Morgunblaðið - 04.09.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.09.2001, Blaðsíða 39
Upplýsingaveita um nám MENNT er að vinna að smíði á gagnagrunni um Upplýsingaveitu um nám. Upplýsingaveitan er gagnabanki sem hýst getur allt námsframboð á Íslandi. Hægt er að leita almennt eða sértækt í gagnabankanum og bera saman framboð, verð og gæði. Upplýs- ingaveitan er hönnuð með einföldu notendaviðmóti þannig að mikil tölvukunnátta er ekki skilyrði til að geta notað hana. Allir sem hafa aðgang að tölvu og interneti geta tengst Upplýsingaveitunni ókeyp- is. Byrjað er að þróa rafrænan námsráðgjafa sem tengist Upplýs- ingaveitunni. Notandinn svarar nokkrum spurningum sem leiða í ljós áhuga- og færnisvið hans. Ráðgjafinn hjálpar sérstaklega þeim sem vita ekki endilega hvað þá langar til að læra. Upplýsingaveitan mun nýtast jafnt þeim sem leita eftir námi eða námskeiði eða bjóða það. Stefnt er að því að allt nám og öll námskeið á Íslandi verði vistuð í Upplýs- ingaveitunni, hvort sem er í hefð- bundna skólakerfinu, í einkaskól- um eða fræðslustofnunum. Markhópar Upplýsingaveitunn- ar eru tvenns konar. Í fyrsta lagi mun Upplýsingaveitan sérstaklega nýtast almenningi sem leitar eftir námskeiðum eða námi. Það hefur oft reynst erfitt fyrir almenning að fá upplýsingar um framboð á námi eða námskeiðum því leita þarf víða og á ólíkum stöðum. Með tilkomu Upplýsingaveitunnar getur þessi hópur leitað á einum stað eftir upplýsingum um framboð á námi eða námskeiðum á þeim stað sem þeim hentar og á því skólastigi sem það óskar eftir. Í öðru lagi er markhópur Upplýsingaveitunnar skipuleggjendur námskeiða, eins og fulltrúar símenntunarmiðstöðv- anna um landið, fræðslufulltrúar stéttarfélaga og fræðslufulltrúar fyrirtækja. Þegar námskeið eru skipulögð fyrir þá einstaklinga sem halda á námskeið fyrir, er mikilvægt að hægt sé að ganga að upplýsingum um framboð á ákveðnu námi eða námskeiðum hvar sem er á landinu. Upplýsingaveitan verður opnuð almenningi í byrjun næsta árs og með frekari þróun og viðbótum í Viku símenntunar 2002. Vika símenntunar er kjörinn vettvangur til að koma á framfæri námskeiðum, verkefnum, góðum hugmyndum og almennri umræðu um mikilvægi símenntunar. Á veg- um átaksins verður efnt til kynn- ingarherferðar um mikilvægi sí- menntunar, með áherslu á tölvur og tungumál en einnig verður mik- ilvægi símenntunar almennt gerð góð skil. Vefsíða viku símenntunar er www.mennt.is/simenntun Höfundur er framkvæmdastjóri MENNTAR. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 39 NESSTOFA er eitt elsta steinhús landsins, byggð upp úr 1760. Þar bjó fyrsti landlæknir Íslands og þar er nú vísir að lækningaminjasafni. Húsið stendur eins og perla í landslaginu. Hafa Seltirningar lagt töluvert á sig til að tryggja að ekkert skyggi þar á eins og undirskriftasöfnun stórs hluta íbúa sýndi fyrir fimm árum. Sú und- antekning hefur verið á, að byggja mætti lækningaminjasafn norðan Nesstofu. Voru þeirri byggingu sett mjög ströng skilyrði um aðlögun að umhverfi. Aðför að lækningaminjasafni Nú hefur það gerst, að meirihluti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn