Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í dag rennur stóra stundin upp, Hákon prins og sveitastúlkan Metta Ma- rít játast hvort öðru í Dómkirkjunni í Ósló. Ævintýrið um alþýðustúlkuna sem fær prinsinn er orðið að veruleika en formið er allt óbreytt. Konungdæmið er ekki komið eins langt frá uppruna sínum og ætla mætti. Enn er haldið í fá- ránlegar hefðir þar sem varð- menn í fornum klæðnaði stíga óskiljanleg spor með byssu í hönd. Kóngafólk prýðist orðum og kórónum við hátíðleg tæki- færi og spjallar um daginn og veginn í veislum. Brúðkaups- veislan í dag verður engin und- antekning. Hún Metta, sveitastúlkan frá Kristjánssandi, var villt á sínum yngri árum, lenti í slæmum félagsskap, eignaðist barn með manni sem síðar hlaut dóm fyr- ir fíkniefna- brot og var einstæð móð- ir þegar veg- ir hennar og Hákonar lágu saman. Norska kon- ungs- fjölskyldan er kölluð umburð- arlynd fyrir að hafa tekið Mettu að sér og fyrir að leyfa henni að halda sveitalega nafninu sínu. Hún þarf sem sagt ekki að breyta því í konunglegri nöfn eins og Viktoría, Martha eða Lovísa, eins og leitt hafði verið getum að. En hvers vegna þykir þetta tíðindum sæta? Fyrir hvað stendur konungs- fjölskylda? Hún á að sameina þjóðina, vera fulltrúi hennar á erlendum vettvangi og ábyggi- lega eitthvað fleira. Það þarf ekki að dást að því umburð- arlyndi að Metta hafi verið tek- in inn í konungsfjölskylduna. Hún hefur þó reynt sitthvað og er til dæmis ákjósanlegur fulltrúi og málsvari einstæðra mæðra. Konungdæmi og allt sem því fylgir er hins vegar úrelt fyr- irbæri. Skattborgararnir halda þessu fyrirkomulagi við og þeir norsku eru bara sáttir við það, samkvæmt skoðanakönnunum um fylgi við konungsríkið. Yfir 50% Norðmanna eru fylgjandi því að Noregur verði áfram konungsríki en ekki nema rétt tæplega 30% vilja að forseti verði æðsti höfðingi landsins. Afganginum er alveg sama. Brúðkaup Hákonar og Mettu hefur víst ýtt undir fylgi við konungdæmið sem hafði farið minnkandi, enda fjölmiðlarnir undirlagðir af brúðkaups- umfjöllun í allt sumar og leng- ur. Reyndar eru útgjöld norsku konungsfjölskyldunnar lítil mið- að við eyðslu konungsfjöl- skyldna annars staðar í Evrópu. Haraldur konungur sparar skattborgurunum t.d. stórar fjárhæðir með því að ferðast með Flugleiðum en ekki í einka- þotu. Af hverju skyldi ekki norska konungsfjölskyldan vera sparsöm eins og Norðmenn eru jú allir? Með þessum formerkjum er kannski skiljanlegt að Norð- menn vilji viðhalda konungsrík- inu en ekki fórna því. En í víð- ara samhengi er það óskiljanlegt. Sú dæmalausa dýrkun og aðdáun á kóngum, drottningum, prinsum og prins- essum sem Íslendingar geta orðið vitni að hjá nágrannaþjóð- um sínum og fyrrverandi drottnurum er óskiljanleg. Bara að fá að berja þetta kóngafólk augum er upplifun í huga frændfólks okkar upp til hópa. En konungur er eitt og forseti annað, eða hvað? Mér finnst þessarar dýrkunartilhneigingar gæta hjá Íslendingum sem keppast við að berja höfðingja lýðveldisins og heitkonu hans augum og einkalíf þeirra er orð- ið aðalatriði. Hver svo sem á sökina á því. Hvað ætli seljist mörg eintök af Séð og heyrt hvenær svo sem höfðingjabrúð- kaupið verður á Íslandi? Fjölmiðlar hafa tekið misjafn- lega á norska kóngabrúðkaup- inu og ekki er öllum ritstjórum boðið í brúðkaupið. Ritstjórar mest lesnu dagblaðanna, Ver- dens Gang og Dagbladet, eru í þeim hópi sem ekki fær boðs- kort. Hins vegar hafa ritstjórar Aftenposten og Dagsavisen fengið boðskort og fleiri