Morgunblaðið - 04.09.2001, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF
20 ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ALLMÖRG fyrirtæki í upplýsinga-
og tæknigeiranum hafa verið að
segja upp starfsfólki á undanförnum
dögum og vikum. Þetta bætist við
uppsagnir sem þegar hafa orðið í
þessum geira fyrr á árinu eins og til
að mynda hjá Aco-Tæknival en sam-
kvæmt samkomulagi Tæknivals og
Aco um sameiningu félaganna
tveggja þá var ætlunin að fækka
starfsmönnum úr 270 í ársbyrjun í
200 á árinu. Þá er og ljóst að eitthvað
hefur verið um beinar launalækkanir
í tæknigeiranum þótt erfitt sé að
henda reiður á hversu miklar þær
hafi verið.
Öllum talsmönnum þeirra fyrir-
tækja, sem Morgunblaðið ræddi við,
ber saman um að vegna breyttra að-
stæðna á markaði hafi reynst nauð-
synlegt að fækka fólki og grípa til al-
mennra aðhaldsaðgerða á öðrum
sviðum. Um annað sé ekki að ræða.
Flestir taka fram að ekki hafi verið
um auðvelda ákvörðun að ræða, ekki
síst í þeim tilvikum þegar menn hafi
neyðst til þess að segja upp hæfu og
traustu starfsfólki.
Nauðsynlegt að bregðast
við breyttum markaðsaðstæðum
Holberg Másson, stjórnarformað-
ur Netverks, segir að hjá Netverki
hafi starfsmönnum verið fjölgað
töluvert á fyrriparti ársins eða um
fimmtán talsins þar sem þá hafi
menn verið að ljúka ýmsum verkefn-
um. Hugmyndin hafi verið sú að þeg-
ar þeim verkefnum lyki yrði starfs-
mönnum fækkað aftur. „Við höfum
verið að framkvæma það og horfa á
aðstöðuna á þeim mörkuðum sem við
erum að vinna á. Við töldum okkur
sjá fram á að það tæki lengri tíma að
afla tekna frá fyrirtækjum á fjar-
skiptasviði en gert var ráð fyrir. Við
þessu verðum við að bregðast og
segjum því upp fleiri starfsmönnum
en þessum fimmtán, bæði hér heima
og erlendis.“
Steingrímur Ólafsson hjá Oz segir
að starfsmönnum hafi vitaskuld
fækkað við lokun starfseminnar í
Svíþjóð. Ekki hafi verið um neinar
uppsagnir að ræða hér heima og
jafnvel frekar reiknað með að bætt
verði við starfsfólki.
Sárgrætilegt að þurfa
að segja upp góðu fólki
Benedikt Svavarsson, fram-
kvæmdastjóri Kveikis, segir að níu
starfsmönnum af 27, eða hátt í þriðj-
ungi, hafi verið sagt upp fyrir
helgina. „Við vorum aðallega að
fækka forriturum en ætlum að ein-
beita okkur að ráðgjöf í tengslum við
vefinn, sem hefur verið okkar styrk-
ur, og gagnvirka hönnun. Við verð-
um áfram með forritara til þess að
leysa slík verkefni. En því miður
þurftum við að segja upp færu fólki
og góðum félögum, það er það sár-
grætilega í þessu. En þetta þurfti að
gera svo fyrirtækið gæti átt sér
framtíðargrundvöll. Menn verða að
aðlaga sig aðstæðum á hverjum tíma
og við munum einnig auka samstarf-
ið við móðurfélagið, sem er EJS, til
þess að nýta samlegðarmöguleika og
einbeita okkur að því sem við getum
best. Uppsagnirnar eru hluti af
stærri skipulagsbreytingum hjá
okkur. “
Kristján Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Zoom, segir að félagið
hafi nýlega sagt upp sex manns með
þriggja mánaða fyrirvara. Starfs-
menn Zoom séu 19 til 20 talsins.
