Morgunblaðið - 08.08.2001, Síða 27

Morgunblaðið - 08.08.2001, Síða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 27 Hamraborg 3 - sími 5541754 SKÓVERSLUN KÓPAVOGS Stærðir: 36-42 Litir: Svartir og bláir Útsöluverð: 2.990 Stærðir: 36-42 Litur: Svartur Stærðir: 37-42 Litur: Svartir Stærðir: 41-48 (svartir), 41-46 (brúnir) Litur: Svartir, brúnir Stærðir: 31-35 Stærðir: 41-46 Litur: Svartir Stærðir: 36-42 Litir: Svartir og bláir Tilboðsdæmi: Útsöluverð: 2.990 Útsöluverð: 2.990 Útsöluverð: 2.500Útsöluverð: 2.990 Útsöluverð: 3.990 Útsöluverð: 1.990 OPNUÐUM KL. 9.00 ÚTSALAN LOKSINS HEFST Brett askór Þjónusta í 35 ár ÞAÐ er ávallt ævintýri þegar ein- hverjum tekst að kveðja sér hljóðs með eftirtektarverðum hætti og á sviði tónlistar er það oftar, að snilld- arflytjandi nær að kalla saman fólk, sem sækir sér unað í að vera viðstatt eitthvað sem er umfram hið hvers- dagslega. Tónlistarmenn hversdags- ins eru margir hverjir mjög góðir en þá vantar ævintýrið, sem oft er búið til í umbúnaði frægðar, sem fær fólk til að líta upp í undrun og virða fyrir fyrir sér glampandi ásýnd þess sem frægðin hefur gljáfægt. Á meðal söngvara eru það háar raddir, sem mest aðdráttarafl hafa, og kemur þar til, að sé röddin ekki að- eins há, heldur og glæsileg, finnur hlustandi á sérstakan hátt til sam- kenndar, því söngur er flestum mann- verum eiginlegur og því hljómar hinn afburðafagri söngur mjög sterkt í vit- und manna og varðandi hljóman og túlkun hefur áheyrandinn þar með mjög öflugan samanburð, er hann sækir til eigin reynslu. Jóhann Frið- geir Valdimarsson tenórsöngvari er það söngævintýri, sem er að verða til, og kemur þar til einstaklega fögur hljóman raddarinnar og sem túlkandi listamaður er hann á góðri leið með að fanga allt það sem til þarf. Því má spá, ef Jóhanni gengur allt í haginn, að á innan við tíu árum hafi hann klifið þrepin upp til Parnassum og þá muni af honum standa mikill ljómi. Þetta er aðeins spá, því ferðinni upp háskaleg og erfið þrepin skal aðeins fagnað þegar gengin er. Jóhann Friðgeir Valdimarsson hélt hádegistónleika í Hallgrímskirkju sl. fimmtudag og dró þar saman áheyr- endur í vel setna kirkjuna en hafði sér til samleiks ungan orgelleikara, Guð- mund Sigurðsson, sem stundar fram- haldsnám í Bandaríkjunum. Framlag hans á tónleikunum voru tvö kóralfor- spil, eftir meistara J.S. Bach og eitt eftir Buxtehude. Þessi kóralforspil voru fallega útfærð, með fallegri raddskipan, en til að fá að heyra hann virkilega taka til hendinni þarf hann að hafa annan og betri tíma fyrir sig, sem bíður seinni tíma, þegar hann hefur lokið námi og er tilbúinn til stórra átaka við hljóðfæri hljóðfær- anna. Jóhann söng fyrst Ombra mai fu, eftir Händel, tónles og aríu, sem átti að bjarga sýningunum á óperunni Xerxes, sem einnig er stafsett sem Serse og er síðasta óperutilraun Händels og var sýning hennar alger- lega misheppnuð (fíaskó). Í þessari óperu, sem á að gerast í Persíu til forna, notaði Händel alþýðusöngva „af götunni“ og voru efnistökin á gamansömum nótum og aríunni Ombra mai fu upphaflega ætlað að vera satíra. Eins og oft áður hafa mál- in snúist á annan veg en ætlað var og sérstaklega varðandi þetta lag, sem nú þykir í hæsta máta alvarlegt. Jó- hann söng þessa satíru mjög fallega, sem er ekki vandalaust, því vart þekkja menn nokkurt laga Händels betur. Næturljóð, sem Jón frá Ljár- skógum setti texta við, er „fingraæf- ing“ fyrir píanó eftir Chopin og eina afsökunin fyrir því að velja slíkt lag til söngs er að syngja það vel og það gerði Jóhann. Sama má segja um Ave Maria, sem Gounod tónklæddi og sneið að fyrstu prelúdíunni úr Das Woltemperiertes Clavier eftir J.S. Bach. Þar var söngur Jóhanns mjög fallega mótaður fallegri líðandi. Tvö síðustu viðfangsefni Jóhanns voru sannkölluð „bravúralög“ fyrir tenóra, það fyrra, Agnus Dei eftir Bizet og það síðara, Pietá, Signore, eftir æv- intýramanninn Stradella. Agnus Dei var vel sungið og þar fékk glæsileg rödd Jóhanns að njóta sín. Kirkjuarí- an eftir Stradella er viðameiri tón- smíð en Agnus Dei og tekur til ann- arra þátta í raddmótun og túlkun, nær fíngerðum „bel vanto“ en glæsi- arían eftir Bizet, sem syngja má „út á fullu“. Pietá, Signore var samt að mörgu leyti vel flutt. Það fer ekki á milli mála að Jóhann er verðandi „tenórinn okkar“ og þarf aðeins að fá tækifæri til að takast á við hin stærri verkefni, í óperum og öðrum viðeig- andi einsöngsverkum. „Tenórinn okkar“ Morgunblaðið/Ásdís „Jóhann er verðandi „tenórinn okkar“,“ segir Jón Ásgeirsson.Jón Ásgeirsson TÓNLIST H a l l g r í m s k i r k j a Jóhann Friðgeir Valdimarsson ten- órsöngvari og Guðmundur Sigurðs- son orgelleikari fluttu vinsæla söngva og kóralforspil. Fimmtu- dagurinn 2. ágúst, 2001. HÁDEGISTÓNLEIKAR NO Short Cut To Paradise er heiti nýrrar ljóðabókar eftir Michael Dean Óðin Pollock. Michael Pollock er best þekktur sem tónlistarmaður og gítarleikari Utangarðsmanna. Þetta er fyrsta ljóðabók hans, en áður hafa rit- verk hans m.a. birst á verald- arvefnum.. Þá hefur Michael Poll- ock einnig nýverið komið að geisladiskinum Frá Íslandi til Kentucky, en það er Edda sem gefur út. Ljóðabókin er gefin út af Wasteland Press & Heaven- útgáfunni í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum Nýjar bækur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.