Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 31 ,,Þetta voru ólgleymanlegir dagar,“ segir Jón Baldvin er hann rifjar þessa ferð upp. ,,Ég kom til allra borganna þriggja en byrjaði í Riga. Þar voru hundruð þúsunda á götum úti við varðelda, vopnlaust fólk sem beið örlaga sinna af æðruleysi og ró. Þessi nótt er ógleymanleg, ég gekk þarna á milli varðeldanna þar sem fólk hélst í hendur og söng ættjarðarsöngva. Í Vilníus var þetta alveg eins nema hvað borgin var öll vakandi og ennþá meiri spenna í loftinu. Þar höfðu þeir atburðir gerst að 15 manns létu lífið í árásinni á sjónvarps- turninn. Landsbergis hafðist við dag og nótt í þinginu. Þeir höfðu tekið mikla byggingarsökkla og hlaðið í kringum þinghúsið og notað allt sem tiltækt var. Sennilega á annað hundrað manns, eins konar sjálfsprottið þjóðvarðlið, með Kal- ashnikov-riffla í höndunum til þess að verja frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar. Ég ávarpaði þingið á þessum tíma og tók þátt í útifundi með Lands- bergis. Hópur erlendra fréttamanna fylgdist með,“ segir Jón Baldvin. Stjórnmálasamband staðfest í framkvæmd Guðni Th. Jóhannesson segir í ritgerð sinni að för Jóns Baldvins til Eystrasaltslandanna hafi verið eitt stærsta skrefið sem stigið var í sögunni af stuðningi Íslands við sjálfstæðisbaráttu þess- ara þjóða. För Jóns Baldvins var túlkuð svo að með henni hefði framkvæmd stjórnmálasam- bands við Litháen verið staðfest í verki (de facto), þótt ekki væri talið tímabært að koma á formlegu stjórnmálasambandi með því að löndin skiptust á sendiherrum. Í kjölfar ferðarinnar lýsti Jón Baldvin því yfir að verið væri að skoða möguleika á formlegu stjórnmálasambandi við Litháen. Hann fór þó ekki dult með að þessu fylgdu ýmis vandamál. Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra tók fram í samtölum við fjölmiðla að hann teldi aðrar aðgerðir á alþjóðavettvangi miklu mikilvægari en stjórnmálasamband við Litháen. Ýmsir undruðust á þessum tíma af hverju ís- lensk stjórnvöld létu ekki til skarar skríða strax í kjölfar þessara atburða og tóku ákvörðun um formlegt stjórnmálasamband við löndin þrjú. Skýring Jóns Baldvins er þessi: ,,Við urðum að halda þannig á málinu að það væri ekki bara Ís- land eitt sem aðhefðist og síðan ekki söguna meir. Tilgangur okkar var að gera eitthvað sem hefði þá þýðingu að viðurkenning á sjálfstæði ríkjanna yrði ekki aftur tekin. Þótt við hefðum frumkvæði að því að hrinda þessu af stað yrði það að leiða til þess að aðrar þjóðir kæmu í kjölfarið. Það var ekki hægt við þessar aðstæður. Þessi lönd réðu ekki yfir landamærum sínum, raun- verulega voru þau hersetin og að lokum var það sovéskt hervald sem réð lögum og lofum. Þrátt fyrir mikinn þrýsting og eftirrekstur þá varð þetta að bíða þess að hið rétta tækifæri skap- aðist. Það skapaðist svo 19. ágúst 1991 með valdaránstilrauninni í Moskvu,“ segir hann. Hörð viðbrögð Sovétmanna við ályktun Alþingis vekja athygli Stjórnvöld í Moskvu afhentu sendiherra Ís- lands hörð mótmæli vegna afskipta Íslendinga af sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna 6. febr- úar. Þar kom fram að ef gengið yrði lengra væri von á harkalegum gagnaðgerðum sem gætu haft áhrif á samskipti Íslands og Sovétríkjanna. Þrátt fyrir þessar hótanir náðist samkomulag milli allra flokka á Alþingi um þingsályktun sem samþykkt var 11. febrúar og vakti mikla athygli. Í henni var enn og aftur staðfest að viðurkenning ríkisstjórnarinnar frá 1922 á sjálfstæði lýðveld- isins Litháens væri í fullu gildi. ,,Alþingi styður ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá 23. janúar 1991 að verða við ósk lýðræðislega kjörinna stjórn- valda í Litháen um viðræður um stjórnmálasam- band. Alþingi felur ríkisstjórninni að leiða málið til lykta með því að taka upp stjórnmálasamband við Litháen svo fljótt sem verða má,“ sagði í ályktun Alþingis. Viðbrögð Sovétmanna urðu þau að Ígor Kras- avin, sendiherra Sovétríkjanna á Íslandi, var kallaður heim til Moskvu til skrafs og ráðagerða. ,,Aðgerðir íslenskra stjórnvalda höfðu aldrei not- ið jafnmikillar athygli í útlöndum og raun varð