Morgunblaðið - 08.08.2001, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 08.08.2001, Qupperneq 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ HIN ÁRLEGA Kammertónlistarhá- tíð á Kirkjubæjarklaustri verður um helgina, en hátíðin hefur verið haldin síðastliðin ellefu ár undir forystu Eddu Erlendsdóttur píanóleikara. Í ár verða eins og áður þrennir tón- leikar, á föstudagskvöld, laugardags- eftirmiðdag og sunnudag, hverjir með sinni efnisskrá. Verður nú brugðið út af vananum og munu Egill Ólafsson og franski bandoneonleik- arinn Olivier Manoury, auk belgíska fiðluleikarans Michael Guttman, leika ásamt hinum íslensku hljóð- færaleikurum hópsins. „Bandoneon er uppistöðuhljóðfæri í tangótónlist,“ útskýrir Edda. „Olivier kemur með sínar útsetningar í þeim stíl. Egill Ólafsson kemur úr dægurlagageir- anum og mun flytja sína tónlist, auk þess sem hann mun syngja klassísk ljóð og tangó, svo það má segja að við komum úr þremur áttum og mæt- umst þarna á Klaustri. Þetta er mjög spennandi vegna þess að ég held að þessi fjölbreytni í tónlist muni gefa okkur öllum sem tökum þátt nýja orku. Reyndar hefur þessi hópur, ís- lensku strengjaleikararnir og við Olivier, leikið saman öðru hverju síð- an 1992. En við höfum aldrei verið með söngvara og Egill kemur og syngur með auk þess sem Michael Guttman, sem er mjög þekktur fiðlu- leikari, leggur hópnum lið.“ Vinsæll söngvari og frábær fiðluleikari Að sögn Eddu hafa hún og Egill Ólafsson lengi rætt um hugsanlegt samstarf. „Fyrir mörgum árum sá ég Egil syngja engil í Gullna hliðinu og á Stuðmannaballi seinna um kvöldið. Ég hef því alltaf vitað hvað hann er fjölhæfur. Nú kemur hann með sína reynslu og sína túlkun á þessum klassísku lögum Schubert og Brahms en mér fannst hann líka vera sá söngvari sem gæti helst sungið tangóinn með okkur,“ segir Edda. „Svo er það Michael Guttman, sem er æðislegur fiðluleikari og er talinn leiðandi í belgíska fiðluskólanum. Hann heyrði okkur spila tangó á tón- leikum í Belgíu fyrir nokkrum árum og varð mjög hrifinn. Við Olivier höf- um spilað með honum nokkrum sinn- um, síðast á Hamptons-listahátíðinni á Long Island fyrr í sumar. Hann spilar tangó alveg frábærlega vel.“ Tónlistin myndar brýr milli fólks Edda segist vonast til að fá nýjan áheyrendahóp að nokkru leyti á tón- leikana í ár og að fjölbreytt dagskrá þeirra muni laða að breiðari hóp en venjulega sækir viðburði af þessu tagi. „Ég vonast til að tengja ólíka áheyrendahópa meira saman. Mér finnst ríkjandi viðhorf að þessi fari á svona tónleika og hinn á aðra, en ég held að tónlist sé einmitt til þess fall- in að mynda brýr milli fólks. Það er bara ein tónlist og það er góð tónlist,“ segir hún. Vinsældir hátíðarinnar hafa verið þó nokkrar síðan hún hóf göngu sína, og í ár hafa bændur sem reka ferða- þjónustu í nágrenni Kirkjubæjar- klausturs tekið frá nokkur herbergi í tengslum við hátíðina, en einnig er hægt að gista í bænum, á hóteli eða í tjaldi. „Það hefur oft verið sorglegt að heyra af fólki sem langaði að koma, en fékk ekki