Morgunblaðið - 04.09.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 04.09.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VEIGAMESTU breytingar íbúa- þróunar hér á landi undanfarin ár hafa verið flutningar af landsbyggð- inni til höfuðborgarsvæðisins og flutningar fólks milli landa. Á síð- ustu misserum hefur seinni þátt- urinn verið mera áberandi. Í því sambandi má nefna að dregið hefur úr búferlaflutningum íslenskra rík- isborgara í báðar áttir og ríkir nú algert jafnvægi á þeim. Aðfluttum erlendum ríkisborgurum hefur hins vegar fjölgað stöðugt frá 1996 en fjöldi brottfluttra stendur nokkurn veginn í stað. Í frétt Þjóðhagsstofnunar um íbúaþróun á Íslandi segir að reiknað sé með að aðflutningur erlendra rík- isborgara í ár verði meiri en nokkru sinni fyrr, geti orðið rúmlega 3.000 manns og fjölgun erlendra ríkis- borgara vegna aðflutnings geti numið rúmlega 2.000 manns eða 0,8% af mannfjölda. Segir að fari sem horfir verði erlendir ríkisborg- arar sem hingað flytja í fyrsta sinn fleiri en aðfluttir Íslendingar. Útlendingum fjölgar stöðugt á vinnumarkaðinum Stærsti hluti erlendra ríkisborg- ara sem fluttu hingað á fyrri hluta ársins eru frá Evrópulöndum utan EES. Pólverjar eru fjölmennastir í þessum hópi og eru þeir nú veru- lega fleiri en var í fyrra. Litháum hefur fjölgað en Júgóslavar eru heldur færri en var fyrir ári. Næstfjölmennasti hópurinn sem hingað flytur er frá löndum Evr- ópska efnahagssvæðisins en flutn- ingar fólks þaðan eru mun meiri fram og til baka en úr öðrum heims- hlutum. Danskir ríkisborgarar hafa löngum verið fjölmennastir í bú- ferlaflutningum í þessum hópi en á síðustu árum hefur mjög færst í vöxt að Þjóðverjar flytji hingað. Þriðji stærsti hópurinn sem hing- að flytur eru Asíubúar en fjölgun þeirra er næstmest enda er minna um að fólk þaðan flytji til baka aftur en hjá Evrópubúum. Í upphafi þessa árs voru erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi tæplega níu þúsund manns en það var um 3,1% af íbúafjöldanum. Ald- ursskipting þeirra er verulega frá- brugðin því sem gildir um þjóðina í heild. Stærstu aldurshóparnir eru milli 20 og 35 ára. Hlutfall erlendra ríkisborgara meðal kvenna hefur alltaf verið hærra en hjá körlum, var 3,4% í upphafi yfirstandandi árs meðan það var 2,8% hjá körlum. Á árinu 2.000 dró þó saman með kynj- unum að þessu leyti. Erlendir ríkisborgarar eru mjög misdreifðir um landið. Hlutfall þeirra er langhæst á Tálknafirði og Bakkafirði. Ásahreppur og Þórs- hafnarhreppur fylgja á eftir með 11 og 10%. Spáir Þjóðhagsstofnun því um framvindu íbúaþróunar það sem eft- ir er af árinu að erlendum ríkis- borgurum á vinnumarkaði muni fjölga um 1.500 manns. Sú fjölgun er um það bil sú sama og náttúruleg fjölgun fólks á vinnumarkaði hér á landi miðað við atvinnuþátttöku árið 2000 í vinnumarkaðskönnun Hag- stofu. Í umfjöllun Þjóðhagsstofnunar rætt um búsetuþróun innanlands. Þar segir meðal annars að um miðj- an síðasta áratug hafi mismunur að- fluttra á landsbyggðinni vegna bú- ferlaflutninga innanlands verið milli 1.700 og 1.800 manns, eða um 43% af því sem hann hafi verið þegar mest var. Á yfirstandandi ári hefur mismunur brottfluttra og aðfluttra innanlands aukist nokkuð á nýjan leik. Ef seinni hluti ársins verður í samræmi við það sem gerst hefur á fyrri hlutanum og dreifing búferla- flutninga yfir árið í reynslu und- anfarinna ára gæti mismunur að- fluttra og brottfluttra innanlands orðið tæplega 1.000 manns á lands- byggðinni. Fleiri hafa flust á landsbyggð- ina frá útlöndum en farið hafa Frá árinu 1996 hafa fleiri flust á landsbyggðina frá útlöndum en far- ið hafa. Mismunurinn hefur farið stöðugt vaxandi og hefur hann dregið úr heildarfækkun íbúa vegna innanlandsflutninga þótt hann hafi ekki náð að vega hann upp. Útlit er fyrir í ár verði fjölgun á lands- byggðinni vegna millilandaflutninga meiri en nokkru