Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 43
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 43 MINNINGAR ÞAU börn sem ætla að fermast vorið 2002 í Háteigskirkju eru boðuð til messu og skráningar kl. 11 á sunnu- dag. Fyrsta fræðslusamvera verður miðvikudaginn 29. ágúst. Eins og kynnt var á fundi með væntanlegum fermingarbörnum, foreldrum og forráðamönnum í vor verður fermingarstarfi hagað á nokkuð annan veg en áður í Háteigs- söfnuði. Vetrinum er skipt í fjórar annir. Á fyrstu fjórum vikunum, sem við nefnum inngang, munu börnin kynn- ast hvert öðru, námsefninu og helgi- haldinu. Samskipti nefnist annar hlutinn, og verður þá dvalið um helgi í Kald- árseli þar sem lögð verður sérstök áhersla á samveru og samskipti okk- ar í þessu nána samfélagi sem hóp- urinn er, einnig verður fjallað um samfélagið í kirkjunni. Þriðji þáttur, úrvinnslan, einkenn- ist af umfjöllun um þemu, sem ung- lingarnir sjálfir leggja drög að í helg- arferðunum. Á lokasprettinum eftir áramót mynda þau hóp, sem fermast saman, þar sem unnið verður með þau þemu sem ekki tekst að ljúka fyrir áramót, auk þess verður ein lengri samvera á laugardegi (kvikmynd, popp og grand). Væntanleg fermingarbörn fá Litlu messubókina á sunnudaginn. Hlökkum til samstarfsins. Starfsfólk fermingarstarfs í Háteigskirkju. Sr. Pálmi Matthíasson í Akraneskirkju FYRIR hálfu ári hittust sóknar- nefndir Akraneskirkju og Bústaða- kirkju og áttu saman skemmtilega kvöldstund í Safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi. Þá var ákveð- ið að kirkjurnar yrðu vinakirkjur og myndu eiga ýmis samskipti og sam- starf á kirkjulegum vettvangi í nán- ustu framtíð. Kirkjunefnd Akranes- kirkju hefur nú þegar heimsótt Kvenfélag Bústaðakirkju og barna- og bjöllukór síðarnefndu kirkjunnar hefur sungið og leikið í guðsþjónustu á Akranesi. Annað kvöld, sunnudagskvöld, verður framhald á þessum samskipt- um safnaðanna. Þá mun sr. Pálmi Matthíasson, sóknarprestur Bú- staðakirkju, prédika í guðsþjónustu á Akranesi og þjóna fyrir altari ásamt heimapresti. Hluti af kór Bú- staðakirkju syngur við athöfnina ásamt kór Akraneskirkju. Guðsþjón- ustan hefst kl. 20:30. Heitt verður á könnunni í safnaðarheimilinu á eftir. Akurnesingar eru hvattir til þess aðfjölmenna í guðsþjónustuna. Tök- um vel á móti góðum gestum! Sóknarprestur Akranesi. Safnaðarferð Fríkirkjunnar í september FÓLK úr söfnuði Fríkirkjunnar í Reykjavík mun halda í sína árlegu safnaðarferð sunnudaginn 2. sept- ember en ekki helgina áður eins og tilkynnt hefur verið. Allir aldurshóp- ar sameinast í ferð á Suðurnes. Ferðin hefst sunnudagsmorguninn kl. 11:00 með stuttri fjölskylduguðs- þjónustu í Fríkirkjunni við tjörnina, þar sem barnastarf vetrarins hefst og dagsferðin er lögð í Guðs hendur. Síðan verður haldið suður á bóg- inn þar sem merkar kirkjur Suður- nesjamanna verða heimsóttar og skoðaðar. Má þar nefna gömlu höf- uðkirkjuna Útskálakirkju og einnig Hvalsneskirkju sem er eins konar Hallgrímskirkja Suðurnesjamanna. En þar þjónaði séra Hjörtur Magni áður en hann kom til starfa í Frí- kirkjunni í Reykjavík. Einnig verður nýtt safnaðarheimili Keflavíkur- kirkju skoðað og Bláa Lónið heim- sótt ef tími leyfir. Síðar verður auglýst hvar hópur- inn mun snæða saman og drekka kaffi. Fararstjórar verða Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur, og Hreiðar Örn Stefánsson, fram- kvæmdastjóri safnaðarins. Þeir sem óska eftir frekari