Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Það eru margar góð- ar minningar sem koma upp í hugann, núna þegar við minn- umst okkar kæra starfsfélaga, Bergþórs Bergþórs- sonar. Hann hóf störf hjá Borgarbíla- stöðinni árið 1962 og starfaði þar óslitið síðan, þar til nú í byrjun sum- ars, er upp komu þau veikindi, sem drógu hann til dauða, svo langt um aldur fram. Bergþór sinnti starfi sínu alla tíð mjög vel og var vinnusamur og mikið snyrtimenni með bíla sína, sjálfan sig og í allri daglegri umgengni. Hann sinnti einnig starfi fram- kvæmdastjóra stöðvarinnar um margra ára bil svo og starfi trúnað- armanns bílstjóra og báðum þessum störfum sinnti hann af mikilli sam- viskusemi. Bergþór var skemmtilegur maður með alveg einstakan húmor og alveg stórkostlega frásagnargáfu sem lengi verður í minnum höfð, en hann var líka hjartahlýr maður sem ekk- ert aumt mátti sjá og barngóður með afbrigðum. Það fór aldrei fram hjá neinum sem hann þekkti, að konu sinni, Agnesi Jónsdóttur, og börnum þeirra og barnabörnum unni hann af alhug og sendum við þeim öllum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur núna á þessari stundu. Við höfum öll misst mikið við fráfall Bergþórs Bergþórs- sonar. F.h. starfsmanna Borgarbílastöðvar, Júlíus Einarsson. BERGÞÓR BERGÞÓRSSON ✝ Bergþór Berg-þórsson fæddist í Reykjavík 23. júlí 1940. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 11. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 22. ágúst. Það var dumbungur í Biskupstungunum laugardaginn 11. ágúst er Örnólfur vinur minn hringdi og tilkynnti okkur að pabbi sinn hefði látist þá um morguninn. Þrátt fyrir vitneskju um hvert stefndi var þetta þungt. Við kynntumst fyrir tæpum fjörutíu árum og tókst þá strax með okkur kunningsskapur og síðan vinátta sem aldrei bar skugga á og slitnaði aldrei. Traust vinátta helst með ræktun og senni- lega er aldrei nægilega hlúð að þeirri rækt. Því eitt af því verðmætasta sem við mannfólkið getum átt er traustur vinur og lífið snautt án sannra vina. Ég hef verið lánsamur maður að eiga þig að vini. Það gefur augaleið að á tæplega fjörutíu ára tímabili ganga hlutirnir svona upp og niður í lífinu. Þú gladdist með mér er vel gekk og ekki síður var hjálpsemi þín og stuðningur alltaf til staðar er á bjátaði. Við vorum ungir einhleypir menn, sennilega á uppleið er við kynntumst og tókum lífið svona mátulega alvarlega. Síðan kynntist þú Agnesi vinkonu minni og þið stofnuðuð til hjúskapar og eignuðust heimili, fyrst í Maríubakka og síðan á Fífó. Ég var einhleypur nokkrum árum lengur og var þá m.a. til sjós og taldi mig vera að lifa lífinu eins og það hét í þá daga. Alltaf var ég samt velkominn á heimili ykkar Agnesar, þótt stundum fengi ég ofanígjöf fyrir ýmislegt hátterni, en óskaplega þótti mér vænt um pistlana því þá gerði ég mér grein fyrir hvað ég átti. Vináttu ykkar Agnesar. Eftir því sem þið Agnes eignuðust fleiri börn eignaðist ég fleiri vini. Fyrst Begga, Jónsa, Örnólf og síðan Agnesi yngri. Ég var orðinn ríkur. Við áttum svo sannar- lega margar góðar stundir saman, orðheppni þín og skemmtileg fram- setning skemmti okkur oft. Er ég hafði eignast mína fjölskyldu treyst- um við vináttuböndin enn frekar með samveru og ferðalögum bæði innan- lands og utan. Landafræðitímarnir á ferðum okkar innanlands eru krökk- unum mínum enn í fersku minni. Þau voru oft kúnstug svörin manstu. Allt- af gafstu þér tíma í alls kyns leiki með krökkunum, umræðurnar á eft- ir eru okkur ógleymanlegar. Jæja, elsku drengurinn, nú skilj- ast leiðir um tíma, en vegna þess hversu margar skemmtilegar og góðar endurminningar við eigum verður þú alltaf meðal okkar. Agnes vinkona, þú ert traust sem klettur, megi góður Guð veita þér, strákunum og þeirra fjölskyldum og Agnesi yngri og systrum vinar míns þann styrk sem til þarf á þessari erf- iðu stund og um ókomna tíð. Örn Ingólfsson og fjölskylda. „Þó ég sé látinn harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ (Höf. ók.) Elsku Bóbó, Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ég þakka fyrir allar góðu stund- irnar. Elsku Agga, Beggi, Jónsi, Örnólf- ur, Agnes og fjölskyldur, megi Guð varðveita ykkur og styrkja. Gróa Jónsdóttir. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt. Nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V.Briem.) Kæri vinur. Aðeins örfá kveðjuorð með þakk- læti fyrir áralanga vináttu og skemmtilegheit. Það er ekki á neinn hallað þótt flestar okkar skemmti- legustu minningar séu tengdar ykk- ur. Minningarnar byrja í Maríubakk- anum og fara víða. Þær fara í hjól- hýsin, Grímsnesið, utanlandsferðir, sumarbústaða- og aðrar ferðir inn- anlands og ekki síst á „Fífó“ þar sem okkur ásamt öllum öðrum hefur ver- ið tekið með höfðingsskap ykkar hjóna. Synir okkar kynntust vel og eru enn í góðu sambandi og hjálpa okkur að rifja upp allar góðu stund- irnar. Til gamans fylgir hér vísa sem Heiðar, sonur okkar, sendi þér eftir að hafa fengið aðra frá þér. Þetta er enginn sérstakur kveðskapur, en er einhvern veginn svona: Eitt ég segi og það með sanni, sama hvað sagt er hann hafi í frammi. Að leit er að öðrum eins manni og þeim er býr á Fífuhvammi. Elsku Agga, Beggi, Jónsi, Örnólf- ur, Agnes yngri, tengdadætur og fjölskyldan öll. Þið eruð búin að vera miklar hetjur síðustu vikurnar. Megi góður guð hugga ykkur og hjálpa að takast á við sorgina. Minningarnar munu síðar verða sorginni yfirsterk- ari. Elsku Bóbó, þér hefði ekki líkað nein lofræða. Þú sem tæplega hrós- aðir þínum, það voru frekar óskyldir sem lofið fengu. Þú varst sérlund- aður, en vináttan var það aldrei. Enn og aftur hjartans þakkir, það var gott að eiga samleið með þér. Farðu vel og hvíl í friði. Sjáumst síð- ar og segjum sögur (sú fyrsta er ef- laust komin, um nýju fötin hans Gulla). „Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin.“ (Kahlil Gibran.) Hrefna og Gunnlaugur. Skammt er stórra högga á milli á Borgarbílastöðinni. Vágesturinn mikli sem enginn ræður við hefur fellt tvo af forvígismönnum stöðvar- innar, þá Þórodd og Bergþór. Ég veit ekkert um ætt Bergþórs, eða Bóbós eins og hann var kallaður, annað en það að hann ólst upp í Ljón- inu á Laugavegi 49, fyrir ofan ný- lenduvöruverslunina, þar sem alltaf var lykt af nýmöluðu kaffi og elsku- leg kona með dökkt hár og perm- anent afgreiddi. Ég held að ég hafi séð Bóbó í fyrsta sinn er ég hóf störf á stöðinni fyrir nokkrum árum. Bóbó hefur verið reifabarn, þegar breska setuliðið þrammaði niður Laugaveg- inn á leið í kirkju með lúðrasveit og stóran hund í fararbroddi. Kannski sá ég Bóbó leika sér með krakka- stóðinu á Laugaveginum án þess að veita honum athygli, enda hafa ung- lingar áhuga á öðru en litlum krökk- um. Bóbó gegndi ýmsum ábyrgðar- störfum á stöðinni, var stöðvarstjóri, þvoði gólf og vaskaði upp og mokaði snjó frá dyrum. Hann var mjög vel liðinn af öllum viðskiptavinum. Vinnutími Bóbós eins og leigubíl- stjóra yfirleitt var frá eldsnemma á morgnana fram á rauðanótt. Einhvern veginn fannst mér alltaf að Bóbó væri á rangri hillu í lífinu. Hann var mjög orðheppinn og hafði gott vald á móðurmálinu. Var mjög gaman að heyra Bóbó láta gamminn geisa, þá sjaldan hann gerði það. Yf- irleitt var Bóbó mjög yfirvegaður og rólegur, og aldrei heyrði ég hann mæla illt til nokkurs manns. Bóbó hefði sómt sér vel í hverju starfi, hvað útlit og framkomu snerti. Bóbó var þéttur á velli og þéttur í lund. Hann var alltaf í jakkafötum með bindi. Aldrei sá maður hann í galla- buxum, eins og nú er svo mikið í tísku. Borgarbílastöðin hefur misst tryggan starfsmann. Ég vil þakka