sinni fyrr. Segir í frétt Þjóðhagsstofnunar að þegar horft sé á áhrif búferla- flutninga á íbúaþróun einstakra landshluta yfir lengra tímabil megi sjá að í öllum landshlutum skipta þeir miklu. Innanlandsflutningar hafa leitt til fækkunar íbúa í öllum landshlutum utan höfuðborgar- svæðisins en flutningar milli landa hafa bætt við mannfjöldann nema á Norðurlandi eystra og Austurlandi. Mesta fækkunin á Vestfjörðum Áhrifa þessa gætir mest á Vest- fjörðum þar sem fækkun vegna bú- ferlaflutninga innanlands á tíma- bilinu 1992–2001 nemur samtals nær 29% af íbúafjölda í landshlut- anum í upphafi þess tímabils sem hér er til umræðu. Á Norðurlandi vestra nemur fækkun íbúa vegna innanlandsflutninga tæplega 18% af íbúafjölda undir lok ársins 1991 en á Austurlandi nemur fækkun 17%. Á höfuðborgarsvæðinu nema búferla- flutningar síðustu tíu ára alls 9,6% af íbúafjöldanum. Munar þar mest um aðflutta innanlands sem eru samtals 8,3% viðbót við mannfjöld- ann. Fjölgun íbúa á höfuðborgar- svæðinu á þessu tímabili var 17,2% og því standa beinir búferlaflutn- ingar fyrir um 55% af breytingu mannfjöldans á tímabilinu. Þeim til viðbótar kemur mannfjölgun að- fluttra eftir að þeir eru fluttir. Að því er varðar innanlandsflutn- inga er íbúaþróun höfuðborgar- svæðisins spegilmynd af lands- byggðinni. Öðru máli gegnir um búferlaflutninga milli landa. Þeir hafa vaxið stöðugt frá árinu 1995 en aðfluttir urðu fyrst fleiri en brott- fluttir árið 1998. Árið 2000 urðu að- fluttir frá útlöndum fleiri en aðflutt- ir af landsbyggðinni. Í ár stefnir í að fjölgun vegna búferlaflutninga milli landa verði um það bil sú sama og náttúruleg fjölgun(fæddir umfram dána) og verði meiri en nokkru sinni fyrr. Útlendingar draga úr fólks- fækkun á landsbyggðinni Enn fækkar landanum á landsbyggðinni en fjöldi aðfluttra erlendra ríkisborgara dreg- ur víða úr fólksfækkuninni. Útlit er fyrir að í ár verði fjölgun á landsbyggðinni vegna millilandaflutninga meiri en nokkru sinni. Á UNDANFÖRNUM árum hafa þeir landshlutar sem eru næst höf- uðborgarsvæðinu í vaxandi mæli þróast í líkingu við það sem þar hefur gerst. Þannig hefur fækkun vegna búferlaflutninga innanlands orðið óveruleg eða jafnvel lands- hlutunum í hag. Þetta gerðist árið 1999 á Suðurlandi og árið 2000 á Suðurnesjum og Vesturlandi. Í ár er það einungis á Suður- nesjum sem ætla má að aðfluttir innanlands verði fleiri en brott- fluttir. Umbreytingin er mest á Vesturlandi þar sem brottfluttum hefur fjölgað verulega meðan fjöldi aðfluttra stendur í stað. Þessi þróun á sér stað um allan landshlutann og er Akranessvæðið ekki undanskilið. Á Suðurlandi er brottfluttum einnig að fjölga þótt í minna mæli sé. Aukning hefur átt sér stað um allan landshlutann. Aðfluttu fólki frá útlöndum fjölgar jafnt og þétt á Suðurlandi og Suðurnesjum og útlit er fyrir að árið 2001 verði metár í þeim efnum. Mismunur aðfluttra og brott- fluttra um 300–400 manns Mannfækkun vegna búferla- flutninga hefur á undanförnum ár- um verið mest á Vestfjörðum og Austurlandi. Mismunur aðfluttra og brottfluttra var 3–400 manns á ári í hvorum landshluta. Brottfluttum fækkaði fyrst árið 2000 á Austurlandi og sú fækkun heldur áfram í ár. Í umfjöllun Þjóðhagsstofnunar um íbúaþróun hér á landi segir að hugsanlega sé hér farið að gæta væntinga um framkvæmdir í stóriðju sem ráð- gerðar eru en þess er að geta að þessarar tilhneigingar gætir víðs vegar í landshlutanum. Fækkun vegna innanlandsflutn- inga var mikil á Norðurlandi vestra seinni hluta tíunda áratug- arins þótt úr henni drægi undir lokin. Í ár hefur á ný orðið aukn- ing á brottflutningi samfara minnkandi aðflutningi. Fólki þar hefur heldur fjölgað á undanförn- um árum með aðflutningi frá út- löndum en í þeim efnum stefnir í samdrátt á þessu ári. Á Norðurlandi eystra stefnir nú í minni fækkun vegna innanlands- flutninga en verið hefur í langan tíma. Á Akureyri er brottflutn- ingur minni og aðflutningur meiri í búferlaflutningum innanlands á fyrri hluta yfirstandandi árs en var á sama tíma í fyrra.                                                                  