Morgunblaðið - 08.08.2001, Side 52
FÓLK Í FRÉTTUM
52 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason
Stórsöngleikur Leikfélagsins WMU
VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA -
AUKASÝNINGAR
Fimmtudaginn 9. ágúst kl. 20.00
Laugardaginn 11. ágúst kl. 20.00
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Stóra svið
HEDWIG, Lofkastalinn, KL. 20.30
fös 17/8 nokkur sæti laus, lau 25/8
RÚM FYRIR EINN, Iðnó, KL. 12
fös 24/8, fös 31/8,
súpa og brauð innifalið
Miðsala kl. 11—16, sími 530 30 30
Í ÞEIRRI menningarlegu hakka-
vél sem Evrópusambandið er óttast
menn eðlilega að sérkenni þjóða eigi
eftir að verða að engu. Þótt vísbend-
ingar séu reyndar um að samruni
ríkjanna leiði til þess að menn haldi
enn fastar í gamla siði, til að byrja
með að minnsta kosti, er ýmislegt
gert til að tryggja að ekki gleymist
allt hið gamla. Þar á meðal er merki-
leg skráning á þjóðarréttum sem
unnin er á vegum GEIE Euroterr-
oir, en í röðinni hafa að minnsta kosti
tvær bækur komið út, þar á meðal sú
sem hér er gerð að umtalsefni og
segir frá þjóðlegum breskum mat.
Fátt finnst mönnum skemmti-
legra víða í Evrópu en að gera lítið úr
matreiðsluhefðum Breta, sjá til að
mynda söguna af því er Ástríkur fer
til Bretlands, og víst að margt leggja
þeir sér til munns sem aðrar þjóðir
fúlsa við. Obbinn af breskum mat, og
þá þjóðlegum breskum mat, er aftur
á móti prýðileg fæða, ekki síst ef
menn komast í að bragða á honum í
því héraði eða sýslu sem hann er upp
runninn. Dæmi um breskan mat sem
flestir þekkja er cheddar-ostur, sem
víða er stældur, ystur rjómi, sem
gefinn er með skonsum, Blackpool
brjóstsykur (Blackpool Rock),
sítrónusulta (lemon curd), svína-
kjötsbaka (pork pie), maltviskí, te-
blanda Greys lávarðar og svo má
telja.
Í bókinni Traditional Foods of
Britain er víða komið við og frá
mörgu sagt, allt frá sætindum og eft-
irréttum í vín og öl, en einnig er sagt
frá svína- og nautakynum, sem
mönnum þykja hafa að bera rík sér-
kenni. Einna skemmtilegast við bók-
ina er að í henni er líka víðast greint
frá matreiðsluaðferðum og því geta
menn spreytt sig á að búa til sitthvað
sem þeir sakna frá Bretlandi sem
erfitt eða ógerningur er að komast
yfir hér á landi. Það er líka gaman að
skoða réttina eftir svæðum, því ekki
er bara að talsverður mállýskumun-
ur sé á milli héraða í Bretlandi, þó að
heldur hafi dregið úr honum með út-
varpsvæðingu, heldur er líka matar-
menningarlegur munur. Ekki síst
gefur bókin mynd af því hvernig
matarhefðir Breta hafa breyst með
árunum, enda er til að mynda að
finna í henni uppskriftir sem eiga
rætur að rekja til Indlands, sagt er
frá karrídufti og epla-chutney svo
dæmi séu tekin.
Gamlar myndir af matargerð og
-vinnslu prýða bókina en hefðu mátt
vera mun fleiri.
Forvitnilegar bækur
Breskur
matur
Traditional Foods of Britain, skrá
yfir þjóðlega rétti breska. Laura
Mason og Catherine Brown tóku
saman fyrir GEIE Euroterroir.
Prospect Books gefur út 1999.
416 síðna kilja í stóru broti með
registri. Kostaði 3.895 í
Máli og menningu.
Árni Matthíasson
„NÚ er sumar, gleðjist gumar,“ segir
í kvæðinu, og viti menn, hingað til
lands eru komnir glaðir gumar frá
Austurríki. Tilgangur heimsóknar-
innar er að kynna fyrir Íslendingum
undraheim þjóðlagadanstónlistarinn-
ar.
Heavy Metal Bee Folk var stofnuð
fyrir réttu ári af sex ungum mönnum
sem saman stunda nám við tónlistar-
háskólann í Graz í Austurríki. Fimm
þeirra eru ættaðir frá Austurríki en
einn þeirra, Helgi Hrafn Jónsson bás-
únuleikari, er Íslendingur í húð og
hár. Hljómsveitarmeðlimir eiga það
sameiginlegt að vilja ekki fara troðn-
ar slóðir í nálgun sinni á tónlist. „Við
leggjum mikla áherslu á það að tón-
listin sé orkumikil og krafturinn og
aflið séu allsráðandi,“ segir Helgi
Hrafn, og bætir við að dansinn sé lyk-
ilatriði í hugsuninni bak við tónlistina.
