Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÓÐINN Svan Geirsson, versl- unarstjóri Bónuss á Akureyri, sagði að verslunin væri þessa dagana að selja heila ferska kjúklinga frá Holtakjúklingum á 389 kr. kílóið og það væri jafn- framt besta verðið sem í boði væri. Fyrstu afurðir Íslands- fugls fóru á markað í gær, í verslanir í Reykjavík og á Ak- ureyri. Í frétt í Morgunblaðinu í gær kom fram í máli Auðbjörns Kristinssonar framkvæmda- stjóra Íslandsfugls að aðeins yrði boðið upp á heila kjúklinga til að byrja með og á verði sem menn hefðu ekki séð áður á ferskum fugli. Hagkaup auglýsir í Morgun- blaðinu í gær ferska kjúklinga frá Íslandsfugli á kr. 399 kílóið eða 10 krónum hærra en Bónus býður kjúklinga frá Holtakjúk- lingum á. Óðinn Svan sagði að Bónus hefði oft verið að selja ferska kjúklinga undir 400 krónum kg og á dögunum voru ferskir kjúklingabitar til sölu í Bónus á 359 kr. kg. Óðinn Svan sagði að það væri stefna Bónuss að vera ódýrastir „og þess vegna erum við t.d. 10 krónum ódýrari núna.“ Hann sagði að enn væri ekki til kjúk- lingur frá Íslandsfugli í Bónus á Akureyri. „Við fáum hann örugglega inn til okkar líka og verðum þá ódýrari en aðrir.“ Kjúklingar boðnir með afslætti BALDVIN Valdemarsson hefur ver- ið ráðinn framkvæmdastjóri Slipp- stöðvarinnar á Akureyri og hefur hann þegar tekið til starfa. Slippstöðin á og rekur alhliða ný- smíða- og þjónustuver á Akureyri fyr- ir sjávarútveg, matvælaiðnað, einkum fiskvinnslu og byggingariðnað. Baldvin er 42 ára gamall. Hann lauk prófi í útgerðartækni frá Tækni- skóla Íslands 1980 og prófi í viðskipta- fræði frá Háskóla Íslands 1988. Hann var áður framkvæmdastjóri hjá Sól- Víking. Slippstöðin á Akureyri Baldvin Valde- marsson fram- kvæmdastjóri VEGAGERÐIN hefur óskað eftir tilboðum í rekstur tveggja ferja á Eyjafirði. Annars vegar er um að ræða rekstur Grímseyjarferju en um er að ræða ferjuleiðina Dalvík– Grímsey–Hrísey með ferjunni Sæ- fara. Tímabilið sem um ræðir er frá árinu 2002 til 2004. Samskip hafa séð um rekstur Sæ- fara síðustu ár eða frá því síðasta út- boð fór fram. Þá mun Vegagerðin einnig bjóða út rekstur Hríseyjarferjunnar Sæv- ars sem siglir milli Hríseyjar og Ár- skógssands. Reksturinn er boðin út á tímabilinu frá næstu áramótum og til loka árs 2004. Ferjurekstur boðinn út FJÓRÐA aðalráðstefna Samtaka um landbúnað á Norðurslóðum (Circumpolar Agricultural Associa- tion: CAA) verður haldin á Ak- ureyri í næstu viku, en hún er á vegum Stofnunar Vilhjálms Stef- ánssonar, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og fleiri aðila inn- an nýstofnaðrar Íslandsdeildar CAA. Ráðstefnan ber heitið Legacy and Vision in Northern Agricult- ure og er ætlað að beina athygli að samspili sögu og menningar við undirstöðu landbúnaðarins og þeim möguleikum til sóknar á nýrri öld sem í því felst. Þátttakendur verða rúmlega 100, flestir frá aðildarríkj- um Norðurskautsráðsins (átta tals- ins). Búist er við að ráðstefnan skapi mikilvæga umræðu og aukin samráð milli vísindamanna og hagsmunaaðila í landbúnaði á norðurslóðum. Frá því að CAA samtökin voru stofnuð árið 1992 hafa aðalráðstefnur hennar farið fram á þriggja ára fresti og verið haldnar í Whitehorse í Yukon fylki Kanada, Tromsø í Noregi og í Anchorage, Alaska. Núverandi for- seti samtakanna er Þorsteinn Tómasson, forstjóri Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins, en að- setur þeirra er við Stofnun Vil- hjálms Stefánssonar og ritari er Jón Haukur Ingimundarson. Ráðstefna um landbúnað AÐSÓKN að Menntaskólanum á Akureyri er mjög mikil í vetur og hafa nemendur ekki verið fleiri í heilan áratug. Alls verða 630 nem- endur í fullu námi við skólann og þar af 190 nýnemar á fyrsta ári. Þá er heimavistin fullsetin en þar verða 165 nemendur og þufti að neita nokkrum hópi nemenda um heima- vist. Nokkur undanfarin ár hefur fjöldi nemenda við skólann verið um og jafnvel undir 600 en fjöldi nemenda þetta skólaárið er nærri því sem var þegar nemendur voru flestir í dag- skóla. Þegar við skólann var öld- ungadeild og kvöldskóli fór heildar- tala nemenda hins vegar allt að 750. Þetta kemur fram á heimasíðu MA. Vel hefur gengið að ráða kennara Þar kemur jafnframt fram að vel hafi gengið að ráða kennara til starfa og fullráðið í öll störf. Kenn- arar við skólann eru 51 talsins og aðrir starfsmenn um 30. Í vetur býður MA nemendum á fyrsta og öðru ári að skrá sig í sér- staka