Morgunblaðið - 08.09.2001, Blaðsíða 27
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 27
ÚRVAL af lífrænt ræktuðu græn-
meti og ávöxtum í stórmörkuðum
er mismikið og hefur enginn
þeirra sérstaka deild fyrir slíka
vöru. Talsmenn þeirra stórmark-
aða sem bjóða upp á lífrænar
vörur telja innflutning ekki borga
sig og segja margir að fremur lítið
framboð sé á íslenskri framleiðslu.
Nokkrar stórverslanir bjóða hins
vegar upp á úrval annars konar líf-
rænna vara til dæmis þurrvörur,
kjöt, mjólk, sultu, niðursuðuvörur
og brauð og þykir markaður fyrir
slíkar vörur fara vaxandi.
Hætt við sölu í
Fjarðarkaupum
Ekki er boðið upp á lífrænt
grænmeti og ávexti í Fjarðarkaup-
um um þessar mundir en hins veg-
ar er sérstök deild í versluninni
með um hundrað tegundir af ann-
ars konar lífrænum vörum, að
sögn Gísla Sigurbergssonar, kaup-
manns í Fjarðarkaupum. „Við
reyndum að vera með úrval af
bæði innfluttu og íslensku græn-
meti og einnig ávöxtum í vor en
það gekk einfaldlega ekki, enda sú
vara 20–30% dýrari en venjulega
varan. Kúnnahópurinn er ekki orð-
inn nógu stór og þeir sem eru að
leita eftir lífrænum vörum fara
frekar í sérverslanir.“ Hann segir
að á næstunni verði aftur reynt að
taka inn nokkrar algengar tegund-
ir eins og lífrænt ræktaðar gulræt-
ur, tómata, gúrkur, epli, appels-
ínur og banana.
Lítil sala í Nýkaupi
Í Nýkaupi var í vetur selt inn-
flutt lífrænt grænmeti og ávextir
en því var fljótlega hætt vegna lít-
illar sölu, að sögn Árna Ingvason-
ar, kaupmanns í Nýkaupi. „Núna
seljum við þær íslensku tegundir
sem í boði eru hverju sinni en
framboðið er ekki mikið. Af annars
konar lífrænum vörur bjóðum við
um hundrað vörutegundir. Við
teljum að áhugi fyrir lífrænum
vörum sé að aukast og stefnum að
því að auka vöruúrvalið á næstu
mánuðum.“
Takmarkað magn af
innfluttu í Nóatúni
Í Nóatúni hefur íslenskt lífrænt
grænmeti verið á boðstólum í sum-
ar og hefur salan gengið vel, að
sögn Jóns Þorsteins Jónssonar,
markaðsstjóra Nóatúns. „Við erum
með samning við íslenskan fram-
leiðanda sem hefur séð okkur fyrir
gúrkum, tómötum, papriku, gul-
rótum og kryddjurtum sem fengist
hafa í allt sumar.“ Hins vegar höf-
um við verið með takmarkað magn
af innfluttu grænmeti og ávöxtum,
það er mun dýrara en venjuleg
vara og hefur því ekki selst vel.“
Hann segir að boðið sé upp á
nokkrar vörutegundir af annars
konar lífrænum vörum sem fari
fjölgandi.
Sérstök deild
í Hagkaupi í Smáralind
Í Hagkaupi hefur íslenskt líf-
rænt grænmeti einnig verið fáan-
legt í sumar að sögn Finns Árna-
sonar, framkvæmdastjóra Hag-
kaups.
„Við höfum boðið nokkrar teg-
undir, meðal annars tómata, papr-
iku, salat, agúrku og kryddjurtir.
Við reyndum í vetur að flytja inn
lífrænt grænmeti og ávexti en það
gafst ekki nógu vel.“ Boðið er upp
á um hundrað og fimmtíu annars
konar lífrænar vörutegundir að
sögn Finns. „Í nýrri verslun okkar
í Smáralind stendur til að hafa
sérstaka deild með lífrænum
vörum en nú eru lífrænu vörurnar
með öðrum vörum í þeim flokkum
sem þær tilheyra.“ Hann telur að
þótt salan sé ekki mikil ennþá fari
hópurinn sem leitar eftir lífrænum
vörum stækkandi.
Ekki seldar lífrænar
vörur í Nettó og Bónus
Í Nettó eru ekki seldar lífrænar
vörur og segir Gísli Gíslason, inn-
kaupastjóri hjá Matbæ, ekki mikla
eftirspurn eftir þeim. „Lífrænu
vörurnar eru vandmeðfarinn flokk-
ur og mun dýrari en aðrar vörur,
við höfum ekki séð ástæðu til að
fara á þann markað.“ Guðmundur
Marteinsson, framkvæmdastjóri
Bónuss, tekur í sama streng, en
þar eru heldur ekki seldar lífræn-
ar vörur. „Vöruúrval okkar miðar
að því að uppfylla þarfir neytenda
en hingað til hefur ekkert verið
spurt um lífrænar vörur og því
sjáum við ekki ástæðu til að vera
með þær. Ef eftirspurn fer að
aukast kemur vel til greina að
taka slíkar vörur inn.“
Fremur lítið úrval lífræns ræktaðs grænmetis og ávaxta í stórmörkuðum
Úrval lífrænna vara, svo sem grænmetis og ávaxta, er mest í sérverslunum
en stórmarkaðir eru þó í auknum mæli að fikra sig á þá braut.