upplýs- ingum og ætla að taka þátt í þessari ferð eru vinsamlegast beðnir að skrá sig í síma safnaðarheimilisins 552- 7270, mánudag til fimmtudags kl. 10–12. Safnaðarstarf Fríkirkjunnar. Skólamessa við þvottalaugarnar í Laugardal NÚ mörkum við lok sumarstarfs Laugarneskirkju og horfum samein- uð fram á veginn við skólamessu sem haldin verður við þvottalaugarnar í Laugardal kl. 17:00 á sunnudaginn. Þá mun nýr skólastjóri Laugarnes- skóla, Helgi Grímsson, sérstaklega boðinn velkominn til starfa og mun hann flytja ritningartexta dagsins. Barnastarf kirkjunnar verður kynnt fyrir börnum og fullorðnum með að- stoð óvæntra gesta sem krakkarnir þekkja frá síðasta vetri og Þorvaldur Halldórsson mun syngja glaða og góða kirkjusöngva með okkur öllum. Sr. Bjarni Karlsson leiðir sam- veruna. Við búumst við góðu veðri, en ef alls ekki viðrar til útiveru mun skóla- messan flytjast inn undir þak kirkj- unnar. Annars spáum við góðu veðri og minnum á að við útimessu er gott að hafa með sér teppi til að sitja á. Hvetjum við Laugarnesbúa til að fjölmenna og njóta góðrar hverfis- stemningar með nágrönnum á öllum aldri. Kolaportsmessa HELGIHALD þarfnast ekki hús- næðis heldur lifandi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa, heldur lifandi steinar, manneskjur af holdi og blóði. Þess vegna er hægt að fara út úr kirkjubyggingum með helgi- hald og fagnaðarerindið og mæta fólki í dagsins önn. Í tilefni af því bjóðum við til messu í Kolaportinu sunnudaginn 26. ágúst kl.14:00. Jóna Hrönn Bolladóttir, miðborg- arprestur, Kjartan Jónsson, fram- kvæmdarstjóri KFUM og K, og Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni, þjóna í messunni. Þorvaldur Hall- dórsson leiðir lofgjörðina. Áður en Kolaportsmessan hefst kl.13:40 mun Þorvaldur Halldórsson flytja þekkt- ar dægurperlur. Þá er hægt að leggja inn fyrirbænarefni til þeirra sem þjóna í messunni. Í lok stundarinnar verður fyrir- bæn og smurning. Messan fer fram í kaffistofunni hennar Jónu í Kola- portinu sem ber heitið Kaffi port, þar er hægt að kaupa sér kaffi og dýrindis meðlæti og eiga gott sam- félag við Guð og menn. Það eru allir velkomnir. Miðborgarstarf KFUM og K. Sr. Bjarni Þór í Grafarvogskirkju NK. sunnudag kl. 11 mun sr. Bjarni Þór Bjarnason messa í Grafarvogs- kirkju. Sr. Bjarni Þór mun gegna prestsstarfi í Grafarvogskirkju næsta ár í fjarveru Sigurðar Arnar- sonar. Sr. Bjarni Þór hefur starfað síðustu 2½ ár innan ensku biskupa- kirkjunnar. Kaffi og kleinur eftir messu. Grafarvogskirkja. Fermingarstarf Grensáskirkju FERMINGARSTARF Grensás- kirkju hefst að þessu sinni með guðs- þjónustu í kirkjunni sunnud. 26. ágúst kl. 11 árdegis. Mælst er til þátttöku þeirra unglinga, sem ætla að fermast í Grensáskirkju næsta vor, og fjölskyldna þeirra. Að guðs- þjónustu lokinni verður stuttur kynningarfundur um fermingar- starfið. Eins og undanfarin ár byggist fermingarundirbúningurinn á þrem- ur meginþáttum. Fræðslustundir í minni hópum eru vikulega frá hausti fram að fermingum. Allur stóri hóp- urinn fer saman tveggja daga og einnar nætur ferð í Vatnaskóg síðar í haust til fræðslu og skemmtunar. Þá er gert ráð fyrir þátttöku í guðsþjón- ustum og helgihaldi kirkjunnar. Stuðningur og þátttaka foreldra er mikilvægur og sjálfsagður liður í fermingarundirbúningnum enda læra börnin, í þessu efni sem öðrum, fyrst og fremst af fordæmi hinna eldri. Á mótunarárunum er hverjum einstaklingi gott og hollt að dýpka vitundina um