Morgunblaðið - 08.09.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.09.2001, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í sumar kom allt í einu upp áhugaverð umræða um hundarækt til manneldis á Íslandi. Tilefnið var fyr- irspurn ungs manns um hvernig ætti að standa að um- sóknum um leyfi ef menn hygðust stunda slíkan búskap. Eins og frægt er orðið sagði rit- ari hjá landbúnaðarráðuneytinu oj-bara þegar hún var spurð við hvern ætti að hafa samband ef sækja ætti um slíkt leyfi. Þessi af- staða ritarans er kannski skilj- anleg svona sem fyrsta svar en landbúnaðarráðherra endurtók orð stúlkunnar og sagði einnig oj- bara, hann myndi ekki leyfa hundarækt til manneldis á Ís- landi. Þetta er einnig skilj- anleg afstaða hjá bónda, því sjálfsagt gæti bóndi ekki gert meira ax- arskaft en að snæða fjár- hund sinn. Sá hundtryggi vinur hjálpar bóndanum við bústörfin og þeysist út og suður til að smala fé, bóndanum til mikillar gagn- semi. Mikil rómantík er því yfir ís- lenska fjárhundinum og hver hef- ur ekki brosað út í annað þegar hundar næsta bæjar koma þeys- andi á móti bílnum þegar keyrt er framhjá sveitabæjum. Bóndi og hundur hans er hefðbundið ís- lenskt minni sem vekur upp til- finningar um land og þjóð. Trygg- ur, Snati, Kolur og Lappi og allir hinir eru vinir okkar og hafa veitt okkur og forfeðrum okkar gleði og ánægju í aldanna rás. Neysla á hundakjöti á sér langa hefð í Austur-Asíu, sérstaklega í Kóreu. Þar þykir hundakjöt herramannsmatur og er aðallega borðað að vetri til vegna þess að það er talið vera kröftug vörn gegn kvefi. Þeir hundar sem eru ætlaðir til manneldis eru sér- staklega aldir og eru af sérstökum kynjum. Það er af og frá að fólk borði gæludýrin sín eða hreinlega taki upp næsta hund, taki hann heim til sín og skelli honum í pott. Ríkisstjórnir landa eins og Suð- ur-Kóreu, Taílands og Taívan hafa á undanförnum árum reynt að stemma stigu við hundakjöts- áti þegna sinna. Mikil gagnrýni hefur komið frá dýravernd- arsinnum og tilmæli um að banna neyslu hundakjöts og það var gert í Taívan fyrr á árinu og Taílandi á síðasta ári. Íbúarnir kvarta þó yf- ir að hundakjötsneysla sé ekki mikil og finnst brotið á rétti sín- um. Suður-Kórea er nú undir þrýstingi frá dýravernd- unarsinnum víða um heim vegna neyslu á hundakjöti. Dýravernd- unarsamtök nýta sér það sviðsljós sem landið fær á næsta ári þegar heimsmeistarakeppnin í fótbolta fer þar fram til að vekja athygli á málinu. En þau beina einnig spjótum sínum að Japan vegna neyslu á hvalkjöti þar. Ég var eitt sinn staddur á úti- markaði í Asíu. Markaðurinn var upphaflega hannaður til að draga að ferðamenn. Þar var hægt að gæða sér á skjaldbökum, snáka- kjöti og drekka hreinsandi snáka- blóð úr litlu staupi. Snákarnir voru fláðir rétt fyrir framan nefið á manni og þó að manni stæði kannski ekki alveg á sama þegar snákurinn engdist um sá maður að þeim innfæddu fannst ekkert eðlilegra. Í hópnum voru dýra- verndunarsinnar frá Þýskalandi. Þeir byrjuðu að hrópa á manninn sem var að flá snákinn en hann reyndi að leiða hávaðann hjá sér. Eftir nokkrar mínutur var sam- koman öll orðin hin vandræðaleg- asta. Kínverjarnir reyndu að skilja hvað var um að vera en áttu mjög erfitt með að átta sig á því hvað væri athugavert við þetta snákadráp. Það var alveg eins og það hefur alltaf verið, eini mun- urinn var sá að snákurinn var drepinn fyrir framan hóp