Morgunblaðið - 08.08.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.08.2001, Blaðsíða 26
LISTIR 26 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ UNDIRRITAÐUR flýði af hólmi í Húsi málarans miðvikudagskvöld- ið í síðustu viku er Kristjana Stef- ánsdóttir hélt þar tónleika með vinum sínum úr Tónlistaraka- demíu Amster- damborgar. Þar var svo pakkfullt að varla var mý- flugu við bætandi og er fregnir bárust af því að dívan ætlaði að halda lokatónleikana í þessari lotu í heimabæ sínum Selfossi var stefnt í huganum austur fyrir fjall – og eft- ir tónleikana í Pakkhúsinu var ég sannfærður um að rétt hafi verið valið. Efnisskráin var þar sem á öðrum tónleikum Kristjönu um þessar mundir að mestu af vænt- anlegum geisladiski hennar, en á Selfossi vék hinn strangi agi hljóm- skífunnar fyrir spilagleði í heima- sveit og óvæntum uppákomum. Að- eins það að heyra Agnar Má, þó á rafpíanó sé, sleppa framaf sér beisl- inu og hamra sterkt a la McCoy Tyner, var ferðarinnar virði. Kristjönu Stefánsdóttur hefur vaxið ásmegin hin síðari ár og ég held það sé varla orðum aukið að telja hana fremstu djasssöngkonu sem við höfum eignast, þó auðheyrt sé að hún eigi eftir að vaxa og þroskast á næstu árum. Tónleikana í Pakkhúsinu hóf hún á Day In, Day Out og síðan kom perla Franks Lossiers, sem Miles spilaði mest og best: If I Were A Bell. Þar hrökk Kristjana í Ellu- gírinn og söng upptóna í anda gyðj- unnar. Ella er sú söngkona sem Kristjana minnir mest á, en þó vantar að sjálfsögðu mikið á að hin fyrirhafnarlausa létta sveifla er Ella bjó yfir sé hennar – slíks er ekki að vænta. Útsetningar Agnars Más voru ljúfar fyrir eyrað og í anda Vesturstrandardjassins, en vandamálið fyrir hlé í Pakkhúsinu var að svíngið lét á sér standa. Lið- ið var heldur stíft og það var ekki fyrr en í síðasta laginu að kviknaði í tónlistinni og Daydream Billy Strayhorns söng Kristjana af stakri snilli með versi og öllu. Það er eng- in venjuleg söngkona sem fer svona vel með laglínuna sem meistari ljóðsins, Johnny Hodges, gerði ódauðlega. Tónsköpunina eftir hlé hóf Krist- jana með söngdansi Vincents You- mans; Somtimes I’m Happy. Hún söng intróið, sem sjaldnast heyrist, með ljóðrænu insæi og síðan kom söngdansinn og sleinlá – sveiflan í höfn. Um félaga Kristjönu, hinn austurríska Erian tenórista og þá þýsku: Uli og Torsten, má segja að við eigum mun betri djassleikara er spila á tenór, bassa og trommur, en málið snýst ekki um það. Aðal Kristjönu er að skapa stemmningu. Það líður öllum vel á tónleikum hjá henni – henni jafnt og tónlistar- mönnunum og því er eðlilegt að hún hafi vini sína úr Hollandsakademí- unni í bandinu. Allar stórsöngkonur hafa sinn píanista og þegar Ella eða Sahra sungu með Basie og Ell- ington leystu píanistar þeirra meistarana oft af hólmi. Kristjana hefur sinn Agga – og hvað er betra fyrir djasssöngkonu á norðlægum slóðum en að hafa þann næma og tilfinningaríka píanista og vaxandi úsetjara sér við hlið? Ég hlakka til að heyra diskinn hennar Kistjönu er haustar að. DJASS P a k k h ú s i ð á S e l f o s s i Fimmtudagskvöldið 2.8. 