Morgunblaðið - 08.09.2001, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
FÉ streymdi af fjalli í Skaftárréttir
í Skaftárhreppi í gær en þar verður
réttað í dag eins og víðar á landinu.
Smölun í afréttum og heimalöndum
hefur staðið sem hæst undanfarna
daga og í dag og á morgun fara
fjárréttir fram á átta stöðum á
landinu.
Morgunblaðið/RAX
Fjárréttir
á 8 stöðum
um helgina
JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra segir að tillögur um gjaldtöku
af sjúklingum sambærilega þeirri
sem viðhöfð sé í einkarekinni lækn-
isþjónustu séu ekki uppi á borðum.
Framkvæmdastjórn Landspítala –
háskólasjúkrahúss er með tillögu í
þessum efnum sem einn þátt í lausn á
rekstrarhalla sjúkrahússins, sem
nam tæpum 250 milljónum kr. á fyrri-
hluta þessa árs, auk þess sem kostn-
aður vegna S-merktra lyfja fór 60
milljónir kr. fram úr áætlunum.
Stjórnarnefnd spítalans samþykkti
ekki þessa tillögu á fundi sínum á dög-
unum, en áætlað er að tekjur af slíkri
gjaldtöku geti numið um 100 milljón-
um kr. á ári.
„Ég tel mig ekki hafa heimild míns
þingflokks til að leggja slíkt fram og
hef ekki hug á slíku,“ segir ráðherra.
Á fundi stjórnarnefndar spítalans
var greinargerð forstjóra og fram-
kvæmdastjórnar LSH vegna hallans
til umræðu og tillögur til úrbóta. Í
greinargerðinni kemur fram að brýnt
sé að hlutverk spítalans sé skilgreint
og að heilbrigðisyfirvöld ákveði hvaða
þjónustu skuli veita. Jafnframt gerir
framkvæmdastjórnin tillögur um að-
gerðir í fjórum liðum.
Í fyrsta lagi að tekin verði upp
ofangreind gjaldtaka. Í öðru lagi að
bráðahlutverk spítalans njóti for-
gangs og dregið verði úr eða starf-
semi felld niður hvað varðar eftirtalin
atriði: Glasafrjóvgunum verði hætt
nema verðskrá fáist leiðrétt. Breytt
verði vöktum á barnasviði og göngu-
deild húðdeildar sameinuð húðsjúk-
dómadeild á Vífilsstöðum. Dagdeild-
arstarfsemi á kvennasviði verði
aukin, aðgerðum fækkað og gjaldtaka
aukin. Frestað verði opnun lýtalækn-
ingadeildar um einn mánuð og hún
flutt í Fossvog og plássum fyrir al-
mennar brjóstholsskurðlækningar
verði fækkað tímabundið.
Í þriðja lagi verði farið yfir breyt-
ingar á starfsmannahaldi í kjölfar
sameiningar sérgreina og loks að tak-
marka notkun S-merktra lyfja og
taka ekki upp notkun nýrra lyfja
nema sannað verði að þau séu ódýrari
eða jafndýr þeim sem fyrir eru.
Gjaldskrá vegna
glasafrjóvgunar frestað
Stjórnarnefndin samþykkti þrjár
síðarnefndu breytingarnar nema
hvað ákvörðun um gjaldskrá vegna
glasafrjóvgunar var frestað til næsta
fundar stjórnarnefndarinnar.
Spurður um aðrar tillögur sem
væru uppi um hækkun gjaldskrár
vegna glasafrjóvgunar og aukna
gjaldtöku á kvennasviði sagði Jón þar
viðkvæm mál á ferð sem hann ætlaði
ekki að tjá sig um á þessu stigi. Hann
hefði ekki tekið neinar ákvarðanir þar
að lútandi.
„Ég þarf að skoða það mál miklu
betur, þannig að ég er ekki tilbúinn að
skrifa upp á hækkanir að svo stöddu á
þessum sviðum,“ sagði Jón.
