Morgunblaðið - 04.09.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.09.2001, Blaðsíða 35
MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 35 OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18 Laugard. kl. 10-14 Við Fellsmúla Sími 588 7332 www.heildsoluverslunin.is - trygging fyrir l águ verði! w w w .d es ig n. is © 20 01 D V R 07 6 tilboð September baðsett Stærsti hreinlætistækjaframleiðandi í Evrópu, Roca Group, tryggir sama litatón á öllum tækjum. Baðkar 170 x 70 cm. Kr. 29.900,- stgr. Salerni með stút í vegg eða gólf Vönduð, hörð ABS seta og festingar fylgja. Handlaug á vegg. Stærð 55 x 43 cm. SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐVAR landsins eru miðpunktur hvers landshluta í viku símenntunar. Sjö- unda september bætist níunda stöð- in við og verður hún í Fjölbrauta- skólanum við Ármúla. Hér eru nefnd örfá dæmi úr viðamiklum dagskrám stöðvanna.  Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar Dæmi: Föstudaginn 7. september: Umhverfisráðstefna: Eyjafjörður og umheimurinn – umhverfismál. Stað- ardagskrá tekur þátt. Fræðsla um umhverfismál o.fl. Sunnudagurinn 9. september: Kvöldmessa um mikilvægi símennt- unar og kaffispjall á eftir um fræðslustarf kirkjunnar.  Farskóli Norðurlands vestra – miðstöð símenntunar. Dæmi: Fartölvuver – „Pétur og PC- bíllinn“ á ferð með fartölvuverið. Um er að ræða fullkomið fartölvuver sem félög, stofnanir og fyrirtæki geta leigt til margs konar nota. Í ferðalaginu verða allir þéttbýlisstað- irnir heimsóttir og með lifandi hætti verður heimamönnum gefinn kostur á að kynnast möguleikum versins og þeim tækifærum sem þeim bjóðast í fjarnámi. Einnig verður kynnt hvernig menn bera sig að við fjar- nám og tengimöguleikar og búnaður kynntir.  Fræðslunet Austurlands. Dæmi: Örkynningar verða á tölvu- og tungumálanámskeiðum í fyr- irtækjum. Svæðisvinnumiðlun Aust- urlands verður með kaffispjall dag- ana 3.–7. september á öllum fjörðum fjórðungsins um endurmenntun, tölvur og tungumál á vinnumarkaði.  Fræðslumiðstöð Þingeyinga Dæmi: Miðvikudagur 5. september: Málfundur um tölvur og ferðaþjón- ustu. Forseti Íslands kemur í heim- sókn og kveikir á fjarfundabúnaði. Lögð verður áhersla á upplýs- ingaöflun og símenntun á söfnum og munu bóka- og byggðasafn Norður- Þingeyjarsýslu og bókasafn Suður- Þingeyjarsýslu standa fyrir kynn- ingu á tölvunotkun og á kennsluefni í tungumálum.  Fræðslumiðstöð Vestfjarða Dæmi: Kynnt verður það nýjasta sem er að gerast í upplýsingatækni og athyglinni beint að fjarfundabún- aðartækni, sem hefur gjörbylt möguleikum fólks til að bæta við sig þekkingu, óháð búsetu þess. Ráð- stefna í fjarfundi á Vestfjörðum.  Fræðslunet Suðurlands. Dæmi: Fjölmenningarkvöld í sam- vinnu við Fjölbrautaskóla Suður- lands og Skólaskrifstofu Suðurlands, þar sem hugmyndin er að ná saman fulltrúum frá sem flestum þeirra fjölmörgu þjóða sem lifa og starfa á Suðurlandi. Um kvöldið verður opin dagskrá þar sem gestir frá ýmsum löndum munu kynna tungu og menningu sinnar þjóðar.  Miðstöð símenntunar á Suð- urnesjum. Dæmi: Í tilefni Evrópsks tungu- málaárs 2001 verða örnámskeið í tungumálum í boði í Bókasafni Reykjanesbæjar: Mánudaginn 3. september: Örnámskeið í spænsku, þriðjudaginn 4. september: Örnám- skeið í ensku, miðvikudaginn 5. sept- ember: Örnámskeið í frönsku, fimmtudaginn 6. september: Örnám- skeið í dönsku, föstudaginn 7. sept- ember: Örnámskeið í þýsku. Fimmtudaginn 6. september: „Vits er þörf þeim er víða ratar“ Málþing um mikilvægi tungumála í bókasafni Reykjanesbæjar.  Símenntunarmiðstöðin á Vest- urlandi. Dæmi: Fræðsluhátíð í Hyrnutorgi í Borgarnesi, bæði föstudag og laug- ardag á meðan verslanir eru opnar. Skólum og stofnunum sem koma að símenntun er boðið að vera með kynningarbása þennan dag inni í verslunarmiðstöðinni. Einnig verða þar ýmsar uppákomur til skemmt- unar og fróðleiks.  Framvegis – miðstöð um símennt- un í Fjölbrautaskólanum við Ármúla í Reykjavík opnuð á 20 ára afmæli skólans 7. september. Í FÁ er áhugi á að nýta reynslu landsbyggðarinnar í símenntunarmálum og starfa með stofnununum þar, ekki síst að fjar- kennslumálum. Enn sem komið er stendur þó skólinn einn að stofnun Framvegis. Aðstoð við námskeiða- hald er meðal þess sem Framvegis býður upp á. Símenntunarmiðstöðvar ÞEKKINGARSMIÐJA IMG tek- ur þátt í viku símenntunar. Vinnustöðum var boðið að fá til sín skemmtilega og fræðandi fyrirlesara úr hópi þjálfara, og var tilboðinu mjög vel tekið. Að minnsta kosti 20 fyrirlestrar á vegum Þekkingarsmiðjunnar verða haldnir hjá t.d. Lands- virkjun, VÍS, Nýherja, SPRON, Toyota, Íslandsbanka og Fiski- stofu. Viðfangsefni fyrirlestr- anna eru m.a.: Mikilvægi sí- menntunar, samskipti á vinnustað, tilfinningagreind, verkefnastjórnun, tímastjórnun, hvatning og starfsánægja og að þykja gaman í vinnunni. Einnig eru fyrirlestrar um stjórnun í nú- tímafyrirtækjum, ábyrgð starfs- manns á eigin starfsþróun, stjórnun breytinga, verk- efnastjórnun, og straumar og stefnur í starfsmannamálum. Fyrirlesararnir leggja sig fram um að veita nýja innsýn um leið og þeir hvetja þátttakendur til nánari umhugsunar um efnið. Fyrirlestrar úr Þekkingarsmiðjunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.