Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 54
SVO VIRÐIST sem lausung ríki í heimi stráka- hljómsveitanna þessa dagana. Fréttir hafa bor- ist af því að Westlife sé að leggja upp laup- ana og meðlimir Boyzone hafa ekki heyrt frá aðalsprautu sinni, Ronan Keating, svo mánuðum skiptir, þar sem hann einbeitir sér nú að sólóferli sínum. Nýjasta reiðarslagið er svo frá hljómsveitinni Five, en þær sögur ganga nú fjöllum hærra að liðs- maðurinn Sean Conlon hafi sagt skilið við hljómsveitina. Þótt talsmenn hljómsveitarinn- ar keppist við að neita orðrómnum hefur Conlon ekki sést með hljóm- sveitinni síðan í júní. Olíu var svo bætt á eld sögu- sagnanna þegar út spurðist að Conlon kæmi ekki fram í nýj- asta myndbandi hljómsveitarinn- ar við lagið „Let’s Dance“. Talsmenn Five segja Conl- on þjást af kirtlabólgu og háum hita og það sé ástæðan fyrir því að hann hafi ekki náð að fylgja hljóm- sveitinni nógu vel eftir. Félagar Conlons úr hljómsveit- inni, þeir J, Abs, Scott og Ritchie, segjast ekki hafa hugmynd um hvernig í málunum liggur. „Við vitum hvorki hver staðan er né hvað framtíðin mun bera í skauti sér,“ sagði hinn illa upp- lýsti J í viðtali á dögunum. Stóra spurningin er þá hvort Five heldur áfram að standa undir nafni sem fimm manna hljóm- sveit. Five verða Four? Fimmmenningarnir í Five. FÓLK Í FRÉTTUM 54 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞEIR segjast koma alla leið frá Keflavík, bæ sem finnst hvergi á landakortinu. Þeir eru kallaðir fræg- asta „Bítla“-hljómsveit landsins, en við nánari athugun hefur aldrei verið til þekkt hljómsveit með því alís- lenska nafni. Þeir sökkva djúpt ofan í „Bláu augun þín“, upplifa „Fyrsta kossinn“ á hverju balli og svo virðist sem lífsneisti þeirra neiti að eldast, þó að það sé kannski örlítið byrjað að sjást á umbúðunum. En hvernig sem því öllu saman líður, þá virðast allir sammála um það að Hljómar hljóma. Að ofangefnum forsendum er ef til vill tímabært fyrir svona ungan, og því aðeins hálfspakan mann, eins og mig að komast að um hvað allt málið snýst. Þá er aðeins eitt að gera, hringja í Rúnar Júlíusson og komast að því hvað sé eiginlega á seyði. Leika bara eftir eftirspurn „Við erum svona smávegis að rifja þetta upp og minna á þessi gömlu lög,“ svarar maðurinn hress í bragði. Það virðist vera kominn hiti í fólk að heyra ykkur spila aftur. „Já, það er svona áhugi fyrir þessu. Þess vegna erum við að þessu. Ef það hefði aldrei myndast neinn alvöruáhugi þá hefðum við bara látið eitt „gigg“ duga, sko. Það er þrýst á okkur að spila meira. Þannig að við tökum svona eitt og eitt.“ Leikið þið þá bara eftir eftir- spurn? „Já, við gerum það bara. Það má eiginlega segja það, sko. Þetta er ekkert sem við ætlum að fara gera út á neitt sérstaklega. Við eigum eft- ir svona tvö, þrjú gigg á árinu.“ „Fólk mætir bara og er í stuði“ Það er allt öðruvísi stemmning á böllunum en var á Hljóma-sýning- unni sem þið settuð upp um árið, er það ekki? „Jú, þetta er bara eins og þegar Hljómar byrjuðu í árdaga. Þá lékum við bara á svona dansleikjum. Þetta eru ekki tónleikar beint, þó svo að þetta séu sum tónleikalög. Við erum bara svoleiðis. Fólk mætir bara, og er í stuði. Þetta er bara stórt partí.“ Hvað eruð þið að spila lengi? „Við spilum í svona þrjá tíma, sko. Við spiluðum að vísu lengur í gamla daga, þá var leikið í fimm klukku- tíma. Við höfum alltaf verið duglegir við að spila, sko.“ Spilið þið bara ykkar eigin lög á svona böllum? „Nei, ekki alveg. Við leikum líka nokkur „cover“-lög, eins og þetta er kallað.“ Er það þá sömu „cover“-lögin og þið tókuð á böllunum í gamla daga? „Já, síðan við vorum og hétum á milli ’63 og ’69. Þá vorum við með 300 laga lista. Uppistaðan er lög af okkar hljómplötum en síðan bætum við aðeins við nokkrum uppáhalds- lögum. Svona til þess að mynda góða stemmningu bara.“ Tónlistin færir okkur saman Er sami hljómsveitarandinn og var, eða hafið þið breyst mikið inn- byrðis? „Það er mjög góð samkennd í bandinu eins og er, sko. Akkúrat um þessar mundir. Á milli þess sem þetta er endurvakið er ekki mikið samband okkar á milli, bara eins og gengur og gerist í lífinu. Við erum allir uppteknir hver í sínu horni. Það er mjög góður mórall, eins og þú segir. Mórallinn er „í því!“.“ Og vaknar gamli húmorinn upp á milli ykkar líka? „Jú, jú. Það er allt sem kemur aft- ur. Það er samt allt mun jákvæðara í þessari upprisu en áður. Það er eng- in þrýstingur á okkur. Þetta er mjög slakt og yfirvegað. Bara eins og þetta á að vera. Þá myndast góð hrynjandi, gott „grúv“. Það er það sem skiptir svo miklu máli í tónlist.