gistingu. Ég býst við að ferðaþjónustan muni bæta þar eitthvað úr,“ segir Edda. Verk frá klassík til dægurlaga til tangós Fjölbreytt tónlist er á efnisskrám tónleikanna um helgina. Á föstudags- kvöld kl. 21 frumflytur Egill Ólafsson þrjú sönglög eftir sjálfan sig við ljóð Nínu Bjarkar. Einnig er á dag- skránni ítölsk tónlist, Chrisantemi fyrir strengjakvartett eftir Puccini og dúettó fyri selló og kontrabassa eftir Rossini. Lullaby fyrir strengja- kvartett og tvö sönglög eftir Ger- swhin og strengjakvartett eftir Barber eru á dagskrá eftir hlé. Tónleikar laugardagsins hefjast kl. 17. Á dagskrá fyrri hluta þeirra eru tvö sönglög eftir Schubert og sónata eftir Brahms, en dagskráin eftir hlé er tileinkuð tangó ýmissa tónskálda, þar á meðal Astors Piazz- olla. Á tónleikum sunnudagsins, sem hefjast kl. 15, eru Ernste Gesange eftir Brahms og strengjakvintett eftri Dvorák, Þá uxu blóm eftir Rík- arð Örn Pálsson, Ambrosia eftir Egil Ólafsson auk nokkurra tangóverka, þar á meðal þrjú lög úr myndinni Hertu upp hugann eftir Olivier Man- oury. Tónleikarnir fara allir fram í Kirkjuhvoli, félagsheimilinu á Kirkjubæjarklaustri. „Það er bara ein tónlist og það er góð tónlist“ Morgunblaðið/Sverrir Auður Hafsteinsdóttir, Olivier Manoury, Hávarður Tryggvason, Egill Ólafsson, Edda Erlendsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Helga Þór- arinsdóttir. Á myndina vantar Michael Guttman. BRASILÍSKI rithöfundurinn Jorge Amado lést seint á mánu- dagskvöld á sjúkrahúsi í borg- inni Salvador de Bahia norð- vestur af Rio de Janeiro, 88 ára gamall. Jorge Amado heillaði heimsbyggðina með glaðbeitt- um og fjörmiklum sögum sín- um, og enginn brasilískur rit- höfundur hefur selt bækur sínar í jafnstórum upplögum um heim allan og sögur hans hafa verið þýddar á meira en 50 tungumál. Jorge Amado fæddist árið 1912 á kakóplantekru í Bahia- héraði. Hann þakkaði uppeldi sínu í jesúítaskóla snemmbær- an áhuga á orðsins list. Fimm- tán ára gamall varð hann fréttamaður við dagblaðið Diario di Bahia í Salvador- borg, en þrem- ur árum síðar hélt hann til Rio de Janeiro til að reyna sig við skáld- sagnaskrif. Fyrsta saga hans, Land karnivalsins, kom út árið 1931, þegar Amado var 19 ára. Átt- hagar Amado í Bahia voru gjarnan sögusvið skáldsagna hans, og hyldýpið sem skildi að fátæka og ríka var honum ótæmandi yrkisefni. Jorge Amado var ákafur kommúnisti á yngri árum og fyrstu sögur hans báru sterkan svip af skoð- unum hans, þar sem alþýðan og yfirvöld tókust á í ýmsum myndum. Önnur skáldsaga Amado, Kakó, var gerð upptæk af lög- reglu Vargas forseta sem var við völd árin 1930–45 og aftur 1950–54. Á fjórða áratugnum var Amado langdvölum í fang- elsi fyrir pólitískar skoðanir sínar, og Vargas lét brenna 1.700 eintök af sex fyrstu bók- um skáldsins á aðaltorginu í Salvador. Árið 1941 fór Jorge Amado í útlegð til Argentínu. Í heimsókn til Moskvu árið 1951 voru honum veitt friðarverð- laun Leníns en ekki liðu nema örfá ár þar til Amado fór að gera sér grein fyrir glæpum Stalíns og 1956 sagði hann skil- ið