fólks í stað þess að gera það á bak við borðið. Markaðurinn sem upphaflega átti að draga að ferðamenn og veita þeim asíska upplifun snerist upp í andhverfu sína. Hann var orðin skotspónn umhverfisvernd- arsinna og þyrnir í augum stjórn- valda. Menning þjóða mótast meðal annars af umhverfi og hefð. Mörg dýr eru borðuð sums staðar sem aðrir telja að beri vott um grimmd og mannvonsku. Hér má nefna dúfur, hreindýr, kengúrur, seli, froska, lunda, hvali og slöngur svo fátt eitt sé nefnt. Múslimum og gyðingum finnst ógeðslegt að borða svín, dýr sem leggst svo lágt að borða jafnvel sinn eigin úr- gang. Öðrum finnst það bara allt í lagi. Á Íslandi hafa í gegnum ald- irnar mótast matarhefðir sem taka mið af umhverfi og því hrá- efni sem landið hefur getað boðið okkur upp á. Það sem einum finnst ekki vera matur finnst öðr- um vera sælgæti. Samkvæmt nýlegri skoð- annakönnun eru um 2⁄3 þjóð- arinnar fylgjandi hvalveiðum. Rökin fyrir hvalveiðum eru meðal annars að það sé okkar réttur að nýta auðlindir okkar og hluti af menningu okkar að fá að stunda hvalveiðar og hvalaát. Við höfum kvartað sáran yfir því að aðrar þjóðir sýni þessum rökum lítinn skilning og láti tilfinningasemi ráða ferðinni í þessu efni. Rök dýraverndunarsamtakanna eru meðal annars að hundar séu gáf- aðri skepnur en annar búfénaður. Þessi rök hljóma kunnuglega í eyrum okkar Íslendinga sem heyrum iðulega þessi rök þegar kemur að umræðum um hval- veiðar. Allt frá árinu 1989 þegar Al- þjóðahvalveiðistofnunin bannaði hvalveiðar hafa Íslendingar verið að reyna að sannfæra þjóðir heimsins um að það sé ekkert sjálfsagðara en að veiða og borða hval. Við höldum því fram að það sé bara ósköp eðlilegt og hluti af okkar menningu. Það skyldi þó aldrei vera að það sé jafnerfitt og að sannfæra ráðamenn í landbún- aðarráðuneytinu og almenning um að hundakjöt sé líka gott og gilt. Ef svo er þá er eins gott að hætta að eyða tíma í það og gera sér fjarlægar vonir um að það tak- ist. Líklegt er að svar annarra þjóða og ráðamanna þeirra verði einfalt, oj-bara. Er rétt að borða hunda? Markaðurinn átti upphaflega að draga að ferðamenn. Hann snerist seinna upp í andhverfu sína og var orðinn skot- spónn umhverfisverndarsinna og þyrnir í augum stjórnvalda. VIÐHORF Eftir Tómas Orra Ragnarsson tomasorri @mbl.is ENN ein markleys- an hefur nú litið dags- ins ljós í svokölluðum samningaviðræðum Kára Stefánssonar og formanns Lækna- félags Íslands. Þessi farsi hefur nú staðið með hléum í eitt og hálft ár. Athygli vekur að Vilhjálmur Árnason prófessor í siðfræði við Háskóla Íslands hefur vikið af sviðinu, en Sigurður Guð- mundsson landlæknir heldur enn uppi merki bananalýðveldisins. En hvað var það eiginlega sem varð til þess að þeir félagar Sig- urbjörn og Kári skriðu enn í skúmaskot til að semja? Hvað hafði breytzt frá því að Sigurbjörn sleit viðræðunum síðast með spaugilegum eftirmála, þar sem dauðaleit var gerð að afsökunar- beiðni Kára Stefánssonar og fannst aldrei? Útskýring Sigurbjörns Sveins- sonar formanns LÍ á síðustu viðræðuslitum er svofelld í Morg- unblaðinu 28. ágúst sl: „Meðal annars þurfti að vera mjög ríkur pólitískur skilningur á því (sam- komulagi, innsk. JT) í þjóðfélag- inu, svo hægt væri að koma því fram, þannig að það var lagt til hliðar.