Morgunblaðið - 04.09.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.09.2001, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ TILRAUNAVERKSMIÐJA Bio- Process Ísland hf. verður formlega gangsett í Höfnum í Reykjanesbæ í dag. Í verksmiðjunni er áformað að vinna náttúruefnið astaxanthin úr smáþörungum með tækni, sem byggist á notkun rafljósa. Fram- leiðslan er mjög orkufrek og var staðsetningin að hluta valin með ná- lægðina við Svartsengi í huga en henni réð einnig stór eignarhlutur Keflavíkurverktaka í fyrirtækinu. Danska fyrirtækið Novi A/S er stærsti hluthafi í BioProcess með 45,69% hlutafjár en næststærsti hluthafinn er Keflavíkurverktakar með 21,72%. Aðrir hluthafar eiga innan við tíunda hluta hlutafjár hver en þeir stærstu meðal þeirra eru Nýsköpunarsjóður, Kaupþing hf. og Bank of Scotland Trust Company Ltd. Byrjuðu í Danmörku Að sögn Davíðs Guðmundssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, á fyrirtækið rætur að rekja til þess, að árið 1991 stofnaði Niels- Henrik Norsker, sem er rannsókn- arstjóri verksmiðjunnar, fyrirtæki í Hirtshals í Danmörku til að fram- leiða og selja vélbúnað, sem hann hannaði, til að rækta smáþörunga. Smáþörungar eru frumframleið- endur í lífkeðjunni, bæði í sjó og í vötnum, og afar næringarríkir. Þeir eru mikið notaðir sem fóður í fisk- eldi og fyrirtækið seldi fyrst og fremst fiskeldisstöðvum tækin til að byrja með. Árið 1996 vakti ráðgjafarfyrir- tæki athygli á mögulegum markaði fyrir vörur, sem hægt væri að fram- leiða með tækni þeirri, sem Norsk- er hafði hannað og í júlí 1997 var BioProcess A/S stofnað, með fyr- irtækið Novi A/S sem aðaleiganda. Í ágúst sama ár voru rannsóknar- stofur opnaðar í Stirling í Skotlandi og í október 1997 komu íslenskir fjárfestar að fyrirtækinu. Í september 1999 var rannsókn- arstarfsemi flutt til Íslands og í mars árið 2000 voru samningar um tilraunaverksmiðju undirritaðir. Er áformað að framleiðsla geti hafist af fullum krafti í desember 2004, gangi starfsemi tilraunaverksmiðj- unnar að óskum. Kröftugasta andoxunarefni heims Astaxanthin er afar verðmætt efni og eftirsótt, til að mynda í fiski- fóður og til manneldis sem fæðubót- arefni. Rannsóknir hafa einnig sýnt að það hefur til að bera ýmsa ein- stæða eiginleika, sem gefa góð fyr- irheit um nýtingu þess í lyfjaiðnaði, snyrti- og heilsuvöruframleiðslu, að sögn Ragnheiðar Á. Magnúsdóttur rannsóknarstofustjóra. Það hefur sýnt sig, að sögn Ragnheiðar, að náttúrulegt astaxanthin eykur lífs- líkur fiska og kjúklinga í eldi og frjósemi eldisdýra. Það styrki ónæmiskerfið og sé öflugasta andoxunarefni, sem þekkt er, eða a.m.k. 100 sinnum öflugra en E-vít- amín. Andoxunarefni vinna gegn ýmsum frumuskemmdum í líkam- anum, sem súrefni getur orsakað. Ragnheiður segir að þetta sé sá eiginleiki efnisins, sem hvað mik- ilvægastur gæti orðið með tilliti til lyfjaframleiðslu, sem og sá eigin- leiki þess, að komast í gegnum heila-mænu þröskuldinn svonefnda, en það er varnarkerfi líkamans, sem kemur í veg fyrir að efni berist í heila og mænu með blóðrásinni. Astaxanthin kemst hins vegar í gegnum þessar varnir. Efnið hefur, að sögn Ragnheiðar, reynst vel í rannsóknum á magasári, heilablóð- falli, of háu kólesteróli, hrörnun augnbotna, gigtarsjúkdómum og asthma. Það eykur styrk vövða og hefur auk þess sýnt jákvæða virkni á 60 tegundir af krabbameini. Astaxanthin er hægt að framleiða efnafræðilega en þá er efnaformúl- an önnur og efnið hefur ekki sömu eiginleika og hið náttúrulega. Í náttúrunni er það að finna í ýmsum jurtum, í gersvepp og fjölmörgum fuglategundum en hvergi þó í sama mæli og í þörungnum Haematococc- us pluvialis, en það er hann sem verður ræktaður í tilraunaverk- smiðju BioProcess. Gefur laxi og silungi rauða litinn Haematococcus pluvialis, eða „blóðþörungur“, eins og hann kall- ast á íslensku, er einfrumu græn- þörungur, sem finnst um allan heim. Hann vex svo hægt að hann ógnar ekki náttúrunni á nokkurn