2000. KRISTJANA STEFÁNSDÓTTIR OG VINIR Uppskeruhátíð Vernharður Linnet Kristjana Stefánsdóttir UNNUR Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors eru leiklistarnemar við Listaháskóla Íslands og munu í vetur ljúka því námi og meðal annars taka þátt í starfi Nemendaleikhússins. Síðastliðinn vetur fengu þau styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til þess að þróa leiksýninguna sem frumsýnd var á fimmtudagskvöldið í Nýlistasafninu undir heitinu „Heim- ildaleikurinn Venjuleg kona?“ Sýningin er afrakstur rannsóknar- verkefnis sem fólst í því að skoða líf kvenna í gegnum viðtöl, sem tekin voru „á götunni“, og í gegnum nokkr- ar valdar sjálfsævisögur kvenna. Hluti af verkefninu var síðan fólginn í að vinna upp úr þessum heimildum nýtt leikform, sem þau Unnur Ösp og Björn kalla heimildaleik. Þótt formið sé ef til vill nýlegt innan leikhússins minnir það að mörgu leyti á kvik- myndaform sem vinsælt hefur verið á undanförnum áratugum og mætti einna helst líkja við „mósaik“ þar sem raðað er saman brotum úr ýms- um áttum sem saman mynda heild- stæða mynd í gegnum einhverjar tengingar, efnislegar eða aðrar (einn- ig má minna á Píkusögur sem frum- sýndar voru í Borgarleikhúsinu í vor en þar er um slíkan „heimildaleik“ að ræða þar sem höfundur vinnur texta upp úr fjölda viðtala við konur). Hugmynd Unnar Aspar og Björns er góð og úrvinnsla þeirra eftirtekt- arverð. Unni Ösp hefur tekist að skapa sterka heild úr heimildabrot- unum og tengingar milli þeirra eru markvissar og oft mjög áhrifaríkar. Sýningin er í formi einleiks, Unnur Ösp er eini leikarinn og fer með þann texta sem tekinn er úr sjálfsævisög- unum (sem eru þrjár talsins) í fyrstu persónu. Hún bregður sér sem sagt í gervi þeirra þriggja kvenna sem þar segja frá atburðum úr lífi sínu. Á móti texta hennar eru síðan spiluð brot úr götuviðtölunum og þar hljóma raddir margra ólíkra kvenna á ýmsum aldri sem hafa af fjölbreyti- legri reynslu að miðla. Eins og gildir um heimildarmyndir og alla aðra heimildaúrvinnslu er ákveðin „rit- stjórn“ ætíð fyrir hendi og ritstjórinn (í þessu tilviki Unnur Ösp) velur hvaða brot hann notar og hvernig hann raðar þeim saman. Unnur Ösp velur að draga fram það sem óhætt hlýtur að vera að kalla „dekkri hlið- ar“ mannlífsins. Úr sjálfsævisögun- um velur hún brot sem segir frá hrottafenginni árás og nauðgun, ann- að brot sem segir frá misnotkun á eit- urlyfjum, og það þriðja segir frá því á ísmeygilega írónískan hátt hvernig ung kona trúlofast erlendum manni sem hún hefur aðeins þekkt í tvo daga og sem „stjórnaði henni eins og brúðu og tók allar ákvarðanir fyrir hana“, eins og segir á bókarkápu þeirrar ævisögu. Síðasta frásögnin virkar eins og „comic relief“ eða stund milli stríða miðað við ömur- leika hinna tveggja, þótt að sjálf- sögðu segi hún einnig sögu sem hlýt- ur að virka sem hálfgerð hryllingssaga á ungar konur í dag. Unnur Ösp er ennþá leiklistarnemi og á auðvitað margt ólært. Eigi að síður má segja að hún sýni mikið öryggi á sviðinu og textaframburður hennar var mjög góður. Kannski saknaði maður aðeins fjölbreytilegri blæbrigða í túlkun á þeim þremur mismunandi konum sem hún leikur, best tókst henni upp í hlutverki unga eiturlyfjaneytandans og kannski ein- faldlega vegna þess að sú persóna er næst henni í