Morgunblaðið - 08.08.2001, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 08.08.2001, Qupperneq 18
VIÐSKIPTI 18 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ NOKKUR umræða á sér nú stað um gengi Banda- ríkjadals og sýnist sitt hverjum eins og lesendur dagblaða, meðal annarra International Herald Tribune og The New York Times hafa orðið áskynja í byrjun þessa mánaðar. Í umfjöllun í Int- ernational Herald Tribune eru kynnt ólík sjón- armið um stöðu dalsins. Sjónarmið ríkisstjórnar Bandaríkjanna eru þau að gengi Bandaríkjadals eigi að ráðast á markaði án inngripa ríkisins og fjármálaráðherrann leggur á það áherslu að hann hafi hvorki í hyggju að grípa inn í gjaldeyrismarkaði né að tala niður gengi dals- ins. Ráðherrann hefur einnig lýst þeirri skoðun sinni að gengi dalsins sé ekki ofmetið. Í fyrrnefndri umfjöllun kemur þó fram að vax- andi fjöldi hagfræðinga telji að ástæða sé til að skoða hvort styrkur dalsins sé ekki farinn að gera fleira illt en gott. Tvær megin röksemdir eru sett- ar fram til stuðnings þessu viðhorfi. Sú fyrri er að bandarískur útflutningur sé ekki samkeppnisfær við vörur annarra landa þegar gengið sé svo hátt skráð. Hin síðari gengur út á að vegna mikils við- skiptahalla muni dalurinn á endanum falla og þá sé betra að freista þess að stýra lækkuninni en að láta hann allt í einu hrynja síðar og valda óstöðugleika. Framleiðendur, þar með taldir bændur, eru farnir að hvetja ríkisstjórnina til að endurskoða af- stöðu sína til gengisins og á Wall Street eru vanga- veltur um að þó stjórnvöld séu ekki líkleg til að grípa inn í og þrýsta dalnum niður þá hefðu þau ekkert á móti því að sjá hann lækka. Sumir hafa jafnvel túlkað orð forsetans um að markaðurinn skuli ráða gengi dalsins á þennan veg. Óvíst hvort yfirvöld geta haft áhrif á gengið En það eru ekki aðeins skiptar skoðanir um styrk Bandaríkjadals heldur líka um það hvort yf- irvöld geti haft áhrif á styrkinn. Embættismenn hafa sagt að það þýddi lítið fyrir yfirvöld að reyna að berjast gegn skoðun markaðarins á verðmæti gjaldmiðla og þó hægt væri að tala verð dalsins niður um hríð þá réðist það þegar á allt er litið af efnahagslegum forsendum og hlutfallslegum efna- hagsstyrk Bandaríkjanna gagnvart Evrópu og Japan. Og fjárfestar álíti Bandaríkin hagstæðari þessa stundina. Alan Greenspan, yfirmaður peningamála í Bandaríkjunum, hefur ekki sýnt þess nein merki að hann hyggist hætta að styðja núverandi stefnu. Forveri hans, Paul Volcker, lýsti því hins vegar nýlega fyrir þingnefnd að til lengri tíma litið kynni stöðugt hagkerfi að krefjast þess að evran og jenið styrktust nokkuð gagnvart dalnum. Hagfræðingar hafa haldið því fram að talsverð- ar líkur séu á að einn daginn muni erlendir fjár- festar meta það svo að viðskiptahallinn sé orðinn of mikill. Þá muni Bandaríkjadalur ef til vill lækka snögglega og því muni fylgja skyndileg hækkun verðbólgu og veruleg vandamál fyrir bandarískt hagkerfi. Paul Krugman telur tímabært að Bandaríkjadalur lækki Einn kunnur hagfræðingur sem nýlega hefur varað við því að gengi Bandaríkjadals sé of hátt er Paul Krugman. Í grein í The New York Times heldur hann því fram að svipað sé að segja um gengi Bandaríkjadals nú og gengi tæknifyrirtækja sem þar til í fyrra voru metin afar háu verði en tóku svo snarpa dýfu niður. Hann segir Banda- ríkjadal hafa hækkað gagnvart gjaldmiðlum ann- arra iðnríkja frá miðjum síðasta áratug og