á fyrstu dagana eftir ályktun Alþingis. Fjölmiðlar í flestum eða öllum vestrænum ríkjum gátu henn- ar,“ segir Guðni Th. Jóhannesson í ritgerð sinni. Ráðamenn annarra vestrænna þjóða sýndu hins vegar lítil viðbrögð. Fram kemur í ritgerð Guðna að á Íslandi voru sumir farnir að óttast að stuðningsaðgerðir Ís- lendinga við Eystrasaltsþjóðirnar gætu hugsan- lega spillt samskiptunum við Sovétríkin því mikl- ir viðskiptahgsmunir væru í húfi þar eystra. ,,Eitthvað var um að ég fengi gagnrýni eða við- varanir frá ábyrgðar- og frammámönnum í sjáv- arútvegi, sem óttuðust að ég væri að stofna í hættu mörkuðum í Sovétríkjunum, sérstaklega eftir að Sovétríkin fóru alvarlega að lýsa van- þóknun sinni, til dæmis með því að kalla heim sendiherrann. Þetta fór lágt og ég man varla eftir að þetta hafi verið sett fram opinberlega en ég fékk að heyra það,“ segir Jón Baldvin spurður um þetta. Engum vafa er undirorpið að málflutningur og aðgerðir íslenskra stjórnvalda í Eystrasaltsmálinu fóru fyrir brjóstið á æðstu ráðamönnum í Kreml. Fram kemur í ritgerð Guðna að Júríj Fokine sendiherra Sovétríkjanna, sem vann í utanríkisráðuneytinu í Moskvu 1990– 91, hafi greint síðar frá því, að Edúard Sjevardn- adze utanríkisráðherra hefði ekki dulið hvað sum orð Íslendinga gerðu honum gramt í geði. Valdarán í Kreml Völd Borisar Jeltsín höfðu aukist sumarið 1991 er hann fór með sigur af hólmi í forsetakosning- unum í júní og 29. júlí undirrituðu Jeltsín og Landsbergis samning þar sem Rússland og Litháen viðurkenndu fullveldi hvort annars. Þar með var einni meginhindruninni fyrir því að stofna til stjórnmálasambands Íslands og Lithá- en rutt úr vegi, að mati Guðna Th. Jóhannesson- ar. En nú urðu stórir atburðir í Sovétríkjunum. 19. ágúst hófst tilraun harðlínumanna til að ræna völdum í Moskvu. Þremur sólarhringum síðar var orðið ljóst að valdaránið hafði runnið út í sandinn. Allar aðstæður voru breyttar. Að kvöldi 20. ágúst lýsti Eistland yfir fullu sjálfstæði lands- ins og forseti Lettlands undirritaði sjálfstæðisyf- irlýsingu landsins daginn eftir. Félagar í svart- húfusveitum sovéska innanríkisráðuneytisins brugðust við með því að varpa gassprengjum á miðborg Riga. Enginn særðist og litlu síðar drógu sveitirnar sig til baka. Í Eistlandi hertóku sovéskar hersveitir sjónvarpsturninn í Tallinn en þegar líða tók á daginn hörfuðu sveitirnar og út- sendingar hófust að nýju. 22. ágúst ítrekaði ís- lenska ríkisstjórnin viðurkenningu á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og bauð utanríkisráðherr- um landanna til Íslands til undirritunar stjórn- málasambands, fyrst ríkja heims. 21. ágúst var Jón Baldvin staddur á utanríkis- ráðherrafundi NATO í Brussel. Var Manfred Wörner, framkvæmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins, sérstaklega falið í fundarhléi að freista þess að ná beinu sambandi við Jeltsín í Moskvu, að sögn Jóns Baldvins. Kom hann til baka með þau skilaboð frá Jeltsín að hann og bandamenn hans hefðu tögl og hagldir og að valdaránstil- raunin hefði farið út um þúfur. Jafnframt skoraði Jeltsín á ráðherra NATO að aðhafast nú til stuðnings lýðræðisöflunum. Svo vildi til að að af- loknu fundarhléi var röðin komin að Jóni Baldvin að tala og segist hann sjaldan hafa fengið betra tækifæri til að tala máli Eystrasaltsríkjanna Nú væri rétti tíminn til þess að viðurkenna sjálfstæð- ishreyfingu ríkjanna. ,,Eftir því sem ég man best voru eiginlega engar undirtektir við þessari ræðu, ekki frekar en venjulega. Að fundinum loknum fór ég heim á leið í gegnum Kaupmanna- höfn, hertók íslenska sendiráðið í Kaupmanna- höfn fram á nóttina og var með mínum mönnum í símasambandi við Reykjavík, Tallinn, Ríga og Vilníus og gekk frá því að utanríkisráðherrar þjóðanna þriggja kæmu til Reykjavíkur við fyrsta tækifæri. Það var mat mitt þá að ef við gripum þetta tækifæri í kjölfar valdaránsins myndu aðrar þjóðir sigla í kjölfarið. Það reyndist rétt mat,“ segir Jón Baldvin. Fimmtudaginn 22. ágúst 1991 kom Igor Krasavin, sendiherra Sovétríkjanna á Íslandi, á fund Davíðs Oddssonar í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum. Þar