Morgunblaðið - 04.09.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.09.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VEIGAMESTU breytingar íbúa- þróunar hér á landi undanfarin ár hafa verið flutningar af landsbyggð- inni til höfuðborgarsvæðisins og flutningar fólks milli landa. Á síð- ustu misserum hefur seinni þátt- urinn verið mera áberandi. Í því sambandi má nefna að dregið hefur úr búferlaflutningum íslenskra rík- isborgara í báðar áttir og ríkir nú algert jafnvægi á þeim. Aðfluttum erlendum ríkisborgurum hefur hins vegar fjölgað stöðugt frá 1996 en fjöldi brottfluttra stendur nokkurn veginn í stað. Í frétt Þjóðhagsstofnunar um íbúaþróun á Íslandi segir að reiknað sé með að aðflutningur erlendra rík- isborgara í ár verði meiri en nokkru sinni fyrr, geti orðið rúmlega 3.000 manns og fjölgun erlendra ríkis- borgara vegna aðflutnings geti numið rúmlega 2.000 manns eða 0,8% af mannfjölda. Segir að fari sem horfir verði erlendir ríkisborg- arar sem hingað flytja í fyrsta sinn fleiri en aðfluttir Íslendingar. Útlendingum fjölgar stöðugt á vinnumarkaðinum Stærsti hluti erlendra ríkisborg- ara sem fluttu hingað á fyrri hluta ársins eru frá Evrópulöndum utan EES. Pólverjar eru fjölmennastir í þessum hópi og eru þeir nú veru- lega fleiri en var í fyrra. Litháum hefur fjölgað en Júgóslavar eru heldur færri en var fyrir ári. Næstfjölmennasti hópurinn sem hingað flytur er frá löndum Evr- ópska efnahagssvæðisins en flutn- ingar fólks þaðan eru mun meiri fram og til baka en úr öðrum heims- hlutum. Danskir ríkisborgarar hafa löngum verið fjölmennastir í bú- ferlaflutningum í þessum hópi en á síðustu árum hefur mjög færst í vöxt að Þjóðverjar flytji hingað. Þriðji stærsti hópurinn sem hing- að flytur eru Asíubúar en fjölgun þeirra er næstmest enda er minna um að fólk þaðan flytji til baka aftur en hjá Evrópubúum. Í upphafi þessa árs voru erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi tæplega níu þúsund manns en það var um 3,1% af íbúafjöldanum. Ald- ursskipting þeirra er verulega frá- brugðin því sem gildir um þjóðina í heild. Stærstu aldurshóparnir eru milli 20 og 35 ára. Hlutfall erlendra ríkisborgara meðal kvenna hefur alltaf verið hærra en hjá körlum, var 3,4% í upphafi yfirstandandi árs meðan það var 2,8% hjá körlum. Á árinu 2.000 dró þó saman með kynj- unum að þessu leyti. Erlendir ríkisborgarar eru mjög misdreifðir um landið. Hlutfall þeirra er langhæst á Tálknafirði og Bakkafirði. Ásahreppur og Þórs- hafnarhreppur fylgja á eftir með 11 og 10%. Spáir Þjóðhagsstofnun því um framvindu íbúaþróunar það sem eft- ir er af árinu að erlendum ríkis- borgurum á vinnumarkaði muni fjölga um 1.500 manns. Sú fjölgun er um það bil sú sama og náttúruleg fjölgun fólks á vinnumarkaði hér á landi miðað við atvinnuþátttöku árið 2000 í vinnumarkaðskönnun Hag- stofu. Í umfjöllun Þjóðhagsstofnunar rætt um búsetuþróun innanlands. Þar segir meðal annars að um miðj- an síðasta áratug hafi mismunur að- fluttra á landsbyggðinni vegna bú- ferlaflutninga innanlands verið milli 1.700 og 1.800 manns, eða um 43% af því sem hann hafi verið þegar mest var. Á yfirstandandi ári hefur mismunur brottfluttra og aðfluttra innanlands aukist nokkuð á nýjan leik. Ef seinni hluti ársins verður í samræmi við það sem gerst hefur á fyrri hlutanum og dreifing búferla- flutninga yfir árið í reynslu und- anfarinna ára gæti mismunur að- fluttra og brottfluttra innanlands orðið tæplega 1.000 manns á lands- byggðinni. Fleiri hafa flust á landsbyggð- ina frá útlöndum en farið hafa Frá árinu 1996 hafa fleiri flust á landsbyggðina frá útlöndum en far- ið hafa. Mismunurinn hefur farið stöðugt vaxandi og hefur hann dregið úr heildarfækkun íbúa vegna innanlandsflutninga þótt hann hafi ekki náð að vega hann upp. Útlit er fyrir í ár verði fjölgun á lands- byggðinni vegna millilandaflutninga meiri en nokkru