Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 37 ✝ Jóhanna RagnaEggertsdóttir fæddist á Þorkels- hóli, Víðidal í V- Húnavatnssýslu, 7. janúar 1939. Hún lést á Heilbrigðis- stofnuninni á Hvammstanga 19. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Eggert Þórar- inn Teitsson, f. 10. maí 1899 í Haga í Þingi, d. 6. nóvem- ber 1991, og Dýr- unn Herdís Jóhann- esdóttir, f. 6. nóvember 1897 á Auðunarstöðum, d. 7. janúar 1981. Bjuggu þau lengst af sínum búskap á Þorkelshóli. Systkini Jóhönnu voru þrjú: 1) Teitur, f. 20. júlí 1923, d. 28. febrúar 1996, kvæntur Maríu Pétursdóttur, f. 23. mars 1932. Kjörsonur Eggert Þórarinn. 2) Ingibjörg, f. 8. feb. 1928, maki Jóhann H. Jónsson, f. 31. mars 1930, d. 16. maí 1998. Sambýliskona hans er Ulla Krist- ín Lundberg, f. 1. desember 1973. Dóttir þeirra Jóna Margareta, f. 20.nóv 1998; Teitur Jóhann, f. 27. maí 1964. Sonur hans Sigurður Björn, f. 3.maí 1989. Móðir hans Svanhvít Freyja Þorbjörnsdóttir. Jóhanna ólst upp í foreldrahúsum á Þorkelshóli, sótti barnafræðslu í sinni heimasveit og síðan nám við Húsmæðraskólann á Blöndu- ósi 1956–1957. Hún hóf búskap á Þorkelshóli ásamt manni sínum 1959 og tók við hálfri jörðinni 1963 af foreldrum sínum. Jóhanna tók þátt í félagslífi sveitar sinnar, var í samkór og kirkjukór og sat í stjórn Lestr- arfélags Þorkelshólshrepps. Hún tók þátt í störfum Kvennalistans á Norðurlandi vestra. Jóhanna vann á Saumastofunni Borg frá stofnun hennar 1977, sat í stjórn hennar og síðan framkvæmda- stjóri hennar frá 1987 til dán- ardags. Hún starfaði einnig öðru hverju við fiskvinnslu á Hvamms- tanga, eins starfaði hún tíma- bundið við Laugarbakkaskóla í Miðfirði sem leiðbeinandi og ræstir. Útför Jóhönnu fer fram frá Víðidalstungukirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Börn þeirra eru Björgvin Jóhann, Eggert Þór, Hörður, Herdís og Ingvar Jón. 3) Jóhannes, f. 21. september 1933, maki Sigríður Sig- valdadóttir, f. 30. mars 1945. Börn þeirra eru Sigríður Valdís og Eggert. Hinn 9. ágúst 1959 giftist Jóhanna, Ant- oni Júlíussyni, f. 23. apríl 1932. Kjör- foreldrar hans voru Guðrún Sigvaldadótt- ir og Júlíus Jónsson á Mosfelli Svínadal í A-Hún. Synir Jóhönnu og Antons eru: Eggert Aðal- steinn, f. 30. nóvember 1958. Unnusta Ásdís Svavarsdóttir, f. 30. júlí 1959. Börn hans frá fyrra hjónabandi eru Anton Albert, f. 29. des 1987, og Kristrún Ósk, f. 28. des 1988. Móðir þeirra er Jónína Auður Sigurðardóttir; Júlíus Guðni, f. 3. apríl 1963. Ég minnist þín fyrst, frænka mín, sem lítillar stúlku á barna- skemmtun í Víðihlíð árið nítjánhundruð fjörutíuog eitthvað. Þar var dansaður hringdans og fleira við harmonikuspil Jóhanns á Fitjum. Það var afskaplega gam- an, en sem fyrr var feimnin að drepa mann í fjölmenninu. Ein- hvern veginn skikkaðist svo til að ég dansaði við þig, ef dans skyldi nefna, og mér fannst þú vera mjög falleg frænka. Þú varst í fallegum kjól og með stóran fæðingarblett, að mig minnir á hægri framhand- legg. Ég var stjarfur eins og staur, en þú varst kotroskin og reyndir að halda uppi samræðum við þenn- an þremur árum eldri, en draug- feimna frænda þinn. Árin liðu og snemma árs 1950 var mér komið fyrir hjá foreldrum þínum og föðursystkinum mínum á Þorkelshóli um þriggja vikna skeið til skólagöngu á næsta bæ, Nípu- koti. Þangað gengum við saman til náms til hennar Auðar Guðmunds- dóttur ásamt Bensa í Brautar- landi, sem einnig var vistaður á Þorkelshóli þennan skólatíma. Námið hjá Auði sóttist vel og lífið var fagurt. Vistin hjá frændfólki mínu á Þorkelshóli var góð og þessar síðustu vikur skammrar barnaskólagöngu