við kommúnista. Hann sagð- ist geta gert meira gagn með skrifum sínum en með þátttöku í pólitísku starfi. Hann kvaðst þó fylgjandi sósíalisma, – en innan ramma lýðræðisins. Breytt viðhorf Amado endur- spegluðust í bókum hans. Per- sónusköpun hans varð fjöl- breyttari og einsleitir og ýktir karakterar stéttskipts sam- félags milduðust, og kímnin og lífsgleðin urðu sterkara afl. Bókin Gabríela, negull og kan- ill, frá 1958 varð metsölubók, og sjónvarpsþættir og síðar kvik- mynd byggð á sögunni, með þeim Soniu Braga og Marcello Mastroianni, nutu gríðarlegra vinsælda. Hver metsölubókin rak aðra og nafn Amado var stöðugt nefnt í tengslum við Nóbelsverðlaunin þótt aldrei hreppti hann þau. Honum hlotnaðist hins vegar margvís- legur annar heiður og vegsauki á ferli sínum. Sjálfur sagði hann vinsældir sínar sprottnar af sömu rótum og vinsældir uppáhaldshöfunda sinna, Dick- ens og Marks Twain: „Ég tala mál fólksins og í sögum mínum er alþýðan ævinlega sigurveg- arinn. Af því er ég stoltur. Boð- skapur minn er von í stað ör- væntingar.“ Jorge Amado látinn Jorge Amado LISTASUMAR hefst á morgun í Súðavík og stendur yfir helgina. Fjölbreytt dagskrá er í boði ætluð allri fjölskyldunni, en þetta er í þriðja sinn sem Listasumar er haldið á Súðavík. Er það til komið vegna samstarfs Félags íslenskra hljómlist- armanna, sem keypti hús fyrir félagsmenn sína eftir snjóflóðið árið 1995, Sumarbyggðar, fyrirtækis sem var stofnað eftir flóðið og leigir út íbúðir og einbýlishús til almennra ferðamanna og Súðavíkurhrepps. Dagskrá Listasumars er fjölbreytt og ætti öll fjölskyldan að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Á meðal dag- skrárliða eru mósaík-námskeið ætl- að konum sem Kjuregej Alexandra stjórnar, Lego-námskeið ætlað börn- um og foreldrum undir stjórn Jó- hanns Breiðfjörð, sem einnig heldur fyrirlestur um reynsluna að hafa upplifað að hafa drukknað, djass- tónleikar Jóhönnu Vigdísar Arn- ardóttur og hljómsveitar hennar, bíómyndin Ikingut, tónlistarmessa með djassívafi og brekkusöngur, svo nokkuð sé nefnt. Kjuregej Alexandra, leik- og myndlistarkona ættuð frá Síberíu sem hefur verið búsett á Íslandi í 35 ár, heldur mósaík-námskeið ætlað konum í tengslum við Listasumarið. „Ég ætla að kenna gerð mósaík- verka og útiverka,“ segir Kjuregej Alexandra sem segist hlakka mikið til að koma vestur. „Ég stefni aðal- lega að því að kenna konum sem ef til vill vinna heima og hafa minna fyrir stafni. En allir eru auðvitað velkomnir.“ Kjuregej Alexandra hefur kennt fólki úr ýmsum starfsgreinum gerð mósaíkverka, s.s. múrurum og myndlistarmönnum. „Margir halda að þetta sé mjög einfalt, bara að líma steinana og svo framvegis, en öll listsköpun er erfið að vissu leyti og verður bara til með svita og tár- um. En fyrir fólk sem hefur tíma til að stunda þetta er þetta kjörið, því mósaík er líka hagnýt. Eftir nám- skeiðið ætti fólk að geta flísalagt eða skreytt húsið. Margir gera sér ekki grein fyrir hæfileikum sínum, en hver manneskja hefur hæfileika sem geta komið í ljós og ég vona að mósaíkin geti hjálpað sumum til þess. Það gefur gleði og sjálfsöryggi að vita að maður getur.