„Þetta eru einfaldlega viðbrögð við
ástandi á markaðinum og vonandi
getum við endurskoðað það ef að-
stæður breytast. En við urðum að
bregðast við. Þess ber þó að geta að
við vorum ekki nema 15 til 16 í upp-
hafi ársins og erum því fleiri nú en
þá.“
Áfram uppsagnir
í tæknigeiranum
Morgunblaðið/Billi
Nokkuð hefur verið um uppsagnir hjá tæknifyrirtækjum undanfarið vegna
samdráttar, en talið er nauðsynlegt að aðlagast markaðsaðstæðum þannig.
hefur aðeins verið að veiðum frá því
um mitt sumar. Veiðin hefur verið
jöfn og góð undanfarnar vikur og er
svo enn.
Samkvæmt upplýsingum SF hefur
mestu verið landað á Eskifirði,
62.250 tonnum, næst kemur SR-mjöl
á Seyðisfirði með 55.200 tonn og í
þriðja sætinu er Síldarvinnslan í
Neskaupstað með 52.200 tonn.
Lítil veiði hefur verið af norsk-
íslenzku síldinni að undanförnu, en
alls hafa 46.000 tonn veiðzt til þessa
en leyfilegur kvóti er 132.000 tonn.
Nú er leyfilegt að hefja veiðar á Suð-
urlandssíldinni og eru skipin að
gera klárt fyrir þær veiðar.
KOLMUNNAAFLI okkar Íslendinga
á þessu ári er orðinn um 223.000
tonn samkvæmt upplýsingum Sam-
taka fiskvinnslustöðva. Alls hefur
verið landað um 264.000 tonnum af
kolmunna hér og er hlutur útlend-
inga því um 41.000 tonn. Á öllu síð-
asta ári varð kolmunnaafli okkar um
260.000 tonn og hafði þá aldrei orðið
meiri. Samkvæmt upplýsingum SF
er Hólmaborg SU enn aflahæsta kol-
munnaskipið með 27.500 tonn. Börk-
ur NK er með tæp 24.000 tonn, Jón
Kjartansson SU með 21.600 og Ás-
grímur Halldórsson SF með 20.500.
Athygli vekur að Huginn VE er
kominn með um 15.00 tonn, en hann
Mikil kolmunnaveiði
Ásgrímur Halldórsson landar kolmunna á Seyðisfirði.
Morgunblaðið/Jón Páll
RÍFLEGA 1,1 milljarður króna
kom í hlut meðeigenda Baugs hf. í
A-Holding, þegar Baugur keypti
A-Holding að fullu í maí á þessu
ári og eignaðist þar með rúm 20%
hlutafjár í breska smásölufyrir-
tækinu Arcadia Group.
Meðeigendur Baugs í A-Holding
voru fjárfestingarfélögin Gaumur
og Gilding, auk Íslandsbanka og
Kaupþings. Fjárfestingarfélagið
Gaumur er í eigu Jóhannesar
Jónssonar, stofnanda Baugs og
stjórnarmanns, og fjölskyldu hans,
þ.á m. Jóns Ásgeirs Jóhannesson-
ar, forstjóra Baugs.
Gaumur átti 32% í A-Holding og
nam söluhagnaður félagsins af
viðskiptunum við Baug með
Arcadia-bréfin 362 milljónum
króna. Sú spurning vaknar hvort
eðlilegt sé að menn sitji báðum
megin borðs í viðskiptum af þessu
tagi og hver lagaleg staða þeirra
sé.
