Morgunblaðið - 08.08.2001, Síða 28

Morgunblaðið - 08.08.2001, Síða 28
UMRÆÐAN 28 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipholti 35  sími 588 1955 King Koil Ein mesta selda heilsudýnan í heiminum Alþjóðasamtök Chiropractora mæla með King Koil heilsudýnunum. Amerískar lúxus heilsudýnur Tilboð! Verðdæmi: King áður kr. 173.800 nú kr. 121.700 Queen áður kr. 127.200 nú kr. 89.00020-30%af öllum rúmum Sumartilboð Flogið verður til Frankfurt og ekið þaðan samdægurs (ca 8 tíma ferðalag) til Prag. Þar verður svo gist næstu 6 nætur. Á næst síð- asta degi verður ekið áleiðis til Frankfurt með viðkomu í Karlovy Vary, sem er einn þekktasti og fegursti heilsubaðstaður í Tékklandi. Gist verður síðustu nóttina í Þýskalandi. Bjóðum vikuferð til ævintýraborgarinnar við Dóná 16. október. Flogið með Flugleiðum og SAS um Kaupmannahöfn til Budapest þar sem dvalið verður næstu vikuna. Meðan á dvöl stendur verða ýmsar ferðir í boði, s.s. til Szentendre og Dónárbugðunnar og út á sléttuna miklu. Guðmundur Jónasson Ferðaskrifstofa Borgartúni 34 sími 511 15 15 outgoing@gjtravel.is Haustferðir til Prag Haustferð til Búdapest Bjóðum vikuferðir til höfuðborgar Tékklands þann 12. september, 19. september, 26. september og 3. október. Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, gisting í tveggja manna herbergi, morgunverður, allur akstur, skoðunarferð um Prag og íslensk fararstjórn. Aukagjald fyrir eins manns herbergi er 9.000 krónur. Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, gisting í tveggja manna herbergi, morgunverður, akstur milli flugvallar og hótels við komu og brottför, skoðunarferð um Búdapest og íslensk fararstjórn. Aukagjald fyrir eins manns herbergi er 12.100 kr. Verð kr. 68.700. Verð kr. 75.600. Ferð á hópbifreiðasýninguna í Kortrijk í Belgíu. 20. október er fimm daga ferð á hópbifreiðasýninguna í Kortrijk. Í GREIN sem Ög- mundur Jónasson, þingmaður vinstri grænna og stjórnarfor- maður LSR, birtir í Morgunablaðinu hinn 3. ágúst sl. fer hann nokkrum orðum um gagnrýni mína á afstöðu hans hvað varðar skoð- un lífeyrissjóðanna á Reyðaráli sem fjárfest- ingarkosti og beinir jafnframt til mín spurn- ingu sem mér er ljúft að svara. Í greininni viður- kennir Ögmundur að honum „hugnist stóriðjuáform ríkis- stjórnarinnar illa og sé andvígur því að nota fjármagn lífeyrissjóðanna til að spilla landi okkar eins og áform eru uppi um“. Engu síður segir hann að það séu einungis fjárhagslegir þættir sem ráði þeirri ákvörðun stjórnarinn- ar að taka ekki þátt í skoðun á Reyð- aráli sem fjárfestingarkosti og full- yrðir að „stjórnarmenn í LSR séu mjög vel upplýstir um þetta mál og hafi lagt sig sérstaklega eftir að kynna sér þær staðreyndir sem þekktar eru“. Menn hljóta í ljósi þess- arar yfirlýsingar að spyrja hví í ósköpunum Ögmundur og aðrir stjórnarmenn í LSR vilji ekki taka þátt umræddri athugun á Reyðaráli. Hafa þeir ekki áhuga á frekari upp- lýsingum sem geta aðeins orðið til að bæta ákvarðanatökuna? Ég held að almenningur hljóti að sjá að hér er um pólitíska ákvörðun að ræða og spurn- ingu minni um það hvort Ögmundur Jónas- son valdi starfi sínu sem stjórnarformaður í LSR hefur á engan hátt verið svarað. Hagstætt fyrir báða aðila Í greininni