hefur samþykkt að á safnlóðinni skuli reisa 60 vistmanna hjúkrunarheimili. Í kynningu kom fram ákveðinn vilji stjórnenda Eirar um að stækka mætti heimilið um rúmlega helming og æskilegt væri að reisa þjónustu- íbúðir í nágrenni þess. Nánast engin umræða fór fram um þetta í bæjar- stjórn, meirihlutinn stöðvaði með hörku möguleika á lýðræðislegri um- fjöllun. Um leið ýtti meirihlutinn út af borðinu tillögu Neslistans um annan valkost, en þar var lögð áhersla á vandaða og hraða málsmeðferð. Aðför að staðreyndum Samþykkt sjálfstæðismanna bygg- ist á tveimur röngum forsendum. Sú fyrri segir að byggingarnefnd Nes- stofusafns hafi skilað úthlutaðri lóð. Þetta er ekki rétt. Nefndin skilaði af sér umboði sínu eftir að ljóst varð að ekkert yrði af fjárframlögum ríkisins næstu árin vegna endurbyggingar Þjóðminjasafns. Læknafélag Íslands, sem var aðili að nefndinni, hefur stað- fest í tvígang við bæjarstjórn, nú síð- ast fyrir nokkrum dögum, að ekki sé hætt við byggingu lækningaminja- safns. Þjóðminjavörður hefur sagt það sama í bréfi til bæjarstjórnar 13. júlí sl. Átti þjóðminjavörður fund með bæjarstjóra á sl. hausti einmitt til að ræða byggingamál safnsins. Mennta- málaráðherra er sama sinnis í viðtali við Mbl. 22. ágúst. Því er það með öllu óskiljanlegt að Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri skuli halda öðru fram. Hin forsendan er meira í ætt við brandara. Með samþykkt sinni út- hlutar meirihluti sjálfstæðismanna lóð lækningaminjasafns undir 60 manna hjúkrunarheimili. Lóðin er staðfest skv. lóðablaði vera 3.489 fm. Hjúkrunarheimilið er 4.000 fm, á einni hæð, og á þá eftir að gera ráð fyrir öllu sem tilheyra á lóð. Sá sem getur komið 4.000 fm húsi fyrir á tæp- lega 3.500 fm lóð ætti að eiga auðvelt með að koma úlfalda í gegnum nál- arauga. Þótt því sé hnýtt aftan í tillög- una að tæknideild eigi að gera tillögu um lóðarstærð þá er það einungis lóð safnsins sem er til ráðstöfunar. Bæjarstjóri sagði í umræðunni og hafa þau orð gengið aftur í opinberri umræðu, að lækningaminjasafni hefði aldrei verið úthlutuð lóðin. Hvað segja eftirfarandi staðreyndir um þetta: Bæjarstjóri staðfesti byggingar- reit fyrir safnið í bréfi dagsettu 13. nóvember 1996. Skipulagsnefnd Sel- tjarnarness samþykkti lóðarblað fyr- ir lækningaminjasafn á fundi 3. nóv- ember 1997. Er lóð safnsins þar 3.489 fermetrar. Byggingarnefnd Seltjarn- arness samþykkti á fundi 21. janúar 1998 teikningar fyrir lækningaminja- safn, að hluta byggt inn í landslagið. Og ekki má gleyma því að formaður skipulagsnefndar og forseti bæjar- stjórnar á þeim tíma, Erna Nielsen, var fulltrúi bæjarstjórnar í bygging- arnefnd safnsins. Erna vann vel og samviskulega í nefndinni. Er næsta ótrúlegt að bæjarstjóri skuli ætla henni það, að leiða nefndina út í 15 milljón króna hönnunarkostnað, væri lóðin ekki til reiðu. Þetta er athygl- isvert framlag hans í þá prófkjörsbar- áttu, sem er framundan vegna bæj- arstjórnarkosninga. Aðför að lýðræði Hollt er að rifja upp þau rök bæj- arstjóra að ekki þyrfti að ræða málið í fagnefndum. Skipulagsnefnd hefði