Jakob R. Möller hrl., sem
reynslu hefur í hlutafélagarétti,
segir aðspurður að ekki sé hægt að
segja neitt ákveðið að svo stöddu
um lagalega stöðu þeirra sem sitji
báðum megin borðs í áðurnefndum
viðskiptum Baugs og fjárfesting-
arfélagsins Gaums. „Til þess að
draga ályktanir um slík viðskipti
þarf fyrst að fara mjög nákvæm-
lega ofan í slík mál, m.a. kanna
hvort stjórnarmenn í Baugi eigi
persónulegra hagsmuna að gæta í
viðskiptum við Gaum. En það
hvarflar ekki að mér að þessir að-
ilar hafi gert eitthvað rangt og ég
hef engar forsendur til þess að
draga neins konar ályktanir af
fréttinni í laugardagsblaði Morg-
unblaðsins einni saman.“
Jakob vísar í greinar í lögum um
hlutafélög sem eiga við mál af
þessu tagi. Í 72. gr. segir: „Stjórn-
armaður eða framkvæmdastjóri
mega ekki taka þátt í meðferð
máls um samningsgerð milli
félagsins og þeirra, um málshöfðun
gegn þeim eða um samningsgerð
milli félagsins og þriðja manns eða
málshöfðun gegn þriðja manni ef
þeir hafa þar verulegra hagsmuna
að gæta sem kunna að fara í bága
við hagsmuni félagsins. Skylt er
stjórnarmanni og framkvæmda-
stjóra að upplýsa um slík atvik.“
Jakob bendir á að stjórnar-
mönnum í Baugi beri að gæta
hagsmuna hluthafa í Baugi og ef
Baugur hafi keypt bréfin af Gaumi
á of háu verði til að Gaumur gæti
innleyst hagnað sé það óeðlilegt.
Hins vegar beri þeim sem setji
slíka tilgátu fram að sanna hana
þar sem sönnunarbyrðin liggi þeim
megin.
Jakob bendir einnig á 95. gr.
hlutafélagalaga þar sem segir að
hluthafafundur megi ekki taka
ákvörðun sem bersýnilega er fallin
til þess að afla ákveðnum hlut-
höfum eða öðrum ótilhlýðilegra
hagsmuna á kostnað annarra hlut-
hafa eða félagsins.
„Þar sem hluthafafundur, sem
er æðsta vald í hverju hlutafélagi,
má ekki taka ákvarðanir af þessu
tagi er ljóst að stjórnin má það
ekki heldur,“ segir Jakob R. Möll-
er.
Lagaleg staða ekki ljós
Viðskipti almenningshlutafélagsins Baugs og fjárfestingarfélagsins Gaums
Kanna þarf hvort stjórnarmenn eigi
persónulegra hagsmuna að gæta
RÚNAR Sigurðsson, stofnandi
Tæknivals og fyrrverandi forstjóri,
er hættur störfum hjá nýlega sam-
einuðu félagi AcoTæknivals.
Rúnar segir í samtali við Morg-
unblaðið að það hafi orðið að sam-
komulagi hans og stjórnarformanns
að Rúnar hætti störfum síðastliðinn
föstudag. Rúnar er varamaður í
stjórn AcoTæknivals en mun nú taka
sæti aðalmanns.
Rúnar hafði sinnt ýmsum verkefn-
um hjá Tæknivali eftir að hann hætti
störfum sem forstjóri og tók við
stöðu framkvæmdastjóra fyrir-
tækjasviðs við sameiningu Aco og
Tæknivals í sumar. Hann segir það
aldrei hafa staðið til að hann yrði
lengi hjá fyrirtækinu og ákveðið að
hann yrði ekki hluti af nýju skipuriti
AcoTæknivals. Rúnar segist ekki
hafa ákveðið hvað hann tekur sér
fyrir hendur nú. Hann er áfram hlut-
hafi í fyrirtækinu.
Rúnar hættur hjá
AcoTæknivaliTAP af rekstri dansk-íslenska net-
bankans Basisbank á fyrri helmingi
ársins 2001 nam 24,6 milljónum
danskra króna, tæplega 300 milljón-
um íslenskra króna. Tap síðasta árs
var 58 milljónir danskra króna, sem
jafngildir um 700 milljónum íslenskra
króna.
Í netútgáfu Jyllands-Posten segir
að hálfsársuppgjör Basisbank sé ekki
uppörvandi lesning, loksins þegar
bankinn hafi sent uppgjörið frá sér.
