Morgunblaðið - 08.09.2001, Blaðsíða 23
Sundlaug Kópavogs sími 570 0470 og Su›urbæjarlaug Hafnarfir›i sími 565 3080
Faglær›ir kennarar lei›beina
hverjum einstaklingi um fljálfun í
n‡justu og fullkomnustu Nautilus
tækjunum.
Frír a›gangur a› sundlaug flar sem
kort er keypt.
Komdu í alvöru
líkamsrækt
Athugi› tilbo›i› stendur til og
me› 7. október.
Ljósabekkir á bá›um stö›um.
Nautilus á Íslandi
nau0
1
1
0
6
3
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 23
ÞINGMAÐUR skoska þjóðernis-
flokksins, Angus Robertson, segir
íslensk stjórnvöld geta aðstoðað
fjölda skoskra sjómanna sem urðu
atvinnulausir eftir þorskastríðin
við Íslendinga.
Robertson var staddur hér á
landi fyrir skömmu til að kynna
sér hvers konar gögn eru til á Ís-
landi um veiðar skoskra togara við
Íslandsstrendur á árunum fyrir
þorskastríð Breta og Íslendinga.
Hann segir að gögnin kunni að
koma að góðum notum í baráttu
skoskra sjómanna sem sóttu á Ís-
landsmið en hafa nú krafið bresk
stjórnvöld um bætur vegna at-
vinnuskerðingar sem þeir urðu
fyrir eftir að Íslendingar færðu
landhelgina út í 200 mílur. Robert-
son átti m.a. fund með Árna M.
Mathiesen, sjávarútvegsráðherra,
og Hafsteini Hafsteinssyni, for-
stjóra Landhelgisgæslunnar, auk
þess sem hann kynnti sér ýmis
gögn í Þjóðarbókhlöðunni. Hann
segist ekki hafa farið fram á það
við íslensk stórnvöld að finna um-
rædd gögn, heldur vilji hann
benda breskum stjórnvöldum á að
hér gæti verið að finna upplýs-
ingar um veiðar skoskra togara á
Íslandsmiðum. „Ég hef mætt mikl-
um velvilja og skilningi hjá þeim
aðilum sem ég hef rætt við og ég
er mjög ánægður með þau við-
brögð sem ég hef fengið við um-
leitan minni. Það hafa allir lýst yfir
vilja til að aðstoða við að finna eða
draga fram í dagsljósið hvers kon-
ar gögn sem geta orðið hinum
öldnu sjómönnum að liði. Ég mun
síðan leggja hart að breskum
stjórnvöldum að hafa mun nánara
samband við íslensk stjórnvöld og
stofnanir á Íslandi til að aðstoða
þessa sjómenn.“
21 skoskur sjómaður
hefur fengið greiddar bætur
Bresk stjórnvöld hafa þegar
greitt yfir eitt þúsund sjómönnum
í Hull og Grimsby bætur vegna
þorskastríðanna við Íslendinga en
Robertson segir aðeins 21 skoskan
sjómann hafa hlotið samskonar
bætur. Hann telur að mörg hund-
ruð skoskra sjómanna eigi tilkall
til slíkra bóta. „Skosku sjómenn-
irnir verða að sanna það sjálfir að
þeir hafi sótt á Íslandsmið. Það er
hinsvegar ekki starf sjómanna að
halda gögn yfir það hvar þeir eru
að veiðum hverju sinni. Það er
þannig nánast ómögulegt fyrir
marga þessara sjómanna að sanna
að þeir eigi rétt á bótunum. Ís-
lensk stjórnvöld geta hinsvegar
rétt þeim hjálparhönd. Hér eru
ýmis gögn sem gefa vísbendingar
um veiðar skoskra skipa hér við
land, svo sem skrár Landhelgis-
gæslunnar, löndunarskýrslur eða
önnur gögn sem sýna að skosk
skip hafi komið til íslenskra hafna.