Bóbó fyrir samstarf- ið sem var yfirleitt hnökralaust. Ég votta eiginkonu og fjölskyldu Bóbós samúð mína. S. Ólafsson. Bóbó var hann kallaður meðal vina og kunningja og ég kynntist honum þegar ég hóf störf hjá Fjár- festingafélagi Íslands árið 1985. Ég vil með örfáum orðum minnast Bald- vins, mágs mín, og þakka honum góð kynni. Fundum okkar bar því miður ekki oft saman í gegnum árin, þar sem ég var löngu flutt til Svíþjóðar ásamt fjölskyldu minni þegar þau kynntust, Ásgerður systir mín og Baldvin. Samt sem áður var ég sú fyrsta í fjölskyldunni sem var kynnt fyrir Baldvini og hefur mér alltaf fundist það mikill heiður. Þá komu þau, Ásgerður og Baldvin, í sum- arfrí. Ung og falleg og svo ástfangin að það geislaði af þeim. Þetta var í ágústmánuði 1980. Þessi mynd mun ávallt geymast í huga mínum. Ég man hvað mér leist strax vel á þenn- an mann. Baldvin hafði fágaða fram- komu, var einstakt snyrtimenni og lét sér mjög annt um klæðaburð sinn. Hann hélt vissri fjarlægð gagn- vart fólki, en allt sem að Ásgerði sneri lét hann sig miklu varða. Þar með tók hann öllu hennar fólki alveg sérstaklega vel. Síðan kom Baldvin nokkrum sinn- um einn í heimsókn árin þar á eftir, þá í viðskiptaerindum. Nú liðu ein tólf ár án þess að við hittumst. En á BALDVIN JÓNSSON ✝ Baldvin Jónssonskipamiðlari fæddist í Reykjavík 22. janúar 1951. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu í Límassol á Kýpur hinn 16. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 24. ágúst. páskum sl. lét ég loks verða af því að heim- sækja skyldfólk mitt á Kýpur. Ég verð ævin- lega þakklát fyrir að ég tókst þessa ferð á hendur. Litlu munaði þó að ekkert yrði úr ferðinni, systir mín fót- brotnaði illa nokkrum dögum áður. Ég hringdi strax í Baldvin og stakk upp á að fresta ferðinni þar til í haust. Baldvin bað mig lengstra orða að koma, annars yrði þetta tvö- falt áfall fyrir Ásgerði. Hann vissi hvað við vorum búnar að hlakka til að hittast. Ég naut höfðinglegrar gestrisni fjölskyldunnar og átti ógleymanlega viku í þessu fallega landi. Að skilnaði var talað um allt sem átti að gera næst þegar við hitt- umst. Síðan vaknar maður eins og af vondum draumi. Það verður ekkert næst. Þessi frétt um andlát Baldvins hefur lamandi áhrif á okkur öll. En minningin um góðan dreng mun ávallt geymast í huga okkar. Elsku systir, við sendum þér, börnum ykkar og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Hafdís og fjölskylda. Öll vitum við að við stefnum í sömu átt í hringrás lífsins, en mað- urinn með ljáinn kemur manni samt alltaf í opna skjöldu, sérstaklega þegar hann heggur jafn skjótt og nú, mann í blóma lífsins eins og Baldvin var. Fyrstu kynni okkar við Baldvin voru þegar Ásgerður og hann ákváðu að verða lífsförunautar. Í upphafi var ljóst að Baldvin var traustur maður og hugsaði um sína. Hann tók börn Ásgerðar af fyrra hjónabandi sem sín eigin og sýndi strax að fjölskyldan var honum mik- ils virði og ánægjulegt að sjá stolt hans þegar allir gátu komið saman, börnin hans fimm og Ásgerður. Góð kynni við Baldvin urðu að mjög góðum vinskap, sérstaklega eftir að þau hjónin fluttu til Kýpur. Fjarlægðin varð til þess að samveru- stundirnar urðu nánari og hver mín- úta nýtt til hins ýtrasta. Heimsóknir okkar til Kýpur urðu til þess að Baldvin verður ávallt í minningunni höfðingi heim að sækja. Það var ekki til sá hlutur sem hann vildi ekki fyrir okkur gera. Eyjan var skoðuð hátt og lágt, allt gert til þess að við nyt- um ferðanna sem best. Efst í huga eru þó hinar góðu stundir þar sem Baldvin naut sín virkilega. Allur hans fróðleikur, hvort sem viðvék veraldarsögunni, hans eigin reynslu eða stjórnmálum; ekkert var honum óviðkomandi og enginn þurfti að efast um að þar fór heimsmaður sem þekkti og hafði kynnst mörgu sem okkur sem hér