Gjaldtaka ekki
uppi á borðum
Tillaga um gjaldtöku/35
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um sparn-
aðarhugmyndir framkvæmdastjórnar LSH
HÓLMABORG SU, skip Hrað-
frystihúss Eskifjarðar hf. var
aflahæsta skip landsins á ný-
liðnu fiskveiðiári. Heildarafli
skipsins var 76.385 tonn sem
samkvæmt upplýsingum Fiski-
stofu er mesti heildarafli sem
eitt skip hefur borið að landi á
einu fiskveiðiári og er því um
Íslandsmet að ræða.
Börkur NK, skip Síldar-
vinnslunnar hf. í Neskaupstað,
mun hafa átt fyrra metið en afli
hans á fiskveiðiárinu 1999/2000
var 67.739 tonn.
Skipting afla Hólmaborgar
var þannig að kolmunnaaflinn
var 37.666 tonn, loðnuaflinn var
34.410 tonn og síldaraflinn var
4.309 tonn. Skipstjóri á Hólma-
borg SU er Þorsteinn Krist-
jánsson.
Hólma-
borg SU
setur Ís-
landsmet
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ
undirbýr nú stofnun Íslensku
friðargæslunnar og hyggst aug-
lýsa eftir umsóknum frá ein-
staklingum sem eru tilbúnir að
fara til friðargæslustarfa.
Settur verður á fót um 100
manna viðbragðslisti og af hon-
um er gert ráð fyrir að verði
valdir einstaklingar til að geta
fjölgað íslenskum friðargæslu-
liðum við störf erlendis í 20 árið
2002 og allt að 25 árið 2003.
Í framhaldi af því verður met-
ið hvort unnið verði að því að Ís-
lendingar geti sent allt að 50
manns til friðargæslustarfa með
skömmum fyrirvara. Til saman-
burðar má nefna að á þessu ári
hafa um 15 manns starfað við
friðargæslu erlendis á vegum
utanríkisráðuneytisins.
Fólk úr ýmsum
stéttum á listanum
Á lista ráðuneytisins verður
óskað eftir háskólamenntuðum
sérfræðingum, lögreglumönn-
um og heilbrigðisstarfsfólki.
Stofnun íslensku friðargæslunn-
ar er viðurkenning á því starfi
Íslendinga á undanförnum ár-
um og staðfesting á eflingu
hennar.
Stofnun
friðar-
gæslu
undirbúin
GRÍMUR Jónsson fluguhnýtari
veiddi sannkallaðan furðufisk er
hann egndi fyrir lax og sjóbirting í
Vatnsá við Vík í vikunni. Fiskurinn
reyndist vera hnúðlax, sem er
Kyrrahafstegund, en nokkrir hnúð-
laxar hafa veiðst í íslenskum ám síð-
ustu árin og er það rakið til tilrauna
sem Rússar hafa gert með slepp-
ingar hnúðlaxa í ár við Hvítahaf.
„Ég veiddi þennan fisk á Snældu í
veiðistaðnum Mink. Ég hélt fyrst að
þetta væri svona leginn sjóbirtingur,
en síðan sá ég að þetta var eitthvað
allt annað. Hann var ægilega ljótur,
þunnur með hátt bak og með rosa-
legan kjaft sem var svo tenntur að
það minnti helst á hjólsög. Það voru
meira að segja tanngaddar á tung-
unni. Svo var hann mjög dökkur á lit
og með gulleita flekki á kviðnum.
Það er svo skrýtið, að daginn áður
var ég að veiða í Botnsá og sá þá fisk
sem ég kom ekki fyrir mig. Svo þeg-
ar ég setti í þennan í Vatnsá rann
það upp fyrir mér að þarna var sama
fyrirbærið á ferðinni,“ sagði Grímur
í samtali við Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Guðbjartur Sturluson
Hnúðlax líkist engum íslenskum vatnafiski.
Hnúðlax
úr Vatnsá
Grímur Jónsson með hnúðlaxinn
sem er ættaður úr Kyrrahafinu.