Ég geri mér fulla grein fyrir því að
það lönduðu fá skosk skip afla hér
á landi og Landhelgisgæslan hefur
ekki skrá yfir nærri því öll skipin,
enda forðuðust mörg skipanna að
komast í kast við Landhelgisgæsl-
una. Engu að síður eru til hér ein-
hver gögn og jafnvel þótt aðeins
örfáir sjómenn fái bætur vegna
þeirra, þá er tilganginum náð að
mínu mati og ég er sannfærður um
að Skotar verða mjög þakklátir ís-
lenskum stjórnvöldum.“
Stjórnvöld sinna ekki
hagsmunamálum Skota
Robertson er þingmaður skoska
þjóðarflokksins, stærsta stjórnar-
andstöðuflokkins í Skotlandi, sem
barist hefur hart fyrir sjálfstæði
landsins. Hann segir tilgang ferðar
sinnar til Íslands sýna betur en
margt annað að Skotar þurfi á
sjálfstæði að halda. „Þetta sýnir að
bresk stjórnvöld sinna ekki hags-
munamálum Skota. Ég er hér á
eigin forsendum að sinna málefn-
um sem með réttu ættu að vera á
könnu stjórnvaldsins í London.
Skotar ættu að njóta sömu stöðu á
alþjóðavettvangi og hver önnur
sjálfstæð þjóð. Ég hlakka mjög til
þess dags þegar við Skotar getum
eflt tengsl okkar við önnur lönd í
Norður-Evrópu því við eigum svo
margt sameiginlegt með þeim,“
segir Robertson.
Íslendingar geta hjálp-
að skoskum sjómönnum
Skoskur þingmað-
ur leitar gagna
um veiðar skoskra
togara á Íslands-
miðum
Morgunblaðið/Jim Smart
Angus Robertson, þingmaður skoska þjóðernisflokksins, leitar upplýsinga
um skoska togara í fréttum Morgunblaðsins af þorskastríðsátökunum.
lagðar niður og gögn hafa týnst eða
þeim verið eytt. Sjómennirnir
verða því að leita annarra leiða til
að sanna að þeir hafi eitt stundað
fiskveiðar við Ísland. Einn þeirra er
Colin Walker en hann var skipverji
á skoska lúðulínubátnum Loch
Kildonan á 7. og 8. áratugnum.
Hann sagðist í samtali við dag-
blaðið The Press and Journal sem
gefið er út í Aberdeen, geta sannað
það með póstkorti með íslensku frí-
merki, sem hann sendi eiginkonu
sinni eitt sinn frá Akureyri þegar
skipið kom þangað til hafnar vegna
vélarbilunar.
Charles Grimmer, sem var skip-
stjóri á Ben Lui, einum stærsta
togaranum frá Aberdeen og sótti
mikið á Íslandsmið, segir einnig í
samtali The Press and Journal að á
Íslandi hljóti að vera til gögn um
veiðar Ben Lui á Íslandsmiðum,
enda hafi varðskipið Þór fært skip-
ið til hafnar og hann sjálfur verið
dæmdur fyrir veiðar innan 12 mílna
landhelginnar.
TÖLUVERT hefur verið fjallað um
málefni „Íslandssjómannanna“ í
skoskum fjölmiðlum að undan-
förnu. Mikil reiði hefur gripið um
sig meðal skoskra sjómanna, sem
segja að enn hafi aðeins 21 af meira
en 400 sjómönnum fengið þær bæt-
ur sem þeim ber. Bresk stjórnvöld
hafa nú þegar greitt ríflega 2,1
milljarð króna í bætur til breskra
sjómanna vegna þorskastríðanna,
aðallega til sjómanna í helstu hafn-
arborgum Englands, s.s. Hull,
Grimsby og Fleetwood. Segja sjó-
mennirnir að margir hafi misst
vinnu sína og þeir fáu sem fengu
vinnu í landi hafi orðið fyrir mikilli
tekjuskerðingu. Hafrannsókna-
stofnunin í Aberdeen hefur þegar
lagt fram gögn sem sýna fram á
veiðar 31 skosks togara á Íslands-
miðum á árunum frá 1960 til 1979
en talið er að þeir hafi verið mun
fleiri. Hinsvegar hefur þótt erfitt
að afla gagna sem sýna fram á veið-
arnar. Margar stofnanir sem sinntu
sjávarútvegi í Skotlandi hafa verið
Sönnunin er póst-
kort frá Akureyri