Morgunblaðið - 04.09.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.09.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðrún Árna-dóttir fæddist á Húsavík 23. júní 1912. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 27. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Árni Jónatansson trésmiður og Matt- hildur Gunnarsdótt- ir. Þau eru bæði lát- in. Systkini Guðrún- ar voru Óli Fossberg Árnason og Emilía Árnadóttir, þau eru bæði látin. Guðrún giftist Snorra Jóns- syni, verkamanni frá Hóli í Höfðahverfi, hinn 9. maí 1953. Hann er látinn. Börn Guðrúnar eru: 1) Óli Fossberg, býr á Eski- firði, maki Bára Guðmundsdótt- ir, eiga þau ellefu börn, tuttugu og fimm barnabörn og þrjú barnabarnabörn. 2) Reynir Bergmann Skaftason, býr í Reykjavík, maki Jóhanna Cron- in, eiga þau fjögur börn og fjög- ur barnabörn. 3) Hákon Eiríks- son, látinn. 4) Hulda S Yodice, fóstur- dóttir Guðrúnar, býr í Bandaríkj- unum, maki John Yodice, eiga þau tvo syni og eitt barnabarn. Guðrún fluttist barnung frá Húsa- vík til Akureyrar. Á Akureyri starfaði hún í skóverksmiðj- unni Iðunni, en lengst af starfaði hún í kjötiðnaði hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga. Árið 1956 flytur Guðrún ásamt fjölskyldu sinni til Reykja- víkur. Guðrún var vinnusöm og féll henni sjaldan verk úr hendi. Hún starfaði lengi hjá Bæjarút- gerð Reykjavíkur og einnig hjá fleiri fyrirtækjum meðan heilsan leyfði. Guðrún hafði verið mikill sjúklingur hin síðari ár og dvaldi á hjúkrunarheimilinu Skógabæ síðustu árin. Útför Guðrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma, nú er komið að kveðjustund, er þú yfirgefur þetta jarðneska líf, fullkomlega södd líf- daga. Nú lýkur jafnframt þeim lík- amlegu þrautum sem hrjáð hafa þig undanfarin ár. Margs er að minnast, það hellast yfir mig minningar frá barns- og unglingsárunum heima á Akureyri. Það var yndislegt að alast upp í Norðurgötunni á Akureyri, hjá þér, afa og ömmu. Oft var glatt á hjalla heima, ærslin voru oft mikil þegar ég, Hulda og Reynir vorum í essinu okkar. Þá var oft notalegt að skreppa niður á neðri hæðina og fá ískalda mjólk og brauðbita hjá þér og Snorra. Ég man líka þegar ég var að koma úr skólanum og kom stund- um við hjá þér þegar þú varst að vinna í pylsugerðinni hjá KEA. Þá gafstu mér oft harðbrasaða kótilettu eða heita pylsu. Þá voru hátíðisdag- ar hjá mér. Árin liðu, við flytjum til Reykja- víkur. Þar áttum við öll saman ynd- islegt ár. Svo kemur að því að ég flyt til Eskifjarðar. Þá var vegalengdin orðin mikil á milli okkar og ekki mikið um dagleg samskipti. Nú var síminn notaður til að afla frétta af ykkur þarna fyrir sunnan. Alltaf voru það sérstakar ánægjustundir þegar ég átti leið til Reykjavíkur og heimsótti þig í Kötlufellið. Þá fékk maður alltaf kræsingarnar sem maður þekkti svo vel og fannst svo góðar. Enginn bjó til betri kjötsúpu en þú. Nú verða mikil viðbrigði að geta ekki komið til þín í Kötlufellið þegar maður á leið í borgina, en svona er lífið. Fyrir nokkum árum fór að halla undan fæti hjá þér. Heilsan sem er það mikilvægasta í lífi hvers manns gaf sig og sjúkdómar gerðu vart við sig. Oft varstu sárþjáð. Þegar þú fékkst heilablóðfallið lamaðist og misstir málið, þá æðraðist þú ekki heldur sóttir styrk þinn í trúna á Guð sem allt vald hefur á himni og jörðu. Þú lagðir líf þitt og vandamál í hendur guðs, strax á unga aldri og hefur fylgt boðum hans allt þitt líf og nú ertu horfin á hans fund. Elsku mamma, ég kveð þig með þakklæti og djúpum söknuði. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Hvíl í friði. Þinn sonur, Óli Fossberg. Mig langar til að minnast kærrar tengdamóður minnar Guðrúnar Árnadóttur eða Gunnu eins og hún vildi láta kalla sig. Fyrst eftir að ég kynntist Reyni syni hennar sá ég oft glæsilega konu í svartri kápu ganga niður götuna framhjá versluninni þar sem ég vann, hún hægði á sér og leit að glugganum og hélt svo áfram. Ég hafði orð á þessu við tilvonandi kær- asta minn og þá kom glott á hann og sagði hann mér að þetta væri mamma sín. Þegar við síðan fórum að vera saman fór hann með mig heim því að hann vildi kynna mig fyrir móður sinni, stjúpa, fóstursystur og afa. Ég, feimin og saklaus 17 ára stúlkan var með hnút í maganum af kvíða en það breyttist fljótt því mér var strax frá byrjun tekið með opnum örmum. Síðan eru liðin rúm 39 ár og aldrei borið neinn skugga þar á. Þar sem foreldrar mínir bjuggu í fjarlægu landi og ekki mikið um hringingar á milli landa á þessum árum var gott að geta leitað til Gunnu þegar ég þurfti á ráðlegg- ingum að halda. Hún miðlaði af sinni reynslu og þekkingu. Þegar ég átti von á mínu fyrsta barni og hún hafði heyrt mig segja að ég ætlaði að fæða barnið á Fæð- ingarheimili Reykjavíkur tók hún ekki annað í mál en að