Morgunblaðið - 08.08.2001, Síða 38
MINNINGAR
38 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Guðbjörg FjólaÞorkelsdóttir
fæddist á Búðum í
Eyrarsveit í Snæ-
fellsnessýslu 27. maí
1925. Hún lést á
gjörgæsludeild
Landspítala í Foss-
vogi 31. júlí síðast-
liðinn. Foreldrar
Fjólu voru Þorkell
Daníel Runólfsson,
f. 16. desember
1894, d. 4. desember
1965, og Margrét
Guðrún Gísladóttir,
f. 6. mars 1891, d. 6.
október 1995. Systkini Fjólu eru
Runólfur, Gísli, látinn, Páll,
Lilja, Hulda og uppeldissystir
Danilía Guðrún .
Fjóla giftist 12. apríl 1952 eft-
irlifandi eiginmanni sínum, Stef-
áni Halldóri Helgasyni húsa-
smíðameistara, f.
19. júlí 1923. Dætur
þeirra eru: 1) Drop-
laug Guðbjörg
hjúkrunarfræðing-
ur, f. 5. janúar
1953, gift Kristni L.
Matthíassyni. Synir
þeirra eru Stefán
Helgi, Steinar
Matthías, Guðbjörn
Már og Gunnlaugur
Þór. 2) Margrét, f.
5. desember 1956,
sambýlismaður
hennar er Bjarni
Árnason og er dótt-
ir þeirra Hulda.
Fjóla og Stefán bjuggu í
Grundarfirði til ársins 1979 en
fluttu þá til Reykjavíkur.
Útför Fjólu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert
bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga þig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Elsku mamma, hjartans þakkir
fyrir allt sem þú varst okkur og gafst
okkur. Þú mátt vita það að við skul-
um hugsa vel um pabba. Elsku pabbi,
nú nístir sorgin sár en við vitum að
Guð huggar og styrkir.
Guð er oss hæli og styrkur, örugg
hjálp í nauðum.
Elsku mamma við felum þig Guði
að eilífu,
þínar dætur.
Elsku tengdamóðir mín, mig lang-
ar að skrifa nokkrar línur til þín. Það
var leitt til þess að vita hvað þú áttir
oft erfitt um dagana vegna lang-
vinnra veikinda og þá sérstaklega
síðustu mánuði sem þú lifðir. Ég vil
þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir mig, dóttur þína og börnin okk-
ar. Alltaf varst þú tilbúin að hjálpa
okkur og þá minnist ég sérstaklega
þegar synir okkar voru litlir, þegar
þrír þeirra voru svo mikið veikir, þá
voruð þið tengdapabbi tilbúin að
hjálpa okkur, eins og þið hafið alltaf
verið, og ég vil þakka fyrir það. Nú í
seinni tíð hefði ég viljað hafa meiri
tíma með þér.
Ég bið Guð að varðveita þig þar
sem þú ert nú og gefa tengdapabba
styrk á þessum erfiða tíma.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Þinn tengdasonur
Kristinn Loftur.
Nú hefur þú, ástkæra amma mín,
kvatt þennan heim og haldið af stað í
hina hinstu ferð. Ég vil þakka þér
fyrir öll gleði- og ástríku árin sem ég
fékk að eiga og njóta með þér. Þau
munu aldrei gleymast í minningunni
og þannig lifir þú áfram með mér í
andanum þótt horfin sért.
Blessuð sé minning þín og góða
ferð til betri heims.
Stefán Helgi.
Elsku amma, ég þakka þér fyrir
allar okkar samverustundir og allt
sem þú hefur hjálpað mér í gegnum.
Það eru orð að sönnu að þú varst mér
alltaf hvatning í lífinu, ég man að þú
kenndir mér ýmsa góða og gagnlega
hluti sem hafa og munu gagnast mér
vel í gegnum lífið. Ég þakka þér fyrir
þá trú sem þú gafst mér.
Nú umvefur faðmur Drottins þig,
elsku amma mín. Elsku afi, nú er erf-
itt en Drottinn umvefur þig líka. Far
þú í friði, elsku amma mín.
„Ég þakka Guði mínum ávallt, er
ég minnist þín í bænum mínum. Því
að ég heyri um trúna, sem þú hefur á
Drottni Jesú og um kærleika þinn til
hinna heilögu.“
Steinar Matthías.
