Morgunblaðið - 04.09.2001, Síða 18

Morgunblaðið - 04.09.2001, Síða 18
SUÐURNES 18 ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ TILRAUNAVERKSMIÐJA Bio- Process Ísland hf. verður formlega gangsett í Höfnum í Reykjanesbæ í dag. Í verksmiðjunni er áformað að vinna náttúruefnið astaxanthin úr smáþörungum með tækni, sem byggist á notkun rafljósa. Fram- leiðslan er mjög orkufrek og var staðsetningin að hluta valin með ná- lægðina við Svartsengi í huga en henni réð einnig stór eignarhlutur Keflavíkurverktaka í fyrirtækinu. Danska fyrirtækið Novi A/S er stærsti hluthafi í BioProcess með 45,69% hlutafjár en næststærsti hluthafinn er Keflavíkurverktakar með 21,72%. Aðrir hluthafar eiga innan við tíunda hluta hlutafjár hver en þeir stærstu meðal þeirra eru Nýsköpunarsjóður, Kaupþing hf. og Bank of Scotland Trust Company Ltd. Byrjuðu í Danmörku Að sögn Davíðs Guðmundssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, á fyrirtækið rætur að rekja til þess, að árið 1991 stofnaði Niels- Henrik Norsker, sem er rannsókn- arstjóri verksmiðjunnar, fyrirtæki í Hirtshals í Danmörku til að fram- leiða og selja vélbúnað, sem hann hannaði, til að rækta smáþörunga. Smáþörungar eru frumframleið- endur í lífkeðjunni, bæði í sjó og í vötnum, og afar næringarríkir. Þeir eru mikið notaðir sem fóður í fisk- eldi og fyrirtækið seldi fyrst og fremst fiskeldisstöðvum tækin til að byrja með. Árið 1996 vakti ráðgjafarfyrir- tæki athygli á mögulegum markaði fyrir vörur, sem hægt væri að fram- leiða með tækni þeirri, sem Norsk- er hafði hannað og í júlí 1997 var BioProcess A/S stofnað, með fyr- irtækið Novi A/S sem aðaleiganda. Í ágúst sama ár voru rannsóknar- stofur opnaðar í Stirling í Skotlandi og í október 1997 komu íslenskir fjárfestar að fyrirtækinu. Í september 1999 var rannsókn- arstarfsemi flutt til Íslands og í mars árið 2000 voru samningar um tilraunaverksmiðju undirritaðir. Er áformað að framleiðsla geti hafist af fullum krafti í desember 2004, gangi starfsemi tilraunaverksmiðj- unnar að óskum. Kröftugasta andoxunarefni heims Astaxanthin er afar verðmætt efni og eftirsótt, til að mynda í fiski- fóður og til manneldis sem fæðubót- arefni. Rannsóknir hafa einnig sýnt að það hefur til að bera ýmsa ein- stæða eiginleika, sem gefa góð fyr- irheit um nýtingu þess í lyfjaiðnaði, snyrti- og heilsuvöruframleiðslu, að sögn Ragnheiðar Á. Magnúsdóttur rannsóknarstofustjóra. Það hefur sýnt sig, að sögn Ragnheiðar, að náttúrulegt astaxanthin eykur lífs- líkur fiska og kjúklinga í eldi og frjósemi eldisdýra. Það styrki ónæmiskerfið og sé öflugasta andoxunarefni, sem þekkt er, eða a.m.k. 100 sinnum öflugra en E-vít- amín. Andoxunarefni vinna gegn ýmsum frumuskemmdum í líkam- anum, sem súrefni getur orsakað. Ragnheiður segir að þetta sé sá eiginleiki efnisins, sem hvað mik- ilvægastur gæti orðið með tilliti til lyfjaframleiðslu, sem og sá eigin- leiki þess, að komast í gegnum heila-mænu þröskuldinn svonefnda, en það er varnarkerfi líkamans, sem kemur í veg fyrir að efni berist í heila og mænu með blóðrásinni. Astaxanthin kemst hins vegar í gegnum þessar varnir. Efnið hefur, að sögn Ragnheiðar, reynst vel í rannsóknum á magasári, heilablóð- falli, of háu kólesteróli, hrörnun augnbotna, gigtarsjúkdómum og asthma. Það eykur styrk vövða og hefur auk þess sýnt jákvæða virkni á 60 tegundir af krabbameini. Astaxanthin er hægt að framleiða efnafræðilega en þá er efnaformúl- an önnur og efnið hefur ekki sömu eiginleika og hið náttúrulega. Í náttúrunni er það að finna í ýmsum jurtum, í gersvepp og fjölmörgum fuglategundum en hvergi þó í sama mæli og í þörungnum Haematococc- us pluvialis, en það er hann sem verður ræktaður í tilraunaverk- smiðju BioProcess. Gefur laxi og silungi rauða litinn Haematococcus pluvialis, eða „blóðþörungur“, eins og hann kall- ast á íslensku, er einfrumu græn- þörungur, sem finnst um allan heim. Hann vex svo hægt að hann ógnar ekki náttúrunni á nokkurn