Guð og eignast traust til nálægðar hans í öllum aðstæðum lífsins. Þeim trúarlegu gildum er miðlað í fermingarstarfi kirkjunnar. Með því að boða þá trú sem stenst í lífinu er lagður grunnur að lífi í trú sem við getum átt og rækt ævina á enda. Safnaðarstarf Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl. 12-12:30. Veronique Leguen frá Frakklandi leikur. Lágafellskirkja. Mánudagur: Fjöl- skyldusamvera fyrir foreldra og börn þeirra frá kl. 13:30-15:30 í safn- aðarheimilinu, Þverholti 3, 3. hæð. Upphaf ferm- ingarstarfs Háteigskirkja í Reykjavík. Bóbó var leigubílstjóri að atvinnu og annaðist margvíslega snúninga, sótti alls konar gögn og afhenti. Skemmst er frá því að segja að hann sinnti því af slíkri trúmennsku og alúð að ekki varð á betra kosið. Hann hafði geisl- andi og hárbeitta kímnigáfu án þess þó að hún bitnaði á náunganum. Hann var glettinn og hvarvetna aufúsugestur. Svo sem að líkum læt- ur var hann vinmargur og vinhlýr og hélt þétt utan um fjölskyldu sína og aðra vandamenn. Þegar SP-fjár- mögnun var stofnuð 1995 varð það eitt af mínum fyrstu verkum að fá Bóbó til þess að annast margvísleg viðvik sem hann og gerði á sinn ljúfa hátt allt þar til veikindi buguðu hann. Bóbó var viðræðugóður um marg- vísleg áhugamál sín – eftir vinnu- tíma. Hann fylgdist grannt með fót- bolta heima og erlendis og ræddi gjarnan við sálufélaga sína um þá íþrótt, en ekki fyrr en verkefnum dagsins var lokið. Fram var hans lið, og Man. Utd. á erlendri grund. Bóbó kom fólki sífellt á óvart með alls konar glettum. Einu sinni sátum við saman á skrifstofunni minni í góðu tómi og hann segir: „Kjartan, þekkir þú hana Agnesi?“ „Hvaða Agnesi?“ spurði ég. „Hana Aganesi dóttur hennar Maddýjar,“ svaraði Bóbó. Jú, víst þekkti ég hana, enda náskyld mér. Þögn um hríð unz ég spurði: „Hvernig þekkir þú hana?“ „Ég er kvæntur henni,“ sagði Bóbó meinhægt, hógvær að vanda. Nú hefur hún séð á bak bónda sín- um og við í SP-fjármögnun sendum henni og strákunum hugheila sam- úðarkveðju. Æ, brothætt eins og smákæna er líf mannsins. Léttum árum rær hann til hafs – og í dögun ekki tangur né tetur – Þessi litla ljóðaþýðing Helga Hálf- danarsonar er til vitnis um hverful- leika lífsins. Við vissum ekki betur – lengi vel – en að hann Bóbó gengi heill til skógar. Nú er hann allur og þá er skarð fyrir skildi. Við munum sakna hans hér í SP-fjármögnun og ég veit að viðskiptavinir okkar eru sama sinnis. Guð blessi minningu Bergþórs Bergþórssonar. Kjartan Georg Gunnarsson. Ég hitti Bóbó á Borgarbíl í tröpp- unum framan við Þórskaffi. Það var mánudagsnótt eftir dansleik um sumar og fólkið hópaðist í Brautar- holtið. Ég var nýskriðinn úr Gaggó Aust og hann leysti af á Borgarbíla- stöðinni. Fundum okkar bar fyrst saman í skarkala miðbæjarins þegar húmaði um helgar. Bóbó tók mér með kostum og kynjum á Þórskaffis- tröppunum: „Ég er ríkasti maður við Lauga- veg og þó víðar væri leitað!“ sagði hann og hnykkti höfðinu: „Eltu mig, í einfaldri röð, eins og í hernum!“ Svo tók hann á rás skálmandi yfir götuna og steig ölduna í skrefunum, lyfti hendinni frá mittisstað og upp fyrir höfuð í valdsmannslegri sveiflu. Gekk þvert á umferðina að gula Opelnum sínum með hvíta þakinu og lausmerkið slökkt í framglugganum. Bauð mér inn í taxann við annan mann og sá þriðji ók sem leið lá niður Laugaveginn: „Það eru tveir menn í heiminum sem búa í hvítu húsi!“ sagði Bóbó og benti á gult hús við miðjan Laugaveginn: „Kennedy og ég.