Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 12
Laxveiðinni afar mis- skipt milli landshluta LAXVEIÐINNI er afar misskipt á milli landshluta. Sums staðar er bein- línis léleg veiði, annars staðar mjög góð veiði en segja má þó að rigningin í vikunni hafi glætt gang mála á svæð- um þar sem veiði hafði dalað veru- lega. Jöfn og góð veiði hefur verið í Vopnafirði og í Rangánum. Eystri Rangá slagar nú hátt í 2.400 laxa og er dagveiðin enn góð þótt mesti slag- krafturinn sé úr göngunum. Eystri Rangá gaf tæplega 2.600 laxa í fyrra sem var metveiði og virðist stefna í nýtt met þar á bæ. Sama er að segja um Ytri Rangá, sem á ekki langt í 2.000 laxa markið. Veiði er þar enn góð og þar sem veitt er í báðum ánum langt fram á haust er ógerlegt að spá því hversu háar nýju mettölurnar í ánum verða. Gott í Vopnafirði Mjög góð veiði hefur verið í Selá og Hofsá og vikurnar verið að gefa 100 laxa í báðum ám. Á fimmtudagsmorg- un voru komnir um 820 laxar úr Selá og 620 úr Hofsá. Selá hefur nokkurt forskot, en veiðin byrjaði betur þar og kenndu menn um að framan af þegar fluguveiðiskilyrði voru slök voru menn að róta upp fiski á maðk og spón í Selá, en aðeins er veitt á flugu í Hofsá. Vesturdalsá hefur einnig verið lífleg eftir slæma byrjun. Nýlega voru komnir um 130 laxar úr ánni. Glæddist í dembunni Rigningin á dögunum var víða kær- komin, ekki hvað síst vestur í Dölum þar sem árnar voru „komnar ofan í grjót,“ eins og veiðimenn komast að orði. Laxá tók góðan kipp, eitt hollið var með um 110 laxa og annað rúma 70 fiska. Um miðja vikuna var veiðin komin í 538 kaxa. Þá hafa tölur í Laxá í Leirársveit og Laxá í Kjós snar- hækkað og er bæði að þakka úrkomu og möðkum. Laxá í Kjós var í vikulok- in komin í 870 laxa og Laxá í Leir- ársveit í 680. Í Laxá í Leir var skyndi- lega „kominn lax í alla pytti,“ eins og Haukur Geir Garðarsson komst að orði og merkir að laxinn var fljótur að dreifa sér þegar vatn jókst. Fréttir úr ýmsum áttum Nýverið voru komnir 122 laxar úr Stóru Laxá í Hreppum og var skipt- ingin á milli svæða þessi: Svæði 1-2 58 laxar, svæði 3 14 laxar og svæði 4 50 laxar. Þetta er nokkuð góð tala því langbesti tíminn í ánni er eftir, en september gefur iðulega á annað hundrað laxa. Fregnir berast einnig af góðum skotum á Iðu, þar sem Stóra Laxá sameinast Hvítá. Þar veiddist nýlega rúmlega 20 punda hængur á flugu. Tannastaðatangi hefur verið lífleg- ur á köflum að undanförnu. Nýlega kom þar t.d. veiðimaður og rótaði upp sex löxum í beit á einni morgunstund. Svipast um eftir fiski í Brúarhylnum í Lónsá í Þistilfirði. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? ALÞJÓÐLEG ráðstefna sem ber heitið „Hinir óbifanlegu – ofbeld- ismenn“ verður haldin dagana 25. til 27. ágúst á Hótel Loftleiðum. Samtökin Norrænar konur gegn ofbeldi eru regnhlífarsamtök kvennahreyfingarinnar á Norður- löndum og standa þau að þessari ráðstefnu. Það eru hins vegar Stígamót sem undirbúa hana í samvinnu við Kvennaathvarfið og Bríeti – félag ungra feminista. Ráðstefnan mun taka nýja stefnu í umræðu um kynferðismál og beina kastljósinu að ofbeldis- mönnunum, segir í fréttatilkynn- ingu. Ráðstefnan verður þrískipt. Haldnir verða fyrirlestrar, tengla- fundir einstakra hópa og vinnu- hópar um ýmis þemu. Fyrirlesarar eru allar þekktir feministar og fræðikonur. Maud Eduards, prófessor í stjórnmálafræði og gestaprófessor við kynjafræðideildina í Ósló, mun ræða um karla sem hóp. Fyrirlest- ur hennar nefnist „Karlar, finnast þeir?