Morgunblaðið - 08.08.2001, Page 35
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 35
AÐ UNDANFÖRNU hefur verið
mikil umræða í þjóðfélaginu um sí-
fellt aukið ofbeldi á Íslandi. Þú flett-
ir ekki blaði án þess að lesa um
slagsmál ungmenna
eða annarra, skemmd-
arverk, innbrot, aðsúg
að einstaklingum eða
hópi fólks og jafnvel
lögreglu, árásir að til-
efnislausu. Nú síðast á
mánudegi. „Aðsúgur
að lögreglu.“ „Beit
lögreglumann.“ „Lög-
reglumaður slasast.“
„Dekk á bíl forstjórans
skorin.“ Hvert
stefnum við? Hvar er
ímynd lögreglunnar?
Hvað ætlum við að láta
þróunina halda svona
lengi áfram?
Á Íslandi ríkir lýð-
ræði. En hvað þýðir
það? „Lýðurinn ræður“? Það virðist
vera að einstaklingurinn ráði gjör-
samlega sínum gjörðum og taki orð-
ið völdin í sínar hendur. – Eða hvað?
– Ef ekið er um götur borgarinnar,
þá sést að margir ökumenn aka eins
og þeir hafi aldrei lært neinar um-
ferðarreglur. Vissulega er það stór
hluti þjóðarinnar sem fer eftir lög-
um og reglum (ennþá) en þeir falla
algjörlega í skuggann fyrir frekju-
hundunum sem æða áfram eins og
þeim sýnist. Hvers vegna kemst fólk
upp með að haga sér þannig? Því
get ég ekki svarað en þetta er
skuggaleg þróun.
Þegar ég var að alast upp fyrir
rúmum þrjátíu árum þá var lögð
áhersla á að fara eftir því sem full-
orðna fólkið sagði, bera virðingu
fyrir því og öðrum, sýna kurteisi í
samskiptum, en jafnframt að taka
afleiðingum gjörða sinna ef manni
yrði eitthvað á. – Virðing og kurt-
eisi. – Það er eins og skilningur á
þessum orðum hafi týnst í öllu þessu
lífsgæðakapphlaupi.
Ég vil nefna eitt nýlegt dæmi;
máli mínu til stuðnings: Þremur
ungum mönnum var ekki sýnd virð-
ing né kurteisi um nýliðna helgi
þegar hópur ungra ölvaðra manna,
sem þeir þekktu ekki, réðust að
þeim og bíl þeirra, að því er virðist
algjörlega að tilefnislausu með hót-
unum, ofbeldi og skemmdum sem
endaði þannig að drengirnir þrír
komust frá árásarmönnunum við ill-
an leik, mjög miður sín, en lítið slas-
aðir. Bíll þeirra er hins vegar mikið
skemmdur. Hvað á eigandi bílsins
að gera? Á hann að láta hér við
sitja? Ég hlýt að segja nei! Það má
e.t.v. sýna þessum mönnum virðingu
og kurteisi en ég get ekki unað því
að fólk í dag taki völdin í sínar hend-
ur og geri það sem því sýnist. Það
hlýtur að gjalda fyrir
það. Menn verða nefni-
lega að taka afleiðing-
um gjörða sinna. Því
miður eru svona atvik
tíð á Íslandi í dag. Lög-
regla var kvödd á stað-
inn en hvað gerir
„löggan“, jú, hún mætir
unga ökumanninum á
bílnum stórskemmdum
á leiðinni í burtu frá
árásarmönnunum og
segir hann þegar hann
hittir lögguna (ungan
mann og konu) „Ef þið
farið þangað verðið þið
bara lamin í klessu.“
Það skiptir ekki lengur
máli hvort þú ert al-
mennur borgari eða „lögga“, löggu-
ímyndin er ekki lengur til staðar.
Virðingarleysið gagnvart þeim sem
halda eiga uppi lögum og reglum í
landinu er mikið.
Fyrir tíu árum vogaði fólk sér yf-
irleitt ekki að deila við lögregluna
hvað þá að ráðast að henni og lemja.
Yfirleitt voru stórir og stæðilegir
menn sem röðuðust innan stéttar-
innar og strangar reglur voru um
hæðarmörk þeirra sem gegndu lög-
reglustörfum. Með fullri virðingu
fyrir þeim lögreglumönnum sem
starfa í dag, getur verið að ímyndin
hafi breyst með þeirri þróun sem
orðið hefur?
Vegna persónulegra tengsla
minna við lögregluna hef ég fylgst
nokkuð vel með þeirri þróun sem átt
hefur sér stað innan raða hennar.
Oft er verið að auglýsa umferðar-
átak hér og þar. En ég bara spyr,
þarf eitthvað sérstakt átak til þess
að lögreglan sé sýnilegri? Það er
líka eins og lögreglan hafi horfið af
þjóðvegum landsins. Bara það að
lögreglan sé sýnileg er heilmikil for-
vörn út af fyrir sig. Þetta hefur ein-
mitt verið mikið gagnrýnt á ljós-
vakamiðlunum undanfarið Allir eru
sammála um að það þurfi að bregð-
ast við og verið er að vinna í mál-
unum, að sagt er. Getur verið að það
vanti einhverja tengingu innan lög-
regluliðsins í dag út á götur borg-
arinnar eða vegi landsins? Ég er þá
að vitna í þá þróun sem orðið hefur
á lögregluliðinu í gegnum tíðina.
