Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Finnbogi Guð-mundur Lárus- son fæddist í Vörum í Garði á Suðurnesjum 8. október árið 1909. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 14. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Lárus Lárusson, f. í Mörk í Laxárdal, 30. okt. 1868, og Stef- anía Ólafsdóttir, f. á Kirkjuskarði í Laxár- dal 30. nóv. 1874. Systkini Finnboga voru Sigríður, f. 14. sept. 1898 í Sjávarborg , Skaga- firði; Guðfinna, f. 29. nóv. 1901 í Gerðum í Garði; Ólafur, f. 5. mars 1906 í Gerðum. Þau eru öll látin. Finnbogi giftist árið 1950 Lóu Fanneyju Jóhannsdóttur, f. 9. maí 1909, d. 25. mars 1995. Foreldrar hennar voru Helga Guðríður Sig- mundsdóttir og Jóhannes Guð- mundsson, bóndi og kennari, Teigi í Hvammssveit. Synir Fann- eyjar og uppeldissynir Finnboga eru: 1) Helgi Þorkelsson, vakt- maður í Reykjavík, f. 5. des. 1938. 2) Reynir Bragason, fyrrv. bóndi á Laugarbrekku, f. 2. jan. 1947, kvæntur Jónasínu Oddsdóttur, f. 19. okt. 1946. Börn þeirra eru: Fanney, f. 21. ágúst 1980, sam- býlismaður Ingvar Ragnarsson, f. 1. ágúst 1979, barn þeirra Stefnir Snær, f. 3. nóv. 2000, þau búa á Akranesi. Finnbogi, f. 18. maí 1982, nemi á Akra- nesi. Sonur Jónasínu og uppeldissonur Reynis, Oddur Þrá- insson, rafeindavirki í Reykjavík, f. 17. janúar 1975. Finnbogi fluttist barnungur með for- eldrum sínum að Brekkubæ á Hellnum og ólst þar upp. Hann hóf búskap á Laugar- brekku á Hellnum í kringum 1936, fyrst með foreldrum sínum og síð- ar með eiginkonu sinni. Hann stundaði landbúnað og sjósókn frá Hellnum meðan heilsa og kraftar leyfðu, ennfremur gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og kirkju sína á Helln- um í tugi ára. Árið 1995 fluttust þau hjónin til Hellissands og bjó hann þar, en hafði búið í rúman mánuð á dvalarheimilinu Höfða Akranesi er hann lést. Útför Finnboga fer fram frá Hellnakirkju laugardaginn 25. ágúst og hefst athöfnin klukkan 14. Einn hinna fögru síðbúnu sumar- daga sendi sína hinstu geisla móti komandi nótt sólin, sem mild og hæg- lát breiddi úr sér bak við jökulinn og gaf okkur til kynna að lokið væri göngu eins af þeim þúsundum daga sem koma og fara og skilja eftir sig spor í veginum endalausa sem enginn veit hvar hófst, né hvar endar. Við vitum jú eitt, að hvert manns- spor er áfangi á langri leið að settu marki sem við öll höfum séð í óljósum hillingum lífsneistans sem býr í hvers manns brjósti og með okkur var kveiktur við upprisu ljóssins. Finnboga, sem hér er minnst, auðnaðist að lifa langan og farsælan starfsdag sem lengi mun verða minnst, því svo víða kom hann við sögu á sinni löngu ævi. Ævi sem hefur að geyma svo margbrotnar og ólíkar lífsaðstæður, að erfitt er fyrir nútíma- manninn að setja sig inn í það lífs- mynstur sem viðgekkst snemma á síðastliðinni öld og er í öllu falli svo ótrúlega frábrugðið því lífsmynstri sem við lifum eftir í dag. Þeir sem þekktu Finnboga geta vitnað um hvernig honum tókst snilldarlega að aðlagast hinum hraðfara tíma og setja sig inn í lífsmynstur nútíma- mannsins. Finnbogi var fæddur að Vörum í Garði á Suðurnesjum 8. október 1909, sonur hjónanna Lárus- ar Lárussonar og Stefaníu Ólafsdótt- ur konu hans. Kornungur fluttist hann