Morgunblaðið - 04.09.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.09.2001, Blaðsíða 26
HART var tekist á um drög að loka- yfirlýsingu á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um kynþáttafordóma og nýlendustefnu í Durban í Suður-Afr- íku í gær. Ísraelar mótmæltu ákaft að síonisma væri líkt við kynþátta- hatur og jafnframt að reynt væri að fá samþykkt orðalag þar sem tilveru- rétti Ísraels sem þjóðarheimilis gyð- inga væri í reynd hafnað. Fulltrúar Norðmanna reyndu í gær að finna málamiðlun sem hægt yrði að sættast á. Ísraelar saka fulltrúa arabaþjóða og þá einkum Palestínumenn um að hafa lagt ráðstefnuna undir sig með það að markmiði að fá stefnu Ísraela gagnvart Palestínumönnum for- dæmda. Mordechai Yedid, formaður sendinefndar Ísraels, sagði í ræðu sinni að deilur Ísraela og Palestínu- manna væru pólitískt vandamál og ættu ekki að vera viðfangsefni al- þjóðaráðstefnu um kynþáttamisrétti. Hann fordæmdi andúðina sem kæmi fram á ráðstefnunni gagnvart síon- isma og sagði að þar væri á ferðinni afbrigði af gyðingahatri. „Hvað eru andstyggilegar skop- myndir af gyðingum sem fylla dag- blöð í arabalöndum og dreift er á ráð- stefnunni … annað en endurtekning á aldagömlum lygaþvættingi gyð- ingahataranna?“ spurði Yedid. Hann gagnrýndi einnig að í drögunum væri rætt um fleiri en eina „helför“ en hugtakið hefur í nútímanum einkum verið notað um útrýmingarherferð nasista gegn gyðingum á 20. öld. Ísraelar eru einnig sakaðir um að níðast á Palestínumönnum á her- numdu svæðunum með því að beita aðskilnaðarstefnu í anda stefnu hvíta minnihlutans er var áður við völd í Suður-Afríku. Dómsmálaráðherra Ísraels, Meir Sheetrit, andmælti þeim ásökunum á blaðamannafundi í Jerúsalem. „Hafið þið nokkurn tíma séð strætisvagna sem eingöngu eru ætlaðir gyðingum eða eingöngu aröb- um?“ spurði hann og sakaði andstæð- vondaufur um að hægt yrði að miðla málum. En Moussa sagði að í loka- yfirlýsingunni yrði að vera tilvísun til stefnu Ísraela og vísaði því á bug að arabar hefðu þvingað fulltrúana til að fjalla óeðlilega mikið um Miðaustur- lönd og átökin þar. „Beitt er aðferð- Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um kynþáttafordóma og nýlendustefnu Arabaþjóðir saka Ísraela um kynþáttamismunun APJesse Jackson talar í símann á ráðstefnunni í Durban í gær. inga Ísraels um veruleikafirringu. Framkvæmdastjóri Arababanda- lagsins, Egyptinn Amr Moussa, var- aði við því að samþykkt yrði ályktun sem væri hlutdræg. Slík samþykkt yrði einfaldlega fordæmd og myndi aldrei hafa nein áhrif. Hann var í gær Durban, London. AP, AFP. um kynþáttamisréttis í deilunum og þess vegna verður einnig að taka á því máli,“ sagði Moussa. Deilurnar um síonisma og Ísrael hafa yfirgnæft að mestu leyti önnur mál, þ.á m. hugmyndir um að fyrr- verandi nýlenduríki biðjist afsökunar á að hafa flutt þræla frá Afríku til Vesturheims og greiði jafnvel skaða- bætur fyrir meðferðina á þrælunum. Talsmaður Tonys Blairs, forsætis- ráðherra Bretlands, ítrekaði í gær þá stefnu stjórnvalda að ekki yrði beðist afsökunar á þrælahaldinu en látið nægja að harma þá atburði. Spán- verjar, Portúgalar og Hollendingar, allt fyrrverandi nýlenduríki er keyptu á sínum tíma marga þræla af afrískum höfðingjum á vesturströnd Afríku, taka undir með Bretum. Mun andstaðan við afsökunarbeiðni byggjast á því að menn óttast að hún geti síðar orðið vopn í höndum þeirra sem krefjast þess að nýlenduveldin greiði Afríkuþjóðum skaðabætur fyr- ir þrælahaldið. En að sögn BBC er ekki full eining um málið í Evrópu- sambandinu. Þannig vilji Belgar koma til móts við kröfurnar um af- sökun. Blökkumannaleiðtoginn banda- ríski, Jesse Jackson, leggur áherslu á að nýlenduveldin biðjist afsökunar og segir að geri þau það ekki jafngildi það að ríkin segist vera stolt af ný- lendutímanum. Rætt er meðal svartra Bandaríkjamanna að stjórn- völd ættu að greiða þeim bætur fyrir syndir forfeðranna. Þrælahald hefur viðgengist í heim- inum, ekki síst í Afríku, frá örófi alda og voru innlendir höfðingjar oftast þeir sem mest græddu á sölunni en einnig voru arabískir þrælakaup- menn umsvifamiklir. Danir urðu fyrstir þjóða til að banna allt þræla- hald í ríki sínu undir lok 18. aldar. Bretar bönnuðu það um 1830 og beittu síðan flota sínum gegn þræla- kaupmönnum til að stöðva flutn- ingana til Vesturheims. ERLENT 26 ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ EFTIR að hafa borað um fjóra kíló- metra niður í færeyska landgrunnið – og kostað til þess sem svarar um tveimur milljörðum íslenzkra króna – er nú orðið ljóst að norska olíufélagið