“ Prófessor Liz Kelly hefur stundað rannsóknir á ofbeldi gegn konum og börnum. Fyrirlestur hennar nefnist „Misbrestir á meg- inlandinu“ og fjallar um árangurs- lausar lögsóknir á hendur nauðg- urum í Evrópu. Janice Raymond er prófessor í kvennafræðum og læknisfræðilegri siðfræði. Einnig er hún meðframkvæmdastjóri samtakanna Bandalag gegn kyn- lífsþrælasölu. Hún mun fjalla um „Hvers vegna karlar kaupa konur til kynlífsathafna: Goðsagnir og raunveruleikinn“. Að endingu talar Rosa Logar en hún er einn af stofnendum fyrsta kvennaat- hvarfsins í Austurríki. Rosa mun gera grein fyrir reynslunni af lög- um í Austurríki um vernd gegn of- beldi þar sem ofbeldismaðurinn er fjarlægður af heimilinu en ekki kona og börn. Alþjóðleg ráðstefna um ofbeldi gegn konum hefst í dag Athyglinni beint að gerendum FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRIÐRIK Þór Guðmundsson, einn aðstandenda þeirra sem fórust í flugslysinu í Skerjafirði í ágúst 2000, hefur sent frá sér samantekt á samskiptum flugturnsins í Reykja- vík (TWR) síðustu þrjár mínúturn- ar fyrir og næsta hálftímann eftir slysið. Í meðfylgjandi útskrift er TWR flugturninn, en inn í textann hefur Friðrik skeytt færslum úr skýrslum Slökkviliðsins (SLL) og Landhelgisgæslunnar (LHG). Útskriftin 20:32:07 TWR „753 [Dornierinn] númer eitt“. 20:32:10 753 „Númer eitt 753“. 20:32:14 TWR „Teitur Ingi [TF- GTI] þú mátt halda áfram í vinstri og koma inn á eftir Dornier sem er að komast yfir tanka“. 20:32:20 GTI „Tek vinstri og kem aftur fyrir hann“. 20:32:22 TWR „Teitur Sigurður [TF-FTS Cessna kennsluvélin] aka að skýli eitt“. 20:32:26 FTS „Ek að skýli eitt Teitur Sigurður og þakka fyrir mig“. 20:32:30 TWR „Íslandsflug 753 hundrað og tuttugu átta heimil lending braut 20“. 20:32:32 753 „Heimil lending 20, 753“. 20:33:00 753 „753 á stuttri“. 20:33:04 TWR „Roger, heimil lending“. 20:33:06 753 „Heimil lending 753“. 20:33:32 TWR Samskipti við Að- flug [Keflavík] (15–17 sekúndna símtal flugumferðarstjórans, þar sem hann tekur athyglina af um- ferðinni og punktar niður upplýs- ingar um næstu þrjár flugvélar, sem væntanlegar voru í fyrsta lagi eftir um 15 mínútur). 20:33:49 GTI „Teitur Ingi yfir Tjörninni núna“. 20:33:50 TWR „Teitur Ingi núm- er eitt“. [GRÆNT LJÓS!!] 20:33:52 GTI „Teitur Ingi númer eitt“. 20:33:56 TWR „753 rýma til vinstri inn á hlað“. 753 „Roger 753“. 20:34:10 TWR „Teitur Ingi, hætta við og fljúga umferðarhring“. 20:34:14 GTI „Teitur Ingi“. 20:34:23 TWR „753 aka í hlað Echo [brautin að Flugfélags- hlaðinu] 20:34:27 753 „Aka í hlað Echo 753“. 20:34:50 TWR „Dráttarbíll ertu þarna?“ 20:34:54 GTI „Og Teitur Ingi óska eftir að koma inn á, ég er búinn að missa mótor“. 20:34:58 TWR „Ertu búinn að missa mótor?“ 20:35:01 TWR „Stysta leið og heimil lending“. 20:35:04 GTI „Það er stall!, það er stall!“ 20:35:12 XX „Turn það fór vél niður vestan . . .“ (ökum. dráttar- bíls) 20:35:xx SLL „Kom tilkynning frá flugturni og sjónarvottum“. ??:??:?? TWR „Verður að tala við planið, til að fá farþegafjöldann“. 20:37:00 TWR „Djöfull eru þeir lengi maður“. 20:37:15 TWR „6 sæta vél, óvitað“ 20:37:29 TWR „Er Kalli heima?“ (Kalli = Karl Alvarsson) – hann beðinn um að koma út á flugvöll vegna brotlendingarinnar. 20:38:xx LHG Gæslan heyrir slitróttar „ELT“-sendingar í 45 sek. 20:38:35 TWR „Stélið stendur upp úr“. ??:??:?? TWR „Fór í sjóinn út af enda 07“. 20:40:30 „Ertu búinn að láta flug- stjórn vita?“. 20:41:00 Símtal milli flugturns og slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð. 6 um borð. 20:43:xx TSK Tilkynningaskyld- an hringir og segir að Neyðarlínan hafi hringt til þeirra og sagt að flug- vél hafi farið í sjóinn á Skerjafirði og spurt hvort þeir hefðu einhverja báta á svæðinu. Ekki væri óskað að- stoðar LHG. 20:43:30 TWR „Ég púllaði hann upp, hérna, Dornierinn var svo lengi að rýma“. 