Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var mikið um að vera í grunn- skólum höfðuborgarinnar og sjálf- sagt víðar í gær þegar skólar voru settir og börnin mættu í fyrsta sinn í haust. Allajafna var eldri börnum og unglingum gert að mæta fyrst, klukkan níu um morguninn, en síð- an smáyngdust börnin sem að streymdu fram eftir degi. Sjö ára börnin komu síðust en allajafna er fyrstu bekkingum, sem eru að mæta í allra fyrsta sinn, gert að mæta í dag eða strax eftir helgina og þá til viðtals og í fylgd foreldra. Ósáttir en mættir snemma Gylfi, Snorri og Hólmgrímur voru allir að byrja í 8. bekk Austur- bæjarskóla í gær. Þeir hafa allir verið í skólanum áður en Snorri segist ekki hafa verið í fyrra, þá hafi hann verið í Noregi. „Það leggst illa í mig að byrja í skól- anum,“ sagði Gylfi aðspurður og ekki var laust við að hinir strák- arnir tækju undir það með honum, en þeir voru engu að síður með fyrstu unglingunum til að mæta í sínum árgangi, heilum 15 mínútum á undan áætlun. Það sem þeir settu helst fyrir sig var lenging skólaárs- ins sem gerir það að verkum að skólahald hefst nú viku fyrr en áður hefur verið. Læra að reikna í vetur Í Vesturbæjarskóla voru sjö og átta ára börn að mæta í skólann þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði. Þær Gunnhildur og Sóley féllust á að láta mynda sig og segja hvað þeim fyndist um að vera nú að byrja sinn annan vetur í skól- anum. Stelpurnar sögðust báðar vera sex ára gamlar og ekki eiga af- mæli fyrr en í desember og voru með það alveg á hreinu að þær væru sko að fara í annan bekk og hlökkuðu mikið til, enda hafi verið gaman í skólanum í fyrra. Í fyrra sögðust þær hafa lært að lesa en voru ekki meira en svo vissar um hvaða vísdóm annan ætti bjóða þeim í vetur. Eftir dálitla umhugs- un þóttust þær nú samt vita að þær ættu að læra að reikna. „Það er bara allt skemmtilegt,“ sagði Sóley og því samsinnti Gunnhildur þegar þær voru spurðar hvort þær ættu sér ekki uppáhaldsviðfangsefni í skólanum. Flottir frændur og æskuvinir Utan dyra, í Vestubæjarskóla, voru frændurnir og æskuvinirnir Sölvi og Emil sem fyrr um morg- uninn byrjuðu í 5. S. Sölvi verður bráðum tíu en Emil varð tíu ára í mars og segjast þeir hafa verið vinir síðan í sex ára bekk. Þeir hafi samt líka vitað hvor af öðrum fyrir þann tíma því með þeim væri skyldleiki og einhver samgangur á milli fjölskyldna þeirra. „Það er gaman að byrja aftur í skólanum en samt fúlt að sumarfríið hafi verið stytt,“ sagði Emil og Sölvi tók undir það. Þeir félagar þóttust muna tím- ana tvenna í Vesturbæjarskóla og sögðu að skemmtilegast hafi verið í sex ára bekk því þá hafi verið svo miklar framkvæmdir á skólalóðinni og gaman að leika sér úti. „Já, þá var lóðin sko flott!“ sagði Sölvi. Besti skóli í heimi Þeir frændurnir sögðu að skólinn væri sá besti í heimi. „Hann er sér- stakur og skemmtilegri en aðrir skólar, hef ég heyrt af krökkum sem eru annars staðar. Við gerum alls konar nýja hluti hér í skólanum. Til dæmis er oft val í síðasta tíma og við ráðum hvort við förum í stærðfræði, tölvu, sögustund, móð- urmál eða kubba eða dýr,“ sagði Emil og Sölvi tók undir með honum. Sérstaklega þótti Sölva skyn- samlegt hvernig gætt væri að því að skipst væri á hver mætti velja fyrst. „Tölvan er nefnilega vinsælust og annars mundu alltaf sömu krakk- arnir fá að fara í tölvu,“ sagði hann. Mikið líf var á fyrsta skóladeginum í grunnskólunum í gær „Fríið hefði mátt vera lengra“ Gunnhildur (t.v.) og Sóley voru alveg galvaskar að byrja í 2. bekk Vesturbæjarskóla. Morgunblaðið/Þorkell Drengurinn brosmildi heitir Alexander og var ásamt félögum sínum í 3. bekk í Vesturbæjarskóla í fyrstu kennslustund vetrarins. Sölvi og Emil sögðu Vesturbæjarskólann bestan því þar væri boðið uppá margar nýjungar.Gylfi, Snorri og Hólmgrímur voru sammála um að sumarfríið væri allt of stutt. TÖLUVERÐRA breytinga er að vænta á skólahaldi í Reykjavík í vetur að því er fram kom á blaðamannafundi Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur í gær. Skólasetning er nú viku fyrr á ferðinni enda hefur skóladögum verið fjölgað um 10 og þá hefur bæði nemendum og kenn- urum fjölgað nokkuð í grunnskólum borgarinn- ar. Þá segir Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, að hún efist um að