Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UNDIRRITAÐUR var staddur ásamt fleirum í brekkunni í Herjólfs- dal 5. ágúst sl. þegar Árni Johnsem upphóf sinn árlega brekkusöng. Ekki ætla ég að ræða hér siðferð- islegan rétt hans til starfans eftir persónulegt hret nú á sumarmánuð- um. Mikilvægara er að benda á nokkur atriði sem þurfa að fara bet- ur, næst er kappinn slyngi stígur á stokk. Þetta var í fyrsta sinn sem ég heyrði til Árna fara höndum um gít- arinn og varð ég hvumsa því þarna á að fara einn þekktasti rútubílagítar- leikari þjóðarinnar. Hef ég fyrir satt að hann hafi í gegnum tíðina spilað í öllum héruðum landsins og nánast á hverjum bæ Suðurlandsundirlendis- ins. Það sem kom mest á óvart var hve oft Árni lék alranga hljóma. Hann ætti líkast til fyrir löngu að vera bú- inn að læra þessi alþekktu þriggja hljóma lög en líklega hafa vandræði undangenginna vikna ruglað hann í hljómaríminu. Tökum dæmi: Þegar hið hágöfuga lag Bjarna- staðabeljurnar er leikið eru þrír hljómar notaðir. Ef leikið er í C-dúr þá eru G- og F-hljómar notaðir til viðbótar. Ef leikið er í E-dúr eru A og H hljómar notaðir, o.sv.frv. Sé miðað við C-dúr sem grunnhljóm þá sleppur enginn við að leika í F-dúr þegar kemur að þriðju ljóðlínunni: „það gerir ekkert til“, í e-atkvæði orðsins „gerir“, enda er söngnótan þar F. En Árni lamdi þá G-dúrinn í stað F-dúrsins á þessum stað og hljómaði það sem mygla í kartöflu- garðinum tarna. Svo notaði Árni F- dúr þegar hann átti að nota G-dúr síðar í sama lagi: „Hún kemur um miðaftansbil“ er síðasta ljóðlínan og verða hljómamenn að leika G-dúr þegar orðið „miðaftan“ er sungið. En nei, þá barði Árni F-hljóminn að sjaldgæfri festu og kynngi. Í kringum mig sat margt fólk sem hefur enga þekkingu á hljómum. Samt heyrðu allir að þarna var eitt- hvað rangt á ferðinni og leit fólk gjarnan hvert á annað um stund, er röngu hljómarnir ómuðu um kletta- veggina. Vinur minn frá Austurríki, nemandi í hljóðfæraleik Juliard-tón- listarskólans í Bandaríkjunum, var gestur minn þessa helgi og hlýddi hann jafnframt á leik Árna. Hann hafði vitanlega aldrei heyrt þessi ís- lensku aðlþýðulög en heyrði þó jafn- framt að hljóðfæraleikur mannsins var langt frá skorðum. Kom þetta sjónarspil honum afkáralega fyrir sjónir; hann dró ómeðvitað ranga ályktun um tónlistargáfu lands- manna. Þurfti ég að hafa nokkuð fyr- ir því að koma í veg fyrir að sá mis- skilningur færi úr landi. Dæmi eins og um Bjarnastaða- beljurnar voru fjölmörg. Mátti heyra hljómagalla í flestum lögum og skyggði það á fallegt kvöld. Legg ég því til að gítarleikarinn frægi end- urlesi hljómafræðin. Skal honum bent á að nota „dim-hljóma“ í „Ríð- um, ríðum, rekum yfir sandinn“ og að læra hljóma Maístjörnunnar á ný; þeir eru alls ekki flóknir. Enn betra væri að fá hljómaflinka menn til að leika undir með honum. Bendi ég á Eyjólf Kristjánsson, ágætan gítar- leikara, og væri ekki bagalegt ef Stefán Hilmarsson væri með honum. Engir menn á Íslandi eru betur til þess fallnir að stýra brekkusöngnum saman. GUÐMUNDUR HELGASON, 299 Queen Street West Toronto, ON M5V 2Z5 Kanada. Gítarleikur í kartöflugarði Frá Guðmundi Helgasyni: DÖNSKU dagarnir í Stykkishólmi eru liðnir í ár. Þeir voru bænum og þeim sem að þeim stóðu til mikils sóma og heyrði ég ekki annað en ánægju frá þeim sem ég talaði við. Veður var alveg ljómandi á föstudag- inn og bryggjuballið tókst vel og brekkusöngurinn og þótt seinni hluti laugardagsins væri votur, lét enginn það á sig fá. Sérstaklega fannst mér tilkomu- mikið þegar kvartettinn „Út í vorið“ söng í kirkjunni okkar ásamt hinni ágætu söngkonu Signýju Sæmunds- dóttur sem söng með Bjarna Þór Jónatanssyni fjölda sönglaga, ís- lenskra og erlendra. Það var topp- urinn á dögunum að mínu mati. Þessu fólki sendum við sem á hlýddum okk- ar innilegustu þakkir en áheyrendur voru með langflesta móti. Ég veit að þau héldu sigurglöð úr Hólminum enda undirtektir áheyr- enda slíkar að þau munu varðveita lengi. Sem sagt. Þetta voru eftirminni- legir dagar. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. Danskir dagar Frá Árna Helgasyni: VILTU HÆTTA AÐ REYKJA? vikunámskeið Heilsustofnun NLFÍ, Hveragerði, sími 483 0300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.