hátt, eins og hraðvaxta þörungar geta gert, þegar þeir fjölga sér um of. Líf hans einkennist af tvenns konar ástandi. Á sundstigi fjölgar hann sér; þá er hann grænn á lit, umlukinn mjúkri hulu og með tvær svipur, sem hann syndir með. Ef hann verður fyrir áreiti – sem getur verið af ýmsum toga, svo sem að vatnið sé of salt, eða birtan mjög mikil – fer hann yfir á gróstig. Þá leggst hann í dvala, missir svipurn- ar og hörð skel myndast utan um hann. Í þessu ástandi myndar hann astaxanthin og verður rauður á lit. Að sögn Ragnheiðar er ekki vitað, af hverju þörungurinn myndar efn- ið, en þess hefur verið getið til, að það verndi hann gegn sólarljósinu. Það er hinn rauði litur astaxanth- ins, sem litar lax, silung og rækju rauða og einnig flamingófugla. Fullkomin stjórn á framleiðslunni Markmið reksturs tilraunaverk- smiðjunnar er að staðfesta að hægt sé og hagkvæmt að framleiða astax- anthin úr blóðþörungum með bún- aði, sem byggist á hönnun Niels- Henrik Norsker og hefur verið þró- aður frekar af Novo Nordisk Engineering. Ræktun blóðþörunganna fer fram í þar til gerðum tönkum af mismunandi stærð og byggist á notkun orku, í formi rafmagnsljóss, ætis, lofts, vatns og koltvísýrlings í réttum hlutföllum. Þegar þörung- arnir eru fullvaxnir eru þeir settir í sérstakan tank, þar sem þeir eru lýstir með rafljósi og þvingaðir til að fara yfir á gróstig og mynda ast- axanthin. Síðan eru þeir þurrkaðir og malaðir. Blóðþörungur er þegar ræktað- ur, t.d. á Hawaii, þar sem hann er ræktaður í stórum tjörnum, eða þá að hann er ræktaður í smáum stíl í plastpokum eða litlum plasttönkum við frumstæðar aðstæður. Davíð Guðmundsson segir BioProcess hafa það fram yfir keppinauta á þessu sviði að framleiðslukerfið er algjörlega lokað og dauðhreinsað og hægt að stýra öllum þáttum fram- leiðsluferlisins nákvæmlega, hvort sem það er birta, fæðumagn eða annað. Framleiðslutæknin er ein- stök og bundin einkaleyfi, og nýtist við framleiðslu á öðrum tegundum smáþörunga. Fjölnota verksmiðja Astaxanthin er afar dýrt en kílóið selst á þrjú til fimm þúsund Banda- ríkjadali. Mikil eftirspurn er þó eft- ir því og álitið að markaðurinn fyrir efnið í fiskafóður árið 1999 hafi numið 13 milljörðum í krónum tal- inn. Áætlað er að astaxanthin hafi verið selt á Bandaríkjamarkað til manneldis fyrir 60 milljarða króna á síðasta ári og búist er við að mark- aðurinn fyrir efnið muni stækka um 6–8% á ári næstu ár. Davíð og Ragnheiður segja smá- þörungaverksmiðju bjóða upp á ýmsa möguleika aðra en framleiðslu á astaxanthini. Ýmsar tegundir smáþörunga er hægt að framleiða í verksmiðjunni en alls finnast um 30.000 tegundir smáþörunga í heim- inum. Smáþörungar eyða cadmium og öðrum þungmálmum úr um- hverfinu og líkamanum, og þeir mynda Omega-3 fitusýrur og lutein, sem er efni, með ýmsa jákvæða eig- inleika líkt og astaxanthin. Það er ekki síst athyglivert að til þörungaræktunarinnar þarfnast verksmiðjan koltvísýrlings, sem til að mynda gæti verið úrgangur frá annarri stóriðju og gæti því verk- smiðja sem þessi orðið til þess að minnka mengun. Tilraunaverksmiðja BioProcess Ísland ehf. í Höfnum verður formlega gangsett í dag Grænþörungar í glösum. Í glösunum sem eru næst ljósinu sést að þörungarnir eru komnir á gróstig og búnir að mynda astaxanthin, sem gerir þá rauða. Framleiða verðmætt efni úr blóðþörungi Morgunblaðið/RAX Ragnheiður Á. Magnúsdóttir, rannsóknarstofustjóri tilraunaverksmiðju BioProcess, og Davíð Guðmundsson framkvæmdastjóri við 200 l tank til að rækta grænþörunga í. Stærsti ræktunartankurinn er 10.000 lítra. Í verksmiðju í Höfnun eru ræktaðir smáþör- ungar og tilraunir gerð- ar til að fá þá til að framleiða astaxanthin sem er verðmætt efni og eftirsótt, meðal annars sem fæðubótarefni í fiskifóður og lyf. Jón Ás- geir Sigurvinsson kynnti sér starfsemina með samtölum við fram- kvæmdastjóra og rann- sóknarstjóra. Hafnir jonsigur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.