Hljóðfæraskipan sveitarinnar er
mjög fjölbreytt: Fiðla og dragspil,
saxófónn, klarinett og flautur,
trommur, bassi og básúna, eru meðal
þeirra hljóðfæra sem dregin eru fram
á tónleikum drengjanna sem eru, að
sögn þeirra sem heyrt hafa, stór-
skemmtilegir og fjörugir. Þrátt fyrir
nafnið segja drengirnir að hljómsveit-
in spili ekki þjóðlagaþungarokk, held-
ur eru þeir að vísa í þann frumkraft
sem þeir setja í flutninginn. Tónlistin
er vissulega mun djasskenndari og
léttari en nafnið gefur til kynna,
þykkur hljómur dragspilsins liggur
undir skærum og hröðum laglínum
fiðlu og saxófóns og mynda dansvæna
heild.
Órafmögnuð plötusnúðamúsík
Klemens Bittmann, fiðluleikari
sveitarinnar, segir tónlistina vera eins
og plötusnúðamúsík leikna á óraf-
mögnuð hljóðfæri. „Við vinnum út frá
þjóðlagatónlist frá mörgum löndum,
t.d. Indlandi, Írlandi, Balkanlöndun-
um, Austurríki, Frakklandi og Ís-
landi. Þar sem trommuleikarinn okk-
ar hefur ríkan bakgrunn í danstónlist,
höfum við beitt aðferðum danstónlist-
arinnar og spilum stefin í hljóðlykkj-
unum á órafmögnuð hljóðfæri. Við
leikum einnig mikið af fingrum fram á
tónleikum og vinnum með stefin á
meðan við spilum. Þetta gefur tónlist-
inni bæði mikinn kraft og skemmti-
legan blæ, sem gerir hana afar dans-
væna, við viljum að fólk dansi.“
Þótt framtíð sveitarinnar sé óráðin
stefna þeir að því að taka upp plötu í
haust og gefa út. Vonast þeir til að
geta dregið Helga Hrafn aftur til
Austurríkis með haustinu til að ljúka
þeirri vinnu og ná heimsfrægð. Slík
takmörk virðast ekki fjarri lagi því
hljómsveitin hefur fengið góðar und-
irtektir þar sem hún hefur spilað og
nýtur mikilla vinsælda í Graz. Hægt
er að nálgast nokkur lög þeirra á
heimasíðu Heavy Metal Bee Folk,
sem vísað er í hér að neðan.
Hljómsveitin mun halda nokkra
tónleika hér á landi og munu þeir
fyrstu fara fram á Gauki á Stöng í
kvöld kl. 22. Síðan munu þeir leika á
Þjóðleikhúskjallaranum 10. ágúst,
Jómfrúnni 11. ágúst, og í Kaffileik-
húsinu 15. ágúst. Forsala miða fer
fram í plötubúðinni 12 tónum og segir
Helgi Hrafn að eigendur 12 tóna hafi
reynst sveitinni afar vel og vinni gott
starf við að kynna landann fyrir
óhefðbundinni tónlist.
Frumkraftur fólksins
Aðdáendur furðuskot-
innar og kraftmikillar
þjóðlagatónlistar kæt-
ast næstu vikuna því á
Fróni er stödd hljóm-
sveitin Heavy Metal
Bee Folk, sem spilar
brjálaða þjóðlagatónlist
alls staðar að úr heim-
inum. Svavar Knútur
Kristinsson ræddi við
hljómsveitarfélaga og
hlýddi á tóndæmi.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Þrír af meðlimum Heavy Metal Bee Folk sletta úr klaufunum á grænu
grasinu. Frá vinstri, Klemens Bittmann, fiðluleikari, Georg Gratzer
saxófónleikari og Helgi Hrafn Jónsson Básúnuleikari.
TENGLAR
.....................................................
Heimasíða sveitarinnar:
http://beefolk.klaki.net/
svavar@mbl.is
ÞAÐ voru hressir hlauparar á ferð
um fjalllendi Íslands hinn 21. júlí sl.
þegar Laugavegsmaraþon var hald-
ið, en þá er hlaupið frá Landmanna-
laugum að Húsadal í Þórsmörk og er
það um 55 km leið.
Reykjavíkurmaraþon stendur fyr-
ir þessum árlega viðburði sem nú var
haldinn í fimmta sinn, en keppendur
hafa aldrei verið fleiri, eða 101 tals-
ins, mest höfðu þeir áður verið
86 að tölu.
Þátttakendur hvaðanæva
Ágúst Þorsteinsson hjá
Reykjavíkurmaraþoni segir
vinsældir hlaupsins stafa m.a.
af því að fólki langi til að hlaupa
úti í náttúrunni. „Fólk er að
fara af götunni og meira í fjalla-
hlaup, virðist vera. Undirlagið
er betra, það er yfirhöfuð
mýkra, þótt það sé hlaupið að-
eins á klöppum,“ segir hann, en
það er augljóslega mun fjöl-
breyttari leið fyrir hlauparann,
auk þess sem loftið er mun
hreinna.
Ágúst segir keppendurna vera á
ýmsum aldri, þeir verði að vera
minnst 18 ára og elstu keppendur í ár
voru rúmlega sextugir.
