Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 52
FÓLK Í FRÉTTUM
52 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
!
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney
Sýningar hefjast að nýju að loknu sumarleyfi
Í kvöld kl. 20 - NOKKUR SÆTI LAUS
Lau 1. sept. kl. 20 - LAUS SÆTI
Fö 7. sept. kl 20 - LAUS SÆTI
Lau 8. sept. kl. 20 - LAUS SÆTI
WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason
Stórsöngleikur Leikfélagsins WMU
Aukasýning:
Su 26. ágúst kl. 20 - Örfá sæti
ATH: ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Stóra svið
Halft í hvoru
Vesturgötu 2, sími 551 8900
í kvöld
DISKÓPAKK e. Enda Walsh
Lau. 25/08 kl. 20:00 -
Sun. 26/08 kl. 20:00 -
Þri. 28/08 kl. 20:00 -
Mið. 29/08 kl. 20:00 - LAUS SÆTI
Fim. 30/08 kl. 20:00 - LAUS SÆTI
UPPSELT
ÖRFÁ SÆTI LAUS
ÖRFÁ SÆTI LAUS
Miðaverð: 1.500 Sími: 511 2500
Nýtt Leikhús Vesturgötu 18
, & 2
! (
#3 $
4
&
$
(
(
5" 6&
/
& 1
7&
# !8$2
, , $
.# "$2
HEDWIG, Lofkastalinn, KL. 20.30
lau 25/8 örfá sæti laus, lau 1/9, 8/9
RÚM FYRIR EINN, Iðnó, KL. 12
fös 31/8,
súpa og brauð innifalið
Miðsala kl. 11—16, sími 552 3000
Mansfield-setrið
(Mansfield Park)
D r a m a
Leikstjóri: Patricia Rozema. Aðal-
hlutverk: Frances O’Connor, Jonny
Lee Miller. (107 mín.) Bandaríkin/
Bretland, 1999. Skífan. Öllum leyfð.
FÁIR 19. aldar skáldsagnahöf-
undar hafa notið viðlíkra vinsælda í
kvikmynda- og sjónvarpsþáttafram-
leiðslu síðustu ára
og Jane Austen. Af
þeim fjölda kvik-
mynda, sjónvarps-
mynda- og þátta
sem streymt hafa á
markaðinn er að-
eins að finna eina
þáttaröð, gerða af
BBC, sem byggð er
á skáldsögunni
Mansfield Park. Kanadíski leikstjór-
inn Patricia Rozema bætir úr því
með þessari kvikmyndagerð bókar-
innar en hún skrifaði handrit mynd-
arinnar eftir að hafa lagst í að stúd-
era höfundarverk Austen. Útkoman
er hnyttin, frískleg og hárbeitt Aust-
en-aðlögun, þar sem leikstjórinn er
ófeiminn við djarfar túlkanir og hag-
ræðingar. Í stað hinnar Austen-
tryggu aðlögunaraðferðar fer Roz-
ema þá leið að byggja aðeins laus-
lega á frumtextanum og skapar
þannig nýtt verk, sem engu að síður
er mjög í anda Jane Austen. Hnyttni,
sposkur húmor og dálítil fjarlægð á
þann verndaða yfirstéttarheim sem
frásögnin lýsir eru þar í fyrirrúmi og
kjarnast þau einkar vel í aðalpersón-
unni Fanny Price, sem leikin er mjög
skemmtilega af Frances O’Connor.
Heiða Jóhannsdótt ir
MYNDBÖND
Glettin og
kankvís
Umskipti
(Xchange)
S p e n n u m y n d
Leikstjórn: Allan Moyle. Hand-
rit: Christopher Pellham. Aðal-
hlutverk: Stephen Baldwin, Kyle
McLachlan, Kim Coates. 110
mín., Bandaríkin, 2000. Mynd-
form. Bönnuð innan 16 ára.
Í LJÓSI þeirrar miklu umræðu
sem á sér stað nú um stundir um klón-
un mannvera má staðsetja Umskipti,
líkt og svo margar
vísindaskáldsögur
sem á yfirborðinu
virðast greina frá
fjarlægri framtíð en
fjalla í raun um
samtíma sinn, í
áhugaverðu sam-
tímalegu samhengi.
Myndin gefur sér
að klónun sé mögu-
leg, og reyndar fullþróuð, og varpar
fram þeirri hugmynd að klónaðar
mannverur sé hægt að nota líkt og
dýran bílaleigubíl, efristéttarferða-
mönnum til hagræðis. Þegar hátt
settur fyrirtækjastjórnandi bregður
sér í ferðalag notar hann sér þessa
tækni, skilur sinn líkama eftir en sálin
flyst yfir í klónaðan líkama í fjarlægri
stórborg. Þetta er skemmtileg hug-
mynd en Umskipti dvelur reyndar
ekki lengi við smáatriði söguþráðar-
ins heldur reynist hér um nokkuð
hefðbundna hasarmynd að ræða.
Upprunalega líkamanum er stolið og í
kapphlaupi við klukkuna verður að-
alpersónan að hafa uppi á honum.
Samlíking kápunnar við Face/Off og
Matrix gerir myndinni reyndar lítinn
greiða. Umskipti þolir samanburð við
hvoruga en sem B-mynd er hún
sæmileg afþreying.
Heiða Jóhannsdótt ir
Mennskir
leigubílar
SÍÐASTLIÐINN
fimmtudag opnaði veit-
ingastaðurinn Sticks’n-
’Sushi útibú í Nýkaupi í
Kringlunni.
Á hinum nýopnaða
veitingastað verður við-
skiptavinum boðið upp á
fjölbreytt úrval sushi-
rétta til að taka með
sér.
Fjöldi manns sótti
opnunina, gæddi sér á
smáréttum og fagnaði
aukningu í fjölmenning-
arlegri og fjölbreyttri
matargerð í Kringlunni.
Morgunblaðið/Sverrir
Starfsmenn Sticks’n’Sushi í Kringlunni buðu gesti velkomna.
Sticks’n’
Sushi opnað
í Kringlunni
FERÐAMÁLARÁÐ borgarinnar
Asti á Ítalíu, Asti Turisimo, hélt á
dögunum vín- og ferðakynningu í
Húsi málarans.
Asti er þekktust fyrir vínhéruð
sín þaðan sem margar af helstu
léttvínstegundunum eru runnar.
Fyrr í sumar var efnt til Ís-
landskynningar í Asti fyrir til-
stilli Ítalans Gianpiero Monaca.
Þar sýndu tíu íslenskir lista-
menn verk sín auk þess sem
Stúlknakór Reykjavíkur söng
undir stjórn Margrétar Pálma-
dóttur.
Aðstandendur kynningarinnar
voru Salka ehf., Hús málarans,
Arte Grafica og Asti Turismo.
Það er von aðstandenda að
uppákomurnar tvær verði til að
leggja grunn að frekari sam-
skiptun þjóðanna.
Ferðamálaráð Asti á Ítalíu með kynningu
Þorbjörg Þórðard., Jóhanna Þórðard., Jón Reykdal og Þórður Hall.
Boðið var uppá fjölda vínteg-
unda úr Asti-héraðinu.
Morgunblaðið/Golli
Friðrika Hjördís Geirsdóttir, Linda Björnsdóttir og Þuríður Ágústs-
dóttir kynntu sér ítalska vínmenningu.
Ítölsk menning
í Húsi málarans