heið- virðir kollegar þeirra. Se og hør og Her og nå eru vikurit sem berjast hart á slúð- urblaðamarkaðnum og er búist við að samtals verði seld yfir ein milljón tölublaða af brúð- kaupsútgáfu þessara blaða á mánudaginn og er það til marks um hversu gífurlegan áhuga al- menningur hefur á kóngafólki og ferðum þeirra og gjörðum. Á níunda áratug síðustu aldar var slegið fram þeirri hugmynd að einkavæða ætti norska kon- ungsríkið. Ekki leggja það nið- ur. Kjósa samt forseta og einkavæða höllina. Þessar hug- myndir eiga kannski ágætlega við núna. Í dag flykkjast Norðmenn þúsundum saman niður á Karl Jóhann og fagna því að nú lítur út fyrir að konungdæmið lifi a.m.k. kynslóð í viðbót. Það er nefnilega svo að fyrir Norð- mönnum er þetta brúðkaup há- punktur alls. Umstangið í kringum það mun slá út Vetr- arólympíuleikana í Lilleham- mer, að ekki sé talað um brúð- kaup Sonju og Haralds fyrir rúmum þrjátíu árum. Ennfremur er búist við að mannfjöldinn í miðborg Óslóar í dag verði margfaldur á við góð- an þjóðhátíðardag og er þá mik- ið sagt. Þjóðhátíðardagur Norð- manna, 17. maí, er þeim afar heilagur. Þá hópast þeir í hundraða þúsunda tali prúðbún- ir í bæinn og horfa á konungs- fjölskylduna sem veifar pöpl- inum frá svölum hallarinnar í a.m.k. fjórar klukkustundir samfleytt. Metta var einmitt með á svöl- unum í ár og vakti mikla at- hygli í fílabeinslitaðri dragt með dökkbláan hatt. Úlnliðssveiflan í vinkinu var ekki talin nógu fag- mannleg af sérfræðingunum en drottningin verðandi hefur víst fengið þjálfun í þeim efnum eins og öðrum. En það væri nú reyndar gam- an að vera komin til Ósló aftur, berja brúðhjónin augum og fá bita af brúðartertunni eins og almenningi hefur verið lofað. Labba svo í hallargarðinn í kvöld og sjá hvort úlnliðs- sveiflan hennar Mettu hafi lagast. Ævintýrið Sú dæmalausa dýrkun og aðdáun á kóngum, drottningum, prinsum og prinsessum sem Íslendingar geta orðið vitni að hjá nágrannaþjóðum sínum og fyrrverandi drottnurum er óskiljanleg. VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur @mbl.is Skipulagsstofnun hef- ur í umsögn sinni sýnt fram á að umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar- innar eru ekki alvarleg, ef frá er talin sú breyt- ing sem Hálslón mun hafa á ásýnd landsins. Þessi athyglisverða stað- reynd minnir okkar áþreifanlega á, að mestu breytingarnar á ásýnd hálendisins verða af völdum náttúruaflanna sjálfra (flóðum, þurrkum og vindum), en ekki manngerðum virkjunum. Hálslón mætti t.a.m. nýta til áveitu og uppgræðslu ör- foka lands á stóru svæði. Eða er það óskráð lögmál að öll mannanna verk séu í andstöðu við náttúruna? Umhverfisáhrif Umhverfisáhrif Kárahnjúka- virkjunar eru að mati Skipulags- stofnunar eftirfarandi: Jarðvegsrof og áfok austan Jökulsár á Dal og áhrif þess á gróður, hreindýr og fuglalíf á Vesturöræfum. Ennfrem- ur hækkun á grunnvatnsstöðu með- fram Jökulsá á Fljótsdal og áhrif af því á gróður, fuglalíf og landbúnað. Ekkert af þessum efnisatriðum kemur á óvart. Að virkjunin hefði áhrif í þessa veru var löngu vitað. Það sem beðið var eftir í umsögn stofnunarinnar var lýsing á alvar- legum náttúruspjöllum sem gerðu virkjunina varhugaverða og öll um- ræðan hefur gefið í skyn að hún hefði í för með sér. Engar slíkar lýsingar er hins vegar að finna í umsögn hennar. Jarðvegsrof Allt vatn getur valdið jarðvegs- rofi út frá sér. Þar sem um mann- gert miðlunarlón er að ræða verður því að spyrja hvað er „viðunandi“ eða „ásættanlegt“ rof? Er rofið í bökkum