að þetta hafi þýtt að bandarískar vörur geti ekki keppt við erlendar og viðskiptahallinn hafi fjórfaldast frá 1995 og orðið meiri en nokkru sinni í sögunni. Hann sé nú hærra hlutfall landsframleiðslunnar en hann var í Indónesíu og Suður-Kóreu í byrjun kreppunnar í Asíu árið 1997. Krugman segir að viðskiptahalli hafi alltaf leitt til gengisfalls og telur ekki ástæðu til að ætla að aðstæður nú muni koma í veg fyrir það. En hann spyr hvort fall Bandaríkjadals yrði mikið áfall og svarar því til að svo yrði líklega ekki. Og ef dal- urinn muni falla einhvern daginn þá sé ágætt að það gerist nú. Hann segir að fyrir skömmu hefði hann haldið hinu gagnstæða fram, en nú væri ágætt að dalurinn lækkaði til að beina eftirspurn í heiminum að bandarískum vörum þó það hefði ekki verið heppilegt þegar þenslan í Bandaríkj- unum hafi verið sem mest. Hvert stefnir Bandaríkjadalur? Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjónarmið ríkisstjórnar Bandaríkjanna eru þau að gengi Bandaríkjadals eigi að ráðast á markaði án inngripa ríkisins. TAP af rekstri Hraðfrystihúss Eski- fjarðar hf. fyrstu sex mánuði ársins 2001 nam 171 milljón króna saman- borið við 12 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur jukust um 27,1% milli ára en rekstr- argjöld án afskrifta um 3,2%. Hagn- aður fyrir afskriftir og fjármunaliði (EBITDA) var 646 milljónir króna en 298 milljónir árið áður. Afskriftir voru 189 milljónir, jukust um 8,7% milli ára, en fjármagnsgjöld voru rúmar 696 milljónir og jukust um 590 milljónir frá fyrra ári. Framlegð af rekstri félagsins á tímabilinu var 35,89% samanborið við 21,09% á sama tímabili árið áður. Eiginfjár- hlutfall félagsins lækkar úr 19,91% í 16,86%, miðað við sama tíma á síð- asta ári, en veltufjárhlutfall eykst úr 0,83 í 1,02 milli tímabilanna. Viðunandi útlit fyrir árið í heild Að sögn Elfars Aðalsteinssonar, forstjóra Hraðfrystihúss Eskifjarð- ar, hefur rekstur félagsins verið með ágætum síðustu mánuði, þrátt fyrir sex vikna verkfall sjómanna. Góð aflabrögð eftir verkfall, ásamt já- kvæðri verðþróun á afurðum félags- ins, skapi jákvætt rekstrarumhverfi. Hann segir að breytingar á rekstri félagsins séu að skila sér í þessu upp- gjöri, þótt hann telji áhrif þeirra ekki að fullu komin fram. Enn sé verið að endurskipuleggja starfsemi ákveð- inna deilda og muni þeirri vinnu ljúka á næstu mánuðum. ,,Gengisfall íslensku krónunnar hefur aukið á tekjur félagsins, líkt og annarra sjávarútvegsfyrirtækja, en reiknuð fjármagnsgjöld á fyrri helm- ing ársins vega þungt á móti. Þess ber þó að geta að undanfarin ár hef- ur síðari árshlutinn ekki verið jafn hagstæður í rekstri félagsins og sá fyrri. Útlitið fyrir árið í heild sinni er viðunandi nú, sérstaklega ef upp- sjávarfiskur heldur áfram að veiðast eins vel og undanfarið,“ segir Elfar. Árshlutauppgjör Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. Framlegð eykst milli ára             !!                       "#       $ ! !               %!                          &'&() *'**+             !!        !  ,-./ *0-0*1 +-&. /,',2' ! " # " ! ! $       /*'*+'   3  % 3  4! !3           ● ÁKVEÐIÐ hefur verið að breyta skipulagi Össurar hf. til þess að stytta boðleiðir og gera ákvarð- anatöku skilvirkari. Jafnframt mun skipulag sölu- og markaðsstarfs verða lagað enn frekar að breyt- ingum á sölukerfi félagsins í Banda- ríkjunum og Evrópu, segir í frétta- tilkynningu frá Össuri. Fram kemur að Maynard Carkhuff, framkvæmdastjóri stoðtækjasviðs, muni láta af störfum hjá fyrirtækinu og sölu- og markaðssvið, vörustjórn- unarsvið og framleiðslusvið muni heyra beint undir forstjóra Össurar. Vegna þess að Maynard hættir störfum mun fara fram uppgjör starfssamnings sem gerður var við Maynard í tengslum við kaup Öss- urar hf. á Flex-Foot, en sú fjárhæð er áætluð 93 milljónir króna sem fellur til á þremur og hálfu ári. Allur kostn- aðurinn verður gjaldfærður á þriðja ársfjórðungi. Jón Sigurðsson forstjóri Össurar segir að þessar 93 milljónir séu til- komnar vegna samnings sem gerður var við kaupin á Flex-Foot. Maynard Carkhuff var einn af eig- endum Flex-Foot og gerð var krafa um að hann ynni hjá fyrirtækinu í fimm ár. Össur þurfi því að borga honum laun út þann tíma. Að- spurður um hvort rétt sé að gjald- færa allan kostnaðinn nú segir Jón að þessi færsla sé í samræmi við stefnu fyrirtækisins um gjaldfærslu kostnaðar. Að auki sé þetta hag- kvæmara vegna bandarískra skatta- reglna. Jón segir að varðandi skipulags- breytingarnar sé verið að stytta boð- leiðir innan fyrirtækisins með því að taka eitt stjórnunarstig út úr fyr- irtækinu. Maynard hafi verið yfir stoðtækjasviði Össurar og með breytingunni séu boðleiðir innan fyr- irtækisins styttri og skipurit fyrirtæk- isins flatara. Skipulagsbreyt- ingar hjá Össuri VAXTAMUNUR Íslandsbanka var 3,1% á fyrri hluta ársins, eins og fram hefur komið, en mun- urinn jókst úr 2,7% á fyrsta ársfjórðungi í 3,5% á öðrum ársfjórðungi. Á fyrri hluta ársins 2000 var vaxtamunur Ís- landsbanka, þ.e. hlutfall hreinna vaxtatekna bank- ans af meðalstöðu heildarfjármagns, 2,8%, sem er sami munur og árið 1999, og fyrir árið 2000 í heild var hann 2,7%. Svipaða sögu er að segja af fyrsta ársfjórðungi líðandi árs, þá var munurinn 2,7%. Á öðrum ársfjórðungi fór vaxtamunur bankans hins vegar upp í 3,5%. Þessi aukni vaxtamunur er skýrður sem áhrif frá aukinni verðbólgu á verðtryggingarstöðu bankans, en verðtryggðar eignir Íslandsbanka eru umfram verðtryggðar skuldir. Aukin verðbólga á öðrum ársfjórðungi færir því bankanum auknar tekjur í formi verðbóta. Verðtryggðu eignirnar námu, samkvæmt milliuppgjöri, 74 milljörðum króna í lok júní en verðtryggðu skuldirnar námu á sama tíma 46 milljörðum króna. Verðtryggður jöfnuður er því um 28 milljarðar en þegar tillit hef- ur verið tekið til eigin fjár umfram rekstrarfjár- muni, samkvæmt reglum Seðlabanka Íslands, er verðtryggður jöfnuður Íslandsbanka jákvæður um 13 milljarða króna. Búnaðarbanki Íslands og Landsbanki Íslands hafa ekki birt afkomutölur fyrir fyrri helming árs- ins en gera má ráð fyrir að aukning vaxtamunar þessara banka hafi einnig verið talsverður á öðr- um ársfjórðungi þar sem staða verðtryggðra eigna beggja bankanna er sterkari en verð- tryggðra skulda. Þá má benda á að vaxtamunur Búnaðar- og Landsbanka hefur undanfarið ár ver- ið hærri en Íslandsbanka. Sé miðað við tölur úr ársreikningi Landsbankans fyrir árið 2000 námu verðtryggðar eignir bankans um áramót 73 millj- örðum en verðtryggðar skuldir 39 milljörðum. Verðtryggður jöfnuður Landsbankans nam því 34 milljörðum án tillits til eigin fjár umfram rekstr- arfjármuni. Vaxtamunur Landsbankans á sl. ári var 2,90% og 3% árið 1999. Við samskonar lauslega athugun á ársreikningi Búnaðarbankans árið 2000 má sjá að verðmæti verðtryggðra eigna bankans um áramót var 49 milljarðar króna en verðtryggðar