Morgunblaðið - 04.09.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.09.2001, Blaðsíða 1
BRESKUR hermaður í liði Atlants- hafsbandalagsins í Makedóníu sést á myndinni skoða Kalashnikov AK47- riffil úr vopnasafni því sem albansk- ir skæruliðar í landinu hafa látið af hendi. Makedónska þingið hóf aftur um- ræður um stjórnarskrárbreytingar í tengslum við friðarsamninga í gær. Umræðunum hafði verið frestað á laugardag og óttuðust þá margir um framhald friðarferlisins. Breyting- arnar miða að því að auka réttindi albanska minnihlutans í landinu, en harðlínumenn úr röðum Makedóna eru því andvígir og voru margir þeirra fjarverandi úr þingsölum í gær. Talsmaður NATO fagnaði því að umræðurnar væru hafnar á ný og kvað það glæða vonir um að her- menn bandalagsins gætu lokið vopnasöfnuninni á tilsettum tíma. AP Vopnin kvödd Skopje. AFP, AP. 200. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 4. SEPTEMBER 2001 ákvörðunina með trega en hann hefði komist að þeirri niðurstöðu að fund- urinn gæti ekki orðið gagnlegur í baráttunni gegn kynþáttafordómum. „Ég veit að ekki er hægt að berj- ast gegn kynþáttahatri með ráð- stefnu sem samþykkir ályktanir þar sem notað er hatursfullt orðalag er í sumum tilfellum er afturhvarf til þeirra tíma er síonismi var sagður vera kynþáttahatur, ýtir undir þá hugmynd að of mikið hafi verið gert úr Helförinni, gefur til kynna að að- skilnaðarstefna sé við lýði í Ísrael eða gerir eina þjóð, Ísraela, að blóra- böggli og skotmarki,“ sagði Powell. Ráðstefnan er haldin í Durban í Suður-Afríku og var markmiðið að efla baráttu gegn kynþáttamisrétti og nýlendustefnu. Shimon Peres, ut- anríkisráðherra Ísraels, sagðist skömmu síðar hafa kallað sendinefnd COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gaf í gær fulltrúum landsins á alþjóðaráðstefnu Samein- uðu þjóðanna í Suður-Afríku um kynþáttamisrétti skipun um að ganga af fundi til að mótmæla árás- um arabaþjóða á stefnu Ísraela. Skömmu síðar sögðust Ísraelar einn- ig myndu hverfa á brott og gert var ráð fyrir að Kanadamenn gerðu slíkt hið sama. Í drögum að lokayfirlýs- ingu ráðstefnunnar og ýmsum plöggum sem dreift hefur verið er síonisma, þeirri stefnu gyðinga að þeir eigi rétt á þjóðarheimili í Ísrael, jafnað við kynþáttafordóma, ras- isma. Eru Ísraelar sakaðir um svo- nefnda þjóðarhreinsun og þjóðar- morð. Ráðstefnunni á að ljúka á föstu- dag. Powell utanríkisráðherra sagð- ist í yfirlýsingu sinni hafa tekið Ísraela heim frá Durban og harmaði að „furðulegar uppákomur“ hefðu einkennt ráðstefnuna. Hefðu Ísrael- ar verið sakaðir um nýlendustefnu og arabaríkin hefðu haft samráð á ráðstefnunni um að varpa allri ábyrgðinni á deilunum við Palestínu- menn á Ísraela. Nokkru áður hafði Peres sagt í viðtali að Ísraelar myndu ekki hafa frumkvæði að því að ganga af fundi vegna þess að ef þeir gerðu það og Bandaríkjamenn fylgdu þeim yrðu hinir síðarnefndu sakaðir um að láta Ísraela stjórna gerðum sínum. „Allt Arababandalagið hefur ákveðið að vera á móti friði,“ sagði Peres reiðilega. Hann fékk friðar- verðlaun Nóbels árið 1994 ásamt Yitzhak Rabin forsætisráðherra, er var myrtur ári síðar, og Yasser Ara- fat, leiðtoga Palestínumanna, fyrir þátt sinn í friðarsamkomulaginu sem kennt er við Ósló. Reynt fram á síðustu stundu að sætta deiluaðila Norðmenn reyndu fram á síðustu stundu að fá deiluaðila til að sættast á málamiðlun. Amr Moussa, fram- kvæmdastjóri Arababandalagsins og fyrrverandi utanríkisráðherra Egyptalands, sagði áður en skýrt var frá ákvörðun Powells að ljóst væri að Palestínumönnum væri mismunað og yrðu Ísraelar að sætta sig við að stefna þeirra væri gagnrýnd. Moussa sagði hins vegar brýnt að Bandaríkjamenn tækju þátt í ráð- stefnunni og tryggðu að samin yrði lokayfirlýsing þar sem gætt yrði jafnvægis. Fundur SÞ um kynþáttamisrétti í upplausn vegna deilna um Ísrael Bandaríkjamenn ganga af fundi í Durban Durban, Washington, Jerúsalem. AFP, AP.  