skýrði Davíð Krasavin frá því að ríkisstjórnin hefði ákveðið að taka upp formlegt stjórnmálasamband við Eystrasaltsríkin þrjú, ef þau óskuðu þess, innan skamms. ,,Sovéski sendi- herrann greindi forsætisráðherra frá því að við- urkenning á sjálfstæði ríkjanna bryti í bága við sovésk lög,“ sagði í frétt Morgunblaðsins. Mannfjöldinn fagnaði „Fólkið hrópaði „Ísland, Ísland“ og „við þökk- um“ hvað eftir annað. Blómin sem það hlóð í fang okkar Íslendinganna sýndu það þakklæti og fögnuð sem hér ríkir,“ var haft eftir Láru Margréti Ragnarsdóttur alþingismanni í Morg- unblaðinu 24. ágúst. Lára hafði talað á fjölmenn- um útifundi í Litháen daginn áður við þinghúsið í Vilníus. Í bók sinni Jeg vil dø vakker, Litauen, lýsir norska þingkonan Ingvald Godal, sem var við- stödd útifundinn í Vilníus, þeim fögnuði sem greip um sig er Lára Margrét tilkynnti í ávarpi sínu til mannfjöldans að Jón Baldvin hefði tjáð henni í símtali að Ísland væri reiðubúið að taka upp formlegt stjórnmálasamband við Litháen. ,,Þá rifnar himinninn yfir Vilníus. Fagnaðarlát- unum ætlar aldrei að linna. Það er þetta sem þau hafa vonað, dreymt og beðið eftir – full viður- kenning að vestan. Svo lyftir Lára höndunum og gerir sigurtákn með hægri hendi. Andlitið ljómar í guðdómlegri fegurð og mannfjöldinn fagnar ákaflega. Í bakgrunni má sjá hreykinn Lands- bergis.“ Eftirbátar Norðurlanda í að nýta viðskiptatækifæri ,,Auðvitað tókum við áhættu,“ segir Jón Bald- vin um þessa örlagaríku atburði og hlut Íslands í þeim. ,,En í staðinn eigum við ótrúlega inneign hjá þessum þjóð- um, sem er einstæð og óviðjafn- anleg velvild. Margir íslenskir at- hafnamenn, sem hafa haslað sér þar völl, hafa sagt mér að þeim standi allar dyr opnar einmitt af þessum ástæð- um. Hitt er annað mál að við höfum því miður ekki fylgt því nægilega vel eftir. Við erum þar eftirbátar annarra Norðurlandaþjóða, sem voru fljótar að nýta viðskiptatækifærin, þegar þau opnuðust, þótt þau hafi rekið ranga utanríkispóli- tík,“ segir hann. Skiptar skoðanir hafa verið á því meðal fræði- manna hversu mikil áhrif Íslendingar höfðu á rás viðburða með stuðningsaðgerðum sínum. ,,At- beini Íslendinga í Eystrasaltsmálum telst tví- mælalaust til merkustu kafla í utanríkissögu þjóðarinnar. Íslenskir ráðamenn höfðu aldrei blandað sér jafnmikið í mál sem komu þeim ekki beint við. Atbeina þeirra verður ætíð minnst við Eystrasalt. Því væri rangt að taka undir með þeim sem hafa sagt að afstaða Íslendinga hafi engu máli skipt en um leið má ekki taka of sterkt til orða um stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Það væri háð en ekki lof,“ segir Guðni Th. Jóhannes- son í niðurstöðum rannsóknar sinnar. Spurður um þetta segir Jón Baldvin: ,,Það skiptir kannski minnstu máli hvað ég hélt um það á sínum tíma. Við höfum bara orð leiðtoga þess- ara þjóða fyrir því. Fyrir utan þinghúsið í Vilníus er eftir einn steinn úr víggirðingunni og á honum stendur: „Til Íslands sem þorði meðan aðrir þögðu.“ ríkja á ný upp stjórnmálasamband við Eystrasaltsríkin í Höfða 26. ágúst 1991 úum nú aftur inn í yldu Evrópuþjóða“ Tíu ár eru liðin frá því að Eistland, Lettland og Litháen losnuðu undan oki Sovétríkjanna og endurheimtu sjálfstæði sitt. Ísland varð fyrst ríkja til að endurnýja stjórnmálasamband við þessar þjóðir þegar utanríkis- ráðherrar landanna skrifuðu undir yfirlýsingar þar að lútandi í Reykjavík 26. ágúst 1991. Ómar Friðriksson rifjar upp þessa atburðarás og stuðning Íslands við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna. Fékk viðvaranir frá forsvarsmönnum í sjávarútvegi Morgunblaðið/RAX Í Rígu í Lettlandi biðu þúsundir Letta þess sem verða vildi innan víggirðinga að kvöldi 24. jan- úar 1991, þegar sovéskar hersveitir reyndu að brjóta andspyrnu heimamanna á bak aftur. Fólk fylgdist með fréttum í útvarpi og ornaði sér við götuelda. Morgunblaðið/Þorkell Utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna og Íslands undirrituðu yfirlýsingar um stjórnmála- samband ríkjanna við hátíðlega athöfn í Höfða 26. ágúst 1991.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.