Morgunblaðið - 04.09.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.09.2001, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 41 Sími 562 0200 Erfisdrykkjur 1 #  " &  ! &3 !       $  $  3 6?@ 22& & ##? 09 9! ; /3 9/" '( " 6)(9() " 6) 6)(+) : 6" 6  9 6) !)(   !   " $  6 4 6 & ## 9( *>)+ ABC /3 9/ '() 1) ! --    5  +    + 6 ( -,,7 !)3 !  )   ! 3 / )"    3   2 $? 4 5 0  3  // .D +  '  + 3  8 ( -877 9  + ! ( 2 ! " * ((   :+ (+  9 !)3 43 2 * 9  !)3 2 7 !1 1 2 ) 43  43  !)3 9 !)3 % <  *9 !)3 ) 7' % "    $   3 $  :6 ? " & ## 2 E /9 .. /3 9/ +  (+ + 3 0 ( -,,7 #!!  #!! 43 < #!! 6)(  4 ! #!!  +  !  "  ($  &&6 76 @ <#  ))> ; /3 9/   5 + 3  '  + 0 ( -877 7 " 7 !> 69 " <  ! <" < < <  < 3 < ! 3 / )" 1 #  " &  ! &!       $ $  3  #% 76 @& ##? >( 6 ( = '() /3) ) D" 1  #     $ 2 (  ' ( 6)(+))  7 !> 6)(+) 43 / 4 , 6)(+) 6)(> 3  7" 6)(+) )0* 2 +   !   " Hann sagðist hlakka til að komast á golfvöllinn þar sem hann átti sín síð- ustu spor og gáskafullu orðin. Þar féll hann í faðm guðsgrænnar náttúrunn- ar. Far vel, kæri vinur. Guðmundur Páll Ólafsson. Á Halldórsstöðum í Laxárdal standa tvö hús á sama hlaði. Þar bjó margt fólk fram eftir tuttugustu öld- inni og þar var íslensk bændamenn- ing eilítið krydduð erlendum keim, bæði vegna utanfarar heimamanna til nágrannalanda, en þó ekki síst fyr- ir áhrif Lissýjar sem var skosk og settist að á Halldórsstöðum. Einnig eimdi eftir af þeim tíma er Halldórs- staðir voru mjög í þjóðbraut vegna tóvinnuvéla sem þar voru reknar seinni hluta nítjándu aldar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu. Í eldra húsinu, sem af heimafólki var kallaður Bærinn, ólst Ásgeir Torfason upp í sex systkina hópi. Foreldrarnir, Kolfinna Magnúsdóttir og Torfi Hjálmarsson, voru bæði list- hneigð og skipaði tónlist háan sess á heimili þeirra þar sem Torfi spilaði á fiðlu og Kolfinna á orgel. Í Húsinu sem svo var nefnt voru tvö heimili; í vesturenda bjuggu Hallgrímur Þor- bergsson og Bergþóra Magnúsdóttir ásamt Þóru dóttur sinni og í austur- enda Páll Þórarinsson og Lissý (El- isabeth MacGrant) med sonum sínum Williami og Þór. Þessi þrjú heimili voru menningar- heimili hvert á sinn hátt. Andlegt atgervi var ekki síður metnaður fólksins en búskapurinn. Þótt þetta fólk væri væri sitt með hverju móti lagði hver sitt til í þá heild sem gerði Halldórsstaðaheim- ilið svo sérstakt. Þegar gesti bar að garði var gjarnan slegið upp veislu og farið á milli húsa og oftar en ekki end- aði veislan inni í Bæ í stofunni hjá Kolfinnu og Torfa. Þar söng Lissý og Kolfinna spilaði. Þannig var gestum veitt af lífi og sál. Systurnar Kolfinna og Bergþóra krydduðu frásagnir sínar oft með myndrænum áherslum sem litað hafa frásagnarhefð margra afkomenda þeirra. Fólkið sem ólst upp á Hall- dórsstöðum samtíða Ásgeiri fékk að njóta þessa og mótast af. Uppvöxtur í þessu umhverfi ásamt vænum skammti af hæfileikum gerði Ásgeir að þeim ógleymanlega manni sem hann var. Ásgeir var góður íþróttamaður á yngri árum enda lík- amlegt atgervi eitt af því sem hann fékk í vöggugjöf. Í Árbók Þingeyinga ársins 1991 kemur meðal annars fram að þegar hann var fimmtán ára vann hann það afrek að bjarga sér og þremur öðrum með harðfylgi úr klóm Laxár. Tónlistarhæfileika hafði hann í ríkum mæli eins og hann átti ættir til og gat komið lagi úr flestum hljóð- færum. Harmonikan var þó hans að- alhljóðfæri. Listhneigð Ásgeirs og hæfileikar til sköpunar sýndu sig best í því þegar hann rúmlega fertug- ur hætti búskap á Halldórsstöðum, flutti til Reykjavíkur og gerði út- skurð í tré að atvinnu sinni. Urðu gripir hans fljótt eftirsóttir, hafa ver- ið síðan og bera best vitni um færni hans. Það varð hlutskipti Ásgeirs að taka við búi á Halldórsstöðum af foreldr- um sínum ásamt konu sinni Hrafn- hildi Ólafsdóttur (Hiddu). Þau byggðu sér nýtt hús neðar í túninu og bjuggu þar til ársins 1969, að þau fluttu til Reykjavíkur. Synirnir þrír, Ólafur, Hallgrímur og Torfi, fæddust fyrir norðan en dóttirin Hanna í Reykjavík. Síðustu árin á Halldórsstöðum voru þau Ásgeir og Hrafnhildur stoð og stytta gamla fólksins þar og gerðu því mögulegt að búa á Halldórsstöð- um til dauðadags. Heimili Hrafnhildar og Ásgeirs varð eins