Morgunblaðið - 08.08.2001, Side 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
VIÐSKIPTI með hlutabréf á Verð-
bréfaþingi Íslands hf. námu 38,3
milljónum króna í gær og hafa ekki
verið minni frá 3. febrúar 1998 þegar
þau voru 37,8 milljónir króna. Þessi
viðskipti eru innan við tíundi hluti af
viðskiptum meðaldags síðustu ára,
en afar lítil viðskipti hafa verið með
hlutabréf í sumar.
Viðskipti með önnur verðbréf,
skuldabréf og víxla, hafa hins vegar
verið mun líflegri og námu heildar-
viðskipti gærdagsins á Verðbréfa-
þingi rúmum 2,7 milljörðum króna.
Minnstu við-
skipti í 31⁄2 ár
SPORTBÁTUR varð vélarvana og
rak á grunnsævi við Álftanes um
áttaleytið í gærkvöldi. Björgunar-
sveitarmenn í Hafnarfirði voru kall-
aðir til vegna báts sem hefði strand-
að við Álftanes en við nánari athugun
reyndist það ekki alls kostar rétt.
Nærstaddur bátur tók sportbát-
inn í tog og dró að bryggju í Hafn-
arfirði. Til öryggis fóru björgunar-
sveitarmenn til móts við bátana tvo
en allt var með felldu um borð og
engan sakaði í þessu óhappi.
Vélarvana
við Álftanes
EFTIR að hraðamyndavél var tekin
í notkun í Hvalfjarðargöngum fyrir
helgina voru 160 ökumenn festir á
filmu fyrir hraðakstur í göngunum
um verslunarmannahelgina. Spölur
gaf lögreglunni í Reykjavík mynda-
vélina sl. fimmtudag og sér hún um
rekstur hennar, að því er fram kem-
ur á fréttavef lögreglunnar.
Meðalsekt þeirra ökumanna sem
myndavélin náði var um 15 þúsund
krónur og telur lögreglan að ríkis-
sjóður hafi fengið 2,4 milljónir króna
í sektargreiðslur fyrstu dagana sem
myndavélin var í notkun.
Að sögn lögreglunnar tekur ferð í
gegnum göngin 4 mínútur og 57 sek-
úndur sé ekið á 70 km hraða en um
mínútu skemur á 91 km hraða.
„Tímasparnaðurinn er því nánast
enginn en sektin 15 þúsund. Lög-
reglan í Reykjavík vill því minna
ökumenn á að virða umferðarreglur,
leggja sitt af mörkum til að bæta um-
ferðarmenningu, fækka slysum og
eyða aurum sínum í skynsamlegri
hluti en sektargreiðslur fyrir hrað-
akstur,“ segir á vef lögreglunnar í
Reykjavík.
Hvalfjarðargöng
160 öku-
menn fest-
ir á filmu NORÐURLÖNDIN stefna að því aðsetja upp kvótamarkað með losunar-
heimildir gróðurhúsalofttegunda í
kjölfar Kyoto-samkomulagsins og er
Evrópusambandið langt á veg komið
með að setja upp slíkan markað inn-
an sambandsins. Þetta segir Halldór
Þorgeirsson, skrifstofustjóri hjá um-
hverfisráðuneytinu, sem telur brýnt
að þetta mál verði skoðað af alvöru
hérlendis. Hann segir að með því að
beita slíku kvótakerfi sjái fyrirtæki
og aðrir sem geta dregið úr losun
gróðurhúsalofttegunda efnahagsleg-
an hvata.
Spáð er að gangverð á tonni af los-
unarkvóta koltvísýrings verði 1.500–
2.000 krónur fyrir hvert tonn. Þann-
ig gæti verðmæti losunarkvóta fyrir
420 þúsund tonna álver numið 1,2–
1,6 milljörðum króna. Útfærsla á við-
skiptum með losunarheimildir er
langt komin og er talið nokkuð víst
að gengið verði frá þeim hluta samn-
ingsins á sjöunda aðildarríkjaþingi
loftslagssamningsins sem fram fer í
Marakesh í nóvember.