„FYRIR fimmtán árum þegar við
vorum að byrja með lífrænar vörur
vissi nánast enginn hvað við vorum
að tala um og fannst þetta hálf-
skrítið, við höfum þó þraukað og
síðustu fjögur árin hefur eftirspurn
aukist mjög,“ segir Rúnar Sig-
urkarlsson annar eigandi Ygg-
drasils sem er verslun sem selur
eingöngu lífrænar vörur. „Fyrst
var þetta mjög þröngur hópur sem
keypti inn hjá okkur, helst fólk sem
hafði verið blómabörn en nú kemur
fólk á öllum aldri og úr öllum stétt-
um.“ Í versluninni eru seldir upp
undir þúsund vöruliðir og eru gul-
rætur og kartöflur vinsælustu vör-
urnar að mati Rúnars. Hann segir
mjög aukna eftirspurn vera eftir líf-
rænum vörum í öðrum löndum en
Íslendingar hafi ekki verið fljótir að
taka við sér í þeim efnum. „Fréttir
af gin- og klaufaveiki og umræða
um erfðabreytt matvæli hafa ýtt
undir eftirspurn í Evrópu.“
Jóhanna Kristjánsdóttir inn-
kaupastjóri Heilsu sem rekur
Heilsuhúsið segir lífrænar vörur
vera betra hráefni en annað. „Síð-
ustu tvö árin hefur eftirspurn auk-
ist gífurlega, fólk virðist í æ ríkari
mæli vera tilbúið til að borga hærra
verð fyrir að fá lífræna vöru.“
Í Brauðhúsinu Grímsbæ er ein-
göngu selt lífrænt brauðmeti og
segir Guðmundur Guðfinnson þá
stefnu hafa verið tekna fyrir þrem-
ur árum. „Við kaupum lífrænt korn
að utan sem við mölum og bökum
úr bæði brauð og kökur.“ Að-
spurður segir hann speltbrauð vera
vinsælasta brauðið um þessar
mundir.
Áhugi á lífrænum vörum er sífellt
að aukast, að sögn Súsönnu Ein-
arsdóttur deildarstjóra hjá Blóma-
val en þar er selt íslenskt og erlent
lífrænt grænmeti og ávextir ásamt
fleiri lífrænum vörum. Hún bendir
á að verð ráði miklu um hvaða teg-
undir seljist best. „Við seljum mest
af íslensku framleiðslunni, til dæm-
is gulrótum og kartöflum, en þar er
ekki svo mikill verðmunur á milli
lífrænu varanna og hinna venju-
legu, til dæmis er hann 38% á gul-
rótum og á papriku 32%. Á erlendu
framleiðslunni er hins vegar mun
meiri munur, til dæmis er hann
148% á eplum og á banönum 109%,“
segir hún og bætir við að verðið sé
nokkuð breytilegt eftir tímabilum.
Salan gengur vel
í sérverslunum
„NEYTENDUR sem velja líf-
rænar vörur fá hreinni vöru
og margir telja hana líka
bragðbetri,“ segir dr. Ólafur
R. Dýrmundsson ráðunautur
Bændasamtaka Íslands í líf-
rænum búskap og landnýt-
ingu. „Lífræn ræktun felur í
sér að ekki er notaður tilbú-
inn áburður heldur lífrænn
sem stuðlar að langtíma upp-
byggingu á frjósemi jarð-
vegs, ekki eru notuð eitur-
efni og hefðbundin lyf,
bannað er að nota erfða-
breyttar lífverur og mjög vel
er farið með búfé, til dæmis
er bannað að hafa hænur í
búrum. Þannig eru bæði
heilsufarsleg, umhverfis- og
búfjárverndarsjónarmið sem
valda því að margir kjósa líf-
rænar vörur.“
Við komin skemmra
en margar þjóðir
Neytendahópurinn stækkar
ört að mati Ólafs en þó eru
Íslendingar komnir skemmra
á þessari braut en margar
aðrar þjóðir. „Í Svíþjóð eru
rúmlega 10% af allri land-
búnaðarframleiðslu lífræn á
meðan hún er innan við 1%
hér á landi.“ Hann segir ís-
lenska bændur í lífrænum bú-
skap ekki anna eftirspurn en
mest selst af grænmeti. „Líf-
ræn framleiðsla er það sem
koma skal. Hér hafa aðallega
sérverslanir verið í þessum
geira en stórmarkaðir minna.
Ég býst við að úrval og eft-
irspurn aukist til muna að
minnsta kosti ef við erum í
takt við nágrannalöndin þar
sem í stórmörkuðum finnast
veglegar, glæsilegar deildir
tileinkaðar lífrænum vörum.“
Bragð-
betri og
hreinni
vara
Morgunblaðið/Arnaldur
Verðið oft
hátt og
salan því lítil