Morgunblaðið - 08.08.2001, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 51
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
LJÓN
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert gæddur ríkri ábyrgð-
artilfinningu, en kannt þó
vel að gera að gamni þínu
á græskulausan máta.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Menn líta til þín um lausn
mála, sem reynast öðrum of-
viða. Láttu velgengnina samt
ekki stíga þér til höfuðs, en
vertu ljúfur og lítillátur.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það færi best á því að þú
héldir þér til hlés um sinn.
Stundum er manni einfald-
lega ofaukið og í þeirri stöðu
ert þú nú. Taktu því með þol-
inmæði.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þegar þú ert í hlutverki gest-
gjafans verður þú að sýna þá
lipurð og tillitssemi sem dug-
ar til að allt gangi snurðu-
laust, hvað sem á dynur.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Gerðu hreint fyrir þínum
dyrum og láttu engan komast
upp með að fara rangt með
um þína stöðu. Það er sjálf-
sagt að fá hlutina skriflega.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það er óþarfi að láta það stíga
sér til höfuðs, þótt vinnu-
félagar þínir séu á einu máli
um ágæti þitt og velji þig til
forystu. Hógværð er dyggð.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Eitt og annað hefur rekið á
fjörur þínar, sem fær þig til
að efast um stöðu þeirra, sem
þú hefur treyst. Sýndu skiln-
ing á annarra axarsköftum.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Reyndu að ráða fram úr mál-
um áður en þau verða að
vandamálum. Það kostar
góða dómgreind og skjót við-
brögð og sparar bæði fyrir-
höfn og leiðindi.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Reyndu ekki að hefjast
handa fyrr en þú hefur kynnt
þér málið vandlega og velt
því fyrir þér frá öllum hlið-
um. Fljótfærni reynist dýr-
keypt.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Hagaðu orðum þínum svo að
ekkert fari á milli mála hvað
þú átt við. Ekkert er eins
þreytandi og stöðugur og
endalaus misskilningur.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Erfið mál kalla á krafta þína
bæði heima fyrir og í
vinnunni. Reyndu að leysa
þau skipulega og án þess að
annar staðurinn sé tekinn
framyfir hinn.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þótt þér finnist hlutirnir at-
hyglisverðir er ekki þar með
sagt að öðrum finnist svo.
Sýndu málstað annarra þann
skilning sem þú vilt mæta
sjálfur.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þótt þér finnist þú standa í
ströngu þessa dagana, skaltu
ganga glaður til verks, því
þegar hríðinni slotar kemur
betri tíð með blóm í haga.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LJÓÐABROT
SÆLUDALUR
Þögul nóttin þreytir aldrei þá, sem unnast,
þá er á svo margt að minnast,
mest er sælan þó að finnast.
Eilíf sæla er mér hver þinn andardráttur
og ýmist þungur, ýmist léttur
ástarkoss á varir réttur.
Hvítum, mjúkum, heitum, fögrum handleggjunum
vil ég heldur vafinn þínum
vera en hjá guði mínum.
Guð að sök mér gefur ei sem góðum manni,
unun þó ég fremsta finni
í faðminum á dóttur sinni.
Páll Ólafsson.
ÞEGAR blindur kemur upp í
fimm tíglum suðurs virðist
sem samningurinn byggist á
því að hjartaásinn liggi á
undan hjónunum. Útspilið er
spaðadrottning.
Norður gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ ÁK96
♥ KD2
♦ K73
♣ ÁK9
Vestur Austur
♠ DG1073 ♠ 542
♥ 643 ♥ ÁG105
♦ Á8 ♦ 42
♣ D87 ♣ G1052
Suður
♠ 8
♥ 987
♦ DG10965
♣ 643
Vestur Norður Austur Suður
– 2 grönd Pass 5 tíglar
Pass Pass Pass
Reyndur spilari er fjótur
að sjá kjarna málsins og
hugsar sem svo:
„Eitt lauf getur farið niður
í spaðakóng og ef vestur er
að koma út frá DG10 þriðja
má byggja upp slag á níuna,
en annars verður hjartaásinn
að liggja.“ Að svo mæltu
drepur hann á spaðaás og
spilar tígli á drottninguna.
Vestur tekur strax á ásinn og
spilar spaðatíu. Sagnhafi tek-
ur á kónginn, svo tígulkóng
og trompar spaða. Ekki kem-
ur gosinn. Þá er að bara að
spila hjarta að hjónunum.
Nú er austur í sviðsljósinu.
Með ÁG10 lítur út fyrir að
vera óhætt að taka strax á ás-
inn og spila gosanum til
baka. En svo einfalt er málið
ekki, því þá vaknar önnur nía
til lífsins – nían í hjarta.
