Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 45 KOMIN er út námskrá Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins fyrir haustmisseri 2001. Í henni eru kynnt tuttugu námskeið sem öll fjalla um efni er tengjast fötlun barna og ungmenna og eru ætluð aðstandendum og starfsfólki sem vinna með börnum með þroskafrá- vik og fatlanir. Efni námskeiðanna er af ýmsu tagi. Má þar nefna ákveðnar teg- undir fötlunar, s.s. einhverfu, aspergers-heilkenni, downs-heil- kenni og heilalömun og er á þeim m.a. fjallað um eðli og áhrif fötl- unarinnar, meðferð, þjálfun og kennslu. Einnig má nefna námskeið í öðrum sérhæfðum meðferðarleið- um, s.s. atferlismeðferð fyrir börn með einhverfu, í notkun óhefðbund- inna tjáskiptaleiða, s.s. tákn með tali og blisstáknmáli, og kennsla í notkun matstækja ætluð fagfólki. Flest minni námskeiðin eru hald- in í Gerðubergi og sækja þau að jafnaði 30-40 manns. Lengd ein- stakra námskeiða er á bilinu 8-24 kennslustundir. Flestir leiðbeinendur á nám- skeiðunum eru starfandi sérfræð- ingar hjá greiningarstöð, en einnig eru aðrir kallaðir til eftir efni hverju sinni. Von er tveimur er- lendum gestafyrirlesurum. Annars vegar Ninu Lovaas sem heldur námskeið um skrifuð orð sem tjá- skiptatæki fyrir börn með ein- hverfu í Gerðubergi 30. ágúst og hins vegar dr. Mark Sigurjón Innocenti, sem verður aðalfyrirles- ari á námsstefnu um snemmtæka íhlutun (early intervention) á Grand Hóteli 9. til10. október. Námskeiðin eru auglýst á heima- síðunni: www.greining.is Tuttugu námskeið á veg- um Greiningarstöðvar STJÓRN Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarstjórnir um land allt til að leggja sérstaka áherslu á umfjöllun og aðgerðir gegn sívaxandi fíkniefnanotkun unglinga og jafnframt vinna skipu- lega að fræðslu og forvörnum í samvinnu við lögregluyfirvöld og félagasamtök sem láta sig þessi mál varða. Fleiri háðir fíkniefnum „Afleiðingin af sívaxandi smygli á eiturlyfjum og aukinni athafnasemi eiturlyfjasala í sölu og dreifingu er fyrst og fremst sú að fleiri og fleiri ungmenni verða háð notkun fíkni- efna með öllum þeim hörmulegu af- leiðingum sem því fylgja. Glæpir og ofbeldi fara vaxandi, heimili eru ekki lengur óhult fyrir innbrotum og einstaklingar verða fyrir líkams- árásum fíkniefnaneytenda í leit að verðmætum til að fjármagna kaup á eiturlyfjum,“ segir í frétt frá sam- bandinu. Tillögum hrint í framkvæmd „Í framhaldi af skýrslu starfs- hóps Sambands íslenskra sveitar- félaga um fíkniefnafræðslu og for- varnir í grunn- og framhalds- skólum, sem kynntar voru á síðasta stjórnarfundi sambandsins, sam- þykkir stjórnin að efna til sam- starfs við menntamálaráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, áfengis- og vímuvarnarráð, félagasamtök og fyrirtæki í þeim tilgangi að hrinda í framkvæmd tillögum starfshóps- ins.“ Ályktað um fíkni- efnavandann FERÐAMÁLASAMTÖK Vestmannaeyja harma ákvörðun Flugfélags Íslands að hætta flugi til Vestmanna- eyja í haust. Var ályktun þessa efnis samþykkt á fundi samtakanna nýverið. „Samtökin telja málið graf- alvarlegt vegna áframhald- andi búsetu í Vestmannaeyj- um og fyrir ferðaþjónustuna almennt. Samtökin skora á Flugfélag Íslands að endur- skoða ákvörðun sína og leita allra leiða til að halda uppi áætlunarflugi til og frá Vest- mannaeyjum.“ Flugi til Eyja verði haldið áfram ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Hlutastarf Starfsmaður óskast í 40% starf við pökkun hjá matvælafyrirtæki. Hentugur vinnutími. Umsóknir sendist til auglýsingadeilar Mbl. fyrir 30. ágúst merktar: „Hlutastarf — 11534“. Matreiðslumenn Óskum eftir að ráða duglegan og áreiðanlegan matreiðslumann. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Upplýsingar í símum 896 4773 og 891 8283. Veitingahúsið Jenný við Grindavíkurveg. Starfsfólk óskast nú þegar í afgreiðslu. Vinnu- tími frá kl. 13—17 og frá kl. 13—18.30. Nánari upplýsingar í símum 698 9542 og 699 3677. Oddur bakari, Reykjavíkurvegi 62, sími 555 4620. Húsamálarinn Per H. Villa, Noregi óskar eftir fagfólki til málningarvinnu og gólflagninga, frá ágúst/september. Húsnæði útvegað. Fyrirtækið hefur 5 starfs- menn og er í norðvestur Noregi. Hafið samband við: Maler Per H. Villa, Skorgevik, 6390 Vestnes, Noregi. Sími 00 959 22 062 eða 0047 711 81 388, fax 00 47 711 81 477. R A Ð A U G L Ý S I N G A R KENNSLA Miðstöð símenntunar Prófanám í samstarfi við Flensborgarskóla á haustönn 2001. Námið metið til eininga og kennt skv. námskrá framhaldsskóla. Grunnáfangar í íslensku, stærðfræði, ensku og ítölsku, enska 403, spænska 103 og 503. Innritun 27., 28. og 29. ágúst frá kl. 16—19. Sími 585 5860. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið Námskeið vegna löggildingar fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala Námskeið fyrir þá, sem vilja öðlast löggildingu sem fasteigna-, fyrirtækja- og skipaslar, skv. lögum um fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu, er áætlað að hefjist 18. september nk. Námskeiðið verður því aðeins haldið að næg þátttaka fáist. Kostnaður vegna námskeiða og prófa greiðist með námskeiðs- og prófgjöldum. Fjárhæð gjalda hefur ekki verið ákveðin, en hún ræðst af fjölda þátttakenda á námskeið- inu. Umsóknir um þátttöku sendist á þar til gerðu eyðublaði, sem er á heimasíðu dómsmálaráðu- neytis: www.domsmalaraduneyti.is undir liðn- um upplýsingar - ýmislegt og í afgreiðslu ráðu- neytisins, Arnarhvoli, Lindargötu. Umsóknir skulu sendar fyrir 4. september nk. til ritara prófnefndar, Eyvindar G. Gunnars- sonar hdl., Hamraborg 10, Kópavogi, eða með faxi í númer 555 6045 eða með tölvupósti á netfangið egg@tax.is . Reykjavík, 23. ágúst 2001. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. NAUÐUNGARSALA Nauðungarsölur Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 30. ágúst 2001, kl. 14.00, á eftir- töldum eignum: Klausturbrekka, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Steins Sigurðs- sonar. Gerðarbeiðandi er Guðlaug Kristófersdóttir. Lindargata 3 n.h., Sauðárkróki, þingl. eign Hótels Tindastóls ehf. Gerðarbeiðandi er Byggðastofnun. Lindargata 3 e.h., Sauðárkróki, þingl eign Hótels Tindastóls ehf. Gerðarbeiðandi er Byggðastofnun. Ljótsstaðir, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Jarðasjóðs ríkisins. Gerðarbeiðandi er Lánasjóður ríkisins. Syðri—breið, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Kjartans Björg- vinssonar. Gerðarbeiðendur eru Íbúðalánasjóður og Búnaðarbanki Íslands hf. Sæmundargata 5G, Sauðárkróki, þingl. eign. B.A.D. ehf. Gerðarbeið- andi er sýslumaðurinn á Sauðárkróki. Víðigrund 6, 0302, 3.h.t.v., Sauðárkróki, þingl. eign Valgerðar Sig- tryggsdóttur. Gerðarbeiðandi er Íbúðalánasjóður. Víðigrund 28, 0303, 2.h.t.h., Sauðárkróki, þingl. eign Ágústu Sigur- bjargar Ingólfsdóttur. Gerðarbeiandi er Íbúðalánasjóður. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 23. ágúst 2001. SUMAR- OG ORLOFSHÚS Sumarbústaðalóðir í Biskupstungum Á Reykjavöllum er nýtt sumarbústaðahverfi. Þar er ævintýralegt útsýni yfir Ármót og til jökla og Heklu. Lóðirnar eru leigulóðir og eru ca 1/2 ha að stærð. Innifalið í stofngjaldi er vegur og lagnir fyrir heitt og kalt vatn að lóðarmörkum og heildargirðing umhverfis hverfið. Innifalið er tengigjald fyrir heitt vatn. Boðið er upp á aðstöðu fyrir báta við Tungufljót. Greiðslukjör. Verið velkomin að skoða. Uppýsingar í símum 897 3838 og 861 8689. TILKYNNINGAR          25% afsláttur af ættfræðirit- um, 50% af öðrum bókum. Gott úrval bóka við allra hæfi. Gvendur dúllari, fornbókasala, Kolaportinu, sími 898 9475. Hefur þú séð þessa bifreið? Bifreiðinni JF-831, sem er blágræn Toyota Corolla XLI sedan ´95, var stolið af bílasölu þann 16. júlí sl. Þeir sem geta gefið upplýsingar um bifreiðina, vinsamlega látið lögregluna í Reykjavík vita. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Er kominn aftur Heilun og ráðgjöf og fyrri lífs heilun. Brynjar (á kvöldin) í s. 551 0682. Sunnudagsferð 26. ágúst kl. 10.30. Reykjavegur 7. ferð. Bláfjöll - Lambafell. Gengið austan Bláfjalla. Um 6 klst. ganga. Verð 1.500 kr. f. fé- laga og 1.700 kr. f. aðra. Brottför frá BSÍ. Stansað við Select. Miðar í farmiðasölu. Fararstjóri Gunnar H. Hjálmarsson.       mbl.is ÍÞRÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.