Blöndulóns viðunandi? Eða rof í bökkum Þórisvatns eða Hágöngulóns? Í umsögn Skipulags- stofnunar verður því miður ekki séð að stofnunin leiti fullnægjandi svara við jafn knýjandi grundvall- arspurningu. Þau viðmið sem hún styðst við virðast þannig mótast af tilfinningum stofnunarinnar fyrir hvað sé líklegt til vinsælda hjá al- menningsálitinu en ekki kröfum um fræðilega vönduð vinnubrög. Áfok Það hlýtur að flokkast undir mik- il eða verulega alvarleg náttúru- spjöll ef bygging Hálslóns orsakar mikinn uppblástur á annars áfoks- lausu landi. En því er ekki að heilsa hér. Í sterkri þurri sunnanátt eru öll öræfin norðan Vatnajökuls eitt iðandi moldrok frá jöklum til byggða, sem rekja má óvægins samspils hinna römmu náttúruafla sem þarna eru að verki. Fok verður úr lónbotninum þegar þurr sunn- anvindur hittir á tómt lón utan frostatímans, en það mun tiltölu- lega sjaldan gerast, ef marka má þá tölfræði sem liggur fyrir. Háls- lón mun því ekki valda neinum telj- andi breytingum á því foki sem náttúruöflin valda nú þegar, nema menn vilji hefja raunhæfar aðgerð- ir gegn landeyðingunni. Í því tilviki gæti vatnsforði í Hálslóni gegnt mikilvægu hlutverki fyrir áveitu um þetta örfoka land. Ásýnd lands og ósnert víðerni Þegar öll kurl eru komin til grafar felast alvarlegustu um- hverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar í breyttri ásýnd landsins. Í umfjöll- un Skipulagsstofn- unar er ekki vitnað til neinna óháðra at- hugana um þetta, heldur tíndir til textar eftir hina ýmsu andstæðinga virkjanafram- kvæmda. Niður- staða Skipulags- stofnunar er tvenns konar. Annars veg- ar er einhver lítill hluti af lónbotninum talinn hafa verndar- gildi vegna gróðurs og smádýra og hins vegar er geng- ið út frá því sem sjálfsögðum hlut að lónið skemmi landslagið og út- sýnið frá ýmsum stöðum, t.d. Kverkfjöllum. Ekki verður séð að verndargildi þessa 37 ferkílómetra af lónbotni sé almennt hærra en annar gróður á hálendinu. Það eitt ætti því ekki að koma í veg fyrir virkjun. Þá verður heldur ekki séð að stöðuvatn á þessum stað ætti að skemma landslagsheildina. Þarna var stöðuvatn sem hamfaraflóð tæmdu þegar þau grófu gljúfrið og álykta má sem svo: Ef lónið væri þarna í dag myndi enginn mæla með því að tæma það og gera stað- inn að því dalverpi sem lónstæðið er í dag. Þegar verið er að tala um að lónið skemmi landslagið er ein- faldlega verið að segja: Landslagið á að vera óhreyft, ósnortið. Þótt slíkar öfgaáherslur teljist til um- hverfis- og náttúruverndar, sam- kvæmt orðanna hljóðan, má draga stórlega í efa að allir umhverfis- verndarsinnar séu sammála þeim. Staðreyndin er sú að við lifum ekki á landinu ósnortnu. Það er enn fremur ekki lögmál, að allar mann- gerðar breytingar séu af því vonda. Stöðuvötn þykja venjulega náttúru- prýði og fjölmörg dæmi um að manngerð stöðuvötn séu talin nátt- úruperlur. Elliðavatn, sem er upp- haflega virkjunarlón fyrir rafstöð- ina við Elliðaár, er dæmi um slíkt vatn. Mín spá er sú, að komi Háls- lón muni þjóðin fljótlega taka þetta nýja stöðuvatn í sátt alveg eins og reyndin varð um Elliðavatn. Vatnsorkunýtingin stöðvast Ef aðrir möguleikar til vatns- miðlunar á hálendinu verða dæmd- ir á svipaðan hátt og Skipulags- stofnun gerir er virkjun vatnsafls á Íslandi lokið. Það sem eftir er af bitastæðum miðlunarmöguleikum, svo sem Eyjabakkar, Arnardalur, Austurbugur og Langisjór fá ekki betri útreið en Hálslón. Hag- kvæmni vatnsaflsins veltur á miðl- uninni, því rafmagnsþörfin er mest