talar Ög- mundur um að ýmsar mótsagnir sé að finna í afstöðu Landsvirkjun- ar. Þannig telur hann að skilja megi á málflutn- ingi mínum að „Reyð- arál muni gefa af sér mikinn arð og sé væn- legur fjárfestingarkostur fyrir lífeyr- issjóði og forsenda þess sé hagstætt raforkuverð“. Ég hef ekki sagt neitt sem skilja má í þessa veru. Um þetta veit Ögmundur áreiðanlega mun meira enda sat hann kynningarfund sem Reyðarál hélt með fulltrúum líf- eyrissjóðanna. Ég hef hins vegar sagt að mér þyki það ábyrgðarhluti að hafna svo mikilvægum fjárfestingar- kosti án rækilegrar skoðunar. Ég hygg að Ögmundur hafi rétt fyrir sér þegar hann talar um að raf- orkuverðið sé hagstætt, enda þarf það að vera hagstætt fyrir báða aðila til þess að samningar náist. Það er hins vegar mikill misskilningur ef hann ætlar að það sé aðeins raforkuverð sem ráði staðsetningu álvera. Álfyr- irtæki geta víða fengið mun lægra raf- orkuverð, greitt mun lægri laun og komist af með mun minni umhverf- iskostnað. Eigi að síður er litið til Ís- lands sem ákjósanlegrar staðsetning- ar fyrir álver. Hér höfum við hreina orku, menntað og traust vinnuafl, hátt tæknistig, stöðugt stjórnmála- umhverfi, vestrænt hagkerfi og nánd við helstu álmarkaði en samanlagt gefur þetta Íslandi samkeppnisfor- skot þó svo að einstakir kostnaðarliðir séu hærri en annars staðar. 12–14% raunarðsemi eigin fjár Ögmundi fellur greinilega mjög miður að væntanlegt orkuverð til Reyðaráls skuli vera trúnaðarmál og spyr mig hvað ég telji „að það þurfi að vera til þess að uppfylla loforð stjórn- valda um að þá aðeins verði ráðist í þessar framkvæmdir að þær skili Landsvirkjun nægilegum arði til þess að lækka raforkuverð til landsmanna um 20 til 30% á næsta áratug“. Þarna er raunar ekki um loforð stjórnvalda að ræða heldur ákvæði í sameignar- samningi eigenda fyrirtækisins frá árinu 1996. Þessi fyrirætlun stendur óhögguð og allar áætlanir Lands- virkjunar gera ráð fyrir 2–3% raun- lækkun raforkuverðs til almennings- veitna á árunum 2001–2010. Ögmundur má hins vegar ekki gleyma að stjórnendum Landsvirkj- unar ber einnig að stuðla að því að eigendur hafi 5–6% raunarðsemi af því eigin fé sem bundið er í fyrirtæk- inu. Ég vil ekki ræða um orkuverðið sjálft enda er það ekki mikilvægt í þessari umræðu. Það sem máli skiptir er að áætlanir gera ráð fyrir að raun- arðsemi eigin fjár í fjárfestingum vegna Reyðarálssamninganna verði á bilinu 12 til 14%. Það er mun hærra en sú lágmarksarðsemi sem eigendur gera kröfu um og stuðlar enn frekar að því að saman geti farið lækkað orkuverð til almennings og viðunandi arðsemi fyrir eigendur. Í ljósi þessa hlýtur að vera enn meiri ástæða til að Ögmundur Jónasson og stjórn LSR kynni sér til hlítar hvað Reyðarál get- ur gert fyrir lífeyrissjóðina og lands- menn. Upplýst afstaða Stefán Pétursson Virkjanir Mér þykir það ábyrgð- arhluti, segir Stefán Pétursson, að hafna svo mikilvægum fjárfesting- arkosti án rækilegrar skoðunar. Höfundur er fjármálastjóri Landsvirkjunar. KALDAR vetrarnæt- ur geta margar þótt hlý- legri en mörg þau hryss- ingslegu orð sem fallið hafa að undanförnu um hábjart sumarið vegna hrapallegra mistaka og yfirsjónar eins manns sem nú getur varla ann- að en beðið