ásamt foreldrum sínum og þremur systkinum, fyrst að Búðum, en þaðan að Brekkubæ á Hellnum en Finnbogi Lárusson kaupmaður mun þá hafa átt Brekkubæinn ásamt fleiri jörðum vestra. Þarna býr fjölskyldan uns þeir bræður Ólafur og Finnbogi kaupa jörðina Laugarbrekku og stofna þar nýbýli sem þeir nefndu Laugarbrekku en áður hét þessi hjá- leiga Hóll. Ólafur bróðir Finnboga fór árið 1935 á vertíð suður til Sandgerðis til að afla tekna fyrir nýbýlið en átti ekki afturkvæmt því hann fórst í fiskiróðri þennan vetur. Finnbogi gafst ekki upp en hélt áfram upp- byggingunni á Laugarbrekku með aðstoð foreldra sinna sem gerðust nú þreytt og lúin en stóðu af sér hret lífs- ins til dauðadags. Til hans kemur þá ráðskona, Lóa Fanney Jóhannesdótt- ir, og gifta þau sig fljótlega. Hún átti tvo syni, Helga og Reyni, og ólust þeir báðir upp á Laugarbrekku. Helgi fór snemma að heiman en Reynir vann að búinu með fóstra sín- um alla tíð uns hann kvæntist en eftir það bjuggu Finnbogi og Fanney í skjóli þeirra, byggt var nýtt íbúðar- hús og jörðin stórbætt. Síðustu árin bjuggu þau Fanney og Finnbogi á Hellissandi og þar lést Fanney árið 1997. Finnbogi kaus að búa einn eftir þetta en hann var alltaf heilsugóður og kaus að sjá um sig sjálfur. Eftir að hafa legið á Sjúkrahúsi Akraness í nokkra daga var hann allur. Þannig vildi hann sjálfur hafa hlutina, vera sjálfstæður fram í andlátið. Finnbogi var hann af lífsþrá og lífs- gleði fram að hinsta degi. Aldrei hitti maður hann öðruvísi en síglaðan og bjartsýnan og alltaf sá hann björtu hliðarnar á öllum málum þótt öðrum fyndist syrta í álinn. Saga einstakra og afskekktra sveita var oft á tíðum baráttusaga fólksins sem staðina byggðu og er óhætt að setja Breiðavíkurhrepp í þann flokk byggða. Sérdeilis voru það þá samgöngumálin sem brunnu á mönnum, því þau mál hafa jafnan ver- ið sá þáttur sem hvað mestu réði um hvar menn veldu sér fasta búsetu og til þess að fylgja þeim málum eftir þurfti enga venjulega menn sem gáf- ust oft fljótt upp þegar stormurinn var stöðugt í fangið. Finnbogi var þeim einstöku hæfileikum búinn að gefast aldrei upp og væri hægt að nefna um það margar sögur. Það yrði of langt mál að ætla sér að fara að rekja sögu hans hvað varðaði þá margvíslegu félagslegu þætti sem hann fékkst við. Sérstaklega voru honum kær málefni kirkjunnar og safnaðarlíf almennt, enda á hann að baki langa sögu hvað varðar þau mál. Þáttur Finnboga í málefnum kirkju og kirkjusöngs er kapítuli út af fyrir sig og verður e.t.v. skráður síðar af þeim sem þekkja þau mál betur en ég. Það er vart sagt um Finnboga að hann hafi verið víðförull um dagana og á þann hátt lifað og hrærst í hinu ólíka og fjölbreytta lífsmynstri sem nútíminn býður upp á. Hinn þröngi afmarkaði hringur nægði honum og gaf honum þá lífsfyllingu sem við lokaþáttinn reyndist honum nægur við nýtt inntökupróf sem við eigum öll eftir að fást við og reynist kannski ekki svo auðvelt miðað við þá verald- arvisku sem við þykjumst hafa aflað okkur á skrautbúnum sviðum langrar ævi. Við fráfall Finnboga er stórt skarð höggvið í mannlífsflóruna. Hann er horfinn þessi síkviki öldungur með bjarta og glaða yfirbragðið og skildi eftir sig þegar hann fór þann lífs- neista sem dugði til næsta dags. Kristinn Kristjánsson. „Sumt fólk heldur að við séum gerð af holdi, blóði og beinum. Vísinda- menn segja að við séum gerð af atóm- um. En ég held að við séum gerð af sögum. Þegar við deyjum, er það þetta sem fólk man – lífssagan okkar og sögurnar sem við sögðum.