fartölvubekki. Í slíkum bekkj- um verður notast við fartölvur í kennslu og námi og búa kennarar sig sérstaklega undir slíka kennslu og er jafnframt miðað við að allir nemendur í þessum bekkjum hafi fartölvu til umráða. Menntamálaráðherra hefur sam- þykkt tillögur ráðgjafanefndar um styrki til þróunarverkefna í fram- haldsskólum og voru MA veitir styrkir til fjögurra verkefna. GSM-símar sem náms- og kennslutæki Verkefnin eru: breytt kennsluum- hverfi í efnafræði, dreifinám í MA og grenndarkennsla í íslensku. Loks er verkefnið Í sambandi, samnýting þrennra samskiptamiðla í námi og kennslu en það er tilraunaverkefni sem felur í sér að nota GSM-síma sem náms- og kennslutæki ásamt samskiptaforriti og tölvupósti. Menntaskólinn á Akureyri verður settur mánudaginn 17. september kl. 9.00 en busar verða teknir inn í samfélag nemenda föstudaginn 21. september. Nemendur við MA ekki verið fleiri í áratug VÍÐA í Eyjafjarðarsveit, bæði austan og vestan Eyjafjarðarár, hafa verið skipulagðir byggingar- reitir fyrir íbúðarhús og þá að- allega einbýlishús en einnig fyrir sumar- og orlofshús. Um er að ræða svæði þar sem byggingarlóðir eru tilbúnar til úthlutunar og svo svæði þar sem skipulagsvinna er enn í gangi. Í landi Brúarlands hefur verið skipulagt lítið íbúðarhúsahverfi, Brúnahlíð, með átta einbýlishúsa- lóðum og í Fosslandi hefur verið deiliskipulagt svæði fyrir fimm ein- býlishús. Á jörðinni Kaupangi er í undirbúningi breyting á aðalskipu- lagi og í framhaldi af því verður gert deiliskipulag nýs íbúðarhverf- is með 11 íbúðarhúsum. Á Leifs- stöðum hefur verið skipulagt svæði fyrir frístundabyggð og reynist áhugi fyrir hendi er ætlunin stækka skipulagssvæðið og bæta þar við lóðum fyrir íbúðarhús. Öll þessi svæði eru austan Eyjafjarð- arár. Að vestan eru einnig nokkur byggingarsvæði. Í Reykárhverfi II á Hrafnagilssvæði hafa fyrstu fimm einbýlishúsalóðirnar verið auglýstar til umsóknar en í heild gerir skipulagstillaga ráð fyrir 21 íbúð á svæðinu, í einbýlis-, par- og raðhúsum. Við Hrafnagilsskóla hef- ur verið skipulagt hverfi fyrir 12 íbúðir í fyrsta áfanga og er fyrsta raðhúsið af fjórum risið þar en það er Trésmíðaverkstæði Sveins Heið- ars ehf. sem byggir raðhúsin og býður fullbúnar til kaups. Þá er unnið að deiliskipulagi jarðarinnar Kropps, vestan megin árinnar, en þar er ætlunin að út- hluta lóðum fyrir einbýlis-, sumar- og orlofshús á næsta ári.  Íbúðarlóðir skipulagðar UM 30 manns fóru í átta tíma Héðins- fjarðarferð sl. miðvikudag. Það voru einstaklingar frá Ólafsfirði og Siglu- firði, m.a. bæjarstjórar og bæjar- fulltrúar, fulltrúar frá Vegagerðinni, Náttúruverndarsamtökum, Skipu- lagsstofnun og landeigendum í Héð- insfirði. Þá var einn þingmaður í för, Kristján Möller frá Siglufirði. Tilgangur ferðarinnar var að sýna viðkomandi aðilum aðstæður í Héð- insfirði og sjá staðina þar sem fyr- irhugaðir gangamunnar munu verða. Óhætt er að segja að allir hafi orðið einhvers vísari, en Héðinsfjörður hef- ur verið frekar lokaður í áranna rás og umferð í lágmarki. Þarna eru hins vegar nokkrir sumarbústaðir sem eigendur nýta yfir sumartímann. Þegar mest líf var í Héðinsfirði voru sjö bæir í byggð og íbúafjöldi í firð- inum á bilinu 70-90 manns. Síðasti bærinn fór í eyði upp úr 1950. Lítið jarðrask vegna framkvæmdanna Sverrir Sveinsson, fyrrv. rafveitu- stjóri á Siglufirði og sá sem fyrstur flutti frumvarp á þingi um gerð jarð- ganga milli Ólafsfjarðar og Siglu- fjarðar, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að ótrúlega lítið jarðrask yrði við þessar framkvæmdir. Og þó svo að eitthvert jarðrask yrði þá væri það nú svo að náttúran hefði hæfileika og tilhneigingu til að laga sig að aðstæð- um, það hefði hún gert í árþúsundir og ætti eflaust eftir að gera lengi enn. Vegagerðarmenn tóku undir þessi orð Sverris, enda hefði allt kapp verið lagt á við hönnun jarðganga og gangamunna að fella mannvirkin á sem eðlilegastan hátt inn í umhverfið. Það var samdóma álit allra að ferðin hefði verið gagnleg og mjög fróðleg, ekki síst fyrir þá sem voru að koma þarna í fyrsta sinn. 30 manna hópur í skoð- unarferð í Héðinsfjörð Morgunblaðið/Helgi Jónsson Þorsteinn Jóhannesson verkfræðingur útskýrir hvernig gangamunn- arnir munu liggja. Efst á myndinni sjást tveir menn þar sem austari gangamunninn verður, sá sem liggja mun til Ólafsfjarðar. Ólafsfjörður ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.