ekkert með málið að gera, en nefndin hafði afgreitt lóð undir 848 fm safn á svæðinu, sem er lagt að jöfnu við 4.000 fm hjúkrun- arheimili. Félagsmála- ráði litist ábyggilega vel á tillöguna. Um- hverfisnefnd var ekki virt viðlits þó að nefnd- in hafi staðið vörð um svæðið. Hnykkti bæj- arstjóri á um þetta með því að segja, að allir vissu að þetta væri best svona. Í orð- leysi mínu yfir þessum dæmalausa málflutn- ingi rifjaðist upp fyrir mér ferð mín til Júgóslavíu og Ung- verjalands ásamt fulltrúum annarra norrænna stúdentaráða árið 1969. Talsmenn ungverskra stúdenta í þeim viðræðum voru samanreknir karlar á miðjum aldri, dæmigerðir „apparatchik“. Einn okkar spurði í tilbúnu sakleysi hvernig stæði á því að stúdentar sjálfir væru ekki með fulltrúa í viðræðunum. Eftir töluvert fát kom svarið frá einum aðstoðar- mannanna um leið og hann benti á forsvarsmanninn: „Hann veit hvað er stúdentum fyrir bestu.“ Aðför að Nesstofu Aðförin að safninu skýrist best með þessu einfalda dæmi: Nesstofa er 240 ára gamalt stein- hús, um 120 fm að grunnfleti. Fyrirhugað lækningaminjasafn er 848 fm að grunnfleti, falið í landslaginu. Fyrirhugað hjúkrun- arheimili er 4.000 fm að grunnfleti og stækkar væntanlega upp í rúma 6.000 fm. Það er staðsett miklu framar í landinu, þar sem samstaða hefur verið um að byggja ekki. Hafi einhver hugsað sér að eyðileggja sjón- rænt jafnvægi Vestur- svæðisins; hafi einhver hugsað sér að draga úr sjónrænni reisn Nes- stofu; hafi einhver hugs- að sér að koma í veg fyrir tengsl lækningaminjasafns og Nes- stofu þá hefur meirihlutinn markað leiðina. Enn má koma í veg fyrir þetta fyrirhugaða menningarsögulega skemmdarverk og umhverfisspjöll. Fyrir liggur tillaga um byggingu hjúkrunarheimilis á fyrirhugaðri uppfyllingu sem kallar á samvinnu við Reykjavík. Forystumenn skipulags- mála í Reykjavík hafa mikinn áhuga á þeim hugmyndum. Málið á ekki að snúast um flokka- pólitík. Því eru allir þeir, sem unna náttúrufari Vestursvæðisins og menningarverðmætum, hvattir til að láta til sín heyra. Aðför að Nesstofu Högni Óskarsson Nes Enn má koma í veg fyr- ir, segir Högni Óskars- son, þetta fyrirhugaða menningarsögulega skemmdarverk og um- hverfisspjöll. Höfundur er læknir og annar fulltrúi Neslistans í bæjarstjórn Seltjarnarness. arbreytingar á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um þróun- arsjóð.“ og síðar í greininni: „Þorsteinn sagði að það hefði verið mjög brýnt að ná sam- komulagi við Landssamband smábátaeigenda og það sam- komulag væri í mjög góðu jafn- vægi þegar tekið væri tillit til þróunarinnar síðustu árin.“ og Þorsteinn bætir við: „Það ætti að vera stórútgerðinni í landinu keppikefli að skapa frið um fiskveiðarnar. Ég sé ekki að hún bæti stöðu sína með því að vera í endalausum stríðsátökum við minni báta og trillukarla.“ Undirritaður taldi rétt að koma þessu á framfæri þannig að les- endur blaðsins fái rétta mynd af gangi mála á þessum tíma. Þó ekki hafi verið undirritað samkomulag, lék enginn vafi á að samkomulag var gert og við samkomulag á að standa. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.