“ (Ruth Stotter.) Þessi tilvitnun í Ruth Stotter á svo sannarlega við um Finnboga vin okk- ar. Hann elskaði að segja sögur og við komum alltaf til með að muna bæði lífssögu hans og sögurnar sem hann sagði okkur. Bæði eigum við senni- lega í frásögnum okkar af honum oft eftir að minnast þess þegar hann sagði: „Hef ég ekki sagt þér það?“ og svo kom enn ein sagan af einhverju sem gerst hafði á lífsleið hans. Og hann var maður sem kunni þá list að segja sögur og í gegnum þær fengum við innsýn í lífið hér á Hellnum, og víðar um land, eins og það var á árum áður. Kynni okkar af Finnboga hófust árið 1990 þegar við komum í fyrsta sinn að Brekkubæ. Þá vorum við ein- ungis utanaðkomandi þátttakendur í mannræktarmóti sem þar var haldið, en strax næsta ár höfðu hlutirnir breyst og við vorum orðnir aðilar í hluthafahópi sem átti jörðina Brekkubæ. Smátt og smátt jukust kynni okkar en vinátta varð nánari og meiri þegar við fluttum að Brekkubæ á Hellnum vorið 1995. Þá tók Finnbogi á móti okkur á máta sem líður okkur seint úr minni. Við stóðum í miðri kassahrúgu á stofugólfinu þegar bankað var að dyr- um. Fyrir utan stóð Finnbogi sem sagðist vera kominn til að bjóða okk- ur velkomin. Okkur fannst það felast í orðum hans en hann sagðist vera bú- inn að semja handa okkur ljóð og vildi fá að flytja það. Við fórum inn í stofu og Finnbogi stillti sér upp á miðju gólfi innan um kassana, tók af sér hattinn og dró upp blað úr skjalatösk- unni. Við héldum að nú ætlaði hann að lesa ljóðið, en hann söng við lagið „Í birkilaut“: Ég býð ykkur velkomin vinir í dag í vinsælu sveitina mína Guð gefi að gangi allt gott hér í hag í sál ykkar sól megi skína. Við Jökulinn fagran og flúðótta strönd fýsti ykkur bústað að reisa Ég veit að þið vinnið hér verkin mörg vönd sem vel megi takast að leysa. Ég óska ykkur heilla og hamingju nú þið hljótið hér friðsæla daga Guð ykkur leið og blessi hér bú björt verði lífs ykkar saga. Og á meðan hann söng fyrir okkur sátum við í sófanum með tár rennandi niður kinnarnar, snortin af þessum hlýhug sem Finnbogi sýndi okkur. Í ljóði hans speglaðist ekki bara vinátta og velvild, heldur einnig hin einlæga og sterka Guðstrú Finnboga og við minnumst allra þeirra samtala sem við áttum í gegnum síma að kvöldi til sem lauk með kveðju hans: „Guð veri með ykkur.“ Fyrsta veturinn í sveit- inni þurftum við sem borgarbörn að læra ýmislegt nýtt. Við lentum meðal annars í því að fá mýs í kjallarann sem við vildum eyða. Við keyptum músagildru en kunnum svo ekkert með hana að fara, svo það var Finn- bogi sem kom og egndi fyrir okkur gildruna við eldhúsborðið á Brekku- bæ, setti í hana væna smjörklessu og fór síðan með hana niður í kjallara. Oft skrapp hann í heimsókn til að ræða hin ýmsu mál, hringdi þegar það var messað í Hellnakirkju, fræddi okkur um málefni sveitarinn- ar og ýmislegt fleira. Seinna þegar við byggðum okkar eigin íbúðarhús kom hann oft í heim- sókn