Morgunblaðið - 25.08.2001, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 25.08.2001, Qupperneq 18
LANDIÐ 18 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í VIKUNNI kom tíuþúsundasti gestur sumarsins í Hvalamiðstöðina á Húsavík. Það reyndist vera belgísk fjölskylda frá Antwerpen, Nauwel- aers að nafni. Ásbjörn Björgvinsson, forstöðu- maður Hvalamiðstöðvarinnar, tók á móti belgísku fjölskyldunni og færði henni blómvönd auk þess sem börnin fengu að gjöf boli merkta Hvalamið- stöðinni. Ásbjörn sagðist hafa látið sig dreyma um 10% aukningu gesta í sumar en að raunin væri sú að það sem af er sumri er aukningin 15%. Hann sagði að flestir gestirnir væru erlendir ferðamenn og kenna mætti veðráttunni í sumar um að ekki hafa verið fleiri Íslendingar á ferðinni. Í sumar starfa tólf manns í Hvala- miðstöðinni, þar af sex sjálfboðaliðar sem m.a. vinna í gamla sláturhúsinu á Húsavík, en til stendur að Hvala- miðstöðin flytjist þangað í vetur og verði opnuð næsta vor. 15% aukning gesta í Hvalamiðstöðinni á Húsavík í sumar Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Ásbjörn Björgvinsson færir frú Nauwelaers blómvönd í tilefni þess að hún var tíuþúsundasti gestur sumarsins, en með þeim er eiginmaður hennar og börn. Tíuþúsundasti gestur sumarsins kom í vikunni Húsavík RÁN Jónsdóttir heitir nýr stöðvar- stjóri Blönduvirkjunar og tók hún við því starfi 1. júlí. Rán, sem starfað hef- ur hjá Landsvikjun í sjö ár, mest við áætlanir um uppbyggingu raforku- kerfisins, er gift Skúla Pálssyni og eiga þau tvo syni. Með Rán í Blönduvirkjun starfa 15 manns auk þess sem á þriðja tug ung- linga starfar við gestamóttöku, gróð- ursetningu og aðra fegrun umhverfis yfir sumartímann. Rán telur það mik- ið atriði að halda áfram góðum tengslum við samfélagið umhverfis virkjunina og telur unglingavinnuna vera einn lið í því. Synir þeirra hjóna fara í skóla á Húnavöllum við Reykja- braut en Skúli mun stunda kennslu við Grunnskólann á Blönduósi í vetur. Hjónin eru fædd og upp alin á höf- uðborgarsvæðinu og voru nokkuð viss um að dreifbýlið ætti vel við þau og því til staðfestu létu þau sér um munn fara þegar farið var til Reykjavíkur á dögunum: „Við þurftum að fara suður um daginn.“ Aðspurð hvað það væri helst sem menn ynnu að við rekstur virkjunar á stærð við Blönduvirkjun sagði Rán að starfið fælist fyrst og fremst í svo- kölluðu fyrirbyggj- andi viðhaldi, virkjun- inni er hins vegar fjarstýrt úr Reykja- vík. Stöðugt færist í vöxt að fólk komi til að skoða virkjunina og frá því í byrjun júní hafa um 1.500 manns skráð nafn sitt í gestabókina. Rán sagði þetta aukningu frá fyrra ári og það væru að stærstum hluta Ís- lendingar sem kæmu. Stöðvarstjórinn nýi sagði það og stefnu fyrirtækisins að sýna virkjan- irnar og af því tilefni hefði Blöndu- virkjun auglýst opna daga um sl. helgi í tengslum við helgarskákmót Skák- sambandsins. Rán lék þar reyndar fyrsta leik fyrir Jóhann Guðmunds- son, oddvita í Svínavatnshreppi, hreppnum sem virkjunin er í, með þeim ágæta árangri að Jóhann Hjart- arson stórmeistari „mátti þakka fyr- ir“ jafntefli í skákinni. Nýtt met í stigahlaupi Gestir geta spreytt sig á því að bæta hraðamet úr stöðvarhúsi í stjórnhús, upp 230 metra langan stiga sem liggur nánast beint upp. Valdi- mar Grímsson, landsliðsmaður í handbolta, átti metið lengi en danskur kajakræðari bætti það nýlega og hljóp stigann á 9 mínútum og 44 sek- úndum. Æ fleiri skoða Blönduvirkjun Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Hinn nýi stöðvarstjóri Blönduvirkjunar, Rán Jónsdóttir, leikur hér fyrsta leikinn fyrir Jóhann Guðmundsson gegn Jóhanni Hjartarsyni. Blönduós

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.