meiri aukning á fjármagni til skólastarfsins hafi áður átt sér stað á milli ára, en fjárveitingar hafa verið auknar um 1,8 milljarða króna, eða um 28,2 prósent, en hún sat fyrir svörum ásamt Gerði G. Óskarsdóttur fræðslustjóra. Sigrún segir umfang skólarekstursins mikið. „Þetta er risavaxinn málaflokkur og er með um 10 milljarða veltu í heild sinni. Það er rekst- urinn, byggingarnar og búnaður. Svo má jafn- vel bæta við fjórða liðnum sem er viðhald,“ sagði Sigrún. Þá kom fram að skipting fjár- magnsins á milli skólanna hefur breyst því í stað þess að miða við fjölda bekkja í hverjum skóla, eins og áður var gert, er nú miðað við fjölda nemenda. „Svo komum við einnig að vissu marki til móts við litla skóla með með fastri fjár- hæð sem allir skólar fá úthlutað,“ áréttaði Gerð- ur. Stærstur hluti fjármagnsaukningar til skól- anna segir Gerður að fari í launagreiðslur samkvæmt nýjum kjarasamningi kennara og þakkar hún þeirri kjarabót, auk átaksins „Veldu kennslu – veldu Reykjavík“ hversu vel hefur gengið að manna skólana í ár. Eins kom fram að allir skólar hafi aukið fé til umráða í stjórnun og reiknað sé með kostnaðaraukningu upp á allt að 160 milljónum króna. Þetta segir Sigrún að sé mikið framfaraskref því mikil aukning hafi verið á verkefnum stjórnenda, bæði hvað varði fjármál og samstarf við for- eldra. Fleiri börn frá útlöndum en áður „Áætluð fjölgun grunnskólanema er hátt á fjórða hundrað milli ára,“ sagði Gerður og tiltók að um tveir þriðju hlutar fjölgunarinnar væru náttúrulegir og svo kæmu einnig til aðflutning- ur frá landsbyggðinni og frá útlöndum. Fram kom að á þessu ári koma í fyrsta sinn í skólana fleiri börn frá útlöndum heldur en af lands- byggðinni „Stór hluti af þeim hópi er íslensk börn sem flutt hafa til útlanda en eru nú að snúa aftur heim,“ sagði hún. Í haust taka tveir nýir grunnskólar til starfa, Ingunnarskóli í Grafarholti og Víkurskóli við Hamravík, auk Hlíðarhúsaskóla á lóð Vestur- hlíðarskóla sem er nýtt sérúrræði fyrir börn og unglinga með alvarlegar atferlistruflanir og geðraskanir. Gerður segir áætlun um einsetn- ingu skóla ganga hratt fyrir sig. „Álftamýrar- skóli og Ártúnsskóli verða einsetnir nú í haust og eru þá einungis fjórir skólar af 40 tvísetnir í Reykjavík. Næsta haust verða svo allir einsetn- ir,“ sagði hún. Vandkvæði með skóladagvistun Fram kom á fundinum að enn muni nokkur vandkvæði á að fá skóladagvistun fyrir öll börn, en þó mismikil eftir borgarhverfum. Gerður segir ástandið vera verst í vesturbæ og í mið- og austurbæ þar sem mikil ásókn sé í skóladagvist- un. „Í vesturbænum þarf dagvistun fyrir allt að 70 prósent barna meðan talan fer niður í 20 til 40 af hundraði í sumum öðrum hverfum,“ sagði hún og tiltók að það væri í höndum hvers og eins skóla hvernig unnið væri úr þessum málum. Fram kom að sums staðar hafi verið brugðið á það ráð að bjóða bara upp á dagvistun fyrir börn í fyrsta til þriðja bekk. Gerður sagði að skólarnir stæðu þarna frammi fyrir sama vanda og sjúkrahúsin sem ekki fá fólk í umönnunar- störf vegna þess hve launin eru lág. „Það er hins vegar mín óskhyggja um framtíðina að vinnu- umhverfið þróist í þá átt að foreldrar geti tekið börnin sín heim klukkan þrjú á daginn,“ skaut Sigrún Magnúsdóttir inn. Hluti af nýbreytni í skólastarfinu er fram- leiðslueldhús sem koma á upp í öllum grunn- skólum borgarinnar og taka þrjú til fjögur slík til starfa strax í haust. Stefnt er að því að þau verði í nánast öllum skólum haustið 2002. „Í Fossvogsskóla hefur t.a.m. verið komið upp að- stöðu sem getur nýst sem kaffihús utan al- menns skólatíma,“ sagði Sigrún. Þá kom fram að kennsluhættir séu að breytast með aðstoð tölvutækni og áhersla verði lögð á notkun upp- lýsingatækni í kennslu. „Í því sambandi má nefna að í ár bætast 662 tölvur við tölvukost skólanna og verða þá 10 nemendur um hverja tölvu og einn og hálfur kennari um hverja kenn- aratölvu,“ sagði Gerður og bætti við að þessi fjöldi væri í meira lagi en keyptar hafi verið inn einhver hundruð tölva á ári hverju síðustu ár. „Við stefnum á næstu tveimur til þremur árum á að fimm nemendur verði um hverja tölvu og hver kennari hafi sína eigin tölvu,“ sagði hún. Stóraukið fjár- magn til grunn- skóla borgarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.