þangað, hafði gott eftirlit með Gulla þegar hann var að slá með orfi og ljá sem hann sjálfur hafði lánað honum og því hvort snúrustaurarnir sem Guðrún setti upp væru réttir eða ekki. Hann hringdi gjarnan til að afla frétta af fólkinu í samfélaginu, spyrj- ast fyrir um framkvæmdir, hvort ein- hverjir gestir væru í gistiheimilinu eða til að ræða um vegaframkvæmd- ir, bætta hafnaraðstöðu á Hellnum eða önnur framfaramál í sveitinni. Hann lét sig allt máli skipta og talaði aldrei illa um nokkurn mann. Hans höfuðmál var að byggja upp og bæta aðstöðu fyrir íbúa í gamla Breiðuvík- urhreppi. Finnboga var annt um kirkjuna sína á Hellnum, enda þjón- aði hann í sóknarnefnd hennar í yfir sextíu ár. Hann orti ljóð og sálma, var söngelskur og vildi oft enda pláss- fundi á Hellnum með gömlum ung- mennafélagssöng sem við hin gátum ekki tekið undir því við kunnum ekki textann en í honum kom fram hvatn- ing Finnboga um samtakamátt og samstarf að hverju málefni. Einhvern tímann skrifaði Guðrún niður textann sem er svona: Vel er mætt til vinafundar vel sé þeim er sjá og skilja hvað vor eining mikils má sjáið upptök sælla stunda sjáið margra kraft og vilja steypast fram sem straum í á. Við vottum öllum aðstandendum Finnboga samúð okkar og þökkum þá gæfu að hafa fengið að kynnast hon- um jafnnáið og við gerðum. Guðrún og Guðlaugur Bergmann Sólbrekku, Hellnum. Einn af mínum góðu og tryggu vin- um, Finnbogi Lárusson, hefir nú lok- ið sinni lífsgöngu, eftir farsæla og við- burðaríka ævi. Vinátta okkar hefir nú staðið nær 60 ár eða frá því er ég kom hingað á Snæfellsnes. Hann var í mínum huga traustur og hollur vinur og munu fleiri en ég hafa þess orðið aðnjótandi. Fúsleiki hans og áreiðan- leiki ásamt fróðleik sem hann bjó yfir, varð til þess að til hans leituðu margir með sín efni og var ótrúlegt hve hann gat liðsinnt þeim sem leituðu til hans. Hann var mikill starfsmaður bæði fyrir heimabyggð sína og sýsluna og lá aldrei á liði sínu þegar einhvern vanda var að leysa. Eftir að við kom- umst í símasamband var það notað og þau voru ekki svo fá símtölin milli okkar og mörg á ég bréfin frá fyrstu árum okkar kynna og öll segja þau sína sögu um tryggð og sanna vin- áttu. Heimili hans var alltaf opið þeim sem að garði bar og kirkjunni vann hann mikið og vel, var organisti Hellnakirkju í fjölda ára, hugsaði um hana og varðveitti eignir hennar. Hann var í sambandi við marga merka menn og þar sem annarstaðar var hann dáður og virtur. Á manna- mótum lagði hann sitt af mörkum til að gera þau eftirminnileg og minnist ég margs af þeim vettvangi. Eindreg- inn sjálfstæðismaður og lagði lið efl- ingu og vexti flokksins og framgangi hans. Hann lagði sem sagt öllu því lið sem hann hugði þjóðinni fyrir bestu. Þótt aldur Finnboga væri orðinn hár, kom andlát hans mér í opna skjöldu. Ég var í sambandi við hann örfáum dögum áður og var hann þá hress og talaði um að heimsækja æskustöðvarnar áður en haustaði og auðvitað ætlaði hann í leiðinni að heimsækja mig. Ég sagðist myndi hringja til hans eftir tvo daga og gerði það en þá svaraði síminn ekki. Reyndi ég nokkrum sinnum, en náði í fólkið hans sem sagði mér af snögglegum veikindum hans og aqð engin von værium bata. Eins og ég