20:44:xx LHG LHG hefur sam- band við Flugstjórn, Bergþór, sem sagðist lítið vita um málið en hefði heyrt að flugvél hefði farið í sjóinn, en það mál væri í höndum Slökkvi- liðsins og flugturnsins. 20:44:30: TWR „Þetta er aga- legt“. 20:45:xx LHG Halldór Nellett upplýstur. „Þar sem ekkert hafði heyrst frá Neyðarlínu eða slökkvi- liðinu töldum við að þeir hefðu full tök á málinu“. 20:46:05 TWR „Friðrik Teitur Nikulás 130 gráður 10 númer 1 20. 20:46:20? „Ísleifur … ég veit það ekki“ 20:47:30 TWR „Hann var svo lengi að fara út, Dornierinn, ég gat ekki réttlætt að púlla honum ekki upp. Ha?“ ??:??:?? TWR „… klikkaði eitt- hvað neyðarlínan, hún bara kúplaði út. Kom bara píííííb“. [flugvélar að lenda] 20:48:xx SLL Tveir kafarar í sjó- inn. 20:52:45 TWR „Þetta er sonur hans“ [Líkl. átt við GTO, sem Ísleifs sonur flaug] 20:53:00TWR „Þetta er rothögg vallarins. Allez“. [Svo kemur varðstjóri og tekur við stjórninni.] 20:54:00 TWR „Til allra þeirra sem málið skiptir. Nú er bara að bíða, tökum þessu rólega eins og hægt er“. [Andvarp] 20:54:xx TWR „Viktor Bjarni verð að senda sjúkrabíl yfir braut“. 20:55:00 TWR „Viktor Bjarni (TF-JVB) heimil lending“. 20:55:38 TWR „Viktor Bjarni snúa við“. ??:??:?? TWR „Þeir eru komnir niður, er það ekki?“ ??:??:?? TWR „Eru þeir að fara aftur til baka?“ 20:56:20 TWR „Jónas Viktor Bjarni halda uppi hraða. . „. 20:57:xx SLL „Fyrstu tveir sjúk- lingar eru komnir í land“. 20:57:xx „Sjúkrabílar hraða akstri“. 20:57:xx SLL Köfunarpramminn kominn á slysstaðinn. ??:??:?? TWR „Niður með þá í einum grænum“. [Væntl. um lend- andi flugvélar] ??:??:?? TWR „Segðu þeim að hraða akstri að hlaði“. [Væntl. lent flugvél] 20:57:25 TWR „Djí…“ [andvarpið djísös] 20:57:44 TF-GTO fær heimila lendingu . . flugmaður beðinn um að hringja í flugturninn eftir lendingu. 20:58:20 TWR „Þú tekur þetta kannski. Ég fer heim“. [Meiri andvörp] 20:59:xx Neyðarlínan hringir í LHG: þyrlu í viðbragðsstöðu, flug- slys… Útkall „Alfa“, allir svara strax. 21:01:00 TWR [Enn meira and- varp] 21:01:xx LHG [Turninn] segir LHG hvar slysið hafi orðið. 21:01.xx TWR … engin sjónflugs- umferð meðan á þessu stendur. 21:02:00 TWR HRINGT Í LANDHELGISGÆSLUNA LHG „Ég kalla allt út“. 21:02:38 TWR „Jæja“ [andvarp] 21:03:00 HP „Hannes Pétursson hér, á Dorniervélinni. Ég er bara að láta heyra í mér, svona ef einhver vill við mig tala“. TWR „Nei… taka niður ein- hverja punkta. Maður verður gjör- samlega lamaður“. HP „Já, heyrðu, það er eina…“ [upptaka af spólu endaði hér] 21:04:xx SLL Fimmti og „síðasti“ sjúklingurinn kominn í land. 21:22:xx LHG TF-SIF flugtak (47 mínútum eftir slysið!) 21:37:xx SIF „Erum á leið inn til lendingar, engin þörf fyrir okkur hér“. 21:38:xx SIF SIF lendir við skýli 2. Útskrift á samskipt- um flugturns VEGASAMBAND á Austfjörðum er óðum að komast á aftur eftir skemmdir af völdum flóða og skriðufalla á þriðjudag og miðviku- dag. Einungis einn vegur er lok- aður, vegurinn milli Héraðs og Berufjarðar, en hann skemmdist talsvert og verður lokaður fram í næstu viku. Búið er að opna Suðurbyggða- veg í Breiðdal og þá er orðið fært um Mjóafjarðarveg og Helgu- staðaveg. Létta átti þungatakmörkunum á Norðfjarðarárbrú í gær en unnið hefur verið að bráðbirgðaviðgerð- um á brúnni frá því brúin skemmdist á miðvikudag. Umferð var takmörkuð við þriggja tonna heildarþunga þar til í gær. Vinnuflokkur Vegagerðarinnar byrjar á nýrri brú yfir Norðfjarð- ará strax í næstu viku en tekin var ákvörðun um að flýta framkvæmd- um við hana og ljúka gerð hennar fyrir áramót í stað næsta sumars. Vegir að lagast eftir flóðin á Austfjörðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.