“ Sem betur fer höfum við sagnfræðinga til að skrá söguna. Þeim verður auðvelt að rekja opinber gögn. Auðvitað munu þeir lesa frægt viðtal sem Egill Helgason átti við Kára á Skjá einum í nóvember síðastliðnum þar sem hann lítillækkaði for- mann LÍ enn einn ganginn. Nú eða um för Kára Stefánsson- ar með Davíð Odds- syni forsætisráðherra og Halldóri Ásgríms- syni utanríkisráð- herra til Akureyrar til að undirrita laumusamningana sem Kári hafði gert við FSA og fleiri heilbrigð- isstofnanir. Loks lesa þeir einnig opinbert bréf Sigurbjörns Sveins- sonar til lækna í byrjun þessa árs þar sem hann útskýrir samnings- slitin. Sumir frjálsari en aðrir Strax að lokinni undirskrift nýj- ustu „samninganna“ fór formaður Læknafélagsins utan þannig að það kom í hlut varaformannsins, Jóns G. Snædal, að halda uppi skýringum og vörnum fyrir Læknafélag Íslands. Það verður að segja Jóni til hróss að hann tal- ar skýrar en Sigurbjörn. Frétta- blaðið átti við hann viðtal 31. ágúst sl. þar sem hann segir meðal ann- ars orðrétt skv. blaðinu: „Heil- brigðisstofnanir ráða yfir lang- mestu af upplýsingum um sjúklinga. Læknar sem þar starfa hafa ekki umráðarétt yfir þeim og geta hvorki sagt já eða nei. Það eru stjórnir heilbrigðisstofnana sem ákveða þetta.“ Vegna þess- arar yfirlýsingar varaformanns LÍ er rétt að rifja upp að svokallaðir samstarfslæknar Íslenzkrar erfða- greiningar hafa í heimildarleysi selt gögn spítalanna í eigin ábata- skyni svo nemur tugum milljóna króna. Ríkisendurskoðandi hefur heykzt á að rannsaka það mál í meira en þrjú (3) ár. Hann var snöggur með Árna. Jón heldur áfram: „Ef yfirlýs- ingin verður samþykkt á aðalfundi Læknafélagsins verður hún skoð- un læknafélagsins en bindur ekki hendur lækna. Hins vegar verður auðveldara fyrir stjórnir heilbrigð- isstofnana að semja við Íslenska erfðagreiningu um afhendingu upplýsinga um sjúklinga ef þessi afstaða félagsins liggur fyrir.“ Ég tek ofan fyrir svona hreinlyndi. Um sjálfstæðar læknastofur heimilislækna og sérfræðinga hef- ur Jón þetta að segja: „Þeim lækn- um er algerlega í sjálfsvald sett hvort þeir semja eða ekki. Þeir eru óbundnir af þessari yfirlýsingu Læknafélagsins og ÍE.“ Óbundnir! Frjálsir menn! Sömu mennirnir og hafa sumir stolizt til að selja gögn sjúkrahúsanna til Íslenzkrar erfðagreiningar. Sælt er sameiginlegt skipbrot Enn heldur hinn hreinskiptni varaformaður LÍ áfram: „Einstak- ir læknar hafa haft áhyggjur af málinu, þetta er flókið mál og hver um sig hefur kannski ekki sett sig fullkomlega inn í það en fundist óþægilegt að Læknafélagið hafi verið á móti og ekki komist að samkomulagi um þetta mál. Þegar læknar vita að félagið hefur kom- ist að samkomulagi leiðir það væntanlega til þess að margir læknar verða sáttari við þetta.“ Hvað getur maður eiginlega sagt? Hvílíkur metnaður í samningum formanns Læknafélags Íslands. Þá er bara einn hópur lækna eftir. Sá hópur sem veit nákvæm- lega um hvað málið snýst og er tilbúinn að fórna starfi sínu frem- ur en að brjóta eiða sína og beygja sig fyrir ofbeldinu. „Þeir sem eru ekki sáttir verða að gera upp við sig hvað þeir gera,“ segir Jón G. Snædal. Þeir geta átt sig og kem- ur ekki mál við stjórn Lækna- félags Íslands. Ekki er hægt að tala hreinna út. Það má þó Kári Stefánsson eiga að hann fór sér- stökum virðingarorðum um þenn- an hóp lækna í sjónvarpi á dög- unum – að loknum „samningum“ við formann Læknafélags Íslands. Læknafélag Íslands fórn- ar riddurum fyrir peð Jóhann Tómasson Samningar Óbundnir! Frjálsir menn! segir Jóhann Tómasson. Sömu