sagði í upp- hafi var það fátt sem Finnbogi lét sig ekki varða í viðgangi sveitarinnar og sýslunnar og taldi þar mest um vert að efla ríki Krists á meðal mannanna. Hann var því tilbúinn í hinstu ferðina og guðstraustið var alltaf efst í huga hans og því veit ég að hann þarf ekki að kvíða framtíðinni, sáttur við guð og menn. Oft heimsótti ég Finnboga og eins hann mig meðan við áttum heimili og forstöðu þeirra og er mikil birta í huga mínum yfir þeim samskiptum. Hann átti góðan lífsförunaut og mat það að verðleikum. Með þessum orðum kveð ég kæran vin og þakka fyrir að hafa kynnst honum og átt við hann mikil sam- skipti á lífsleiðinni. Guð blessi hann og minningarnar og þökk fyrir allt á liðnum árum, kæri vinur. Árni Helgason, Stykkishólmi. Finnbogi G. Lárusson á Laugar- brekku verður jarðsunginn í dag frá Hellnakirkju, kirkjunni sem hann þjónaði með sóma sem organisti og sóknarnefndarmaður í áratugi. Finnbogi mundi öll býli í Breiðu- víkurhreppi í byggð frá Gufuskálum að Búðum og ábúendur þeirra frá því á þriðja áratug síðustu aldar. Hann tók þátt í félagslegum aðgerðum íbúa sveitarinnar við að mæta þjóðfélags- legum breytingum og nýjum búskap- arháttum. Þar skiptust á skin og skúrir. Ég kynntist Finnboga á sjötta tug nýliðinnar aldar. Þá sat hann í hreppsnefnd Breiðuvíkurhrepps. Málefni þau sem hann beitti sér fyrir þá og allar götur síðan voru fyrst og fremst uppbygging Útnesvegar og hafnarbætur. Þessi málefni leit Finn- bogi á sem hagsmunamál fyrir utan- vert Snæfellsnes eða það svæði sem nú er sveitarfélagið Snæfellsbær. Hann taldi að hafnarbætur á sunn- anverðu Snæfellsnesi og góður vegur fyrir Jökul myndu styrkja byggðirn- ar á Hellissandi og í Ólafsvík jafnt og á Arnarstapa og á Hellnum. Sú hefur líka orðið raunin. Finnbogi gladdist yfir þeim áföng- um sem gerðir hafa verið og eflingu byggðarinnar og taldi að sú framtíð- arsýn sem hann hafði átt um blóm- lega byggð sunnan undir Snæfells- jökli væri aðeins „rétt handan við hornið“. Hann átti mörg önnur áhugamál en áðurnefnd, Finnbogi var fylgdarmaður og vinur Jóhann- esar Kjarval og tók sig upp frá heyönnum og dvaldi með Kjarval um daga og nætur á ferðalögum málar- ans undir Jökli. Hann beitti sér fyrir friðlýsingu á Bárðarlaug og var mikill áhugamður um stofnun þjóðgarðs hér við Snæfellsjökul. Hann fylgdist vel með þróun og uppbyggingu ferða- þjónustunnar. Margt mætti fleira nefna af baráttu- og áhugamálum þessa ágæta Jöklara. Síðustu misserin beindist áhugi Finnboga að því að setja á blöð þætti um menn og málefni sem voru honum í minni frá liðnum árum. Nokkrum dögum áður en hann lést talaði hann við mig í síma og sagðist senda mér bráðlega sögupistil sem hann væri með í undirbúningi að skrifa niður. Þetta varð síðasta sam- tal okkar. Ég er mjög ánægður með það að vinur minn Finnbogi skyldi vera með þessi orð á vörum þegar við kvöddumst í síðasta sinn. Þannig þekkti ég hann. Alltaf að ráðgera eða undirbúa eitthvað til góðs eða fram- fara. Við Hrefna þökkum Finnboga fyr- ir góð kynni og vottum aðstandend- um samúð. Skúli Alexandersson. FINNBOGI G. LÁRUSSON MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auð- veld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.