skuldir voru um 39 milljarðar. Verðtryggður jöfnuður Búnaðar- bankans gæti því numið um 10 milljörðum króna án tillits til eigin fjár umfram rekstrarfjármuni. Vaxtamunur Búnaðarbankans var 3,23% á sl. ári og 3,37% árið 1999. Vaxtamunur úr 2,7% í 3,5% ● MIÐAÐ er við að almennur af- greiðslutími í verslunarmiðstöðinni í Smáralind verði frá klukkan ellefu að morgni til klukkan átta að kvöldi virka daga, frá tíu til sex á laug- ardögum og tólf til sex á sunnudög- um, að sögn Pálma Kristinssonar, framkvæmdastjóra Smáralindar. Hann segir að þessi afgreiðslutími eigi við um alla starfsemi í verslun og þjónustu en þó sé gert ráð fyrir að einhverjir þjónustuaðilar muni opna fyrr, en húsið verði opnað fyrir almenning klukkan átta á morgnana og því verði ekki lokað fyrr en á mið- nætti. Þá verði hluti af starfsemi hússins með lengri afgreiðslutíma, þ.e. vetrargarðurinn og umhverfi hans, veitingastaðir og bíó, en þar verði afgreiðslutíminn í samræmi við það sem almennt gangi og ger- ist í þeim efnum annars staðar. Pálmi segir að framkvæmdir í Smáralind gangi í öllum helstu at- riðum samkvæmt áætlun og að verslunarmiðstöðin verði opnuð 10. október næstkomandi. Búið sé að leigja út um 90% af verslunarrýminu og viðræður séu í gangi um mest allt það pláss sem eftir er. Smáralind opin frá klukkan ellefu til átta virka daga ● BELGÍSKA bjórfyrirtækið Inter- brew NV hefur keypt þýska bjórfyr- irtækið Beck’s fyrir 3,5 milljarða þýskra marka, jafngildi um 155 milljarða íslenskra króna. Í tilkynn- ingu frá Interbrew segir að með samningnum um kaupin á hinu 128 ára gamla fyrirtæki verði það næst stærst á bjórmarkaðinum, næst á eftir hollenska bjórframleið- andanum Heineken, í sínum gæða- flokki. Verðið sem Interbrew samþykkti að greiða fyrir Beck’s er um þrett- án sinnum hærra en rekstrarhagn- aður fyrirtækisins (EBITDA). Sér- fræðingar á fjármálamarkaði segja þetta hátt verð en að Interbrew gæti hagnast á kaupunum ef þau verði til að auka útflutning, til að mynda til Bandaríkjanna þar sem sala á innfluttum bjór hefur verið að aukast. Han Van Lamoen, fjár- málasérfræðingur hjá Delta Lloyd- bankanum í Amsterdam, segir til að mynda að sala Interbrew á bjór þurfi að aukast um 20% til að kaupin borgi sig. Hluthafar í Beck’s eiga eftir að samþykkja söluna sem og stjórn- völd en tilkynnt var í síðasta mán- uði að Beck’s væri til sölu. Beck’s er fjórða stærsta bjórframleiðslufyr- irtækið í Þýskalandi og er um helm- ingur framleiðslunnar fluttur út. Interbrew er með starfsemi í 19 löndum og hefur fyrirtækið tvöfald- ast að stærð frá á árinu 1995. Helsta framleiðsluvara fyrirtæk- isins er Stella Artois. Interbrew kaupir Beck’s bjórfyrirtækið ● HLUTHAFAR Wachovia, eins virt- asta banka Bandaríkjanna, sam- þykktu á föstudag að sameinast First Union-bankanum, næststærsta hluthafa í Landsbanka Íslands. Samningurinn hljóðar upp á 14,3 milljarða dala en hinn nýi banki mun bera nafn Wachovia. Með sameiningu Wachovia og First Union verður til banki með um 90.000 starfsmenn og 2.887 útibú. Wachovia hafði einnig verið í við- ræðum við SunTrust um sameiningu en á hluthafafundinum á föstudag var ákveðið að ganga til sameiningar með First Union frekar en SunTrust- bankann. Eining var um samrunann meðal hluthafa First Union en 95% þeirra samþykktu hann á fundi síð- astliðinn þriðjudag. First Union sameinast Wachovia

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.