Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 1
192. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 25. ÁGÚST 2001 BOEING 747-400-þotu frá Saudi Arabian-flugfélaginu var ekið of- an í frárennslisskurð fyrir mons- únregnvatn á flugvellinum í Kúala Lúmpúr í Malasíu og sat hún þar föst í gær. Engan sakaði. Verið var að aka vélinni, sem vegur um 800 tonn, að brottfar- arhliði þar sem 319 farþegar biðu þess að stíga um borð og var ferðinni heitið til Jeddah. Af óút- skýrðum ástæðum misstu flug- mennirnir stjórn á vélinni og rann hún niður í skurðinn. Sex manna áhöfn var um borð og yf- irgaf vélina um neyðarútgang. Að sögn talsmanns flugfélagsins verður vélin þar sem hún er nið- urkomin uns sérfræðingar koma frá Jeddah og rannsaka málið. Reuters Ók ofan í skurð NATO vildi ekki gefa upp í gær þann fjölda vopna sem skæruliðar væru reiðubúnir að afhenda, en haft var eftir vestrænum erindrekum í Makedóníu að hermenn bandalagsins myndu taka við um 3.000 vopnum. Samkomulagið var kynnt stjórnvöld- um í Makedóníu síðdegis í gær og áttu viðræður um það að halda áfram í dag. Óvíst er um fjölda þeirra vopna sem skæruliðar hafa undir höndum, en innanríkisráðuneyti Makedóníu telur þau vera allt að 85.000. Því var talið líklegt að harðlínumenn innan makedónsku stjórnarinnar yrðu treg- ir til að fallast á þá tölu, sem hermt er að samið hafi verið um í gær. Atlants- hafsbandalagið fullyrðir hins vegar að tölur innanríkisráðuneytisins séu of háar og Gunnar Lange, yfirmaður liðs NATO í Makedóníu, sagði í gær að sá fjöldi sem samkomulag náðist um væri í samræmi við mat banda- lagsins. Hermenn frá 15 NATO-ríkjum héldu áfram að streyma til Makedón- íu í gær, en stjórn bandalagsins ákvað á miðvikudag að senda alls um 4.500 manna lið til að hafa umsjón með af- vopnunarþætti friðarsamkomulags- ins sem náðist fyrr í þessum mánuði. Áformað að afvopnun hefjist í byrjun næstu viku Áformað er að NATO hefji afvopn- un skæruliða í byrjun næstu viku, en hermenn bandalagsins hafa aðeins umboð til að taka við vopnum sem skæruliðar eru fúsir að afhenda, ekki gera vopn upptæk. Stefnt er að því að ljúka verkefninu á innan við 30 dög- um. Stjórnmálaskýrendur segja af- vopnun skæruliðanna fyrst og fremst þjóna því táknræna hlutverki að sýna fram á að þeir séu reiðubúnir að framfylgja friðarsamningum. Bent hefur verið á að skæruliðar eigi hægt um vik að vígbúast á ný og eins hafa borist fregnir af því að vopnum hafi verið smyglað yfir landamærin til Kosovo, þar sem þau verði geymd uns aðgerð NATO er yfirstaðin. NATO og skæruliðar í Makedóníu ná samkomulagi Samið um fjölda afhentra vopna Skopje. AFP, AP. TUGÞÚSUNDIR manna fylgdust í gær með stærstu hersýningunni í sögu Úkraínu, sem haldin var í til- efni þjóðhátíðardags landsins. Úkraínumenn minntust þess í gær að áratugur var liðinn síðan úkraínska þingið lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum, en landið fékk formlegt sjálfstæði síðar sama ár. Voru Vladímír Pútín Rússlands- forseti og Borís Trajkovskí, forseti Makedóníu, viðstaddir hátíðahöldin í boði Leoníds Kútsjma, forseta Úkraínu. Sagði Kútsjma í ávarpi sínu að versta erfiðleikaskeiðið væri að baki, en skoðanakannanir sýna að mikill meirihluti landsmanna hefur orðið fyrir vonbrigðum með þróun mála síðasta áratug. Á myndinni sjást herflugmenn fylkja liði eftir Kreschatik-stræti, aðalgötunni í höfuðborginni Kiev. Reuters Hersýning á sjálfstæðisafmæli IAIN Duncan Smith, sem keppir um það