hátt, eins og hraðvaxta þörungar geta gert, þegar þeir fjölga sér um of. Líf hans einkennist af tvenns konar ástandi. Á sundstigi fjölgar hann sér; þá er hann grænn á lit, umlukinn mjúkri hulu og með tvær svipur, sem hann syndir með. Ef hann verður fyrir áreiti – sem getur verið af ýmsum toga, svo sem að vatnið sé of salt, eða birtan mjög mikil – fer hann yfir á gróstig. Þá leggst hann í dvala, missir svipurn- ar og hörð skel myndast utan um hann. Í þessu ástandi myndar hann astaxanthin og verður rauður á lit. Að sögn Ragnheiðar er ekki vitað, af hverju þörungurinn myndar efn- ið, en þess hefur verið getið til, að það verndi hann gegn sólarljósinu. Það er hinn rauði litur astaxanth- ins, sem litar lax, silung og rækju rauða og einnig flamingófugla. Fullkomin stjórn á framleiðslunni Markmið reksturs tilraunaverk- smiðjunnar er að staðfesta að hægt sé og hagkvæmt að framleiða astax- anthin úr blóðþörungum með bún- aði, sem byggist á hönnun Niels- Henrik Norsker og hefur verið þró- aður frekar af Novo Nordisk Engineering. Ræktun blóðþörunganna fer fram í þar til gerðum tönkum af mismunandi stærð og byggist á notkun orku, í formi rafmagnsljóss, ætis, lofts, vatns og koltvísýrlings í réttum hlutföllum. Þegar þörung- arnir eru fullvaxnir eru þeir settir í sérstakan tank, þar sem þeir eru lýstir með rafljósi og þvingaðir til að fara yfir á gróstig og mynda ast- axanthin. Síðan eru þeir þurrkaðir og malaðir. Blóðþörungur er þegar ræktað- ur, t.d. á Hawaii, þar sem hann er ræktaður í stórum tjörnum, eða þá að hann er ræktaður í smáum stíl í plastpokum eða litlum plasttönkum við frumstæðar aðstæður. Davíð Guðmundsson segir BioProcess hafa það fram yfir keppinauta á þessu sviði að framleiðslukerfið er algjörlega lokað og dauðhreinsað og hægt að stýra öllum þáttum fram- leiðsluferlisins nákvæmlega, hvort sem það er birta, fæðumagn eða annað. Framleiðslutæknin er ein- stök og bundin einkaleyfi, og nýtist við framleiðslu á öðrum tegundum smáþörunga. Fjölnota verksmiðja Astaxanthin er afar dýrt en kílóið selst á þrjú til fimm þúsund Banda- ríkjadali. Mikil eftirspurn er þó eft- ir því og álitið að markaðurinn fyrir efnið í fiskafóður árið 1999 hafi numið 13 milljörðum í krónum tal- inn. Áætlað er að astaxanthin hafi verið selt á Bandaríkjamarkað til manneldis fyrir 60 milljarða króna á síðasta ári og búist er við að mark- aðurinn fyrir efnið muni stækka um 6–8% á ári næstu ár. Davíð og Ragnheiður segja smá- þörungaverksmiðju bjóða upp á ýmsa möguleika aðra en framleiðslu á astaxanthini. Ýmsar tegundir smáþörunga er hægt að framleiða í verksmiðjunni en alls finnast um 30.000 tegundir smáþörunga í heim- inum. Smáþörungar eyða cadmium og öðrum þungmálmum úr um- hverfinu og líkamanum, og þeir mynda Omega-3 fitusýrur og lutein, sem er efni, með ýmsa jákvæða eig- inleika líkt og astaxanthin. Það er ekki síst athyglivert að til þörungaræktunarinnar þarfnast verksmiðjan koltvísýrlings, sem til að mynda gæti verið úrgangur frá annarri stóriðju og gæti því verk- smiðja sem þessi orðið til þess að minnka mengun. Tilraunaverksmiðja BioProcess Ísland ehf. í Höfnum verður formlega gangsett í dag Grænþörungar í glösum. Í glösunum sem eru næst ljósinu sést að þörungarnir eru komnir á gróstig og búnir að mynda astaxanthin, sem gerir þá rauða. Framleiða verðmætt efni úr blóðþörungi Morgunblaðið/RAX Ragnheiður Á. Magnúsdóttir, rannsóknarstofustjóri tilraunaverksmiðju BioProcess, og Davíð Guðmundsson framkvæmdastjóri við 200 l tank til að rækta grænþörunga í. Stærsti ræktunartankurinn er 10.000 lítra. Í verksmiðju í Höfnun eru ræktaðir smáþör- ungar og tilraunir gerð- ar til að fá þá til að framleiða astaxanthin sem er verðmætt efni og eftirsótt, meðal annars sem fæðubótarefni í fiskifóður og lyf. Jón Ás- geir Sigurvinsson kynnti sér starfsemina með samtölum við fram- kvæmdastjóra og rann- sóknarstjóra. Hafnir jonsigur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.