Morgunblaðið - 25.08.2001, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 25.08.2001, Qupperneq 48
48 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UNDIRRITAÐUR var staddur ásamt fleirum í brekkunni í Herjólfs- dal 5. ágúst sl. þegar Árni Johnsem upphóf sinn árlega brekkusöng. Ekki ætla ég að ræða hér siðferð- islegan rétt hans til starfans eftir persónulegt hret nú á sumarmánuð- um. Mikilvægara er að benda á nokkur atriði sem þurfa að fara bet- ur, næst er kappinn slyngi stígur á stokk. Þetta var í fyrsta sinn sem ég heyrði til Árna fara höndum um gít- arinn og varð ég hvumsa því þarna á að fara einn þekktasti rútubílagítar- leikari þjóðarinnar. Hef ég fyrir satt að hann hafi í gegnum tíðina spilað í öllum héruðum landsins og nánast á hverjum bæ Suðurlandsundirlendis- ins. Það sem kom mest á óvart var hve oft Árni lék alranga hljóma. Hann ætti líkast til fyrir löngu að vera bú- inn að læra þessi alþekktu þriggja hljóma lög en líklega hafa vandræði undangenginna vikna ruglað hann í hljómaríminu. Tökum dæmi: Þegar hið hágöfuga lag Bjarna- staðabeljurnar er leikið eru þrír hljómar notaðir. Ef leikið er í C-dúr þá eru G- og F-hljómar notaðir til viðbótar. Ef leikið er í E-dúr eru A og H hljómar notaðir, o.sv.frv. Sé miðað við C-dúr sem grunnhljóm þá sleppur enginn við að leika í F-dúr þegar kemur að þriðju ljóðlínunni: „það gerir ekkert til“, í e-atkvæði orðsins „gerir“, enda er söngnótan þar F. En Árni lamdi þá G-dúrinn í stað F-dúrsins á þessum stað og hljómaði það sem mygla í kartöflu- garðinum tarna. Svo notaði Árni F- dúr þegar hann átti að nota G-dúr síðar í sama lagi: „Hún kemur um miðaftansbil“ er síðasta ljóðlínan og verða hljómamenn að leika G-dúr þegar orðið „miðaftan“ er sungið. En nei, þá barði Árni F-hljóminn að sjaldgæfri festu og kynngi. Í kringum mig sat margt fólk sem hefur enga þekkingu á hljómum. Samt heyrðu allir að þarna var eitt- hvað rangt á ferðinni og leit fólk gjarnan hvert á annað um stund, er röngu hljómarnir ómuðu um kletta- veggina. Vinur minn frá Austurríki, nemandi í hljóðfæraleik Juliard-tón- listarskólans í Bandaríkjunum, var gestur minn þessa helgi og hlýddi hann jafnframt á leik Árna. Hann hafði vitanlega aldrei heyrt þessi ís- lensku aðlþýðulög en heyrði þó jafn- framt að hljóðfæraleikur mannsins var langt frá skorðum. Kom þetta sjónarspil honum afkáralega fyrir sjónir; hann dró ómeðvitað ranga ályktun um tónlistargáfu lands- manna. Þurfti ég að hafa nokkuð fyr- ir því að koma í veg fyrir að sá mis- skilningur færi úr landi. Dæmi eins og um Bjarnastaða- beljurnar voru fjölmörg. Mátti heyra hljómagalla í flestum lögum og skyggði það á fallegt kvöld. Legg ég því til að gítarleikarinn frægi end- urlesi hljómafræðin. Skal honum bent á að nota „dim-hljóma“ í „Ríð- um, ríðum, rekum yfir sandinn“ og að læra hljóma Maístjörnunnar á ný; þeir eru alls ekki flóknir. Enn betra væri að fá hljómaflinka menn til að leika undir með honum. Bendi ég á Eyjólf Kristjánsson, ágætan gítar- leikara, og væri ekki bagalegt ef Stefán Hilmarsson væri með honum. Engir menn á Íslandi eru betur til þess fallnir að stýra brekkusöngnum saman. GUÐMUNDUR HELGASON, 299 Queen Street West Toronto, ON M5V 2Z5 Kanada. Gítarleikur í kartöflugarði Frá Guðmundi Helgasyni: DÖNSKU dagarnir í Stykkishólmi eru liðnir í ár. Þeir voru bænum og þeim sem að þeim stóðu til mikils sóma og heyrði ég ekki annað en ánægju frá þeim sem ég talaði við. Veður var alveg ljómandi á föstudag- inn og bryggjuballið tókst vel og brekkusöngurinn og þótt seinni hluti laugardagsins væri votur, lét enginn það á sig fá. Sérstaklega fannst mér tilkomu- mikið þegar kvartettinn „Út í vorið“ söng í kirkjunni okkar ásamt hinni ágætu söngkonu Signýju Sæmunds- dóttur sem söng með Bjarna Þór Jónatanssyni fjölda sönglaga, ís- lenskra og erlendra. Það var topp- urinn á dögunum að mínu mati. Þessu fólki sendum við sem á hlýddum okk- ar innilegustu þakkir en áheyrendur voru með langflesta móti. Ég veit að þau héldu sigurglöð úr Hólminum enda undirtektir áheyr- enda slíkar að þau munu varðveita lengi. Sem sagt. Þetta voru eftirminni- legir dagar. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. Danskir dagar Frá Árna Helgasyni: VILTU HÆTTA AÐ REYKJA? vikunámskeið Heilsustofnun NLFÍ, Hveragerði, sími 483 0300

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.