Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 44
MESSUR 44 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁSKIRKJA: Bent á guðsþjónustur í nágrannakirkjum vegna sumarleyfa starfsliðs Áskirkju. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11:00. Sr. Jakob Ág. Hjálmarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Sönghópur úr Dóm- kórnum syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Kirkjukór Grensáskirkju syng- ur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Vænst þátttöku tilvonandi fermingar- unglinga og fjölskyldna þeirra. Kynn- ingarfundur um fermingarstarfið að guðsþjónustu lokinni. Ólafur Jó- hannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 10:15. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Kjartan Örn Sig- urbjörnsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Félagar úr Mótettukór syngja. Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Fermingarbörn ársins 2002 mæti til skráningar. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðs- dóttir. LANDSPÍTALINN Hringbraut: Guðs- þjónusta kl. 10:30. Sr. Ingileif Malm- berg. LANDSPÍTALI Háskólasjúkrahús Fossvogi: Guðsþjónusta kl. 10:00. Organisti Helgi Bragason. Sr. Sigfinn- ur Þorleifsson. LANDSPÍTALI háskólasjúkrahús Landakot: Guðsþjónusta kl. 11:30. Organisti Helgi Bragason. Sr. Sigfinn- ur Þorleifsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11:00. Sr. Kristján Valur Ingólfsson messar. Hrafnhildur Ólafsdóttir syngur ein- söng. Organisti Jón Stefánsson. Kaffisopi eftir stundina. LAUGARNESKIRKJA: Skólamessa kl. 17:00 í tilefni af upphafi skóla- árs, haldin við þvottalaugarnar í Laugardal. Skólastjóri Laugarnes- skóla Helgi Grímsson, verður sér- staklega boðinn velkominn til starfa og mun hann annast ritningarlestur við messuna. Þorvaldur Halldórsson mun flytja létta og glaða sálma, sunnudagaskólinn og annað barna- starf í Laugarneskirkju verður kynnt fyrir krökkunum og sr. Bjarni Karls- son flytur stutta hugvekju. NESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Sr. Frank M. Halldórsson prédikar. Sr. Örn Bárður Jónsson þjónar fyrir altari eftir prédikun. Organisti Reynir Jón- asson. Kór Neskirkju syngur. SELTJARNARNESKIRKJA: Orgeltón- list kl. 11-11:30. Viera Manasek org- anisti leikur á orgelið. Áhersla lögð á ljósastand Seltjarnarneskirkju, sem er mikið notaður í bænahaldi. Fólk kemur og tendrar ljós um leið og bæn er beðin. Þar getur þú átt stund með Guði, tendrað ljós og fundið frið frá öllu amstri hversdagsins undir fallegri orgeltónlist. Verið öll hjartan- lega velkomin. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðsþjón- usta kl. 20:30. Helgi Daníelsson fyrr- verandi yfirlögregluþjónn prédikar. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Fermingarbörn og foreldrar þeirra og fjölskyldur eru hvött til að koma og taka þátt. Ferm- ingarbörn munu taka virkan þátt í helgihaldinu með ritningarlestrum og bænagjörð. Léttir söngvar og eitt- hvað fyrir alla aldurshópa. Léttur há- degisverður í safnaðarheimilinu í lok guðsþjónustu. Allir hjartanlega vel- komnir. Hjörtur Magni Jóhannsson. ÁRBÆJARKIRKJA: Safnaðarferð. Farið verður frá kirkjunni kl. 9 árdegis áleiðs á Njáluslóðir. Leiðsögumaður á leiðinni austur verður Óskar Ólafs- son. Á Njáluslóðum verður sr. Gunn- ar Björnsson leiðsögumaður. Guðs- þjónusta á Hlíðarenda kl. 14.00 þar þjóna sr. Gunnar Björnsson og sr. Halldór Gunnarsson. Ættingjar og velunnarar Nínu Sæmundsson gefa kirkjunni hökul. Þátttakendur taki með sér nesti til dagsins. Guðsþjón- usta í Árbæjarkirkju fellur niður þenn- an dag. Prestarnir. SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni: Síð- asta reglulega messa sumarsins nk. sunnudag kl. 14. 