Blaðið segir að bankinn geti ekki
haldið taprekstri lengi áfram, einung-
is með hlutafé upp á 74 milljónir
danskra króna eða tæpar 900 millj-
ónir íslenskra króna. Þá segir blaðið
að vinnubrögð stjórnenda bankans í
tengslum við uppgjörið hafi einkennst
af klúðri. Þeir hafi ekki gert sér grein
fyrir því fyrr en á síðustu stundu, síð-
astliðinn föstudag, að bankanum bæri
að birta hálfsársuppgjör. Skömmu
áður hafi Peter Andersson, fram-
kvæmdastjóri Basisbank, sagt í sam-
tali við Jyllands-Posten, að bankinn
þyrfti ekki að birta annað en heilsárs-
uppgjör. Annað hafi komið á daginn.
Mikil ásókn var í viðskipti við Bas-
isbank eftir að hann opnaði í septem-
ber á síðasta ári og hafa um 22 þús-
und viðskiptavinir skráð sig hjá
bankanum. Jyllands-Posten segir að
bankinn hafi ekki átt möguleika á að
taka við þessum fjölda viðskiptavina,
sérstaklega þar sem stór hluti þeirra
hafi ekki notað bankann að staðaldri.
Því tali Basisbank nú um virka við-
skiptavini sem Peter Andersson segir
að séu um 15 þúsund talsins.
Íslandsbanki er stærsti einstaki
hluthafinn í Basisbank.
Enn tap hjá Basisbank
Jón Ólafsson
kaupir í Ís-
landsbanka
JÓN Ólafsson og co. sf. keypti sl.
fimmtudag 8 milljónir að nafn-
verði hlutafjár í Íslandsbanka á
verðinu kr. 3,78. Söluverð hlut-
arins er því rúmar 30 milljónir.
Eignarhlutur Jóns Ólafssonar
og co. eftir kaupin nemur tæp-
um 128 milljónum króna að
nafnverði eða sem nemur 486
milljónum að söluverði.
Jón Ólafsson er stjórnarmað-
ur í Íslandsbanka.
10,4% í Kefla-
víkurverktök-
um seld
EISCH Holding SA hefur keypt
hlutabréf í Keflavíkurverktökum hf.
að nafnvirði kr. 32,5 milljónir. Síð-
asta viðskiptaverð var 4,15 og er
markaðsverðmæti bréfanna því um
134,9 milljónir króna og samsvarar
10,4% hlut, en áður átti Eisch Hold-
ing ekki hlut í Keflavíkurverktökum.
Bjarni Pálsson, viðskiptafræðing-
ur, er eigandi Eisch Holding SA,
sem skráð er í Lúxemborg. Viðskipt-
in fóru fram dagana 27.-30. ágúst, að
því er fram kemur í tilkynningu til
Verðbréfaþings Íslands, og hafði
Kaupthing Luxembourg milligöngu
um viðskiptin.
Bjarni segist í samtali við Morg-
unblaðið starfa að fjárfestingum og
er hann einn eigandi Eisch Holding.
Félagið er eignarhaldsfélag og á
hluti í íslenskum og erlendum fyr-
irtækjum.
Straumur
eykur hlut
sinn í Olís
FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ
Straumur hefur keypt rúmlega 10
milljónir að nafnverði í Olíuverslun
Íslands hf. Eignarhlutur Straums í
Olís er nú 6,45% eða 43,2 milljónir að
nafnverði.
Á fimmtudag, þegar tilkynnt var
um viðskiptin, var lokaverð Olíu-
verslunar Íslands 5,20 á Verðbréfa-
þingi Íslands sem var15,6% hækkun
frá fyrra degi.
Miðað við lokaverð Olíuverslunar
Íslands á VÞÍ þann dag þá má áætla
að kaupverð bréfanna hafi verið
rúmar 52 milljónir króna.
♦ ♦ ♦