réttlætis- gyðjuna griða. Yfirsjón og mistök sem tæplega má rekja til annars en breyskleika mega aldrei verða til þess að mönnum sé út- skúfað eða reknir í bakið af rauðum pennum eða öðrum sem áþekkir eru. Þeir hafa sjálfsagt sjálfir margar hildirnar háð á vígvelli siðfræði, stjórnmála og bókmennta en gera sér sjálfsagt ekki alltaf grein fyrir breyskleika sínum og leita sér til sáluhjálpar að öðrum sem gætu þó verið verri, slíkt er mannlegt en jafn slæmt fyrir það. Siðferði í íslenskum stjórnmálum hefur löngum þótt undarlegt þó svo að telja megi að siðferði hér sé skömminni skárra en í fjölmörgum ríkjum heims. Hins vegar er það óljóst hvort við erum að ræða um siðferði í samanburði við siðferði yfirleitt á Íslandi eða í samanburði við önnur lönd, aðra þjóðmenningu eða framandi kennisetningar. Ekki er það ljóst hvort við teljum siðferði í stjórnmálum eiga við um pólitískt siðferði í ljósi stefnumarkmiða stjórnmálamanna en telja má full- víst að fjölmörg stefnumarkmið hafa farið alvarlega á skjön við al- mennt velsæmi svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Fáum hefur verið refs- að fyrir slíka yfirsjón hér á landi enda sem betur fer komust fáar þessar tillögur að sökum skynsemi annarra manna. Varðandi almennt siðferði spretta oft upp sjálfskipaðir sér- fræðingar sem telja sig vera betri en aðrir menn. Þeir margir gera sér samt ekki grein fyrir því að allir eiga að hafa möguleika á að farnast vel í lífinu en slíkt er háð því að menn rannsaki líf sitt og leiti svara við því hvaða líferni leiði til velfarn- aðar. Sagt er að sá maður sé dyggð- ugur sem hefur vit til að greina á milli góðs og ills, hug- rekki til að breyta rétt og hófsemi til að hafa skynsamlega stjórn á löngunum sínum. Þeir sem uppfylla þetta upp- fylla fjórðu höfuð- dyggð siðfræðinnar, réttlætið. Mér er til efs að öllum mönn- um hafi tekist þetta þótt þeir hafi margir reynt að nálgast að uppfylla þessar kennisetningar. Aristóteles sagði að dyggðugur væri sá maður sem kynni að bregðast vel við öllum sín- um aðstæðum og rata meðalhófið hverju sinni. Tel ég fullvíst að margar þær túttubyssur sem þeysa á ritvöllinn á blíðviðrisdögum til að koma af stað moldviðri kunni ekki að rata meðalhófið og óvíst um hvort þeir muni fyrr eða síðar geta það. Slíkur er breyskleiki þeirra. Ákvörðun sú sem Árni Johnsen tók um afsögn sína er skynsamleg og öðrum til eftirbreytni sem síðar munu hrasa um vandrataðan veg meðalhófsins. Þetta gerði Árni eins og maður og mun axla ábyrgð eins og höfðingi. Þá er rétt að benda öðrum, sem eftir sitja, á að binda skóþveng sinn vel, taka hatt sinn og staf og rölta í lautarferð í eina alls- herjar naflaskoðun og varast að hrasa, bæði í úfnu hrauni stjórn- mála og á eign hyggjuviti og mann- legu eðli. Að vera breyskur Sveinn Óskar Sigurðsson Siðferði Oft spretta upp sjálfskipaðir sérfræð- ingar, segir Sveinn Óskar Sigurðsson, sem telja sig vera betri en aðrir menn. Höfundur er framkvæmdastjóri. KUNERT WELLNESS Sokkabuxur Hnésokkar Ökklasokkar iðunn tískuverslun 2. hæð, Kringlunni, sími: 588 1680 v/ Nesveg, Seltjarnarnesi, sími: 561 1680 Sími 555 0455 Sími 564 6440 20% afsláttur af barnamyndatökum í júlí

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.