19. aldar messa í sveit á 21. öld í borg. Öðruvísi upp- lifun. Organisti Sigrún Steingríms- dóttir. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson messar. Organisti. Sigrún Þórsteins- dóttir. DIGRANESKIRKJA: Kirkjan er lokuð í ágústmánuði vegna sumarleyfa og viðhalds á kirkjuhúsi. Afleysingaþjón- ustu veitir sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson í Kópavogskirkju. Bent er auk þess á helgihald annarra kirkna í prófasts- dæminu. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 20:00. Lilja G. Hallgríms- dóttir, djákni þjónar. Organisti: Lenka Mátéová. Kór Fella- og Hólakirkju syngur. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11:00. Sr. Bjarni Þór Bjarna- son prédikar og þjónar fyrir altari. Sr. Bjarni Þór mun gegna prestsstarfi í Grafarvogskirkju á meðan sr. Sigurð- ur Arnarson er í námsleyfi. Organisti: Hörður Bragason. Kór Grafarvogs- kirkju syngur. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða sálmasöng. Organisti Jón Ólaf- ur Sigurðsson. Við minnum á bæna- og kyrrðarstundir sem verða áfram- haldandi á þriðjudögum kl. 18. Prest- arnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Altarisganga. Kór Kópa- vogskirkju syngur og leiðir safnaðar- söng. Organisti: Julian Hewlett. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta í hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ kl. 16.00. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Altaris- ganga. Prestur sr. Valgeir Ástráðs- son. Organisti Gróa Hreinsdóttir. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Sam- koma kl. 20 sunnudag. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Edda M. Swan prédik- ar. Allir velkomnir. VEGURINN Smiðjuvegi: Bænastund kl. 20, beðið fyrir vetrarstarfinu. Mánudag, fjölskyldubænastund kl.18:30 og samfélag á eftir, allir komi með sér e-h á hlaðborð. KLETTURINN: Almenn samkoma kl. 20 fyrir alla fjölskylduna. Mikil lof- gjörð og tilbeiðsla. Athugið breyttan samkomutíma. KFUM & K, Holtavegi: Samkoma á Holtavegi 28 klukkan 17. Samkom- an er tileinkuð Helga Hróbjartssyni kristniboða sem er staddur hér á landi í stuttu leyfi.Allir eru hjartan- lega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálpræðis- samkoma sunnudag kl. 20. kafteinn Ragnheiður Jónas Ármannsdóttir tal- ar. Allir hjartanlega velkomnir. FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 20. Lofgjörðarhópur Fíladelfíu leiðir söng. Ræðumaður Vörður L. Trausta- son, forstöðumaður. Allir hjartanlega velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: 26. ágúst – 1. september. Reykjavík - Kristskirkja í Landakoti: Sunnudaga: Hámessa kl. 10.30: Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Reykjavík – Maríukirkja við Raufar- sel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 17.00. Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Sunnu- daga: Messa kl. 10.30. Miðviku- daga: Messa kl. 18.30. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík – Barbörukapella: Skóla- vegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Fimmtudaga: skriftir kl. 19.30. Bænastund kl. 20.00. Akranes: Laugardaginn 25. ágúst: messa kl.18.00. Borgarnes: Laugardaginn 25. ágúst: Messa kl.15.00. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Sunnudaga: Messa kl. 10.00. Grundarfjörður: Sunnudaginn 26. ágúst kl. 19.00. Ólafsvík: Sunnudaginn 26. ágúst: Messa kl.16.00. Ísafjörður – Jóhannesarkapella: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Bolungarvík: Sunnudaga: Messa kl. 16.00. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19.00. Flateyri: Laugardaga: Messa 18.00. Kaþólska kirkjan á Akureyri, Pét- urskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laug- ardaga: Messa kl. 18.00. Sunnu- daga: Messa kl. 11.00. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Samkoma á morgun kl. 16. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Guðsþjónusta kl. 11 sunnudag. Pré- dikunarefni: Lífsviskan sem okkur er lögð í brjóst og syndin. Kl. 14 helgi- stund á Hraunbúðum. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Félagar úr kór kirkj- unnar leiða söng. Organisti Natalía Chow. Prestur Gunnþór Þ. Ingason. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Kvöld- guðsþjónusta kl. 20:00 – Prestar kirkjunnar Sigríður Kristín Helgadótt- ir og Einar Eyjólfsson flytja sam- talspredikun. Kór kirkjunnar leiðir al- mennan söng undir stjórn Þóru Guðmundsdóttur. Samverustund í safnaðarheimili að lokinni guðsþjón- ustu þar sem fjallað verður um starf- ið í kirkjunni á komandi vetri. Prestar og starfsfólk Fríkirkjunnar Hafnarfirði bjóða alla velkomna til góðrar sam- verustundar. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta í Vídalínskirkju sunnudaginn 26. ágúst kl. 11:00. Félagar úr kór kirkj- unnar leiða almennan safnaðar- söng. Organisti: Jóhann Baldvins- son. Við athöfnina þjóna Hans Markús Hafsteinsson og Nanna Guð- rún Zoëga djákni. Mætum vel í lok sumars og sameinumst í lofgjörð til Drottins. Biðjum saman fyrir látnum bræðrum okkar og systrum og ást- vinum þeirra. Biðjum þess að vetur- inn megi verða okkur mildur. Prest- arnir. NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 20.30. Kirkjukór Njarð- víkur syngur undir stjórn Steinars Guðmundssonar organista. Sóknar- prestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta á púttvellinum við Mánagötu kl. 13. Kórstjóri Hákon Leifsson. Kór Kefla- víkurkirkju leiðir söng. Hið árlega kirkjumót verður haldið að guðsþjón- ustu lokinni. Eftir mótið verður öllum boðið í kaffiveitingar. Allir velkomnir. Prestur sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Guðsþjónusta á sjúkrahúsinu kl. 13.30. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Morguntíð sungin kl. 9 frá þriðjudegi til föstudags. Kaffi og brauð að henni lokinni. Foreldrasamvera kl. 11 á miðvikudögum. Sóknarprestur. ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Messa sunnudag kl. 10.30. Organ- isti Guðjón Halldór Óskarsson. Sókn- arprestur. ÞYKKVABÆJARKIRKJA: Kvöld- messa kl. 20. Organisti Guðjón Hall- dór Óskarsson. Aðalsafnaðarfundur Þykkvabæjarsóknar verður haldinn í kirkjunni að messu lokinni. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Sóknarprestur og sóknarnefnd Þykkvabæjarsóknar. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Presta- vígsla verður sunnudag kl. 14. Sr. Sigurður Sigurðarson vígir Leif Ragn- ar Jónsson, cand. theol. til Patreks- fjarðarprestakalls. BRIMILSVALLAKIRKJA: Fjöl- skylduhátíð á Brimilsvöllum kl. 15 sunnudag. Uppskeruhátíð við lok sumars. Guðsþjónusta, leikir, fjölda- söngur og grillveisla. Allir velkomnir. Sóknarprestur. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Messa og alt- arisganga kl. 11. Sóknarprestur. MÖÐRUVALLAKIRKJA: Kvöldguðs- þjónusta verður fyrir allt prestakallið í Möðruvallakirkju sunnudag kl. 21. Sr. Gylfi Jónsson prédikar og sókn- arprestur þjónar fyrir altari. Messu- kaffi hjá Pálínu og Bjarna að Möðru- völlum III eftir guðsþjónustuna. Sóknarprestur. ÞINGVALLAPRESTAKALL: Messað verður í Þingvallakirkju sunnudag kl. 14. Organisti Guðmundur Vilhjálms- son. Prestur sr. Þórey Guðmunds- dóttir. Þetta verður seinasta guðs- þjónustan á Þingvöllum í sumar- skrúða áður en haustþjónustan tekur við. Guðspjall dagsins: Far- ísei og tollheimtumaður. (Lúk. 18). Morgunblaðið/SverrirFríkirkjan við Tjörnina. FRÉTTIR ÖLL sýningarpláss á sýningunni Heimilið í Laugardalshöllinni eru nú uppseld og sýningaraðstaða á Is- landica 2001 er einnig langt komin með að fyllast. Sýningarnar verða í Laugardalshöllinni, Skautahöllinni og Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, auk þess að ná yfir stórt útisvæði við Laugardalshöllina. Búist er við 40– 60 þúsund gestum. Sýningin Islandica 2001 hefur undirtitilinn ævintýrið um íslenska hestinn og er henni ætlað að kynna vörur og þjónustu sem tengjast ís- lenska hestinum og efla þá fjöl- breyttu atvinnustarfsemi sem teng- ist honum, í ferðaþjónustu, verslun, iðnaði og landbúnaði. Heimilissýningin er nú endurvak- in í breyttri mynd en forverar henn- ar – heimilissýningarnar á áttunda og níunda áratugnum – þóttu marg- ar hverjar hinar glæsilegustu og voru jafnan fjölsóttar. Sýningarpláss á Heimilið 2001 uppselt ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG Íslendinga stendur fyrir námskeiði um landnám Íslendinga í Vesturheimi á vestur- faratímabilinu. Fjallað verður um til- raunir Íslendinga til landnáms víðs- vegar um Bandaríkin og Kanada, en einnig verða aðrir þættir þessa tíma- bils skoðaðir. Reynt verður að útskýra hvers vegna þessir staðir urðu fyrir valinu og hvernig tókst til hverju sinni. Um- sjónarmaður námskeiðsins er Jónas Þór, sagnfræðingur. Námskeiðið verður haldið í Gerðubergi á þriðju- dagskvöldum kl. 20-22 og hefst 4. september nk. en lýkur 23. október. Skráning á námskeiðið verður í Gerðubergi 30. ágúst kl. 17 og 20 og 2. september kl. 14-17. Þátttökugjald er kr. 10.000 og greiðist við skráningu. Námskeið um vesturfara HINN 21. ágúst s.l. á milli kl. 14.55 til 15.20 var ekið á bifreiðina XM-455, sem er Nissan rauð fólksbifreið, þar sem hún stóð kyrr og mannlaust í stæði við Hverfisgötu 29. Sá sem það gerði fór hins vegar af vettvangi án þess að tilkynna það til lögreglu eða hlutaðeiganda. Því er hann eða aðrir sem geta gefið frekari upplýsingar beðnir að snúa sér til lögreglunnar í Reykjavík. Vitni vantar að ákeyrslu FÖSTUDAGINN 31. ágúst og mánudaginn 3. september verður sendiráð Bandaríkjanna lokað. Af því tilefni viljum við benda á að ekki verður tekið á móti umsóknum fyrir vegabréf eða vegabréfsáritanir þessa daga. Í neyðartilvikum er þó hægt að ná í embættismann sendi- ráðsins í síma 693-9207. Sendiráð Banda- ríkjanna lokað SAMVIL ehf. býður upp á símennt- unarnámskeið á Netinu. Eftirfarandi námskeið eru í boði á haustmisseri 2001: „Námskeið í vefsíðugerð (Front- Page/Netscape Composer). Nám- skeið í glærugerðarforritinu Power- Point. Námskeið í Word og Excel fyrir lengra komna. Kennslan fer ein- göngu fram á Netinu í lokuðu náms- umhverfi. Hvert námskeið stendur yfir í þrjár vikur. Umsjónarmenn og kennarar eru vanir fjarkennslu. Skráning á námskeiðin er á Netinu á vefslóð http://frontpage.simnet.is/ samvil/fjarnam/namskeidkenn.htm,“ segir í fréttatilkynningu. Símenntun á Netinu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.