Morgunblaðið - 04.09.2001, Qupperneq 35
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 35
OPIÐ:
Mánud. - föstud. kl. 9-18
Laugard. kl. 10-14
Við Fellsmúla
Sími 588 7332
www.heildsoluverslunin.is
- trygging fyrir l
águ verði!
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
01
D
V
R
07
6
tilboð
September
baðsett
Stærsti hreinlætistækjaframleiðandi í
Evrópu, Roca Group, tryggir sama
litatón á öllum tækjum.
Baðkar
170 x 70 cm.
Kr. 29.900,- stgr.
Salerni með stút í
vegg eða gólf
Vönduð, hörð ABS seta
og festingar fylgja.
Handlaug á vegg.
Stærð 55 x 43 cm.
SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐVAR
landsins eru miðpunktur hvers
landshluta í viku símenntunar. Sjö-
unda september bætist níunda stöð-
in við og verður hún í Fjölbrauta-
skólanum við Ármúla. Hér eru nefnd
örfá dæmi úr viðamiklum dagskrám
stöðvanna.
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar
Dæmi: Föstudaginn 7. september:
Umhverfisráðstefna: Eyjafjörður og
umheimurinn – umhverfismál. Stað-
ardagskrá tekur þátt. Fræðsla um
umhverfismál o.fl.
Sunnudagurinn 9. september:
Kvöldmessa um mikilvægi símennt-
unar og kaffispjall á eftir um
fræðslustarf kirkjunnar.
Farskóli Norðurlands vestra –
miðstöð símenntunar.
Dæmi: Fartölvuver – „Pétur og PC-
bíllinn“ á ferð með fartölvuverið.
Um er að ræða fullkomið fartölvuver
sem félög, stofnanir og fyrirtæki
geta leigt til margs konar nota. Í
ferðalaginu verða allir þéttbýlisstað-
irnir heimsóttir og með lifandi hætti
verður heimamönnum gefinn kostur
á að kynnast möguleikum versins og
þeim tækifærum sem þeim bjóðast í
fjarnámi. Einnig verður kynnt
hvernig menn bera sig að við fjar-
nám og tengimöguleikar og búnaður
kynntir.
Fræðslunet Austurlands.
Dæmi: Örkynningar verða á tölvu-
og tungumálanámskeiðum í fyr-
irtækjum. Svæðisvinnumiðlun Aust-
urlands verður með kaffispjall dag-
ana 3.–7. september á öllum fjörðum
fjórðungsins um endurmenntun,
tölvur og tungumál á vinnumarkaði.
Fræðslumiðstöð Þingeyinga
Dæmi: Miðvikudagur 5. september:
Málfundur um tölvur og ferðaþjón-
ustu. Forseti Íslands kemur í heim-
sókn og kveikir á fjarfundabúnaði.
Lögð verður áhersla á upplýs-
ingaöflun og símenntun á söfnum og
munu bóka- og byggðasafn Norður-
Þingeyjarsýslu og bókasafn Suður-
Þingeyjarsýslu standa fyrir kynn-
ingu á tölvunotkun og á kennsluefni í
tungumálum.
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Dæmi: Kynnt verður það nýjasta
sem er að gerast í upplýsingatækni
og athyglinni beint að fjarfundabún-
aðartækni, sem hefur gjörbylt
möguleikum fólks til að bæta við sig
þekkingu, óháð búsetu þess. Ráð-
stefna í fjarfundi á Vestfjörðum.
Fræðslunet Suðurlands.
Dæmi: Fjölmenningarkvöld í sam-
vinnu við Fjölbrautaskóla Suður-
lands og Skólaskrifstofu Suðurlands,
þar sem hugmyndin er að ná saman
fulltrúum frá sem flestum þeirra
fjölmörgu þjóða sem lifa og starfa á
Suðurlandi. Um kvöldið verður opin
dagskrá þar sem gestir frá ýmsum
löndum munu kynna tungu og
menningu sinnar þjóðar.
Miðstöð símenntunar á Suð-
urnesjum.
Dæmi: Í tilefni Evrópsks tungu-
málaárs 2001 verða örnámskeið í
tungumálum í boði í Bókasafni
Reykjanesbæjar: Mánudaginn 3.
september: Örnámskeið í spænsku,
þriðjudaginn 4. september: Örnám-
skeið í ensku, miðvikudaginn 5. sept-
ember: Örnámskeið í frönsku,
fimmtudaginn 6. september: Örnám-
skeið í dönsku, föstudaginn 7. sept-
ember: Örnámskeið í þýsku.
Fimmtudaginn 6. september: „Vits
er þörf þeim er víða ratar“ Málþing
um mikilvægi tungumála í bókasafni
Reykjanesbæjar.
Símenntunarmiðstöðin á Vest-
urlandi.
Dæmi: Fræðsluhátíð í Hyrnutorgi í
Borgarnesi, bæði föstudag og laug-
ardag á meðan verslanir eru opnar.
Skólum og stofnunum sem koma að
símenntun er boðið að vera með
kynningarbása þennan dag inni í
verslunarmiðstöðinni. Einnig verða
þar ýmsar uppákomur til skemmt-
unar og fróðleiks.
Framvegis – miðstöð um símennt-
un í Fjölbrautaskólanum við Ármúla
í Reykjavík opnuð á 20 ára afmæli
skólans 7. september. Í FÁ er áhugi
á að nýta reynslu landsbyggðarinnar
í símenntunarmálum og starfa með
stofnununum þar, ekki síst að fjar-
kennslumálum. Enn sem komið er
stendur þó skólinn einn að stofnun
Framvegis. Aðstoð við námskeiða-
hald er meðal þess sem Framvegis
býður upp á.
Símenntunarmiðstöðvar
ÞEKKINGARSMIÐJA IMG tek-
ur þátt í viku símenntunar.
Vinnustöðum var boðið að fá til
sín skemmtilega og fræðandi
fyrirlesara úr hópi þjálfara, og
var tilboðinu mjög vel tekið. Að
minnsta kosti 20 fyrirlestrar á
vegum Þekkingarsmiðjunnar
verða haldnir hjá t.d. Lands-
virkjun, VÍS, Nýherja, SPRON,
Toyota, Íslandsbanka og Fiski-
stofu. Viðfangsefni fyrirlestr-
anna eru m.a.: Mikilvægi sí-
menntunar, samskipti á
vinnustað, tilfinningagreind,
verkefnastjórnun, tímastjórnun,
hvatning og starfsánægja og að
þykja gaman í vinnunni. Einnig
eru fyrirlestrar um stjórnun í nú-
tímafyrirtækjum, ábyrgð starfs-
manns á eigin starfsþróun,
stjórnun breytinga, verk-
efnastjórnun, og straumar og
stefnur í starfsmannamálum.
Fyrirlesararnir leggja sig fram
um að veita nýja innsýn um leið
og þeir hvetja þátttakendur til
nánari umhugsunar um efnið.
Fyrirlestrar úr Þekkingarsmiðjunni