fara með mér og heilsa upp á Huldu Jensdóttur því að þær þekktust og bað hún hana að annast mig og sýndi mér heimilið. Svona var Gunna, hugsaði fyrst og fremst um aðra. Þá eru ótaldar allar góðu stund- irnar sem við áttum á sunnudögum þega við hjónin komum með börnin okkar í pönsukaffi. Enginn bakaði eins góðar pönnukökur eða eldaði eins góðan mat né bakaði betri tert- ur að okkar mati. Alla hátíðsdaga vorum við í faðmi fjölskyldunnar, með henni, Snorra og föður hennar sem bjó hjá þeim hjónum á meðan hann lifði. Eftir að hún var orðin ein, búin að missa eiginmann og föður sinn, var hún öllum stundum hjá okkur. Tók þátt í öllu með okkur á meðan heilsan leyfði. Síðan fór hún á Hjúkrunarheimilið Skógarbæ í des- ember 1998. Við áttum margar góð- ar stundir með henni þar. Ég vil nota tækifærið og þakka læknum, hjúkrunarfólki og öðru starfsfólki fyrir alla þá hjartahlýju og ástúð sem þau sýndu okkur fjölskyldunni og þá sérstaklega síðustu tíu dagana fyrir andlát hennar. Það mun seint gleymast. Það verður skrítið á næstu jólum að hafa ekki elsku Gunnu tengdamóður í sínu sæti hjá okkur en ég veit að henni líður vel núna þar sem hún er kominn til Drottins og ástvina sinn sem farnir eru. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, Leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mín, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Ég vil votta elsku Reyni, Óla, Huldu, Nínu og fjölskyldum þeirra mín dýpstu samúð. Megi góður Guð styrkja þau og blessa. Jóhanna. Hlýjan sem umvefur huga minn og yljar mér um hjartarætur eru minningar sem tengjast þér sem í upphafi voru þínar rætur. (G. Bergmann.) Jæja, elsku amma, þá ertu loksins búin að fá hvíldina sem við öll fáum að lokum. Þetta er okkar hinsta kveðja til þín og er hún skrifuð með söknuði og tárvotum augum, en jafnframt þakklæti fyrir allar þær yndislegu stundir sem við áttum með þér í gegnum árin. Þær eru ótal margar minningarnar sem streyma um huga okkar á þessari stundu. Amma í Kötló eins og við oftast köll- uðum þig var alltaf svo fín og sæt og þér var ekki sama hvernig þú leist út, hárgreiðslan varð að vera í lagi og skartgripirnir á sínum stað. Já, elskan, þú varst nú svolítið pjöttuð og höfðum við gaman af því. Við vor- um líka að rifja upp sunnudagana sem voru ómissandi þegar við kom- um öll saman í pönnsukaffi hjá þér og Snorra afa, en þú bakaðir heims- ins bestu pönnukökur. En það var ekki bara á sunnudögum sem við komum til þín, heimili þitt stóð okk- ur alltaf opið, jafnt á degi sem nóttu. Og þú varst alltaf til staðar þegar við þurftum á að halda og gafst þér endalausan tíma til að sinna okkur. Þú hafðir stórt hjarta og vildir allt fyrir alla gera og sást aðeins það góða og fallega. Elsku amma, þú varst alveg ein- stök manneskja. Síðasta vikan sem við áttum öll saman er okkur afar dýrmæt, að hafa fengið að vera hjá þér og halda í höndina þína er eitt- hvað sem við gleymum aldrei. Við báðum saman, grétum saman og hlógum saman, já, elskan við gátum líka hlegið að öllu því skemmtilega, sem við rifjuðum upp því það var alltaf svo stutt í brosið hjá þér. Þú varst yndisleg. Elsku amma, við vitum að nú líður þér vel og ert komin til Snorra afa og allra hinna. Við kveðjum þig með tár á hvörmum og óskum þess af öllu hjarta að drottinn góður með opnum örmum taki þig til ljóssins bjarta. (S. Pétursson.) Guð varðveiti þig að eilífu. Þín barnabörn, Anna, Guðrún, Karl og Reynir. Elsku langamma, nú ertu komin til himnaríkis og orðin að fallegum engli. Við vitum að nú líður þér vel, en við söknum þín samt mjög mikið. Nú eigum við ekki eftir að koma oft- ar til þín á sunnudögum niður í Skógarbæ. Við eigum margar falleg- ar minningar um þig sem við geym- um í hjörtum okkar að eilífu. Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, elsku langamma. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) María Ósk og Hanna Karen. GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR við Nýbýlaveg, Kópavogi Skreytingar við öll tækifæri Langirimi 21, Grafarvogi 587 9300 Samúðarskreytingar Samúðarvendir Kransar Kistuskreytingar Brúðarvendir )$     $    3  $$% F 5# 2:?& ## * + ) G9(  '()  !  8H  +      +      8 ( -,,7  " =   =  6)(+)) <"  !  <) %   !* )  !  ) !       !      " ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.  #   "  &    3  !  +      $  2 G2& 7  4 !! ) -C & 9/" ) $  & " !+ "    " ! (        3   7   2 " 1  #      &   ! &!              2$ 2$ '  + /" (  )" 2+   #         #   &    ! &!                  #  6?  +>   )() ! D   (" :  #      $  " +  :.$  2  '(  "   * ) #  #    !3 !      # )  * )  3 9  E   4! !    " 1   #      #   &    ! &!               $  $ #%  2$& ##? // /    3  ) .-   ("  ' 9/ 9/)  ' $(/ <  )  '  !  '"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.