menn- irnir og hafa sumir stolizt til að selja gögn sjúkrahúsanna til Íslenzkrar erfða- greiningar. Höfundur er læknir. FYRIRSÖGNIN vísar til þess að efni þessarar greinar er höfundi hjartfólgið og hins að gjöfin, sem all- ir heilbrigðir menn, konur jafnt og karlar geta gefið án mikillar fyrirhafnar, kemur frá hjartanu í bókstafleg- um skilningi. Undirritaður var 18 ára nemandi í Mennta- skólanum í Reykjavík þegar hann ásamt fleiri skólafélögum lagði leið sína í Blóð- bankann við Baróns- stíg í Reykjavík. Fyrsta blóðgjöfin er minnisstæð fyrir það að hún var fullkomlega þrautalaus og allt gekk vel. Minn- ingin er fyrst og fremst um þægi- legt og vingjarnlegt starfsfólk, sem sýndi okkur virðingu og alúð, að ógleymdu kaffinu og meðlætinu á eftir, sem var mikill bónus aura- litlum menntskælingum. Kynni sem hófust fyrir nærri þrjátíu árum, í marz 1972, eru endingarbeztu sam- skipti við nokkurn banka, sem minnið nær til, þótt margir séu ágætir. Blóðgjafirnar voru ekki ýkja margar fyrstu tvö árin, fór fjölgandi og nálgast nú hundraðið. Auðvelt var að gefa sér tíma frá háskóla- námi og skreppa í Blóðbankann. Alltaf var tilhlökkunarefni að hitta þægilegt og alúðlegt starfsfólk bankans. Kaffistofan hefur stað- ið fyrir sínu og kon- urnar þar láta ekki sitt eftir liggja. Stundum hefur hvarflað að manni, í gamni sagt, að eins gott sé að á milli heimsókna karla skuli vera 3 mánuðir og minnst 4 þegar konur eiga í hlut. Baráttan við vigtina væri annars töpuð. Að loknu námi átti undirritaður heim- ili á Selfossi í rúm sex ár og flutti svo til Ísa- fjarðar fyrir sautján árum. Tengslin við Blóðbankann hafa aldrei rofnað. Þau tækifæri sem hafa gefizt voru notuð. Það verður góður lífsstíll að vera blóðgjafi. Tvennt kemur til, í fyrsta lagi nýtur blóðgjafinn þess að fylgzt er með blóðþrýstingi, blóðmagni og heilsufari. Í öðru lagi lagar hann líf sitt að hlutverkinu, ef svo má að orði komast. Minnt er á þá staðreynd að Blóð- bankinn þarfnast 70 blóðgjafa á dag og margir eiga undir því að vel tak- ist til. Allir sem eru heilbrigðir á aldrinum 18 til 60 ára mega gerast blóðgjafar. Þeirri hvatningu er beint til allra jafnt á höfuðborg- arsvæðinu og landsbyggðarfólks á ferðinni í Reykjavík að gerast blóð- gjafar. Einkum er þessum orðum beint til hinna fjölmörgu ungu kvenna og karla sem eru að hefja nám í fram- haldsskólum og háskólum í Reykja- vík um þessar mundir. Gott er að taka sér hlé frá lestri og líta við í Blóðbankanum, gefa frá hjartanu og njóta alúðlegs viðmóts og hollra og góðra veitinga. Undirritaður gladdist mjög þegar dóttir hans ákvað að feta í fótspor föður síns og gerast blóðgjafi. Blóðbankinn heldur úti ágætri heimasíðu www. blodbankinn.is. Af- greiðslutími er mánudaga og fimmtudaga frá kl. 8:00–19:00, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 8:00–15:00 og föstudaga frá kl. 8:00– 12:00 Að vera virkur blóðgjafi er sann- arlega hluti af þeim lífsstíl sem kenndur er við hollustu og heil- brigði. Ef þú lesandi góður uppfyllir skilyrði til þess að gerst blóðgjafi geturðu með þeim hætti lagt lífinu lið. Gerðu það og njóttu lífsins. Frá hjartanu Ólafur Helgi Kjartansson Blóðgjafir Endingarbeztu sam- skipti við nokkurn banka, segir Ólafur Helgi Kjartansson, sem minnið nær til, þótt margir séu ágætir. Höfundur er sýslumaður á Ísafirði og virkur blóðgjafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.