Morgunblaðið - 08.09.2001, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 21
Átt þú
viðskiptahugmynd?
„Stofnun og rekstur smáfyrirtækja“
hefst 29. september
Nánari upplýsingar og skráning hjá
Iðntæknistofnun í síma 570 7100 og á vefsíðu
Iðntæknistofnunar http://www.iti.is.
Keldnaholti, 112 Reykjavík
HAGNAÐUR Sparisjóðs Mýrasýslu
nam 43,8 milljónum króna fyrstu sex
mánuði ársins samanborið við 38
milljóna króna hagnað á sama tíma-
bili í fyrra. Er því um 15,3% aukn-
ingu hagnaðar á milli tímabila.
Samkvæmt árshlutauppgjöri
Sparisjóðsins eru vaxtatekjur 521,5
milljónir króna, en það er 82,9%
aukning miðað við sama tímabil árið
2000 þegar þær námu 285,2 milljón-
um króna. Á sama tíma hækkuðu
vaxtagjöld um 75,6%, úr 205,3 millj-
ónum króna í 360,5 milljónir króna.
Hreinar rekstrartekjur eru 208,1
milljón króna á móti 175,8 milljónum
króna fyrir sama tímabil árið 2000.
Hreinar rekstrartekjur hafa aukist
um 18,4%. Framlag í afskriftar-
reikning útlána nemur 31,8 milljón-
um króna, en var 18,8 milljónir króna
fyrir sama tímabil árið 2000. Rekstr-
argjöld Sparisjóðsins eru 116,9 millj-
ónir króna, en voru 100,5 milljónir
króna fyrir sama tímabil árið 2000,
aukningin er 16,3%. Rekstrargjöld
sem hlutfall af hreinum rekstrar-
tekjum er 56,2% miðað við 57,2% fyr-
ir sama tímabil árið 2000. Rekstrar-
gjöld sem hlutfall af eignum er 1,5%
miðað við 1,7% fyrir sama tímabil ár-
ið 2000.
Innlán Sparisjóðsins hafa aukist
um 17,3% frá síðustu áramótum og
nema 3.575,6 milljónum króna 30.
júní 2001. Á sama tíma hafa útlán
aukist um 18,2% og nema þau 5.575,6
milljónum króna.
Eigið fé Sparisjóðs Mýrasýslu er
906,5 milljónir króna 30. júní 2001 en
var 823,4 milljónir króna í árslok
2000 og er það aukning um 10,1%.
Eiginfjárhlutfall Sparisjóðsins sam-
kvæmt CAD-reglum er 11,7% hinn
30. júní 2001 en var 12,0% 31. desem-
ber 2000 og 13,1% í lok júní í fyrra.
Sparisjóður Mýrasýslu
Hagnaður eykst
um 15,3%
TAP Íslenskra verðbréfa hf. nam
87 milljónum króna á fyrri hluta
ársins. Tekjufærsla vegna reiknaðs
tekjuskatts nam 38 milljónum
króna og því nemur tap félagsins
fyrir skatta rúmum 125 milljónum
króna sem er ríflega sexföldun taps
fyrir skatta miðað við sama tímabil
árið áður.
Heildartekjur félagsins á tíma-
bilinu voru tæpar 19 milljónir króna
og drógust saman um 85% frá fyrra
ári. Hreinar rekstrartekjur voru
neikvæðar um rúmar 60 milljónir
og drógust saman um liðlega 100
milljónir miðað við sama tíma í
fyrra. Gjaldaliðir jukust um 2,5%
og námu 65 milljónum króna.
Eigið fé félagsins nam í lok tíma-
bilsins 103 milljónum króna, lækk-
aði úr 145 milljónum um áramót, og
eiginfjárhlutfall reyndist 15,3%.
Tap Íslenskra verðbréfa 87 milljónir
Sexföldun taps
fyrir skatta
HAGNAÐUR SP-fjármögnunar hf.,
sem er hlutafélag í eigu Sparisjóð-
anna, nam 96 milljónum króna eftir
skatta fyrstu 6 mánuði ársins. Á
sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn
63 milljónum króna eftir skatta.
Heildarútlán hafa vaxið frá áramót-
um úr 8.147 milljónum króna í 9.398
milljónir króna í lok júní í ár.
Starfsemi SP-Fjármögnunar hf.
er í meginatriðum tvíþætt. Annars
vegar er um að ræða eignarleigu-
samninga við fyrirtæki, ríki, sveit-
arfélög og aðra rekstraraðila og
hins vegar bílalán til einstaklinga.
Heildarfjárhæð eignarleigusamn-
inga þann 30. júní sl. nam 4.718
milljónum króna og bílalána 4.640
milljónum króna. Framlag í af-
skriftareikning útlána nam 77 millj-
ónum króna og í afskriftasjóði voru
347 milljón króna sem nemur 3,7%
af útlánum, að því er fram kemur í
tilkynningu til Verðbréfaþings.
CAD hlutfall SP-Fjármögnunar, er
12,82% í júnílok.
SP-fjármögnun
4,6 milljarðar í
bílalánum