sinni fyrr. Segir í frétt Þjóðhagsstofnunar að þegar horft sé á áhrif búferla- flutninga á íbúaþróun einstakra landshluta yfir lengra tímabil megi sjá að í öllum landshlutum skipta þeir miklu. Innanlandsflutningar hafa leitt til fækkunar íbúa í öllum landshlutum utan höfuðborgar- svæðisins en flutningar milli landa hafa bætt við mannfjöldann nema á Norðurlandi eystra og Austurlandi. Mesta fækkunin á Vestfjörðum Áhrifa þessa gætir mest á Vest- fjörðum þar sem fækkun vegna bú- ferlaflutninga innanlands á tíma- bilinu 1992–2001 nemur samtals nær 29% af íbúafjölda í landshlut- anum í upphafi þess tímabils sem hér er til umræðu. Á Norðurlandi vestra nemur fækkun íbúa vegna innanlandsflutninga tæplega 18% af íbúafjölda undir lok ársins 1991 en á Austurlandi nemur fækkun 17%. Á höfuðborgarsvæðinu nema búferla- flutningar síðustu tíu ára alls 9,6% af íbúafjöldanum. Munar þar mest um aðflutta innanlands sem eru samtals 8,3% viðbót við mannfjöld- ann. Fjölgun íbúa á höfuðborgar- svæðinu á þessu tímabili var 17,2% og því standa beinir búferlaflutn- ingar fyrir um 55% af breytingu mannfjöldans á tímabilinu. Þeim til viðbótar kemur mannfjölgun að- fluttra eftir að þeir eru fluttir. Að því er varðar innanlandsflutn- inga er íbúaþróun höfuðborgar- svæðisins spegilmynd af lands- byggðinni. Öðru máli gegnir um búferlaflutninga milli landa. Þeir hafa vaxið stöðugt frá árinu 1995 en aðfluttir urðu fyrst fleiri en brott- fluttir árið 1998. Árið 2000 urðu að- fluttir frá útlöndum fleiri en aðflutt- ir af landsbyggðinni. Í ár stefnir í að fjölgun vegna búferlaflutninga milli landa verði um það bil sú sama og náttúruleg fjölgun(fæddir umfram dána) og verði meiri en nokkru sinni fyrr. Útlendingar draga úr fólks- fækkun á landsbyggðinni Enn fækkar landanum á landsbyggðinni en fjöldi aðfluttra erlendra ríkisborgara dreg- ur víða úr fólksfækkuninni. Útlit er fyrir að í ár verði fjölgun á landsbyggðinni vegna millilandaflutninga meiri en nokkru sinni. Á UNDANFÖRNUM árum hafa þeir landshlutar sem eru næst höf- uðborgarsvæðinu í vaxandi mæli þróast í líkingu við það sem þar hefur gerst. Þannig hefur fækkun vegna búferlaflutninga innanlands orðið óveruleg eða jafnvel lands- hlutunum í hag. Þetta gerðist árið 1999 á Suðurlandi og árið 2000 á Suðurnesjum og Vesturlandi. Í ár er það einungis á Suður- nesjum sem ætla má að aðfluttir innanlands verði fleiri en brott- fluttir. Umbreytingin er mest á Vesturlandi þar sem brottfluttum hefur fjölgað verulega meðan fjöldi aðfluttra stendur í stað. Þessi þróun á sér stað um allan landshlutann og er Akranessvæðið ekki undanskilið. Á Suðurlandi er brottfluttum einnig að fjölga þótt í minna mæli sé. Aukning hefur átt sér stað um allan landshlutann. Aðfluttu fólki frá útlöndum fjölgar jafnt og þétt á Suðurlandi og Suðurnesjum og útlit er fyrir að árið 2001 verði metár í þeim efnum. Mismunur aðfluttra og brott- fluttra um 300–400 manns Mannfækkun vegna búferla- flutninga hefur á undanförnum ár- um verið mest á Vestfjörðum og Austurlandi. Mismunur aðfluttra og brottfluttra var 3–400 manns á ári í hvorum landshluta. Brottfluttum fækkaði fyrst árið 2000 á Austurlandi og sú fækkun heldur áfram í ár. Í umfjöllun Þjóðhagsstofnunar um íbúaþróun hér á landi segir að hugsanlega sé hér farið að gæta væntinga um framkvæmdir í stóriðju sem ráð- gerðar eru en þess er að geta að þessarar tilhneigingar gætir víðs vegar í landshlutanum. Fækkun vegna innanlandsflutn- inga var mikil á Norðurlandi vestra seinni hluta tíunda áratug- arins þótt úr henni drægi undir lokin. Í ár hefur á ný orðið aukn- ing á brottflutningi samfara minnkandi aðflutningi. Fólki þar hefur heldur fjölgað á undanförn- um árum með aðflutningi frá út- löndum en í þeim efnum stefnir í samdrátt á þessu ári. Á Norðurlandi eystra stefnir nú í minni fækkun vegna innanlands- flutninga en verið hefur í langan tíma. Á Akureyri er brottflutn- ingur minni og aðflutningur meiri í búferlaflutningum innanlands á fyrri hluta yfirstandandi árs en var á sama tíma í fyrra.                                                                  