Þetta unga og óreynda fólk sem er
að verða mjög ríkjandi í stéttinni, en
er jafnframt okkur til sóma, ræður
einhverra hluta vegna ekki við
ástandið.
Mér finnst mjög gott að líkja þró-
un þjóðfélagsins við það sem er jafn-
an að gerast í kennslustofunni hjá
hinum almenna kennara. Ég kem til
kennslu með ákveðna áætlun í hönd-
um sem ég hef samið með hliðsjón
af þeim uppeldisfræðilegu kenning-
um og því námsefni sem mér er ætl-
að að vinna með. Hvað gerist? Jú
oftast gengur hún upp og ég næ að
ljúka þeim verkefnum sem ég hef
sett mér. En stundum gengur hún
ekki upp vegna þess að einstakling-
arnir eru ekki eins vel upplagðir og
venjulega eða einhverjir árekstrar
verða á milli nemenda eða einhvers
annars. Þegar ég skynja þetta þarf
að hafa snögg viðbrögð og breyta
áætluninni og jafnvel hætta með það
verkefni sem einhverra hluta vegna
gengur ekki upp fara yfir í eitthvað
allt annað, eða færa til einstaklinga
til að markmið náist.
Dómsmálayfirvöld hafa verið að
vinna verulega í löggæslumálum og
hafa væntanlega ákveðna stefnu í
þeim. En þegar það gerist eins og í
skólastofunni að hlutirnir ganga
ekki upp þarf einmitt að bregðast
skjótt við og hafa einhverjar aðrar
leiðir sem hægt er að grípa til og
fara eftir. Það er staðreynd að ein-
staklingarnir eru misjafnir. Sumar
aðferðir virka vel á Aog B er önnur
aðferð á D og E.
Vandinn sem hér að ofan er lýst
er ekki eingöngu lögreglunnar. Við
uppalendur berum mikla ábyrgð á
þróun mála. Við þurfum að hugsa
betur um börnin okkar. Að hlú að
einstaklingnum, ala hann upp við
það að fara eftir lögum og reglum,
bera virðingu fyrir sjálfum sér og
öðrum, sýna kurteisi í framkomu,
læra að taka afleiðingum gjörða
sinna og kenna þeim hvað í þessum
orðum felst. Með því mætti leysa
mikinn vanda og hjálpa stjórnvöld-
um að ná tökum á þeirri þróun sem
komin er á hættulegt skrið.
Hvar er virðingin –
kurteisin – lögguímyndin?
Agaleysi
Við þurfum að hlúa að
einstaklingnum, segir
Jóhanna L. Gísladóttir,
og ala hann upp við
það að fara eftir
lögum og reglum.
Höfundur er grunnskólakennari,
vegfarandi og móðir.
Jóhanna L.
Gísladóttir
M O N S O O N
M A K E U P
lifandi litir
Höfðabakka 1, sími: 567 2190
Nýjar
myndir
300 kr.
Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin í haust í sólina á
hreint frábærum kjörum. Nú getur þú notið besta
veðurs í Evrópu og skotist í sólina í 1, 2 eða 3 vikur
og fengið sumarauka á einstöku verði um leið og þú
nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða og
getur valið um fjölda spennandi kynnisferða á meðan
á dvölinni stendur.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð kr. 39.985
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára,
vikuferð 6. sept, Timor Sol, íbúð
m/1 svefnherbergi.
Verð kr. 49.990
M.v. 2 í stúdíó, vikuferð 6. sept.,
Timor Sol.
Haustævintýri
Heimsferða til
Costa del Sol
og Benidorm
frá kr. 39.985
Benidorm
24. ágúst 15 sæti
31. ágúst 21 sæti
7. sept. 18 sæti
14. sept. 11 sæti
21. sept. 28 sæti
28. sept. 31 sæti
Costa del Sol
23. ágúst 11 sæti
30. ágúst uppselt
6. sept. 28 sæti
13. sept. 18 sæti
20. sept. 31 sæti
27. sept. 36 sæti
Laust í haust
Costa del Sol
Verð kr. 39.985
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára,
vikuferð 7. sept, El Faro, íbúð
m/1 svefnherbergi.
Verð kr. 52.990
M.v. 2 í íbúð, vikuferð 7. sept.,
El Faro.
Benidorm
Útsala - Útsala
á handhnýttum austurlenskum gæðateppum
að Dalvegi 16c, jarðhæð, Kópavogi.
gsm 861 4883
A.m.k 30% afsláttur af öllum vörum ef greitt er með korti.
5% aukaafsláttur m.v. staðgreiðslu
Opið frá kl. 13-19
RAÐGREIÐSLUR
Mikið úrval
YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT
Síðumúla 15, s. 588 5711
YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT
Síðumúla 15, s. 588 5711
Sumarnámskeið í HATHA-yoga.
Kennt verður mánud., fimmtud. og laugard.
Sértími fyrir barnshafandi konur.