmæli kirkjunnar. Egilsstaðir Kr.699.000 XV535DX „ÞAÐ má með sanni segja að veðrið leiki við okkur Íslendingana hér í Svíþjóð. Steikjandi hiti og sól, hit- inn liggur í rúmum 30 gráður og ef vindur blési ekki er víst að ein- hverjum Íslendingum liði illa. Á sama tíma og við erum að stikna í sólinni þá líður krökkunum frá Sómalíu, sem tjalda rétt hjá okkur, ekkert of vel. Hitinn er eins og á köldum sumardegi hjá þeim,“ sagði Ármann Ingi Sigurðsson skátafor- ingi, sem ásamt 270 íslenskum skátum frá 10 íslenskum félögum er á skátamótinu Scout 2001 í Svíþjóð. Íslendingarnir dreifðust víðsveg- ar um svæðið. Að íslenskum sið fer mikið fyrir þeim þótt fáir séu, að þeirra sögn er nóg að snúa sér í hálfhring á svæðinum til að sjá Ís- lending. Það fer aldrei milli mála hvar Íslendingarnir eru. Byggjum brýr eru einkennisorð mótsins, ekki bara að byggja brú á milli hinna fjögurra sænsku skáta- bandalaga, sem halda sitt fyrsta sameiginlega landsmót, heldur einnig tengja saman skáta frá öllum heiminum saman í bræðralag. „Það er sama hvert litið er, alls staðar blasa við andlit þar sem ánægjan er augljós. Hér vinna skátar saman, hvort sem þeir eru hvítir, svartir eða gulir. Skiptir þá litlu hvort tungumálið er sænska, íslenska eða rússneska. Allir reyna að skilja aðra og gera sig skiljan- lega,“ sagði Ármann Ingi. Íslensku skátarnir komu á mótið á mismunandi tímum, sumir komu beint úr flugi á föstudaginn var og urðu þá með þeim fyrstu á svæðið, enn aðrir komu með skátalestinni frá Danmörku eða Svíþjóð. Ármann Ingi segir það kannski erfitt fyrir ókunnuga að ímynda sér hvernig hægt er að byggja 30.000 manna bæ á einum degi, því þetta er ekkert annað en stór bær. Það þarf að leggja rafmagn, vatnslagnir og setja upp klósett. Matarúthlutun þarf að vera í lagi. Hjúkrunarkonur og læknar eru á vakt. „Mótið er með 70 rúm á sjúkra- húsi hér rétt hjá frátekin og geta útvegað 800 önnur með skömmum fyrirvara. Það má sjá að undirbún- ingur að þessu er gríðarlegur. Þeir sem dvelja lengst verða um þrjár vikur hér, enda er ekki nóg að byggja bæ, það þarf líka að rífa hann þegar allir eru farnir. Það er þó ekki annað hægt en að hrósa Sví- unum fyrir það sem þeir hafa gert hér, allt virkar eins og smurð vél. Það er gaman að sjá hvað ís- lensku skátarnir eru fljótir að til- einka sér sænska útilegusiði. Hér er ekki eingöngu eldað á gasi eða rafmagni eins og heima á Fróni. Hér er enginn maður með mönnum ef þeir elda ekki að minnsta kosti helminginn yfir opnum eldi. Til þess að það sé hægt án þess að kveikja í öllu eru byggðar miklar byggingar úr trjám (spírur á skáta- máli) og sandi til að halda eldinum frá jörðu. Einnig má sjá víðsvegar stóra skorsteina, þar eru mættir skátar með stóra bakaraofna. Þetta er eldamennska sem er gjörólík öll- um sem við Íslendingar eigum að venjast, þó er ekki hægt að sjá eftir tvo daga að skátarnir okkar hafi ekki gert þetta áður, slíkur er áhuginn og viljinn til að læra nýja og skemmtilega hluti. Þó er eitt atriði sem erfitt er að venjast við, það er hitinn á nótt- unni. Það gengur illa fyrir skátana að sofa í svefnpokum í tjöldunum. Þess vegna eru þeir ófáir skátarnir sem sofa undir stjörnubjörtum himni í stað þess að sofa inni í gufu- böðunum eins og tjöldin eru kölluð. Með skátakveðju frá Scout 2001 í Svíþjóð,“ sagði Ármann Ingi Sig- urðsson, félagsforingi Skátafélag- ins Fossbúa á Selfossi, í netsamtali frá Svíþjóð. Nóg að snúa sér í hálfhring til að sjá Íslending Selfoss Morgunblaðið/Sig. Jóns. Skátahópurinn frá Fossbúum á Selfossi á Scout 2001 í Svíþjóð. Byggjum brýr – Scout 2001 í Svíþjóð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.