Takk fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir mig, elsku amma mín, og megir
þú hvíla í friði. Þú hefur verið mér
svo góð um ævina og fyrir það verð
ég þér alltaf þakklátur.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Guðbjörn.
Guðbjörg Fjóla Þorkelsdóttir
fæddist á Búðum í Eyrarsveit í Snæ-
fellsnessýslu 27. maí 1925. Hún lést á
gjörgæsludeild Landspítala í Foss-
vogi 31. júlí síðastliðinn. Foreldrar
Fjólu voru Þorkell Daníel Runólfs-
son, f. 16. desember 1894, d. 4.
desember 1965, og Margrét Guðrún
Gísladóttir, f. 6. mars 1891, d. 6. októ-
ber 1995. Systkini Fjólu eru Runólf-
ur, Gísli, látinn, Páll, Lilja, Hulda og
uppeldissystir Danilía Guðrún .
Fjóla giftist 12. apríl 1952 eftirlif-
andi eiginmanni sínum, Stefáni Hall-
dóri Helgasyni húsasmíðameistara,
f. 19. júlí 1923. Dætur þeirra eru: 1)
Droplaug Guðbjörg hjúkrunarfræð-
ingur, f. 5. janúar 1953, gift Kristni L.
Matthíassyni. Synir þeirra eru Stef-
án Helgi, Steinar Matthías, Guð-
björn Már og Gunnlaugur Þór. 2)
Margrét, f. 5. desember 1956, sam-
býlismaður hennar er Bjarni Árna-
son og er dóttir þeirra Hulda.
Fjóla og Stefán bjuggu í Grund-
arfirði til ársins 1979 en fluttu þá til
Reykjavíkur.
Útför Fjólu fer fram frá Fossvogs-
kirkju í dag og hefst athöfnin klukk-
an 13.30.
Elsku amma mín, ég mun sakna
þín en ég verð að sætta mig við að þú
ert farin til himna. Ég mun sakna
þess hvað þú varst góð við mig og
skemmtileg, en ég mun aldrei
gleyma þér því þú varst mér svo kær.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgr. Pétursson.)
Elsku afi, ég bið Guð um að styrkja
þig og hugga í þínum söknuði.
Elsku amma, ég bið Guð að geyma
þig og segi bara gangi þér vel í
himnaríki.
Þinn
Gunnlaugur Þór.
GUÐBJÖRG FJÓLA
ÞORKELSDÓTTIR
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
Skreytingar við
öll tækifæri
Langirimi 21,
Grafarvogi
587 9300
Samúðarskreytingar
Samúðarvendir
Kransar
Kistuskreytingar
Brúðarvendir
' (
"
&G&
2.1
.33 < 3D
%
$ % 6 +//,
(+ #$
$@ /(+ #! (( .#( /, ((<8 ##$
, =((+ #! (( ) 9 #$
#6#(7 $'33' /
:
*
% ( * 4
%
% (
"
(
(
>,&
2
-( 3 #
6 /
C 83#! ((
C!8# 83#! (( ##$
& # 83##$ .#(8 ># #! ((
+ 83#! (( 3##$
- 83#! (( )' . ##$
.( 83##$
$ ' /
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Ólafur Ö. Pétursson,
útfararstjóri,
s. 896 6544
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
S. 551 7080
Vönduð og persónuleg þjónusta.
)
*
4
% (
.>
&/21,
63<-#6)
+($77 A7
' 3/
6 ! #! ((
& < # ! ##$
1 ##$
G7##$
3 !##$
8 ! ((
*=(##$
( ! ' $ ' /
,:
11
1H&
G
9#7 3;
67) 87
%
;
< +//,
16) . ##$
6 ) . ##$ !8#& #! ((
6 . ##$
!. ##$ - & &- 8#! ((
( /. #! (( ##$
' $ ' /
%
G.2G2
0
' (
(
+, +&,,
& 6 !C !3 #! ((
G7G7##$ ! !8# ! ((
1 # G7#! (( 6 ##$
& G7#! ((
3 ##$
C !3 G7##$
!$ G7##$ = I$(JG7##$
$ ' /