Sagnhafi spilar trompunum
til enda og skyndilega verða
allar níur hans virkar:
Norður
♠ 9
♥ –
♦ –
♣ ÁK9
Vestur Austur
♠ G ♠ –
♥ – ♥ 10
♦ – ♦ –
♣ D87 ♣ G105
Suður
♠ –
♥ 9
♦ G
♣ 64
Þegar tígulgosa er spilað í
þessari stöðu neyðast báðir
mótherjar til að fækka við sig
laufum og það þýðir að þriðja
nían – laufnían – verður úr-
slitaslagurinn. Dæmigerð
tvöföld kastþröng, en óvenju-
leg að því leyti að þrjár níur
koma við sögu og gegna allar
hlutverki hótunarspils.
Ekkert verður úr þessari
níuþvingun ef austur dúkkar
hjartakónginn, en það er
ekki einföld vörn.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Árnað heilla
80 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 8.
ágúst, verður áttræð Guð-
rún Ingvarsdóttir, Sól-
vangsvegi 1, Hafnarfirði.
Hún tekur á móti ættingjum
og vinum í Hásölum við
Hafnarfjarðarkirkju, á af-
mælisdaginn kl. 20-23.
70 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 8.
ágúst, verður sjötugur
Guðni Gíslason, fyrrver-
andi sjómaður, Granaskjóli
23, Reykjavík.
60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 8.
ágúst, verður sextugur Jó-
hannes Jónsson, Klappar-
holti 10, Hafnarfirði. Eigin-
kona hans er Þórunn
Gísladóttir. Þau taka á móti
ættingjum og vinum í dag
milli kl. 19 og 21 í Veitinga-
húsinu Turninum, Firði,
Hafnarfirði.
80 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 8.
ágúst, er áttræð Arnbjörg
S. Sigurðardóttir frá Stóra-
Kálflæk, nú til heimilis að
Geitlandi 12, eiginmaður
hennar var Hjörleifur
Magnússon. Hún er að
heiman.
50ÁRA afmæli. Í dag, 8.ágúst, er fimmtugur
Þorsteinn Birgisson, til
heimilis í Logafold 100,
Reykjavík. Af því tilefni
munu Þorsteinn og kona
hans Ragnheiður Stein-
björnsdóttir, bjóða vinum,
félögum og ættingjum til
veislu í sal Orkuveitu
Reykjavíkur, Eirhöfða 11,
Reykjavík, laugardaginn 11.
ágúst kl. 20–24.
ALLS tóku 23 íslenskir
skákmenn þátt í skákhátíð-
inni í Pardubice í Tékklandi
er lauk fyrir skömmu. Einn
þeirra var Sigurbjörn
Björnsson (2.297), en hann
hafði svart í stöðunni gegn
lettneska al-
þjóðlega meist-
aranum Daniels
Fridman
(2.562). 23.
H1d4! Db6
Einnig var
slæmt fyrir
svartan að leika
23. ...Bxd4 þar
sem eftir 24.
Hxd4 Db6 25.
Hc4 fær hvítur
tvo létta menn
fyrir hrók. Í
framhaldinu
verður svartur
manni undir en
SKÁK
Unsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
hann var ekki á þeim buxun-
um að gefast upp og reyndi
hvað hann gat til að flækja
taflið: 24. Hc4 Dc7 25. Bxc5
b6 26. Ba3 c5 27. e5 b5 28.
Hxc5 Da7 29. Rd5 b4 30.
Rxb4 Bf5 31. Dc3 Hb5 32.
Rc6 Db7 33. Hxb5 Dxb5 34.
Bf1 Db6+ 35. Dc5 Dc7 36.
Da5 Db7 37. Bxa6 Da8 38.
Db6 Be4 39. Kf2 Bf8 40. Hd8
Hxd8 41. Dxd8 Bxc6 42.
Dxf8+ og svartur gafst upp.
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Brúðhjón
A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r
Snertilinsur
- fyrir hestafólk -
6 linsur í pakka,
prófun, meðferðarkennsla,
vökvi og box.
frá 7.500.- kr.
sólgleraugu fylgja með! sími 551 1945
Síðbuxur
Nýir haustlitir
Tilboð
Barnamyndatökur verð frá
kr. 5.000
Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207.
Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020.
Útsalan í
fullum gangi
Suðurlandsbraut 52 Bláu húsin við Faxafen sími 568 3919
Smáskór
sérverslun með barnaskó
ÚTSÖLULOK
Útsölunni lýkur á laugardag.
Enn meiri verðlækkun.
LAUGAVEGI 1 S: 561 7760
Velkomin um borð