Brottfluttum fækkar áfram á Austurlandi helgina og sagði hann ána standa vel undir grínnefninu „Tóma Laxá“ þessa dagana. „Við sáum ekki mik- ið af laxi, en það sem var verra og kom okkur raunar á óvart var hve lítið vatn var í ánni. Áður illvæð brot varla í hné. Eins og ég segi þá vorum við undrandi á þessu því það var tilfinning okkar að það hefði verið bærilega úrkomusamt á Suð- urlandi að undanförnu. Ég fékk einn 5 punda leginn lax á Munroe Killer númer 14 í Kálfhagahyl. Það var eini laxinn sem hollið veiddi,“ sagði Loftur. Vel á annað hundrað laxar eru komnir á land úr Stóru Laxá allri sem gæti ýtt undir betri lokatölu en sést hefur í ánni síðustu sumur. September er ævinlega besti mán- uðurinn í Stóru Laxá, en ef enginn er laxinn á Iðu, sbr. fréttina að of- an, þá er vandséð hvaðan haustafl- inn á að koma, en hann byggist æv- inlega á því að uppsöfnuð laxatorfa tekur sig upp á Iðu og gengur upp í Stóru Laxá. ÞRÁTT fyrir að almennt séð hafi verið frekar líflegt í laxveiðiám á Hvítár–Ölfusársvæðinu í sumar þá hefur veiði á Iðu verið afar slök það sem af er, að sögn Birgis Sum- arliðasonar sem þar er öllum hnút- um kunnur. Bestu dagarnir hafa aðeins gefið 5-7 laxa á þrjár stangir og heildarveiðin er ekki nema milli 120 og 130 laxar, en í venjulegu ári ættu að vera komnir að minnsta kosti helmingi fleiri laxar á land og raunar annað eins að auki. „Þetta er nokkur ráðgáta, skil- yrði hafa alls ekki verið slæm, en það rigndi talsvert snemma í ágúst og þá kom skot í Stóru Laxá. Það virðist sem mest af því litla sem hér hafði komið af laxi hafi skotið sér upp í Stóru Laxá. Það veiddist vel í henni í nokkra daga á eftir, en svo dofnaði yfir henni aftur, en ágúst hefur verið lélegur á Iðu,“ sagði Birgir. Frést hefur af einum rúmlega 20 punda laxi sem veiðst hefur á Iðu og er stærstur þar í sumar. Laxinn veiddi Þórarinn Sigþórsson tann- læknir og notaði fluguna Sunray Shadow í túpuútfærslu. Það er saga til næsta bæjar ef ekki veiðist stærri lax á Iðu í sumar, en Iða hef- ur verið nokkurs konar svar Sunn- lendinga við Nesveiðum í Laxá í Að- aldal þeirra Norðlendinga. Loftur Atli Eiríksson var að veið- um á svæðum 1-2 í Stóru Laxá um Sjóbirtingur er farinn að gefa sig í ánum í kringum Klaustur. Atli Óskarsson er hér með fal- lega 10 punda hrygnu úr Vatna- mótunum. Afar ró- legt á Iðu ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? TVEIR menn, sem játað hafa hjá lögreglu stórfelld innbrot í Reykjavík að undanförnu, voru á laugardag úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald í þágu ransóknarhagsmuna. Málið er stærsta innbrotsmál sem upplýst hefur verið í Breiðholti, Grafarvogi og Mosfellsbæ og hefur aldrei verið lagt hald á eins mikið þýfi við upphaf nokkurs máls eins og í því sem hér um ræð- ir. Við húsleit heima hjá öðr- um mannanna fannst um tug- ur tölva, prentarar, ljósrit- unarvélar, skotvopn, erlendur gjaldeyrir, fíkniefni, borðbún- aður og fleira. Ýmsar ábendingar um hugsanleg afbrot Mennirnir eru 21 og 24 ára og hafa báðir komið við sögu lögreglunnar. Áður en lög- reglan í Breiðholti lét til skarar skríða gegn mönnun- um hafði hún haft málið til rannsóknar í tæpan hálfan mánuð. Ýmsar ábendingar höfðu borist henni um menn- ina og meint glæpsamlegt hátterni þeirra. Sést hafði til bifreiðar sem þeir notuðu við innbrotin en þeir hafa þegar játað bílstuldi auk innbrota. Mennirnir voru djúpt sokknir í fíkniefnaskuldir og munu skuldir annars þeirra hafa numið 2,5 milljónum króna, en með innbrotunum átti að grynnka á skuldunum. Í sex daga gæsluvarð- hald vegna stórfelldra innbrota
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.