“ Á sunnudag verður opnuð sýning á verkum nemenda á námskeiðinu. Notalegur djass Jóhanna Vigdís Arnardóttir, leik- og söngkona, heldur djasstónleika ásamt hljómsveit á föstudagskvöld. „Meginuppistaðan er efnisskrá tón- leika sem við héldum í Borgarleik- húsinu í vetur,“ segir hún. „Þetta eru ástarlög sem við höfum djassað upp, í rólegri kantinum. Hugsunin er að þarna myndist þægileg stemmning.“ Með Jóhönnu Vigdísi leika Óskar Einarsson á píanó, sem jafnframt hefur séð um útsetningar ásamt henni, Sigurður Flosason á saxófón og fleiri hljóðfæri, Birgir Bragason á bassa og Halldór Gunn- laugur á trommur. „Þeir eru alveg frábærir og ef til vill taka þeir ein- hver lög án mín,“ heldur Jóhanna Vigdís áfram. „Við erum með eitt- hvað af lögum eftir Cole Porter, frönsk lög og ýmislegt fleira. Þau eru misvel þekkt, sum heyrast sjald- an en önnur eru vel þekkt.“ Lego fyrir feðga Jóhann Breiðfjörð heldur nám- skeið í Lego fyrir börn og foreldra á Listasumrinu, en heldur einnig fyr- irlestur um reynsluna að hafa upp- lifað að hafa drukknað. „Ég starfaði í fimm ár sem hönnuður og ráðgjafi fyrir Lego í Danmörku. Á meðan ég starfaði þar fékk ég 200 kíló af tæknilegokubbum frá fyrirtækinu sem ég fékk send til Íslands. Þetta hef ég svo notað á námskeiðum og hleypt krökkum í þetta,“ útskýrir Jóhann. „Í raun er þetta svipuð hugsun og hjá Kjuregej, að krakk- arnir læri hvað þau hafa í sér, því oft fylgja þau bara vinnuleiðbeiningum í stað þess að skapa sjálf. Þau geta lært svo mikið um tæknilega virkni af þessum kubbum og það er það sem ég hef verið að leiðbeina þeim með og sýna þeim hvað er mögu- legt.“ Að sögn Jóhanns er hug- myndin að foreldri og barn séu sam- an á námskeiðinu. „Ég hef mjög oft séð að feðurna klæjar í fingurna að fá að leika sér með. Námskeiðin verða þrír tímar í senn og lýkur með sýningu á sunnudeginum.“ Á föstudagskvöld heldur Jóhann svo fyrirlestur um þá sérstæðu reynslu að hafa upplifað drukknun. „Þegar ég var sextán ára drukknaði ég og líkaminn lést í þrjár til fimm mínútur,“ segir hann. „Af ein- hverjum ástæðum man ég allt sem gerðist, ég hélt áfram að skynja þó svo að líkaminn væri látinn. Ég hef haldið fyrirlestra og sagt vinum og kunningjum sem hafa ef til vill misst ástvini frá reynslunni, því ég hef lært mikið við að vinna úr þessu og aflað mér þekkingar hvað þetta hafi verið sem gerðist.“ Jóhann telur að margir Íslendingar hafi upplifað að missa ástvini á þennan hátt, ekki síst á þeim slóðum sem fyrirlesturinn er haldinn. „Þetta mál tengist öllum. Margir útiloka að nokkuð svona geti komið fyrir sig. En með því að horf- ast í augu við það, kemst maður nær því að lifa lífinu og lærir að meta það betur,“ segir Jóhann. Skráning á námskeiðin fer fram í síma Sumarbyggðar í Súðavík, 456- 4986 eða 691-4986. Listasumar í blóma á Súðavík Morgunblaðið/Júlíus Jóhann Breiðfjörð, Kjuregej Alexandra og Jóhanna Vigdís Arnardóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.