“ Bóbó ríki var hógvær maður, hann nefndi sjálfan sig á eftir forsetanum. Nóttin var ævintýranótt fyrir ný- svein við hirðina og mér er hún í fersku minni núna fjörutíu árum seinna. „Þið drekkið mig ekki út á gadd- inn!“ sagði hann ögrandi og veitti höfðinglega í gula taxanum fram undir morgun. Ég skynjaði í morg- unsárið að nú væri ég vígður inn í félagslíf borgarinnar. Bergþór Bergþórsson var stjórn- arformaður Reykjavíkur á þessum árum og hélt um taumana við borðið sitt handan við dansgólfið í Þórs- kaffi, með vinstri höndina upp á litla veggnum andspænis sviðinu hvar Lúdó sextett spilaði. En nú er Bóbó allur og eftir stend- ur minningin um ríkidæmið sem náði langt út fyrir Laugaveginn og var fyrst og fremst fólgið í honum sjálf- um sem vinaföstum og góðum dreng, glaðværum og gamansömum, oft há- værum og stundum óútreiknanleg- um. Hugurinn dvelur hjá fjölskyldu hans þessa dagana og vissulega verður hann Bóbó alltaf ríkur. Ásgeir Hannes. Mánudaginn 13. ágúst síðastliðinn lést Elín Pétursdóttir í Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi eftir hetju- lega baráttu við svo til ósigrandi sjúkdóm, sem hún var þó búin að berjast svo hetjulega við. Ég kynntist Dellu fyrir um þremur ár- um, þegar hún og Stjáni eiginmaður hennar buðu mig velkomna í fjöl- skylduna. Ég sá strax að Della var engin venjuleg kona, hún átti alltaf svör við öllu, það var alveg sama hvað var í gangi, hún gat alltaf leitt mann á rétta braut aftur. Della var svo blíð og góð og það var mjög auð- velt að gleðja hana og hún var alltaf svo þakklát ef maður gerði eittvað fyrir hana, lakka táneglurnar eða baka köku fyrir Stjána, en þannig er henni einmitt rétt lýst, hún hugsaði alltaf fyrst og fremst um aðra, að öðrum liði vel. Í sumarbústað þeirra hjóna í Borgarfirðinum undi hún sér vel, og var manni alltaf tekið opnum örmum þegar maður leit inn til þeirra í bústaðinn Akurgerði, á leið um Borgarfjörðinn. En þar vorum við einmitt stödd með Dellu og Stjána um verslunarmannahelgina. Della var eitthvað slöpp en samt kvartaði hún ekki, ekki frekar en á ELÍN PÉTURSDÓTTIR ✝ Elín Pétursdótt-ir fæddist á Ak- ureyri 9. júní 1944. Hún lést í Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi mánudaginn 13. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grafar- vogskirkju 23. ágúst. öllum þeim tíma sem hún barðist við þennan miskunnarlausa sjúk- dóm. En hver hefði get- að trúað að þessi helgi yrði sú síðasta með Dellu í bústaðnum? Örugglega enginn en svo var nú raunin því að á mánudagskvöld er hún lögð inná spítala og þar fer henni bara versnandi þar til þrótt- ur hennar var búinn eftir mikla og hetjulega baráttu í marga daga. En núna er hún farin og ég veit að hún er á góður stað á meðal fjölskyldu og vina sem fara með hana eins og prinsessu því að á meðan hún var meðal okkar þá var hún sönn prinsessa. Elsku Della, ég er mjög þakklát fyrir að hafa kynnst þér, þó ég hefði viljað hafa þig lengur hjá mér. Þín er mjög sárt saknað og ég mun aldrei gleyma þér, því minn- ingin um þig mun að eilífu lifa í hjarta mínu. Einn dag er okkur gefið líf en annan er það tekið aftur, líkt og við höfum aðeins fengið það að láni. Við erum aðeins blóm í garði lífsins sem eiga sitt sumar, og sitt haust. Ég veit að þú ert farin en þú ert samt hjá mér, því ég mun aldrei, gleyma þér. (Ingunn Bjarnad.) Með kveðju og söknuði, Björg Arna Elfarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.