við Kenneth Clarke að verða næsti leiðtogi breska Íhaldsflokksins, átti heldur í vök að verjast í gær er upplýst hafði verið, að einn ráðgjafa hans tengdist þjóðernissinnuðum öfgaflokki. Ráðgjafinn, Edgar Griffin, var rek- inn úr Íhaldsflokknum er í ljós kom, að sonur hans, Nick Griffin, er for- maður Breska þjóðarflokksins. Er Jean, eiginkona Edgars Griffins, einnig félagi í flokknum og var raun- ar í framboði fyrir hann í kjördæmi Duncans Smiths í síðustu þingkosn- ingum. Þá er því haldið fram í síðdeg- isblaðinu Mirror, að Edgar Griffin hafi sjálfur svarað í síma þar sem veittar voru upplýsingar um starf- semi Breska þjóðarflokksins. Griffin var varaformaður kosn- inganefndar Duncans Smiths í Wales og er þetta mál mjög vandræðalegt fyrir hann sökum þess, að hann hefur sjálfur margsinnis þurft að vísa á bug ásökunum um „pólitískar öfgar“. Duncan Smith sakaði í gær Kenn- eth Clarke um að reyna að nýta sér þessa uppákomu en Clarke neitaði því og sagði, að hann fagnaði því, að Griffin hefði verið rekinn. Í skoðanakönnun, sem birt var í fyrradag, hafði Evrópusambands- andstæðingurinn Duncan Smith heldur vinninginn yfir Evrópu- sinnann Clarke en baráttan milli þeirra hefur harðnað mikið síðustu daga. Sammála þjóðarflokknum Edgar Griffin neitaði því harðlega, að hann væri félagi í Breska þjóð- arflokknum. Hann kvaðst hins vegar í viðtali við BBC vera sammála flokknum um það, að það ætti að reyna að fá blökkumenn og fólk af as- ískum ættum til að fallast á brott- flutning frá Bretlandi. „Þetta eru skoðanir hins venjulega íhaldsmanns. Það er ekkert sérstakt við skoðanir mínar að þessu leyti,“ sagði Griffin og bætti við, að hann harmaði, að starfi sínu fyrir Íhaldsflokkinn í 53 ár skyldi ljúka með þessum hætti. Leiðtogabaráttan í breska Íhaldsflokknum fer harðnandi Kosningaráðgjafi rekinn London. AFP. SÍESTAN, eftirmiðdagshvíldin sem tíðkast í hinum spænska menningarheimi, hefur á norð- lægari slóðum oft verið talin til marks um leti og litla vinnusemi. Ný rannsókn leiðir þvert á móti í ljós að síestan er afkastahvetj- andi og eykur framleiðni. Rannsóknin er gerð af spænsk- um vísindamönnum og voru nið- urstöður hennar kynntar í gær. Þar kemur fram að 10–40 mín- útna blundur í eftirmiðdaginn veitir heilanum og vöðvum líkam- ans mikilvæga hvíld. Eftir síest- una sé fólk endurnært, einbeit- ingin sé betri og vinnuþrekið meira. Vísindamennirnir vara þó við því að eftirmiðdagslúrinn vari lengur en í 40 mínútur. „Síestan“ eykur framleiðni Sevilla. AFP. HARALDUR Noregskonungur sagði í gær í viðtali við norskt dag- blað að hann gerði sér grein fyrir því að sumir landa hans hefðu efa- semdir um brúðkaup Hákonar krónprins og Mette-Marit Tjessem Høiby, en þau verða gefin saman í dómkirkjunni í Ósló í dag. „Ég reyndi þetta sjálfur á sínum tíma. Þá var það sami hópurinn og nú sem var andvígur hjónabandi mínu. Ég held þó að það hafi bara gengið vel,“ sagði Haraldur í viðtali við VG. Sagði hann að Hákon, son- ur sinn, væri mun þroskaðri en hann hefði verið 28 ára gamall. Hældi hann einnig Mette-Marit á hvert reipi og kvaðst hafa áttað sig á því mjög fljótlega að þeim Hákoni væri full alvara með sambandinu. Reuters Reyndi það sama og Hákon ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) og albanskir skæruliðar í Makedóníu komust í gær að samkomulagi um fjölda þeirra vopna sem skæruliðar hyggjast láta af hendi í tengslum við friðarsamninga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.