„Útlendingar koma sérstaklega til
Íslands til að taka þátt í hlaupinu, og
það eru bæði atvinnumenn og trimm-
arar. Charles Hubbard, sem sigraði
og bætti metið um rúmar tíu mín-
útur, vann Reykjavíkurmaraþonið í
fyrra. Núna sló hann met Arnaldar
Gylfasonar sem var 4.49.28.“
Konur hafa alltaf verið töluvert
færri en karlarnir, en þær voru
fimmtán sem tóku þátt í ár, og þar
má sérstaklega nefna Mary Ritz sem
er ein um að hafa núna hlaupið últra-
maraþon í sjö heimsálfum eftir ferð
sína til Íslands.
Sigurvegararnir fengu flugmiða
frá Flugleiðum og bikar, en allir
þátttakendur fengu glæsilega við-
urkenningu sem er skjöldur með
mynd af Íslandi þar sem hlaupa-
leiðin er rist í hann, auk þess sæt-
is sem viðkomandi hlaupari lenti í.
Ágúst segir hlaupið verða hald-
ið aftur að ári hinn 20. júlí og efast
ekki um að þátttakan verði enn
meiri þá, því sjónvarpsþáttagerð-
armenn í Bandaríkjunum sýndu
þessu skemmtilega maraþon-
hlaupi áhuga. Hingað kom upp-
tökufólk, og þátturinn verður
sendur út eftir um tvo til þrjá
mánuði, á nokkrum sjónvarps-
stöðvum og þ. á m. á hinni virtu
stöð National Geographic.
Laugavegsmaraþonið vekur eftirtekt
Keppendurnir voru ánægðir með góða og holla dagstund.
Aldrei fleiri þátttakendur
PAOLO Maurensig er ítalskur
höfundur á sextugsaldri. Hann hefur
lagt gjörva hönd á margt um ævina,
m.a. unnið sem skjalavörður, bóka-
sali, blaðamaður og einnig hefur
hann unnið við
viðgerðir á
hljóðfærum.
Hann hefur
skrifað tvær
bækur, sú fyrri
heitir The Lü-
neburg Varia-
tions og hin
seinni er sú sem
hér skal tekin til
umfjöllunar.
Það þarf engan að undra, miðað
við starfsferil Maurensigs, að hann
skrifi um hluti tengda tónlist eða
hljóðfærum. Í bókinni Canone In-
verso má segja að gömul fiðla leiki
aðalhlutverkið. Fiðla þessi er lista-
smíð, sérkennileg útlits og eldgömul.
Hún er til sölu hjá uppboðsfyrirtæki
í Lundúnum og er seld fyrir háa
upphæð. Kaupandinn er heldur bet-
ur ánægður með fiðluna sína sem
hann hefur lengi þráð og ætlað sér
að eignast. Hann fer með hana á hót-
elið, sem hann dvelur á, pantar sér
mat upp á herbergi og stillir fiðlunni
sinni upp svo hann geti notið þess að
horfa á hana meðan hann borðar. En
þessi sælustund varir ekki lengi, því
inn í herbergið ryðst ókunnur mað-
ur. Þessi óboðni gestur á erindi við
fiðluna gömlu og þegar hann hefur
lokið því sættist hann á að gefa hús-
ráðanda skýringu á hegðan sinni og
segir honum sögu sína. Þar segir frá
tveimur mönnum, harla ólíkum í eðli
og að uppruna. Þeir kynnast í tón-
listarskóla þar sem þeir eru við fiðlu-
nám. Tónlistin er ástríða beggja og
þeir bindast vináttuböndum sem
reynir oft á í samskiptum þeirra.
Sagan um fiðluna og fiðluleikar-
ana fjallar um miklu fleira en vináttu
þessara manna og ást þeirra á tón-
listinni. Maurensig vefur inn í hana
miklu fleiri þáttum og tekst það
mjög vel. Honum lætur vel að
byggja upp spennu, sem stigmagn-
ast og í bókarlok, þegar allir endar
hafa verið raktir og lausnin blasir
við, finnur maður sig knúinn til að
lesa bókina aftur og er seinni lest-
urinn engu minni skemmtun en sá
fyrri.
Forvitnilegar bækur
Saga
um fiðlu
Canone Inverso eftir Paolo
Maurensig. 202 síðna kilja, gefin
út af Phoenix árið 2000. Fæst
í bókabúð Máls og menningar
og kostar 1.315 krónur.
Ingveldur Róbertsdótt ir
1) Charles Hubbard USA 4:39:21
2) Guðmann Elísson ISL 4:54:08
3) John Smallwood GBR 4:56:08
4) Hafliði Sævarsson ISL 5:08:59
5) Trausti Valdimarsson ISL 5:18:22
6) Stefán Örn Einarsson ISL 5:25:03
7) Haukur Friðriksson ISL 5:25:03
8) Gísli Einar Árnason ISL 5:32:17
9) Ólafur Thorlacius Árnason ISL5:33:59
10) Gauti Höskuldsson ISL 5:35:25