aldri. Vandasamasta túlkunin var á persónunni sem lýsir hinni hrottafengnu árás og nauðgun. Þar fór Unnur Ösp þá leið að láta myrkva salinn þannig að röddin hljómaði í myrkrinu án þess að áhorf- endur sæju persónuna. Þetta var vissulega áhrifaríkt að því leyti að áhorfendur urðu sjálfir að „sviðsetja“ atburðinn í huganum en einnig mætti halda því fram að með þessu hafi Unnur Ösp sloppið undan líkamlega erfiðri túlkun. Það má þó virða henni það til vorkunnar að hún hafði ekki leikstjóra sér til leiðsagnar og stuðn- ings. Unni Ösp tókst vel að tengja öll frásagnabrotin saman svo úr varð heildstæð og áhrifarík saga af konum sem eru „engar venjulegar konur“ – fremur en flestar aðrar konur. Það verður gaman að fylgjast með Unni Ösp í framtíðinni sem og félögum hennar í leiklistardeild Listaháskól- ans. Hún naut dyggrar aðstoðar eins þeirra, Björns Thors, í sýningunni en hann sá um ljós, hljóð, útlit „og allt hitt“ eins og segir á blaðsnepli þeim sem gegnir hlutverki leikskrár. Það var vel til fundið hjá Nýsköpunar- sjóði námsmanna að styrkja þetta verkefni og vonandi verður framhald á slíkum rannsóknarstyrkjum til list- tengdra verkefna. LEIKLIST N ý l i s t a s a f n i ð Rannsóknarverkefni Nýsköp- unarsjóðs námsmanna og Lista- háskólans. Heimildaleikur saman settur af Unni Ösp Stefánsdóttur. Leikari: Unnur Ösp Stefánsdóttir. Aðstoðarmaður: Björn Thors. Fimmtudagur 2. ágúst. VENJULEG KONA? Brot úr ævi kvenna Soff ía Auður Birgisdótt ir Morgunblaðið/Sigurður Jökull Björn Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir. FYRIRLESTUR Jaaps Schröd- ers kl. 14 í Skálholti sl. laugardag var að því leyti frábrugðinn erindi Sig- urðar Sigurðssonar vígslubiskups viku áður, að viðfangsefnið tengdist beint tónleikadagskrá dagsins. Var fjallað um Henry Purcell og upphaf fiðluleiks á Bretlandi á 17. öld. Erind- ið var í mörgu fróðlegt, þótt stutt væri og miðað við almenna tónlistar- unnendur. Þar af leiðandi kom fátt tónsögugrúskurum á óvart, ólíkt því sem ugglaust hefði orðið, væri lengri tími til umráða. Samt var hollt að rifja það upp sem oft gleymist, að ákveðin tónfélagsleg umbylting átti sér stað, þegar „ítalski götustrákurinn“, fiðl- an, mjakaði smám saman eðalbornu öndvegishljóðfæri hástéttar Frakk- lands og Bretlands, hinni hljóðlátu þverbandabúnu violu da gamba (egl. „knéfiðlu“; e. viol), úr tízku á ofan- verðri 18. öld og ruddi nýrri og út- hverfari hljómsveitartónlist braut. Var Purcell í fararbroddi meðal brezkra tónskálda; fyrst með 12 verka tríósónötubálki sínum (1683), en síðar með fjölskrúðugri hljóm- sveitartónlist fyrir hirð og leikhús. Tríósónatan er samin fyrir tvö sópranhljóðfæri og fylgibassa (oftast sembal og selló). Hún var aðalkamm- ergrein barokkskeiðsins og naut svipaðrar athygli tónskálda og strengjakvartettinn síðar í Vínar- klassíkinni. En eins og fram kom í máli Schröders hafa tríósónötur Pur- cells að því leyti sérstöðu, að selló- röddin er iðulega sjálfstæð, óháð bassalínu hljómborðsins, og mætti jafnvel álykta að þar væri kominn e.k. fyrsti vísir að píanókvartettinum (fiðla, víóla, selló & píanó) sem Moz- art er annars eignaður heiður fyrir að hafa fest í sessi 100 árum síðar. Tónleikar