Verð á losunarkvóta
1.500–2.000 kr. tonnið
Markaður með/30–31
Dregur úr/30–31
TILKYNNT hefur verið um tólf kynferðisafbrot
eftir verslunarmannahelgina. Ellefu þeirra áttu
sér stað á Eldborgarhátíðinni á Kaldármelum og
er um tvær hópnauðganir að ræða.
Alls hafði lögreglan á Kaldármelum afskipti af
fimmtán málum yfir helgina. Kynferðisafbrota-
málin voru þau alvarlegustu sem komu til kasta
lögreglu og býst hún við að tvö mál verði kærð.
Að sögn Eyrúnar Jónsdóttur, hjúkrunarfræð-
ings á neyðarmóttöku, er ekki ólíklegt að þessi
tala eigi eftir að hækka þar sem reynslan sýni að
fórnarlömb nauðgana leiti stundum ekki til neyð-
armóttöku fyrr en nokkrum dögum eða jafnvel
mánuðum eftir að glæpurinn er framinn. Einnig
segir hún að mörg slík ofbeldismál séu aldrei til-
kynnt.
Þáttur smjörsýrunnar rannsakaður
Aðfaranótt mánudags handtók lögregla á Eld-
borgarhátíðinni karlmann sem hafði nokkurt
magn af smjörsýru í fórum sínum. Efnið er notað
til að svæfa búpening og getur verið fólki lífs-
hættulegt þar sem það getur orsakað öndunar-
stopp. Eyrún segir að ekki sé búið að rannsaka
þátt smjörsýrunnar í þessum afbrotum, en víða er-
lendis hafa kynferðisglæpamenn notað efnið til að
svæfa fórnarlömb sín. Hefur manninum verið
sleppt en fíkniefnalögreglan rannsakar nú málið.
Níu þúsund manns sóttu þjóðhátíð í Vest-
mannaeyjum sem fór stórslysalaust fram. Þó var
eitt nauðgunarmál tilkynnt til lögreglu strax á
föstudag og komu þrettán fíkniefnamál til kasta
lögreglu í heild. Þá eru talin með þau mál sem
komu upp í vikunni fyrir þjóðhátíð. Einn karlmað-
ur var tekinn með fimm e-töflur á hátíðinni, en lög-
regla varð ekki vör við neyslu á smjörsýru. Það er
mál manna að hátíðin, sem nú var haldin í 127.
sinn, hafi verið með rólegasta móti og hafði lög-
regla afskipti af færri málum að þessu sinni en í
fyrra, að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum.
Fjöldi kynferðis- og fíkniefnaafbrota um verslunarmannahelgina
Tólf kynferðisafbrot
Fjöldi fíkniefnamála/12
ÓGRYNNIN öll af rusli voru skilin
eftir á Kaldármelum þar sem Eld-
borgarhátíðin fór fram um versl-
unarmannahelgina. Umbúðir, fatn-
aður og ýmis viðlegubúnaður lá þar
á víð og dreif á um þriggja ferkíló-
metra svæði þegar hátíðinni lauk
og voru dæmi um að gestir kveiktu
í tjöldum sínum og öðrum búnaði
áður en haldið var heim á leið. Fá
þurfti fjölda manna í gær til að
hreinsa til á svæðinu og virtist ekki
veita af að taka þar til hendinni síð-
degis í gær.
Eftirstöðvar
útihátíðar
Morgunblaðið/Rax
AÐ LOKNUM heyskap í Mýrdal
hafa bændur þurft að glíma við það
að mávar og fleiri fuglar setjast á
heyrúllur og gera gat í gegnum
plastið. Án árangurs hafa ýmsar
fuglahræður verið prófaðar, eins
og t.d. flaggstangir hjá Eyþóri
Ólafssyni á Skeiðflöt, þar sem
myndin var tekin. Næst hyggst
hann setja útvarpstæki við rúll-
urnar og stilla á hæsta styrk.
Fuglar gata
rúllubagga
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