Arabaþjóðir saka/26 KAÞÓLSKIR foreldrar fylgja skelkuðum börnum sínum í skólann framhjá röð norður-írskra lög- reglumanna á Ardoyne-götu í Bel- fast í gær. Um 200 sambandssinnar reyndu að koma í veg fyrir að börnin kæm- ust í Holy Cross-skólann fyrsta skóladaginn eftir sumarleyfi, að sögn til að mótmæla svívirðingum og ógnunum sem þeir hafi mátt þola af hálfu kaþólskra. Lögregla og hermenn héldu opinni leið fyrir börnin, en eftir að þau voru komin í skólann kom til ryskinga milli sam- bandssinna og lögreglumanna. Einnig kom til óeirða í Belfast í gærkvöld. Reuters Fyrsti skóla- dagurinn FLÓTTAMENNIRNIR, sem höfð- ust við í heila viku um borð í norska gámaflutningaskipinu Tampa fyrir ströndum Jólaeyju, voru í gær ferj- aðir yfir á ástralskt herskip sem flyt- ur þá til Papúa Nýju-Gíneu. Áætlað er að förin til Papúa Nýju- Gíneu taki um viku, en aðstæður fyr- ir flóttafólkið eru mun betri um borð í ástralska herskipinu, HMAS Man- oora, en á Tampa. Eftir komuna til Port Moresby verða flóttamennirnir, sem eru að minnsta kosti 430 talsins, fluttir flugleiðis til Nýja-Sjálands og Kyrrahafseyjarinnar Nauru. Þar verða umsóknir þeirra um hæli af- greiddar, en hluti fólksins mun fá landvistarleyfi í öðrum ríkjum. Ástralskur dómstóll á reyndar eft- ir að kveða upp endanlegan úrskurð í máli mannréttindasamtaka, sem kröfðust þess að flóttafólkið fengi að koma á land á Jólaeyju. Úrskurðar- ins er að vænta í vikunni, en ef dóm- stóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að Áströlum hafi borið skylda til að taka við flóttafólkinu verður HMAS Man- oora snúið við. Flóttamennirnir eru flestir frá Afganistan, en áhöfn Tampa bjargaði þeim af sökkvandi indónesískri ferju fyrir tíu dögum. Fjórir skipverjar indónesísku ferjunnar voru hnepptir í gæsluvarðhald á Jólaeyju í gær og verða væntanlega ákærðir fyrir brot á áströlskum innflytjendalögum. Flóttamenn á leið til Papúa Nýju-Gíneu Jólaeyju. AFP, AP. ÞEGAR ítalski skartgripasalinn Bulgari fór þess á leit við bresku skáldkonuna Fay Weldon að hún skrifaði skáldsögu um fyrirtækið neitaði hún þegar í stað. En Weld- on, sem er þekkt fyrir að taka óvenjulega áhættu, fékk bak- þanka, að því er umboðsmaður hennar, Giles Gordon, greindi frá. Útkoman varð skáldsagan Bulgari-tengslin (The Bulgari Connection), sem gefin verður út í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Gegn því að fá greidda tiltekna upphæð, sem ekki hefur verið gert uppskátt um, nefndi Weldon Bulg- ari-skartgripaverslunina í London tólf sinnum á nafn í bókinni. Heimildamenn í útgáfubrans- anum telja sumir að þetta sé í fyrsta sinn sem skáldsaga er pönt- uð í þeim tilgangi að auglýsa til- tekna vöru. Weldon sjálf vildi í gær ekki ræða um bókina, en um- boðsmaður hennar sagði þetta vera „einhverja bestu skáldsögu hennar“. Það rýri bókina ekki að minnst sé á Bulgari tólf sinnum í henni. Meðal þekktustu skáldsagna Weldons eru Praxís og Ævi og ástir kvendjöfuls, sem báðar hafa verið þýddar á íslensku. Weldon hóf ritferil sinn sem auglýsinga- textahöfundur. Hún sagði einu sinni frá því að auglýsingar hefðu verið „það eina sem ég gat gert til að hafa til hnífs og skeiðar“. Bulgari kostar bók London. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.