Statoil hefur í sumar ekki tekizt að finna olíu í vinnanlegu magni. Í tilkynningu frá olíumálaráðu- neyti færeysku landstjórnarinnar í gær eru staðfestar þær fregnir, að tilraunaboranir Statoil – sem er fyrst sjö handhafa olíuleitarleyfa í fær- eysku lögsögunni sem efnir til slíkra borana – hafi skilað litlum árangri, en olíumálaráðherrann Eyðun Elttør leggur áherzlu á að þetta þýði alls ekki að vonin um að olíulindir finnist í færeyska landgrunninu sé slokknuð. „Það er miður, að Statoil skyldi ekki hafa fundið olíu í nægilegu magni til að það borgaði sig að vinna hana. En þær vísbendingar, sem fundizt hafa um olíu- og gaslindir í þessari borholu ýta þó undir vonir um að framhald olíuleitarinnar muni skila árangri,“ segir Elttør. „Seinna á þessu ári og á næstu árum verða bor- aðar nokkrar tilraunaborholur til við- bótar og frekari rannsóknir gerðar á landgrunninu. Svo að ég bind enn góðar vonir við að það finnist olía í færeyska landgrunninu,“ sagði hann. Á næstu dögum er niðurstaðna vænzt úr tilraunaborun BP, annars olíuleitarleyfishafanna, skammt frá borholu Statoil, en þær kváðu ekki vera betri en hjá Statoil. Brátt hefst þriðji leitarleyfishafinn, fjölþjóðleg samsteypa sem kallast Faroese Partnership, handa við sínar til- raunaboranir. Leitarsvæðið er í svo- kölluðu „Gullhorni“ næst lögsögu- mörkum Færeyja og Bretlands við Hjaltland, en Hjaltlandsmegin mala olíuborpallar gull fyrir brezkt hag- kerfi. Færeyjar Vonir bundnar við fram- hald borana Þórshöfn. Morgunblaðið. BIBLÍA bjargaði lífi 16 ára gamals drengs er móðir hans skaut á hann með haglabyssu en áður hafði hún ráðið sex ára syni sínum bana. Reyndi hún einnig að bana þriðja syni sínum, 19 ára gömlum. Að sögn lögreglunnar í North Fort Myers á Florida skaut Leslie Ann Wallace son sinn, James Wallace, á heimili þeirra en ók að því búnu til kirkju þar sem annar sonur hennar, Kenneth, hafði verið við messu, og skaut á hann með haglabyssu. Höglin lentu í biblíunni, sem Kenneth var með. „Biblían bjargaði lífi hans,“ sagði Larry King, aðstoðarlögreglustjóri í Lee- sýslu. Eftir skotárásina við kirkjuna ók konan að pítsustað þar sem þriðji sonur hennar, Gregory, var að vinna, en lögreglan hafði áður látið Gregory vita af því, sem gerst hafði, og varað hann við móður sinni. King sagði, að fundist hefðu þunglyndislyf á heimili konunnar en vildi annars ekki geta sér til um ástæðuna. Hann upplýsti þó, að hún eiginmaður hennar hefðu rifist um morguninn út af fjármálum. Biblían bjargaði lífi drengsins North Fort Myers. AP. DR. CHRISTIAAN Neethling Barnard, sem fyrstur varð til þess að græða hjarta í mann, hefur ver- ið minnst víða um heim sem frum- herja, sem þorði að fara ótroðnar slóðir. Hann lést á sunnudag, 78 ára að aldri, er hann var í sum- arfríi á Kýpur. Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, minntist landa sína, Barnards, í gær og sagði, að hann hefði ekki aðeins verið brautryðjandi í hjartalækn- ingum, heldur einnig verið einarð- ur baráttumaður gegn aðskilnað- arstefnunni í Suður-Afríku á sínum tíma. „Dauði hans er mikill missir fyrir okkur öll,“ sagði Mandela. Sir Terence English, fyrrver- andi forseti Konunglega, breska skurðlæknafélagsins, sagði, að Barnard hefði á sínum tíma verið einn af kunnustu mönnum í heim- inum. „Vissulega líkaði mönnum misvel við hann en með honum er genginn merkur maður,“ sagði English. Samstarfsmenn Barnards á Groote Schuur-sjúkrahúsinu í Höfðaborg segja, að hann hafi ávallt haft velferð sjúklinganna í fyrirrúmi en þar fyrir utan kunni hann vel að meta frægðina, sem fylgdi fyrstu hjartaígræðsl- unni 1967. Eftir að Barnard komst í sviðsljósið fóru sumir að líta á hann sem hálf- gerðan glaum- gosa, sem kynni best við sig inn- an um kvik- myndastjörnur og annað frægt fólk. Hann var þríkvæntur og voru tvær eiginkonur hans honum miklu yngri. Skildi hann við þriðju eiginkonuna í fyrra en hún var að- eins tveggja ára er hann komst í heimsfréttirnar 1967. Dr. Bernard Mandell, forseti suður-afrísku læknasamtakanna, segir, að Barnard hafi einu sinni sagt, að ætti hann að velja á milli Nóbelsverðlaunanna og kvenna, myndi hann velja konurnar. „Þannig var hann. Engin hjúkr- unarkona á sjúkrahúsinu var með öllu óhult,“ sagði Mandell. Margir fleiri, læknar og frammámenn, hafa minnst Barn- ards með virðingu en hann sat við hótellaug í bænum Paphos á Kýp- ur er kallið kom. Var hann þá að lesa eina af sínum eigin bókum. Hjartalæknisins Barnards minnst Jóhannesarborg. AP. Dr. Christiaan Barnard Frumherji sem líkaði frægðin vel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.