voru einkar skemmtilegar. Enn liðu árin og forlögin leiddu mig og fjölskyldu mína að Nípu- koti til búsetu hjá sameiginlegum vini okkar, Gunnlaugi Björnssyni. Þá var gott að eiga þig og mann- inn þinn, Tona, sem nágranna. Í fyrstu var vatnslaust í Nípukoti og kom sér vel að geta farið yfir að Þorkelshóli með þvott og fengið alla þá hjálp, sem ekki gleymist. Kvöldstundirnar á Þorkelshóli voru oft skrafdrjúgar og kátar. Stundum var jafnvel kíkt í glas. Ég vil þakka þér, frænka mín, fyrir áratuga vináttu og allt sem þú og þínir hafa veitt mér og mín- um. Sumar skuldir verða aldrei greiddar. Þannig er lífið. Ég bið þann, sem öllu ræður, að blessa þig og þína. Ég mun, því miður, ekki getað verið við jarðarförina þína, en hugurinn mun reika til Víðidalsins okkar þann dag sem oftar. Ég votta þér, Toni, sonum ykk- ar, tengdabörnum og barnabörn- um samúð mína. Egill Gunnlaugsson. Lífinu má líkja við bjartan dag sem líður við leik og störf. Þegar húmar að kvöldi er ekki í mann- legu valdi að breyta því, en myrkr- ið má lýsa upp með því að kveikja ljós minninganna. Undanfarna daga hafa minn- ingabrot frá samverustundum okk- ar Hönnu sótt á huga minn. Þeim fylgir birta. Það var ekki ónýtt að eiga slíka nágrannakonu. Hanna hafði áhuga á svo mörgu, var fróð, viðræðugóð, með kímnigáfuna í góðu lagi og ekki gekk sá bónleið- ur til búðar sem til hennar leitaði. Það hefur verið snar þáttur í til- verunni að setjast niður í eldhús- inu hjá Hönnu og Tona til að spjalla. Oftar en ekki var seinna staðið upp en áætlað hafði verið. Frá unga aldri vann Hanna ýmis konar sveitastörf, en kúabúskap- urinn var henni hugleiknastur. At- vinnumál í byggðarlaginu skiptu hana miklu og í þeim efnum leitaði hugurinn gjarnan fram á við, að því sem betur mætti fara. Hún átti mikinn þátt í að byggja upp og reka saumastofuna Borg, sem hef- ur skilað mörgum dagsverkum í sveitarfélaginu. Um árabil vann hún því fyrirtæki af elju og fórn- fýsi. Handavinna var Hönnu líf og yndi ekki síst prjónaskapur. Þær voru ófáar lopapeysurnar sem urðu til hjá henni að loknum venjulegum vinnudegi. Hún hafði gaman af söng og var í kór um all- langt skeið. Skapstyrk hafði Hanna í ríkum mæli, svo sem best kom í ljós á síðustu vikum. Víl og sjálfsvor- kunn var henni fjarri skapi, frem- ur var leitað að hinu broslega og glaðst yfir því sem gekk vel. Ekki hvað síst var ástæða til að gleðjast yfir barnabörnunum sem veittu ómælda ánægju inn í líf ömmu sinnar. Við í Nípukoti þökkum sam- fylgdina. Við sendum Tona ásamt Eggerti, Guðna og Teiti og fjöl- skyldum þeirra hugheilar samúð- arkveðjur. Sigrún Þórisdóttir. Nú er komið að kveðjustund, hún elsku Hanna okkar er dáin. Að missa einhvern úr lífi sínu tek- ur stórt brot úr hjarta manns. Minningarnar sem fylla hugann þessa síðustu daga eru margar og góðar. Ég kom fyrst til Hönnu og Tona þegar ég var 9 ára og eru því nær 40 ár síðan, en það liggur við að mér finnist sem það hafi verið í gær. Það tókst með okkur vinátta sem hefur haldist síðan. Þó svo lið- ið hafi langur tími á milli þess að við höfðum samband eða hittumst var alltaf eins og við hefðum hist síðast í gær. Mér hefur oft fundist í gegnum árin að Hanna væri mér sem önnur mamma. Hanna mín, þú varst sterk kona og traust. Við ræddum það síðast í sumar, ásamt mörgu öðru, hvað þú hefur alla tíð reynst mér vel. Þú hjálp- aðir mér og studdir ómetanlega á erfiðum kafla í lífi mínu, en þú vild- ir nú gera lítið úr því, en það fæ ég þér aldrei fullþakkað. Þess vegna er ég þakklát fyrir að hafa getað verið hjá þér og aðstoðað aðeins í sumar. Já, þær eru margar