Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 18
LANDIÐ 18 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í VIKUNNI kom tíuþúsundasti gestur sumarsins í Hvalamiðstöðina á Húsavík. Það reyndist vera belgísk fjölskylda frá Antwerpen, Nauwel- aers að nafni. Ásbjörn Björgvinsson, forstöðu- maður Hvalamiðstöðvarinnar, tók á móti belgísku fjölskyldunni og færði henni blómvönd auk þess sem börnin fengu að gjöf boli merkta Hvalamið- stöðinni. Ásbjörn sagðist hafa látið sig dreyma um 10% aukningu gesta í sumar en að raunin væri sú að það sem af er sumri er aukningin 15%. Hann sagði að flestir gestirnir væru erlendir ferðamenn og kenna mætti veðráttunni í sumar um að ekki hafa verið fleiri Íslendingar á ferðinni. Í sumar starfa tólf manns í Hvala- miðstöðinni, þar af sex sjálfboðaliðar sem m.a. vinna í gamla sláturhúsinu á Húsavík, en til stendur að Hvala- miðstöðin flytjist þangað í vetur og verði opnuð næsta vor. 15% aukning gesta í Hvalamiðstöðinni á Húsavík í sumar Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Ásbjörn Björgvinsson færir frú Nauwelaers blómvönd í tilefni þess að hún var tíuþúsundasti gestur sumarsins, en með þeim er eiginmaður hennar og börn. Tíuþúsundasti gestur sumarsins kom í vikunni Húsavík RÁN Jónsdóttir heitir nýr stöðvar- stjóri Blönduvirkjunar og tók hún við því starfi 1. júlí. Rán, sem starfað hef- ur hjá Landsvikjun í sjö ár, mest við áætlanir um uppbyggingu raforku- kerfisins, er gift Skúla Pálssyni og eiga þau tvo syni. Með Rán í Blönduvirkjun starfa 15 manns auk þess sem á þriðja tug ung- linga starfar við gestamóttöku, gróð- ursetningu og aðra fegrun umhverfis yfir sumartímann. Rán telur það mik- ið atriði að halda áfram góðum tengslum við samfélagið umhverfis virkjunina og telur unglingavinnuna vera einn lið í því. Synir þeirra hjóna fara í skóla á Húnavöllum við Reykja- braut en Skúli mun stunda kennslu við Grunnskólann á Blönduósi í vetur. Hjónin eru fædd og upp alin á höf- uðborgarsvæðinu og voru nokkuð viss um að dreifbýlið ætti vel við þau og því til staðfestu létu þau sér um munn fara þegar farið var til Reykjavíkur á dögunum: „Við þurftum að fara suður um daginn.“ Aðspurð hvað það væri helst sem menn ynnu að við rekstur virkjunar á stærð við Blönduvirkjun sagði Rán að starfið fælist fyrst og fremst í svo- kölluðu fyrirbyggj- andi viðhaldi, virkjun- inni er hins vegar fjarstýrt úr Reykja- vík. Stöðugt færist í vöxt að fólk komi til að skoða virkjunina og frá því í byrjun júní hafa um 1.500 manns skráð nafn sitt í gestabókina. Rán sagði þetta aukningu frá fyrra ári og það væru að stærstum hluta Ís- lendingar sem kæmu. Stöðvarstjórinn nýi sagði það og stefnu fyrirtækisins að sýna virkjan- irnar og af því tilefni hefði Blöndu- virkjun auglýst opna daga um sl. helgi í tengslum við helgarskákmót Skák- sambandsins. Rán lék þar reyndar fyrsta leik fyrir Jóhann Guðmunds- son, oddvita í Svínavatnshreppi, hreppnum sem virkjunin er í, með þeim ágæta árangri að Jóhann Hjart- arson stórmeistari „mátti þakka fyr- ir“ jafntefli í skákinni. Nýtt met í stigahlaupi Gestir geta spreytt sig á því að bæta hraðamet úr stöðvarhúsi í stjórnhús, upp 230 metra langan stiga sem liggur nánast beint upp. Valdi- mar Grímsson, landsliðsmaður í handbolta, átti metið lengi en danskur kajakræðari bætti það nýlega og hljóp stigann á 9 mínútum og 44 sek- úndum. Æ fleiri skoða Blönduvirkjun Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Hinn nýi stöðvarstjóri Blönduvirkjunar, Rán Jónsdóttir, leikur hér fyrsta leikinn fyrir Jóhann Guðmundsson gegn Jóhanni Hjartarsyni. Blönduós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.