Brottfluttum fækkar áfram á Austurlandi helgina og sagði hann ána standa vel undir grínnefninu „Tóma Laxá“ þessa dagana. „Við sáum ekki mik- ið af laxi, en það sem var verra og kom okkur raunar á óvart var hve lítið vatn var í ánni. Áður illvæð brot varla í hné. Eins og ég segi þá vorum við undrandi á þessu því það var tilfinning okkar að það hefði verið bærilega úrkomusamt á Suð- urlandi að undanförnu. Ég fékk einn 5 punda leginn lax á Munroe Killer númer 14 í Kálfhagahyl. Það var eini laxinn sem hollið veiddi,“ sagði Loftur. Vel á annað hundrað laxar eru komnir á land úr Stóru Laxá allri sem gæti ýtt undir betri lokatölu en sést hefur í ánni síðustu sumur. September er ævinlega besti mán- uðurinn í Stóru Laxá, en ef enginn er laxinn á Iðu, sbr. fréttina að of- an, þá er vandséð hvaðan haustafl- inn á að koma, en hann byggist æv- inlega á því að uppsöfnuð laxatorfa tekur sig upp á Iðu og gengur upp í Stóru Laxá. ÞRÁTT fyrir að almennt séð hafi verið frekar líflegt í laxveiðiám á Hvítár–Ölfusársvæðinu í sumar þá hefur veiði á Iðu verið afar slök það sem af er, að sögn Birgis Sum- arliðasonar sem þar er öllum hnút- um kunnur. Bestu dagarnir hafa aðeins gefið 5-7 laxa á þrjár stangir og heildarveiðin er ekki nema milli 120 og 130 laxar, en í venjulegu ári ættu að vera komnir að minnsta kosti helmingi fleiri laxar á land og raunar annað eins að auki. „Þetta er nokkur ráðgáta, skil- yrði hafa alls ekki verið slæm, en það rigndi talsvert snemma í ágúst og þá kom skot í Stóru Laxá. Það virðist sem mest af því litla sem hér hafði komið af laxi hafi skotið sér upp í Stóru Laxá. Það veiddist vel í henni í nokkra daga á eftir, en svo dofnaði yfir henni aftur, en ágúst hefur verið lélegur á Iðu,“ sagði Birgir. Frést hefur af einum rúmlega 20 punda laxi sem veiðst hefur á Iðu og er stærstur þar í sumar. Laxinn veiddi Þórarinn Sigþórsson tann- læknir og notaði fluguna Sunray Shadow í túpuútfærslu. Það er saga til næsta bæjar ef ekki veiðist stærri lax á Iðu í sumar, en Iða hef- ur verið nokkurs konar svar Sunn- lendinga við Nesveiðum í Laxá í Að- aldal þeirra Norðlendinga. Loftur Atli Eiríksson var að veið- um á svæðum 1-2 í Stóru Laxá um Sjóbirtingur er farinn að gefa sig í ánum í kringum Klaustur. Atli Óskarsson er hér með fal- lega 10 punda hrygnu úr Vatna- mótunum. Afar ró- legt á Iðu ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? TVEIR menn, sem játað hafa hjá lögreglu stórfelld innbrot í Reykjavík að undanförnu, voru á laugardag úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald í þágu ransóknarhagsmuna. Málið er stærsta innbrotsmál sem upplýst hefur verið í Breiðholti, Grafarvogi og Mosfellsbæ og hefur aldrei verið lagt hald á eins mikið þýfi við upphaf nokkurs máls eins og í því sem hér um ræð- ir. Við húsleit heima hjá öðr- um mannanna fannst um tug- ur tölva, prentarar, ljósrit- unarvélar, skotvopn, erlendur gjaldeyrir, fíkniefni, borðbún- aður og fleira. Ýmsar ábendingar um hugsanleg afbrot Mennirnir eru 21 og 24 ára og hafa báðir komið við sögu lögreglunnar. Áður en lög- reglan í Breiðholti lét til skarar skríða gegn mönnun- um hafði hún haft málið til rannsóknar í tæpan hálfan mánuð. Ýmsar ábendingar höfðu borist henni um menn- ina og meint glæpsamlegt hátterni þeirra. Sést hafði til bifreiðar sem þeir notuðu við innbrotin en þeir hafa þegar játað bílstuldi auk innbrota. Mennirnir voru djúpt sokknir í fíkniefnaskuldir og munu skuldir annars þeirra hafa numið 2,5 milljónum króna, en með innbrotunum átti að grynnka á skuldunum. Í sex daga gæsluvarð- hald vegna stórfelldra innbrota

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.