og góð- ar minningar sem ég á. Skemmti- leg og ánægjuleg var ferðin sem við fórum saman í til Danmerkur. Það var mikil tilhlökkun og spenn- ingur hjá okkur báðum, þú að fara að sjá þitt fyrsta barnabarn og ég að fara í fyrsta skipti út fyrir land- steinana. Krakkarnir mínir minn- ast enn jólapakkanna sem þau fengu frá Hönnu og Tona, mjúkur pakki en alltaf rjómasúkkulaði með. Ég hringdi í þig fyrir afmælið þitt áður en þú varðst sextug og spurði hvort þið kæmuð ekki til mín á afmælisdaginn þinn eins og þið Toni höfðuð gert bæði á fer- tugs- og fimmtugsafmælinu. Þú þáðir það en ég varð að lofa að hafa ekkert fyrir ykkur. Þið komuð og við áttum saman ánægjulegan dag og kvöldstund. Þegar við kvödd- umst töluðum við um að þið kæmuð á sjötugsafmælinu þínu en því mið- ur verður það ekki. Þú varðst að lúta í lægra haldi fyrir þessum ill- víga sjúkdómi. Þegar ég hringdi í þig suður varstu hjá Ingu systur þinni að bíða eftir niðurstöðum úr rannsóknum, þú sagðist ætla að hringja í mig þegar þú vissir eitt- hvað, sem þú og gerðir. Ekki voru niðurstöðurnar góðar en þú tókst þessu eins og öllu öðru með þinni alkunnu ró. Þetta væri verkefni sem þú þyrftir að takast á við og ætlaðir að sigrast á. Þú byrjaðir í meðferðinni, maður varð svo bjart- sýnn, þetta virtist ætla að ganga en svo kom í ljós að þetta gekk ekki nógu vel. Snemma í sumar sagðir þú mér að þú værir ekki bjartsýn og ef þetta væri staðreynd vildir þú að þetta tæki sem stystan tíma. Hanna mín, ég þakka þér fyrir allt og allt, þú stóðst þig eins og hetja allan tímann og alltaf var stutt í gamansemina hjá þér. Guð geymi þig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Toni, Eggert, Ásdís, Ant- on, Kristrún, Júlíus, Kristín, Jóna, Teitur, Siggi og aðrir aðstandend- ur, við sendum ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg því missir ykkar er mikill. Þín vinkona, Halldóra og fjölskylda. Okkur langar til að kveðja þig, elsku Hanna, með örfáum orðum. Við vorum ekki gömul þegar við fórum að fara suðureftir til ykkar, enda bjóst þú á næsta bæ og frænka okkar að auki. Þú varst svona fastur punktur í tilverunni fannst okkur. Minnisstætt var að fara í fjósið til þín, enda engar kýr hjá okkur. Reyndar duttum við stundum í flórinn en það var nú lagi. Þú hafð- ir oft í mörg horn að líta en alltaf varstu samt jafn róleg og yfirveg- uð. Eftir að bústörfum lauk að mestu vannst þú ýmis störf en saumastofan Borg stóð þar uppúr. Þar gast þú nýtt hæfileika þína og starfaðir þar af miklum áhuga og ósérhlífni eins lengi og heilsan leyfði. Þegar þú greindist með þennan illvíga sjúkdóm fyrir rúmu ári lýsti það vel þínum persónuleika hvað þú tókst því af mikilli yfirvegun og æðruleysi. Þú vildir sem minnst úr þessu gera og barst þig eins vel og mögulegt var, allt til enda. Við sendum Tona, Eggerti, Júl- íusi Guðna, Teiti og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð geymi þig. Valdís og Eggert. JÓHANNA RAGNA EGGERTSDÓTTIR                         ! "  !"!#$% & ## '#$(# ) #&"!#(# *&!#(# *$ !#$% & ## & (# + # +, #(+ # + # +, #"   #   $   -. /0! .  1,' '22    %& # ' !     # ( )(   %# "/ # (# #1& $ %#$% & !%#3% (# 4 #%#$% & -&# "56 (# & %#(#  #$% & + # +, #(+ # + # +, #"      7 4 !) 8 +%#$& 3 '+6 , '    #   #  * !  #( )(   + ) ( ,  $  - 7 #9$% & )& 7 #9(# &  *$% & & 9#7 #9$% & &##- &#(# (*, $ " - )  ) ,    ,        # !   !  74 - ! - 8 :  2;<  &" .  )  - (  / $ ( 0 1 ( ! ,## #1& /, #$% & /, #7& (# &# # "3( &#$% & !%1 ##7& (# 9# $% & & 7& (# # 3" &#$% $% & & 9# "7& $% & &  $% (# * +, #( # * +, #"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.