heima sitjum er hul- ið, þar var hann á heimavelli og klukkutímarnir urðu sem mínútur í návist hans. Nú þegar kveðjustund er runnin upp er þakklæti efst í huga fyrir síðustu samverustundirnar um páskana. Minningarnar frá þeim tíma verða ógleymanlegar. Ásgerð- ur ökklabrotin í hjólastól, en Baldvin tók ekki annað í mál en ferðin yrði okkur sem ánægjulegust, keyrði okkur á daginn til að sýna okkur og fræða um eyjuna og setti upp svuntu á kvöldin til að útbúa mat fyrir gest- ina. Að setjast til borðs með Baldvini var sérstök upplifun, góður matur og gott vín að hætti fagurkera og heimsmanns, sem honum var í blóð borið, svo ekki sé minnst á stóru stundina eftir matinn, þar sem Kúbuvindlar og eðalvín var fram borið. Allt þetta á eftir að skipa stór- an sess í hjarta okkar, og minn- inguna um góðan vin eigum við eftir að geyma í huga okkar til æviloka. Baldvin var kannski seintekinn en þeir sem hann tók þurftu ekki að efast um vináttu hans, traustur og tryggur í lífsins ólgusjó. Hann lét fjölskyldu sína ávallt sitja í fyrir- rúmi, sérstaklega Ásgerði, sem hann sá ekki sólina fyrir, enda stóð hún með honum sem klettur á erfiðum tímum. Elsku Ásgerður, Haukur, Diddi, Helga, Benni og Nonni. Við biðjum góðan Guð að vera með ykk- ur og gefa ykkur styrk í sorg ykkar og látum orð úr Spámanninum verða okkar síðustu orð: Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft- ur huga þinn, og þú munt sjá, að þú græt- ur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Sólrún og Ólafur. Það er mér erfitt að kveðja svo kæran vin sem Baldvin var, alltaf svo hjálplegur og auðvelt að reiða sig á hann. Liðlegheitin er hann sýndi mér voru mér ómetanleg er hann sentist út um bæ til að ná í börnin mín eða í öðrum erindagjörð- um. Ég átti einnig stundir með hon- um sem hann mat mikils en það var sérstaklega er ég gaf honum góða vindla. Fínir og góðir vindlar voru honum mikils virði og lítið atvik er sannar það er þegar Baldvin, Ás- gerður og Helga komu í stutta kvöldheimsókn til okkar fyrir nokkr- um vikum. Við drukkum eitt vínglas saman og maðurinn minn, Rob, bauð Baldvin einn af sínum góðu vindlum. En einungis eftir nokkrar mínútur stendur Baldvin upp og er ekki leng- ur til setunnar boðið. Segist hann þurfa að fara heim og snæða eft- irréttinn en allir vissu að það var vindlaboxið heima sem hann átti við. Við hlógum öll að þessari sérvisku Baldvins. Þannig minnist ég Bald- vins en hann var einnig góður faðir og studdi börnin sín af sóma. Þeirra framtíð var honum afar mikilvæg. Ég sendi mínar bestu kveðjur til fjölskyldu hans, sérstaklega til eig- inkonu hans Ásgerðar og barnanna Jóns, Benna, Hauks, Helgu og Didda. Megi góður Guð styrkja þau og vernda. Christine Grool, Kýpur. Vinir Baldvins héldu honum minningarathöfn á Kýpur 18. ágúst og þar var þessi ræða flutt: Í dag kveð ég góðan vin með trega og söknuði. Öll eigum við okkar minningar um Baldvin og sorg okk- ar er mikil. Kannski er þetta rangur dagur til að tala um gleði en ég er ákaflega glaður yfir því að hafa þekkt Baldvin og átt samleið með honum síðustu 7 árin. Á þessum tíma hef ég kynnst honum sem heið- arlegum, hreinskilnum og afdráttar- lausum manni, sannkölluðum vík- ingi. Benni og Nonni, hann var mjög stoltur af ykkur. Hann hefði viljað sjá ykkur dafna og þroskast og sjá ykkur verða að fyrirmyndarmönn- um. Þetta er vandasamt verkefni en ég vona að þrátt fyrir harm ykkar að það takist. Ég vona að þakklæti sé ykkur efst í huga er þið hugsið um samveru- stundirnar með Baldvin. Það er sorg sem fyllir hjörtu okkar en það er í raun þakklæti sem við ættum ætíð að hafa í huga er við hugsum til baka, samveran með Baldvin var gleðistund. Hugur minn er hjá Ásgerði og fjölskyldu hennar. Rob Grool.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.