Schröders og félaga kl. 15 tóku fyrir fyrri helming (I–VI) hins merka bálks Purcells frá 1683, sem þykir standa upp úr flestu öðru sömu greinar frá miðbarokktíma, ekki sízt sakir lagræns og hljómræns frumleika og óþrjótandi kontra- punktísks hugvits. Sónötur nr. VII– XII voru síðan fluttar á þriðju og síð- ustu tónleikum dagsins kl. 21. Að vísu má stórlega efa að þessir gimsteinar Purcells hafi nokkurn tíma verið ætlaðir til opinbers flutn- ings í heild, og því nokkuð teflt á tvær hættur með athygli almennra hlust- enda umrætt síðdegi, því þó að tón- listin væri með ólíkindum auðug og fjölbreytt, telst hún eftir sem áður forntónlist og töluvert handan kjör- sviðs klassíkunnenda. Á hinn bóginn hefur sjálfsagt þótt hagkvæmt hljóð- ritunar vegna að gera skil öllum 12 sónötunum á einum og sama degi. En hvað sem öðrum áheyrendum líður, þá hafði undirritaður alltjent veru- lega ánægju af oftast vel samstilltum leik kvartettsins. Kenndi fjölda kræsilegra staða í tónlistinni, sem vakti kannski oftast athygli manns fyrir furðudjarfa meðferð ómstreitna og pólýfóníska raddfærslusnilld (að vísu spurning hvort sumt hins fyrra hafi ekki orsakazt af ákveðnum for- gangi hins síðara í rithætti tónskálds- ins). Þá mynduðu krómatísk tilþrif Purcells, t.d. hið íðiltæra hnígandi „lamento“ í lokaþætti III. sónötu, hugfenga andstæðu við hina brim- fersku karlmannlegu díatóník hans, arfleifð frá madrígalistum Tudor- tímans. Jafnvægi milli hljóðfæra í samleik fjórmenninganna var oftast prýði- legt, enda þótt fiðla Svövu Bernharðs hljómaði stundum ívið of lág í hvarfi bak við leiðarann, auk þess sem orgelpósítífið átti endrum og eins til að breiða yfir raddferli strengjanna, þrátt fyrir mjög smekkvísa meðferð Kees de Wijs. TÓNLIST S k á l h o l t s k i r k j a Purcell: Tríósónötur I–VI. Jaap Schröder, Svava Bernharðsdóttir, barokkfiðlur; Sigurður Hall- dórsson, barokkselló; Kees de Wijs, orgel. Laugardaginn 4. ágúst kl. 15. SUMARTÓNLEIKAR Þegar gamban vék fyrir götustrák Ríkarður Ö. Pálsson HEKLA Dögg Jónsdóttir opn- aði einkasýningu í Listasafni Akureyrar laugardaginn 4. ágúst síðast- liðinn. Sýn- ingin tengist verðlaunum Listasjóðs Pennans, sem Hekla hlaut í janúar á þessu ári en þetta er í fyrsta sinn sem samstarf milli sjóðsins og Listasafns Ak- ureyrar er með þessum hætti. Á sýningunni sýnir Hekla snjóhús úr pappír. Á snjóhúsið varpar hún myndbandi af eld- tungum. „Snjóhúsið er unnið að hætti „fusion kitchen“ sem er tískufyrirbrigði úr veitinga- bransanum. Þar er elda- mennsku úr ólíkum áttum blandað saman,“ segir Hekla Dögg. Einnig sýnir hún 16 mm svarthvíta kvikmynd sem hún gerði í Los Angeles árið 1999. Myndin er um ein mínúta að lengd. Verðlaunin úr Listasjóði Pennans nema 400.000 krónum auk einkasýningarinnar í Lista- safni Akureyrar og segir Hekla segir þau hafa komið sér vel. „Það var gott að fá fjárhagslega aðstoð til að vinna að listinni og finnst mér það jákvætt að hluti af viðurkenningunni sé sýning í listasafninu.“ Á sama tíma er opin sýning á verkum Per Kirkeby í Lista- safni Akureyrar. Sýningarnar standa til 16. september. Hekla Dögg Jónsdóttir Snjóhús og eld- tungur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.