á vetrum en vatnið mest á sumrin, svo einfalt er það. Úrskurður ráðherra og umfjöllun Alþingis Umhverfisráðherra er ekki öf- undsverður af því verkefni að úr- skurða í málinu. Það léttir ráðherr- anum þó lífið að efnislegur úrskurður er í raun óþarfur. Virkj- unarleyfi fyrir Kárhnjúkavirkjun verður ekki gefið út nema til komi sérstök virkjunarlög frá Alþingi sem heimila iðnaðarráðherra að veita virkjunarleyfi. Umhverfisráð- herra getur því fellt úrskurð skipu- lagsstjóra úr gildi án frekari rök- stuðnings, því ef Alþingi samþykkir virkjunarlögin taka þau gildi þrátt fyrir ákvæði laga um umhverfismat og úrskurð skipulagsstjóra, sem byggist á þeim. Ástæðan er sú að eldri lög víkja fyrir þeim sem yngri eru. Umsögn í stað úrskurðar Ef dæmið er hugsað í ljósi þessa sést að lögin um umhverfismat eru óþarflega flókin og kostnaðarsöm þegar um framkvæmdir er að ræða sem heyra beint undir Alþingi eins og virkjanir og vegir. Það er í sjálfu sér til bóta og ákveðið öryggi í því að fyrir skuli liggja umhverfismat samkvæmt lögum þar um, sem Al- þingi getur haft til hliðsjónar. En úrskurðar- og kæruferli núverandi laga er svo langdregið og kostn- aðarsamt að því ætti að breyta. Úr- skurðir á vegum framkvæmda- valdsins eru hvort eð er ekki endanlegir þegar um aðgerðir er að ræða sem hvíla á sérstakri laga- setningu. Fjármálaráðherra getur þannig ekki úrskurðað hvernig fjárlög eiga að vera og sama má segja um iðnaðarráðherra og virkj- unarlög og samgönguráðherra og vegalög. Umhverfisráðherra getur því ekki með úrskurði komið í veg fyrir að Alþingi setji lög sem heim- ila gerð Kárahnjúkavirkjunar, ef vilji Alþingis stendur til þess. Því er eðlilegast að umhverfismati varðandi slíkar framkvæmdir ljúki með umsögn en ekki úrskurði. Sú umsögn, ásamt athugasemdum sem við hana berast, færi síðan áfram til Alþingis sem mikilvæg máls- gögn. Virkjanaundirbúningur Við könnun á því hvort vatn skuli friðað fremur en virkjað er eðlileg- ast að þær athuganir séu teknar inn í almennar virkjunarrannsóknir og málin ekki afhent virkjunaraðil- um fyrr en afstaða hefur verið tek- in til miðlunar og vatnaveitu á hverju vatnasvæði fyrir sig. Gera verður ráð fyrir að slíkar rann- sóknir beinist fyrst og fremst að því hvort miðlun og vatnaflutningar ógni náttúruverðmætum sem ann- aðhvort sérstök þjóðhelgi er á, eru sérstaklega verðmæt á alþjóðlegan mælikvarða eða hreinlega fjárhags- lega verðmætari en orkuauðlindin. Með slíkum athugunum má fá fram hvort virkjun skuli alfarið hafnað. Margir mögulegir virkjunarstaðir eru þess eðlis að virkjun þar kemur ekki til greina og um að gera að fá slíkt fram í dagsljósið áður en virkjunarrannsóknir og virkjana- hönnun með tilheyrandi kostnaði er komin of langt. Núverandi skipulag þessara mála felur í sér úrskurði og kærur í svo endurteknum mæli að of langt mál er að telja það allt upp. Ef allir möguleikar eru nýttir þarf margsinnis að kosta málatilbúnað með nýjum gögnum á nýjum grunni, sem er svo íþyngandi fyrir kostunaraðila, að við það verður tæpast unað. Er þá alveg horft framhjá því að markaðssetning slíkrar orku, sem hefur hlaðið mikl- um kostnaði utan á sig, er tæpast möguleg. Viðskiptavinurinn hristir höfuðið og fer annað. UMHVERFIS- MAT KÁRAHNJÚKA- VIRKJUNAR Jónas Elíasson Samþykki Alþingi virkj- unarlögin, segir Jónas Elíasson, taka þau gildi þrátt fyrir ákvæði laga um umhverfismat og úr- skurð skipulagsstjóra. Höfundur er prófessor í verkfræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.