“ Hafa engar endanlegar ákvarðan- ir verið teknar um hvað þið ætlið að starfa lengi? „Nei, við höfum ekkert rætt það. Bara eins lengi og heilsan leyfir manni (hlær). Við erum núna orðnir eldri menn. Við höfum ekkert verið að hætta eða neitt svoleiðis. Spila- gleðin er enn til staðar vegna okkar ástar á tónlist. Fyrst og fremst fór- um við út í þetta út af því. Það var ekki út af stelpum og partíum eftir á, sko. Það er bara fylgikvilli, en það er aðallega tónlistin sem færir okkar saman. Þótt það sé gaman að fara í partí og hitta konur og allt það þá er það ekki í forgangi.“ En þú og ég við verðum víst, vina mína að bíða enn. Bíða uns stundin rennur upp, er þeir snúa okkur í hringi á fjölum Broadway, til að framleiða glóandi gull. Húsið opnað kl. 23, miðaverð er 2.000 kr. „Þetta er bara eitt stórt partí“ Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson „Sá dagur koma mun, þá er eldri verðum við. En hvað við viljum þá, er ei gott að sjá. Viltu mig og vil ég þig?“ Birgir Örn Steinarsson náði í Rúnar Júlíusson, bassaleikara Hljóma, og athugaði málið. Hljómar frá Keflavík leika á Broadway biggi@mbl.is Disappearing Acts Hverful hamingja D r a m a Leikstjóri: Gina Prince-Bythewood. Aðalhlutverk: Wesley Snipes, Sanaa Lathan. 116 mín., Bandarík- in, 2000. Skífan. Öllum leyfð. TERRY McMillan er vafalaust frægust fyrir skáldsöguna Waiting to Exhale sem álíka vinsæl kvikmynd var gerð eftir með Whitney Houston og Angelu Bassett í aðalhlutverkum. Hamingjuleit og hversdagsstrit svartra millistétt- arkvenna í Bandaríkjunum er meginviðfangs- efni bóka McMill- an og á það einnig við um Hverfula hamingju, eina af elstu bókum höf- undarins sem er efniviður þessarar ágætu samnefndu sjónvarpsmyndar. Þar segir frá hæfileikaríkri söng- konu, Zoru Banks, sem berst við að koma sér áfram í heimi tónlistar. Hún fellur kylliflöt fyrir ungum manni (leiknum af Wesley Snipes) sem á einnig sína drauma en hefur verið eilítið óduglegur við að yfirleitt reyna að framfylgja þeim. Hann er sömuleiðis rétt óskilinn og með stafla af meðlagsreikningum á bakinu. Myndin lýsir því á nokkuð næman hátt hvernig reynir á samband per- sónanna í mótvindi og meðvindi lífs- ins. Hún er nokkurn veginn laus við þá væmni sem drýpur af Waiting to Exhale og er því vel áhorfanleg mynd um mannlegar tilfinningar og þroska. MYNDBÖND Lífið er saltfiskur Heiða Jóhannsdótt ir LEIKARINN Harrison Ford og eig- inkona hans til 18 ára, Melissa Mathison, hafa nú ákveðið að skilja að skiptum. Hjónin hafa búið á sitt hvorum staðnum síðan í október á síðasta ári en voru í reglulegum tímum hjá hjónabandsráðgjöfum til að reyna að bjarga hjónabandinu. Þau höfðu ekki erindi sem erfiði en segjast engu að síður skilja í mestu vin- semd og virðingu. Þau eiga saman börnin Malcom, 14 ára, og Georgiu, 11 ára, og munu þau hafa sameiginlegt forræði yfir þeim í framtíðinni. Mathison og Ford hittust fyrst árið 1979 við tökur á kvikmyndinni Apocalypse Now. Þau voru sem áð- ur sagði gift í 18 ár og verður það að teljast með langlífari hjónabönd- um draumaborgarinnar Holly- wood. Ýmsar sögusagnir hafa komist á kreik um ástæður skilnaðarins og hefur samband Fords við leikkon- una Löru Flynn Boyle verið nefnt til sögunnar. Talsmaður Fords hefur þó verið iðinn við að neita sögusögnum og segir að skilnaðurinn komi ekki til vegna þriðja aðila. Harrison Ford skilur við frúna Reuters Melissa Mathison og Harrison Ford. Tvífarinn (The Replicant) S p e n n u m y n d 1/2 Leikstjóri: Ringo Lam. Aðalhlut- verk: Jean Claude van Damme, Michael Rooker. Bandaríkin, 2001. (90 mín.) Myndform. Bönnuð innan 16 ára. ÞÓTT fátt eigi að getað komið manni á óvart þegar bandaríski kvik- myndaheimurinn er annars vegar, hefði ég seint trúað að von væri á góðri mynd frá belgíska vöðvabúntinu Jean Claude van Damme. Sá hefur smíðað sér kvikmyndaferil úr mis- jafnlega, en oftast afarvondum hasar- myndum. Árum saman hefur sjálft leikaranafnið verið trygging fyrir kauðalegri tilraun minnimáttar mynda til að falla að hasarformúlunni klassísku. En kraftaverkin eiga það til að gerast og er Tvífarinn sýnilegtdæmi þess. Ekki er nóg með að hér sé á ferðinni fyrir- taks hasarmynd heldur er Jean Claude sjálfur nokkuð traustur í tvö- földu hlutverki fjöldamorðingja og sakleysingja. Óþarfi er að fjölyrða um söguþráð myndarinnar, utan þess að hann er nokkuð glúrinn, en það sem upp úr stendur og reynist sannarlega óvænt er að hér er á ferðinni sterk hasarmynd sem athygli á skildar. Heiða Jóhannsdótt ir Furðu- sterkur van Damme
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.