og okkar annað heimili, sér- staklega eftir að þau fluttu til Reykjavíkur. Engin ferð til Reykja- víkur var fullkomnuð nema heim- sækja Hiddu og Geira. Saman mynd- uðu þau hjón sérstakan heimilisanda sem bæði fjölskylda og gestir nutu, hún með sínu jafnvægi og ljúfa fasi, hann með gáskanum og græskulausu stríðninni og báðum var þeim alúð og gestrisni eðlileg. Í húsi þeirra leið okkur og börnunum okkar eins og heima hjá okkur. Í slíku andrúmslofti hlýtur líka að vera gott að alast upp enda bera afkomendur þeirra gott vitni þar um. Minningarnar um Ásgeir Torfa- son, eða Geira eins og okkur var tamt að kalla hann, eru bjartar og þar ríkir öðru fremur gott skopskyn og hlýja. Þar er sagnamennska iðkuð af list, þar eru hlátrasköll mikil og í bak- grunni ómar stundum harmonikuspil – mest á svörtu nótunum. Ásgeir var mikill gleðigjafi, hvort sem hann um- gekkst eldri kynslóðina eða yngri, og honum var lagið, líkt og fleirum í ætt- inni, að draga upp ógleymanlegar myndir af atvikum hversdagslífsins í örfáum orðum. Öðrum þræði var Ás- geir viðkvæmur áhyggjumaður, enda lífið gjarnan blanda af gamni og al- vöru. Við, sem áttum því láni að fagna að eiga margar samverustundir með Ásgeiri og fjölskyldu hans um ára- tugaskeið; fyrir norðan eða sunnan, á samkomum, hátíðum eða ferðalögum, geymum dýrmætar myndir í hugan- um. Eftirfarandi vísu skrifaði Baldvin Jónatansson skáldi, þá heimilismaður hjá Torfa og Kolfinnu, á jólakort til Ásgeirs árið 1933. Hún á einnig vel við nú á kveðjustundu: Verði þér aldrei örðug leið en ótal gæfuskjólin. Þitt við endað æviskeið eilíf dýrðarjólin. Megi minning um góðan dreng verða huggun harmi gegn. Hallgrímur og Halldór, Björg og Oddný. Elsku afi. Nú ert þú farinn frá okk- ur. Við systkinin hefðum viljað hafa þig miklu lengur hjá okkur. Þú varst alltaf í góðu skapi og svo góður við okkur. Við munum ekki eftir því að þú hafir nokkru sinni verið reiður. Þú sagðir okkur svo margt m.a. um Hall- dórsstaði sem við systurnar þurfum að muna og segja Ásgeiri litla bróðir okkar frá. Við söknum þín mikið en við trúum því að nú líði þér vel og spilir golf eins og þú vilt. Leiddu mína litlu hendi ljúfi Jesús þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu ljúfi Jesús að mér gáðu Sara Snædís, Hrafnhildur, Berglind og Ásgeir. Dagur er horfinn, og húmið hnígur af dimmvængja nótt sem örn láti fjöður fall á fluginu, hægt rótt. (Þýð Sigurður Sig. frá Arnarholti.) Enn á ný erum við minnt á hverf- ulleik lífsins er við kveðjum móður- bróður okkar Ásgeir Ragnar Torfa- son. Skyndilegt og ótímbært fráfall hans minnir okkur enn á hversu stutt getur verið á milli lífs og dauða. Fyrir rúmum fjórum mánuðum fylgdum við Sirrý móðursystur okkar til graf- ar. Nú standa eftir tvö af sex systk- inum, Hjálmar og Dúnna. Alla tíð var mjög kært á milli systkininna og er missir þeirra mikill. Ásgeiri var annt um heimahagana, Halldórsstaði í Laxárdal, og var hann mjög áhugasamur um endurbygg- ingu æskuheimili síns, sem fjölskyld- an hefur notað sem sumardvalarstað. Hann var mjög fróður um sögu Hall- dórsstaða og átti auðvelt með að segja frá á sinn einstaka og kómíska hátt. Stóð til að skrásetja þessar sög- ur en því miður entist honum ekki aldur til. Ásgeir var mikill húmoristi átti auðvelt með að sjá skoplegu hliðarn- ar á málum og var hann óspar á grín- ið þegar það átti við. Hin seinni ár fór Ásgeir að stunda golfíþróttina af kappi og var hann tíður gestur á golf- vellinum. Stutt er síðan fjölskyldan hittist á árlegu fjölskyldugolfmóti og lét hann ekki sitt eftir liggja til að gera mótið eftirminnilegt. Ásgeir var mikill listamaður og má finna glæsilega útskorna muni eftir hann, víða um heim. Eitt af hans síð- ustu verkum var að skera út verð- launagrip sem hann gaf til golfmóts fjölskyldunnar. Kæri frændi. Við systkinin þökk- um þér fyrir allar eftirminnilegu og skemmtilegu stundirnar. Megi minn- ing þín lifa um ókomna tíð. Elsku Hidda, Óli, Torfi, Hallgrím- ur, Hanna og fjölskyldur. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Torfi, Magnús, Andrés og Margrét Sif. Fleiri minningargreinar um Ás- geir Ragnar Torfason bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.