Morgunblaðið - 08.08.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.08.2001, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                !   "    # !     $"%  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Á ÞESSU ári hefur annað slagið í fjölmiðlum hérlendis verið minnst á þróun nýrrar tækni í greiðslu- miðlun vegna notkunar bílastæða. Bílastæðasjóður Reykjavíkur hefur um nokkurra ára skeið fylgst með þróun slíkra kerfa er- lendis, og nú er svo komið að til- raunaverkefnum á þessu sviði hef- ur verið hleypt af stokkunum í Svíþjóð og Noregi, þar sem rekst- ur gjaldskyldra bílastæða er mjög umfangsmikill. Hérlendis hafa nokkrir aðilar sýnt því áhuga að þróa slík kerfi, en Bílastæðasjóður hefur hingað til afþakkað öll boð um slíkt sam- starf. Sú afstaða helgast aðallega af því að hlutdeild sjóðsins í „bíla- stæðamarkaðinum“ takmarkast við um 3 þúsund bílastæði af áætl- uðum heildarfjölda stæða í Reykjavík sem er af stærðargráð- unni 200 þúsund stæði. Almennt má segja að atvinnugreinin „bíla- stæðaþjónusta“ á Íslandi sé svo smá í sniðum að fátækleg rök standi þess að láta notendur þess- ara 3 þúsund bílastæða bera þró- unarkostnaðinn við alveg nýtt greiðslumiðlunarkerfi sem byggist á notkun GSM-síma. Hins vegar er unnið að því að Bílastæðasjóður taki þátt í þeirri tækninýjung í greiðslumiðlun sem þegar er í burðarliðnum á Íslandi, það er að segja KLINK-verkefni banka og kortafyrirtækja. Þegar það kemur til framkvæmda verða greiðslukort landsmanna búin tölvukubb sem geymir rafeyri til nota í sjálfsala og þess háttar, og tilraunir með það kerfi munu hefj- ast innan tíðar. Tekjum Bílastæðasjóðs er öllum varið til að byggja og reka bíla- stæði til almenningsnota, og þróun greiðslumiðlunarkerfa er vissulega eitthvað sem nauðsynlegt er að fylgjast með. Þegar reynslan hefur leitt í ljós hvaða útfærslur af nýj- ungum, eins og til dæmis GSM- kerfum, virka best, þá mun Bíla- stæðasjóður jafnt og aðrir seljend- ur vöru og þjónustu auðvitað svara kalli tímans og vera með. Þangað til teljum við að takmörkuðum kröftum okkar sé best varið til verkefna sem lúta að kjarna bíla- stæðaþjónustunnar, það er fjölgun bílastæða samfara þróun og upp- byggingu á miðborgarsvæðinu. STEFÁN HARALDSSON, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Mynt, debet, kredit, KLINK eða gemsi? Frá Stefáni Haraldssyni: ELLERT Schram, forseti ÍSÍ, hélt því fram nýlega að hann hefði ekki haft áhrif á lyfjadómstól ÍSÍ og engin afskipti haft af því hvern- ig Birgir Guðjónsson læknir starf- aði við lyfjamál. Í viðtali 20. júlí í dægurmálaþætti RÚV lýsti Ellert yfir megnri vanþóknun á því að Birgir skyldi ekki láta Ellert vita fyrirfram hvað til stóð áður en Birgir áfrýjaði lyfjamáli. Hvað olli vanþóknun Ellerts, mannsins sem að eigin sögn ætlaði engin afskipti að hafa af störfum Birgis eða dóm- stólsins? Til hvers þurfti Ellert þá að vita fyrirfram að Birgir ætlaði að áfrýja? Fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍSÍ, Sigurður Magnússon, gaf íþróttadómstól ÍBR fyrirmæli með bréfi 25. febrúar 1993 um það hvaða óskráð regla væri í gildi (að mati Sigurðar) í mótsögn við gild- andi reglu frá þingi ÍSÍ. Dómstóll- inn hlýddi fyrirmælum Sigurðar og dæmdi samkvæmt þeim og gekk svo langt að vitna í bréf Sig- urðar í dómnum! Er það við hæfi að fram- kvæmdavaldið stjórni dómstól með þessum hætti? Hvað segði fólk við því ef forsætisráðherra myndi senda bréf til dómara og tilkynna að í gildi væri óskráð regla (að mati ráðherrans) þótt reglan væri í mótsögn við gildandi lög frá Al- þingi? Og hvað ef dómarinn myndi hlýða og dæma skv. fyrirmælum ráðherrans og vitna í fyrirmælin í dómnum? Þá yrðu væntanlega bæði ráðherrann og dómarinn að segja af sér. Öðru máli gegnir um íþrótta- hreyfinguna, sem Kolbeinn Páls- son kallaði „mafíu“ þegar hann hætti hjá ÍBR. Í íþróttahreyfing- unni sitja menn sem fastast í stöð- um sínum þrátt fyrir svona athæfi. Þó náðist loksins sá árangur í júní sl. að hinn frægi dómstóll ÍBR var lagður niður ásamt flestum íþróttadómstólum sérsambanda. Þeir heyra nú sögunni til eins og hinn frægi Sigurður Magnússon. Íþróttahreyfingin er rekin af al- mannafé. Hún er ekki einkaklúbb- ur Ellerts Schram eða fram- kvæmdastjórnar ÍSÍ. Þetta fólk sem hefur gengið svo langt að neita að leiðrétta eða ógilda sann- anlega upplogna íþróttaskýrslu ætti að segja af sér störfum sem fyrst svo að aðrir geti tekið við. Burt með Ellert og svona fólk. CARL J. EIRÍKSSON, Skólagerði 47, Kópavogi. Framkvæmda- stjórn ÍSÍ gaf dóm- stól ÍBR fyrirmæli Frá Carli J. Eiríkssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.